Morgunblaðið - 29.06.2004, Page 29

Morgunblaðið - 29.06.2004, Page 29
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 29 Brú fjarlægð í Nauthólsvík GÖNGUBRÚ í Nauthólsvík, sem var við hliðina á Siglingaklúbbi ÍTR, hefur verið söguð niður. Hver stendur á bak við þetta og hvers vegna var þessi brú fjar- lægð? Þórir Óskarsson Ánægð með Mána MIG langaði að koma á framfæri ánægju minni með hljómsveitina Mána sem léku í Höllinni fyrir skömmu ásamt Deep Purple. Þeir voru hreint út sagt alveg frábærir. Margrét Þóra Landsmót hestamanna NÚ ER Landsmót hestamanna á næstu grösum og mér datt í hug að senda ykkur þessa vísu, sem kennir okkur að velja góðhestinn: Stutt sé bak en breitt að sjá brúnir svakalegar augun vakin, eyrun smá einatt hrakin til og frá. Þessa skemmtilegu vísu lærði ég norður í Skagafirði fyrir löngu. Gaman væri að vita hver höfundur hennar er. H.J. Bíllykill tapaðist BÍLLYKILL tapaðist aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur. Mestar líkur eru á því að hann hafi tapast inni á skemmtistaðnum Sólon. Um er að ræða lykil með svartri fjarstýringu. Finnandi vin- samlega hafi samband í síma 561 5511 eftir kl. 18. Tapað hjól – fundin kanína BLÁTT kvenreiðhjól hvarf úr Glaðheimum aðfaranótt laug- ardags, hjólið er fjallareiðhjól merkt Wheeler með gulum stöfum. Sama dag fannst hvít kanína með gráleita snoppu. Málin eru líklega ótengd en sá sem saknar hvítrar kanínu eða veit um afdrif bláa reiðhjólsins er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 861 7397. Skuggi er týndur SKUGGI týndist fyrir rúmri viku frá heimili sínu í Fossvogi, Álfa- landi 9. Hann er með end- urskinsól, ljósbláa bjöllu og blátt merki. Skuggi er mjög blíður. Þeir sem hafa orðið hans varir eru beðnir að hafa samband í síma 588 9565. Kannast þú við köttinn? ÞESSI fallegi kettlingur fannst föstudaginn 25. júní sl. hjá Sunnu- flöt í Garðabæ. Hann er mjög gæf- ur og góður. Upplýsingar í síma 564 1592. Kettlingar fást gefins TVEIR blíðir og kelnir 9 vikna kettlingar fást gefins á góð heim- ili. Upplýsingar í síma 867 9001. Köttur fæst gefins ÁRSGAMALL högni fæst gefins á gott heimili. Allt fylgir með. Upp- lýsingar í síma 553 0614 og 866 4513. Blár gári flaug á brott LÍTILL blár gári flaug út um gluggann á heimili sínu í Lækj- arsmára sl. sunnudag. Þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsam- lega beðnir að hafa samband í síma 695 1919. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HÁKON krónprins af Noregi og eiginkona hans, Mette-Marit, opna sýningu á nýrri leirlist frá Noregi klukkan 11.15 í dag í sal Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg í Garðabæ. Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur er forstöðumaður Hönn- unarsafnsins. Hvert er tilefni sýningarinnar? „Sýningin nefnist á íslensku Kynjaverur og er sett saman fyrir norska utanríkisráðuneytið af Harald Solberg. Hún hefur farið víða um lönd og er sett upp hér á landi í tilefni af komu norska krónprinsins og eiginkonu hans. Þau munu opna sýninguna og verður það í fyrsta sinn sem kon- ungborið fólk heimsækir Garðabæ með form- legum hætti.“ Hvað einkennir norska leirlist í samtímanum? „Sýningin á að endurspegla ákveðna þróun sem orðið hefur í leirlist í Noregi á liðnum árum og er dálítið óvenjuleg, að minnsta kosti í norrænu sam- hengi. Hún felst fyrst og fremst í því að Norð- menn hafa veitt töluverðu fé til að styðja við hand- verk, mun meira en aðrar Norðurlandaþjóðir. Það er að bera ávöxt núna, til dæmis í leirlistinni, þar sem ríkir mikil gróska. Leirlistin er í raun komin í samkeppni við aðra þrívíddarlist, höggmynda- listina. Bestu listamennirnir á þessu sviði eru nán- ast hættir að búa til einhvers konar nytjahluti, en hafa í auknum mæli farið að vinna með mannslík- amann og ýmsa hluti úr veruleikanum, og móta jafnvel heilar frásagnir úr goðsögnum og þjóðsög- um í leir. Þetta er því eiginlega orðin hrein og klár myndlist. Við fyrstu sýn virðast sum verkin á sýn- ingunni kannski vera nytjahlutir, en þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þetta eru litlir skúlptúr- ar. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig íslenskir leirlistamenn bregðast við þessu, vegna þess að þetta er svo ólíkt því sem við erum vön hér á landi.