Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 17
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 17 „TIL að ræna mann með innanklæða- veski þarf að hátta hann,“ segir Jón Sigurðsson, sem rekur Leðurverk- stæðið á Víðimel ásamt konu sinni Ínu Dóru Sigurð- ardóttur. Þau hafa framleitt inn- anklæðaveski í tutt- ugu ár og Jón segir framleiðsluna frek- ar að aukast en hitt. Innanklæða- veskin fást í flest- um bönkum og sparisjóðum og framleiðir Leð- urverkstæðið 5–6 þúsund veski á ári. Veskin eru úr rú- skinnslíki, með stillanlegri teygju sem smeygt er um mittið. „Þetta passar á alla og er eins nauðsyn- legt og passinn að mínu mati,“ segir Jón, sem þekkir ófáa sem hafa verið rændir á ferðalögum, með peningana í rass- vasanum eða í venjulegu veski. „Stundum vantar öryggishólf í sumarhús sem fólk tekur á leigu í útlöndum. Þá er nauðsynlegt að geta tekið verðmæti með sér ef all- ir fara úr húsi,“ segir Jón. Spurður hvort það sé ekki óþægilegt að þurfa hálfpartinn að fletta sig klæðum til að ná í peninga og greiða fyrir vörur eða þjónustu á ferðalögum, segist hann ráðleggja fólki að hafa litla buddu með pen- ingum sem duga fyrir daginn en mestu verðmætin í innan- klæðaveskinu. Ef meira vantar má alltaf fara afsíðis til að nálgast það. Leðurverkstæðið við Víðimel hefur verið rekið í 75 ár, fyrst af afa Jóns, Karel Hjörtþór, þá af föður hans, Sigurði Jónssyni, og nú síð- ast af hjónunum Jóni og Ínu Dóru. Auk innanklæðaveskjanna fram- leiða þau m.a. axlabönd og belti sem fást í Hagkaupum og merki- spjöld á töskur. Jón segir nóg að gera á verkstæðinu og nokkuð jafnt yfir árið, en í janúar og febr- úar taka þau hjónin sér frí og fara yfirleitt til Taílands.  FERÐALÖG Á ferðalögum: Inn- anklæðaveski getur komið sér vel sem vörn gegn þjófum. Öruggt fé innan klæða Nóg að gera: Jón Sigurðsson við vinnu sína á Leð- urverkstæðinu Víðimel. Morgunblaðið/Árni Torfason steingerdur@mbl.is ...í bústaðinn N O N N I O G M A N N I • 1 2 3 4 7 Hellur steinar borðinu skuluð þið þekkja þær Á yfir- HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO Eigum fyrirliggjandi demantsblöð frá DIMAS í öllum stærðum Dalvegur 16a 201 Kópavogur Sími 544 4656 s: 894 3000 - 894 3005 Túnþökur Ná úruþökur Túnþökurúllur únþökulagnir Áratuga reynsla og þekking Rafmagns og bensínvélar www.slattuvel.com Faxafeni 14 : Sími 5172010 verð frá 16.900.- 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Gróður og garðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.