Morgunblaðið - 29.06.2004, Page 16
DAGLEGT LÍF
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
25 % afsl.
Þessa viku er 25% afsláttur af
öllum PURITY HERBS vörum í
verslunum LYFJU
www.purityherbs.is • info@purityherbs.is
GOSH kynnir áhrifaríkan
nýjan mascara, fullan af
næringu.
Með einni stroku verða
augnhárin lengri og
þéttari... og þú verður
ánægðari með útlit þitt.
580 80 80
Vilt þú auglýsa!
Þetta svæði er laust núna
hringdu í síma
midlun@midlun.is
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Svona er minn sumarkjóll!
TÍSKA | Á sumrin er nauðsynlegt að láta fatnaðinn endurspegla árstíðina. Úti í garði birtast
blómin og á sjálfum okkur sumarföt. Á sólardegi í borginni klæddust fjórar stúlkur á mismun-
andi aldri sínum uppáhalds sumarkjól. Anna Pála Sverrisdóttir spjallaði við þær.
MARGRÉT segist hafa farið í tættan sumar-
kjól í prinsessustíl sem hún fann uppi á lofti í
antikbúðinni Fríðu frænku. „Þetta er svona
týpískur sumarkjóll, endist í sirka mánuð eins
og íslenska sólin!“ Hún segist hrifin af hug-
myndinni um „dægurkjóla“; kjóla sem lifa stutt
og detta helst utan af manni á miðju balli. Á
unglingsárum saumaði hún gjarnan mikil
prinsessupils sem entust í eitt kvöld. Kjóllinn
er úr gegnsæju þunnu efni og er „við það að
deyja, en þó lifandi og það er svo fallegt. Svo
veit maður að það er búið að rokka í hann stuð.“
Margrét vill sjá meira af notuðum (e. second-
hand) fötum á Íslandi. Hún segist afskaplega
hrifin af fötum sem einkennast af ákveðnum
tímabilum en einnig sé gaman að raða mismun-
andi stílbrigðum og tímabilum. Einu sinni var
Margrét pönkari og vill meina að það hafi verið
sitt besta tímabil, þótt hún hafi verið fremur
rómantískur pönkari. „Ég var svo mikil stráka-
stelpa að ég byrjaði ekki á Barbí-tímabilinu
fyrr en um tvítugt.“ Um það leyti byrjaði hún
að vinna í Fríðu frænku og segist hafa lært af
Önnu Ringsted, eiganda búðarinnar, að skapa
sífellt sínar litlu einkaveislur. Meðal þess sem
hún lærði er að „… aðalmálið er að geta gengið
niður Laugaveginn og fengið a.m.k. eitt flaut!“
Margrét Vilhjálmsdóttir: Mikill pönkari á
yngri árum en öllu rómantískari nú.
Frjálslegt úr
fortíðinni
MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR
ÞAÐ er sumarlegt um að litast í skóbúðinni
Kron við Laugaveg og mikið um að vera. Þar
inni er stúlka í fallegum kjól sem spjallar við
blaðamann á hlaupum milli þess sem hún sinn-
ir viðskiptavinum. Helga Aradóttir segir að
kjóllinn sem hún klæðist sé hennar mesta
uppáhald. Hönnuðir hans eru Hugrún Árna-
dóttir og Þuríður Sigþórsdóttir sem hanna
undir merkinu Scandinavian Tourist. Helga
fékk kjólinn á síðasta ári og segist hafa notað
hann mikið. Mest heillandi finnst henni lita-
samsetningin og sérstakt snið, en kjóllinn er
samsettur úr mismunandi sniðnum bútum sem
meðvitað standast ekki allir á.
Helga segist ganga mjög mikið í pilsum og
kjólum, helst við hvert tækifæri. „Mér finnst
svo gaman að klæða mig upp á. Sérstaklega að
kaupa gamla kjóla og blanda saman ýmiss
konar efni, áferð og litum.“ „Ég er sjálf helst
alltaf á hælum en á samt lágbotna skó líka til
að vera góð við fæturna á mér.“ Spurð um
starf sitt vill Helga meina að það sé göfugt
starf og skemmtilegt að miðla góðum skóm.