“ Hvaða listamenn eiga verk á sýningunni? „Á sýningunni eru verk eftir sextán leir- listamenn sem fæddir eru á árunum 1954 til 1973, þréttan konur og þrjá karla. Hver listamaður á eitt til þrjú listaverk á sýningunni. Þeirra þekkt- ust er sennilega Marit Tingleff, sem hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir listsköpun sína, en meðal annarra leirlistamanna sem eiga verk á sýning- unni má nefna Marie Braathen, Lippa Dalén, Hel- ene Kortner, Irene Nordli og Öyvind Suul.“ Hvað stendur sýningin lengi? „Sýningin stendur til 1. ágúst og héðan mun hún fara til Brasilíu. Sýningarsalur Hönn- unarsafnsins við Garðatorg er opinn alla daga nema mánudaga frá klukkan 14 til 18.“ Sýningar | Kynjaverur í Hönnunarsafni Íslands Mikil gróska í norskri leirlist  Aðalsteinn Ingólfs- son er fæddur á Ak- ureyri árið 1948. Hann lauk MA gráðu í enskum bókmenntum og mál- sögu frá University of St. Andrews í Skotlandi árið 1971 og MA gráðu í listasögu frá Cour- tauld-stofnuninni við Lundúnaháskóla árið 1974. Hann hefur unnið sem kennari, ritstjóri, gagnrýnandi, sýning- arstjóri og rithöfundur, og hefur veitt Hönn- unarsafni Íslands forstöðu frá 1999. Að- alsteinn er kvæntur Janet S. Ingólfsson ritara og eiga þau þrjár dætur. Heimsferðir kynna nú glæsilegar jólaferðir sínar til Kanaríeyja og frábæra gistivalkosti á þessum vinsælasta vetraráfangastað Íslendinga. Fyrstu 200 farþegarnir geta tryggt sér 10. þúsund kr. afslátt á mann og um leið vinsælustu gististaðina, en hvort sem þú kýst glæsilegt hótel með fullri þjónustu, eða góðar íbúðir staðsettar á miðri ensku ströndinni, þá færðu bestu valkostina hjá Heimsferðum. Jólin á Kanarí frá kr. 39.995 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.995 Agaete Park. Hjón m. 2 börn, 2–11 ára, 21. des, 7 nætur Netverð með sköttum. Verð kr. 53.490 Agaeta Park, íbúð með 1 svefnherbergi. 2 í íbúð, 7 nætur, 21. des. Netverð. Bókaðu núna og tryggðu þér 10 þúsund kr. afslátt á manninn · 17. des. 11 nætur · 21. des. 7, 14, 21 nótt · 28. des. 7, 14, 21 nótt ENN eitt djassbandið hefur bæst við fjölbreytta djassflóru landans. Það er Djasskvartettinn Skófílar sem kveð- ur sér hljóðs á Kaffi Culture kl. 20.30 í kvöld. Þetta eru þó ekki þeirra fyrstu tónleikar því Skófílar léku á Múlanum í vetur. „Skófílar er útúrsnúningur á nafni Johns Schofield,“ segir Ólafur Jóns- son saxófónleikari, „en eftir hann er tónlistin sem við flytjum og kennum okkur við. Schofield er bandarískur gítarleikari sem hefur lengi verið að. Hann er einn áhrifamesti djassgít- arleikari seinni tíma og var m.a. með- limur í hljómsveit Miles Davis í kringum 1985. Þegar hann fékk plötusamning hjá hinu þekkta djass- plötufyrirtæki Blue Note árið 1989 snýr hann við blaðinu og ásamt saxó- fónleikaranum Joe Lovano komu þeir með ferskan tón í djassinn með áherslu á hefðbundnari djasstónlist en hann hafði gert áður. Tónlistin er fjölbreytt djasstónlist, með rokk, blús og fönkáhrifum. Schofield hélt hér eftirminnilega tónleika árið 1986 svo fólk ætti að kannast við hann.“ Ólafur segir að bandið sé ekki sumarsmellur heldur séu þeir komn- ir til að vera. „Það er aldrei að vita hvað tíminn ber í skauti sér, en þetta er það sem við höfum áhuga á að gera núna, kafa svolítið ofan í tónlist Schofields. Við sjáum þó fyrir okkur að við munum koma til með að skapa okkar eigin tónlist og flytja tónlist eftir aðra höfunda.“ Ólafur óttast ekki að það sé að bera í bakkafullan lækinn að stofna nýja hljómsveit. „Það er alltaf nóg pláss fyrir nýjar hljómsveitir því maður verður var við mikinn áhuga á djasstónlist um þessar mundir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að öflugt starf Tónlistarskóla FÍH er farið að skila árangri. Þaðan hafa komið margir góðir tónlistarmenn og aðrir hafa forframast í útlöndum, komið heim og sett sinn blæ á tónlistarlífið.“ Meðlimir kvartettsins eru auk Ólafs, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Róbert Þórhallsson kontrabassaleik- ari og Erik Qvick trommuleikari. Þeir eru allir kennarar við Tónlistar- skóla FÍH. Skófílar halda einnig tónleika í Deiglunni á Akureyri kl. 21 á fimmtudagskvöld. Djasskvartettinn Skófílar. Tónlist Schofield á Kaffi Culture Djasskvartettinn Skófílar heldur tónleika á Kaffi Culture kl. 20.30. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.