Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 25
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 25
✝ Elisabeth Árna-dóttir Finsen
fæddist í Kaup-
mannahöfn 2. janúar
1920. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð laugardag-
inn 19. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru Arne Finsen
arkitekt, f. 10.1. 1890,
d. 3.3. 1945, og kona
hans Hedvig Chievitz,
f. 7.5. 1894, d. 2.3.
1985. Systir Elisabet-
har er Vibeke Mad-
sen, f. 22.4. 1926.
Elisabeth giftist 27. nóvember
1948 Friðriki Gísla Daníelssyni, f.
27.11. 1916, d. 12.3. 1995. Börn
þeirra eru: 1) Árni, f. 5.3. 1950,
kvæntur Brynju Áslaugu Sigurð-
ardóttur, f. 26.8. 1956. Börn þeirra
eru: Jóhann Heiðar, f. 12.5. 1983.
Sigríður Elísabet, f. 10.9. 1988, og
Hilmar Smári, f. 30.4. 1992. 2) Jó-
hanna Valgerður, f. 13.5. 1951, d.
27.7. 1951. 3) Daníel Gísli, f. 27.4.
1952, kvæntur Brynhildi G. Fló-
venz, f. 12.3. 1954. Börn þeirra eru:
Sigrún, f. 18.3. 1977. Elísabet f.
17.2. 1983. Davíð, f. 26.10. 1989.
Birta, f. 3.10. 1993. 4) Ísleifur, f.
30.7. 1956. Fyrrverandi sambýlis-
kona hans er Anna Steinsen, synir
þeirra eru: Ragnar Már Steinsen, f
4.5. 1975. Friðrik Rafn, f. 6.1. 1978.
Ísleifur er kvæntur Borghildi G.
Hertervig, f. 25.10. 1956, synir
þeirra eru: Bárður, f. 25.8. 1991, og
Kári, f. 17.2. 1996. 5) Hannes, f.
22.3. 1958. Fyrrverandi kona hans
er Guðrún Eyjólfsdóttir, f 14.7.
1960, börn þeirra eru
Sjöfn, f. 23. 1. 1983.
Ólafur, f. 26.10. 1992.
Sambýliskona Hann-
esar er Þórunn Bene-
diktsdóttir, f. 18.11.
1950. 6) Oddur, f.
22.3. 1958. Fyrrver-
andi kona hans er
Ágústa Hjaltadóttir,
f. 1.8. 1958. Börn
þeirra eru: Daníel
Kristján, f. 18.7.
1981. Guðfinna, f.
13.7. 1983. Oddur er
kvæntur Hjördísi
Eyjólfsdóttur, f.
30.12. 1961.
Elisabeth ólst upp í Kaupmanna-
höfn, Reykjavík, Stykkishólmi og
Ribe. Hún tók sveinspróf sem múr-
ari 1942 og próf sem byggingar-
fræðingur sama ár frá Kolding
Byggmesterskole. Vann sem bygg-
ingarfræðingur á teiknistofum í
Horsens og Fredriksberg við hönn-
un og byggingareftirlit til 1945.
Haustið 1945 flutti Elisabeth aftur
til Íslands og fór að vinna á teikni-
stofu Sigurðar Guðmundssonar og
Eiríks Einarssonar og vann þar til
1948. Elisabeth og Friðrik byggðu
sér hús í Kópavogi 1948 og fluttu
þangað og þar bjó Elisabeth til árs-
ins 2000 er hún flutti í Sunnuhlíð.
Elisabeth stundaði nám í dönsku
við Háskóla Ísland 1971 til 1973 og
stundaði eftir það kennslu til 1989,
lengst af við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti.
Sálumessa Elisabethar verður í
Kristskirkju Landakoti í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Undanfarið ár hefur amma Beta
verið mjög veik. Það var erfitt að
horfa upp á hana, sterka og duglega,
þjást af þessum hræðilega sjúkdómi
sem svo margir veikjast af í ellinni.
Amma var engin venjuleg amma
enda segir það mikið að hún var
fyrsta íslenska konan sem lærði
múraraiðn.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til afa og ömmu á Þingó.