Strax að loknu viðtali snýr hún sér svo að við-
skiptavini sem spyr um „kinda- og asnaskóna“.
Hönnun og
háir hælar
HELGA ARADÓTTIR
„MAÐUR er víst bara eins og maður er,“ segir
Þorbjörg Daníelsdóttir þegar hún skoðar
myndina af sjálfri sér og athugar hvort sólar-
grettan sé nokkuð of áberandi.
Það er ekki laust við að hvíti, síði kjóllinn
hennar hafi á sér yfirbragð klæða grískrar
gyðju en hann er þó upprunninn í Finnlandi.
Kjólinn keypti Þorbjörg í Hamborg árið 1974.
Hún dró hann fram á ný í vor og hyggst nota í
sumar. „Það er yndislegt á sumrin að geta farið
í léttari föt. Ég er nýkomin frá Svíþjóð og þar
var veðrið svo gott að ég gat verið á stuttbuxum
og hlýrabol.“ Við kjólinn er hún í hvítum hæla-
skóm og segist alltaf vera á einhverjum hælum.
„Allt fyrir fegurðina,“ segir Þorbjörg og bætir
við að langoftast klæðist hún síðum flíkum þrátt
fyrir að þær eigi til að flækjast fyrir. Þorbjörg
segir að maður (eða kona) sé ekkert lengur að
klæða sig fallega heldur bara einhvern veginn.
Það má segja að hún sé með tískuna í puttunum
því lengi vel var hún vinsæl saumakona og rak
seinna kvenfataverslunina Man á Hverfisgötu í
sjö ár. Sérstaklega skemmtileg fannst henni
samskiptin við viðskiptavini með ólíkar þarfir
varðandi fatnað. „Hver einasta kona er falleg og
eitthvað sérstakt við hana,“ segir Þorbjörg sem
lagði metnað sinn í að draga fram þá fegurð.
Þorbjörg Daníelsdóttir: Vandlát á litasam-
setningar og líður best í stílhreinum fatnaði.
Klassískt og
glæsilegt
ÞORBJÖRG DANÍELSDÓTTIR
SPURÐ hvaða sögu sumarkjóllinn hennar eigi
sér, upplýsir Edda, í kjólabúðinni Flex, að hann
sé nýr. „Ég er svo nýjungagjörn. Sumt sem ég
á er gjaldgengt frá ári til árs en þessi er nýr,
voða gaman, hann er ofsalega þægilegur; úr
teygjuefni og má þvo.“ Kjóllinn hennar Eddu
er svartur í grunninn og fagurlega skrýddur
uppáhaldslitum hennar til margra ára; bleikum
og grænum. Edda er sérlega ánægð með að fá
þá liti í tísku í sumar. Hún segist mikið klæðast
svörtu í vinnunni en um leið og hún komist í frí
vilji hún fara í liti og þá helst sterka. „Eins og
græna jakkann sem ég er í núna eða eldrautt.
Sterkir grænir, bleikir og fjólubláir eru líka al-
gjört æði.“ Sama segir Edda að gildi um skó en
af þeim á hún mörg pör og segir ekki síður mik-
ilvægt að fá þá í flottum litum.
Blaðamaður er forvitin um hvort Edda klæð-
ist nokkurn tímann buxum. „Jaá,“ svarar hún
til, en finnst skemmtilegra að ganga í kven-
legum fötum sem óhjákvæmilega pils og kjólar
eru. „Ég vildi helst alltaf ganga í síðkjól og
hann má gjarnan glitra. Að vísu væri þá
kannski of lítill munur á spari og hversdags.
Það er algjört aðalatriði að klæða sig upp á og
lifa lífinu eftir vinnu,“ segir Edda og telur sum-
arið lofa góðu.
Edda Sverrisdóttir: Vill klæðast fötum sem
eru bæði litsterk og kvenleg.
Líf og
sterkir litir
EDDA SVERRISDÓTTIR
Morgunblaðið/Eggert
Helga Aradóttir: Blandar saman gömlu og
nýju og veit fátt betra en að klæða sig upp á.
aps@mbl.is