Ef maður var ekki að spranga á
ganginum eða smíða kofa með afa
þá var maður að ranamoskast í
þessu ævintýralandi með ýmis dýr.
Amma var mikill dýravinur og muna
margir Kópavogsbúar eftir henni í
göngutúr með hundinn sinn hann
Guinnes sem henni þótti svo vænt
um. Það var einnig vinsælt hjá
krökkunum í hverfinu að banka
uppá og fá að fara með Guinnes í
göngutúr, og það var aldrei neitt
mál af því hún treysti öllum svo vel.
Á þeirra heimili voru alltaf allir vel-
komnir og hafði maður gaman af að
bjóða vinum sínum með heim til
þeirra.
Við kveðjum ömmu með söknuði
en vitum að hún er komin á betri
stað, til afa sem hún saknaði svo
mikið eftir að hann féll frá.
Megi góður Guð vaka yfir þeim
yndislegu hjónum og styrkja fjöl-
skylduna í þessari sorg.
Elísabet, Guðfinna og Sjöfn.
ELISABETH ÁRNA-
DÓTTIR FINSEN
✝ Einína Aðal-björg Einars-
dóttir fæddist á
Seyðisfirði 13. apríl
1932. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut aðfara-
nótt 22. júní síðast-
liðins. Foreldrar
hennar voru Dagný
Einarsdóttir, f. 16.1.
1901, d. 6.7. 1968, og
Einar Aðalberg Sig-
urðsson, f. 17.11.
1895, d. 13.8. 1931.
Seinni maður Dag-
nýjar var Friðþjófur Þórarinsson,
f. 12.8. 1898, d. 22.11. 1984. Systk-
ini Einínu eru tíu: Einar Björn
Einarsson, f. 3.11. 1921, Guðlaug
Einarsdóttir, f. 28.10. 1921, d.
21.11. 1999, Rósa Einarsdóttir, f.
18.10. 1922, Garðar Einarsson, f.
23.5. 1925, d. 20.8. 1995, Birna
1960, maki Jón G. Bjarnason, f.
17.5. 1962, börn þeirra eru Einína
Sif Jónsdóttir, f. 30.3. 1983, Jón
Brynjar Jónsson, f. 8.3. 1989, og
Sigurður Bjarni Jónsson, f. 28.2.
1995. Seinni maður Einínu er
Sverrir Olsen. Þau slitu samvist-
um.
Einína ólst upp á Vestdalseyri
við Seyðisfjörð hjá móður sinni til
níu ára aldurs. Síðan flutti hún
inn á Seyðisfjörð til frænku sinnar
Ingunnar Pétursdóttur. Þar gekk
hún í skóla og vann ýmis störf hjá
frænku sinni. Árið 1951 fór hún í
Húsmæðraskólann á Ísafirði þar
sem hún kynntist eiginmanni sín-
um Sigurði Bjarna. Þau fluttu síð-
an til Reykjavíkur 1952, þar sem
þau settu á stofn sitt eigið bakarí
og ráku saman þar til þau skildu
1978. Einína starfaði við verslun
eftir það næstu tíu ár, lengst af
hjá Versluninni Rosentahl. Síðan
starfaði hún sem ræstingastjóri
hjá Vífilsstaðaspítala allt þar til
hún hætti störfum 1999.
Útför Einínu verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Einarsdóttir, f. 28.
júní 1926, d. 17.11.
1987, Sigurveig Ein-
arsdóttir, f. 18.9.
1927, Aðalsteinn Ein-
arsson, f. 9.6. 1929,
Ingi Einarsson, f.
23.11. 1930, Hall-
steinn Friðþjófsson, f.
4.5. 1940, Vífill Frið-
þjófsson, f. 14.5. 1942.
Einína giftist árið
1952 Sigurði Bjarna
Jónssyni, f. 1.12. 1930,
d 19.9. 1983. Þau slitu
samvistum 1978. Börn
Einínu eru: 1) Jón Sigurðsson, f.
13.6. 1953, d. 21.8. 2000, maki
Jennifer Sigurðsson, f. 17.1. 1949,
börn þeirra eru Sigurður Pétur
Jónsson, f. 11.7. 1976, Phillip
Jónsson, f. 24.6. 1983, og Margrét
Anna Jónsdóttir, f. 8.6. 1989. 2)
Signý Sigurðardóttir, f. 31.1.
Eftir miðnætti á heitasta og falleg-
asta degi sumarsins lést elskuleg
tengdamóðir mín, Einína A. Einars-
dóttir, á Landspítala Hringbraut eft-
ir erfið og mikil veikindi síðustu mán-
uði. Mér verður hugsað til baka til 16.
mars síðastliðins þegar ég þeysi út á
Keflavíkurflugvöll til að sækja hana,
þar sem hún var að koma úr fríi frá
Kanaríeyjum. Það geislaði af henni
hamingjan eftir yndislegt frí, hún leit
svo vel út, sólbrún og ánægð. Ég fékk
að heyra alla ferðasöguna á leiðinni í
bæinn. Það er ótrúlegt hvernig lífið
breytist, daginn eftir veikist hún og
kemur í ljós að hún þarf að fara í erf-
iða aðgerð. Hún háði erfiða baráttu
og komst í gegnum það og við héldum
að nú færi þetta að ganga, komin
heim af spítalanum og á leiðinni á
Reykjalund í endurhæfingu, en svo
tóku örlögin í taumana.
Ég á tengdamömmu minni mikið
að þakka í gegnum þau 20 ár sem ég
þekkti hana, það var sama hvað var
um að vera, hún var alltaf fyrst að
mæta og bjóða fram hjálp sína í einu
og öllu. Henni var mjög umhugað um
okkur öll og samband hennar og
dóttur hennar var mjög náið, það leið
ekki sá dagur að þær töluðu ekki
saman eða hittust. Það er einkenni-
legt þetta tómarúm sem myndast við
fráfall hennar, þar sem hún var svo
stór hluti af okkar daglega fjöl-
skyldulífi.
Lífið heldur áfram og við eigum
allar minningarnar og góðu stundirn-
ar til að ylja okkur við.
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar um ókomna tíð.
Þinn tengdasonur
Jón G. Bjarnason.
EINÍNA A.
EINARSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Ein-
ínu A. Einarsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Fleiri minningargreinar um El-
isabeth Árnadóttur Finsen bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝ Margrét Péturs-dóttir Jónsson
fæddist í Bremen í
Þýskalandi 30. maí
1928. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi árla morg-
uns 17. júní síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Pétur Á.
Jónsson óperusöngv-
ari, f. 21. desember
1884, d. 14. apríl
1956, og Karen Lo-
uise Jónsson (f. Kø-
hler) húsmóðir, f. 24.
apríl 1898, d. 15. maí
1993. Systkini Margrétar voru
Erika Jóhannsson húsmóðir, f. 10.
október 1916, d. 4. febrúar 1996,
og Per Jónsson tilraunastjóri, f.
26. maí 1919, d. 15. júlí 1993.
Fyrri eiginmaður Margrétar
var Jón Gestsson rafveitustjóri, f.
30. apríl 1924. Hann lést af slys-
förum 29. október 1961. Börn
þeirra eru Hildur Karen Jónsdótt-
ir, kennari, f. 7. janúar 1955, og
Hólmfríður Jónsdóttir, kennari, f.
4. ágúst 1959. Hildur Karen giftist
Þorbirni Ágústi Erlingssyni kvik-
myndagerðarmanni, f. 17. sept-
ember 1955, og eignuðustu þau
þrjú börn. Þau eru Hneta Rós, f.
22. febrúar 1980, Margrét Rán, f.
16. ágúst 1984, og Jóhann Garðar,
f. 4. desember 1988. Þau skildu.
Sambýlismaður
Hildar Karenar er
Bjarni Már Bjarna-
son sjúkraliði, f. 29.
nóvember 1955. Eig-
inmaður Hólmfríðar
er Jón Ólafur Skarp-
héðinsson prófessor,
f. 15. september
1956. Börn þeirra
eru Jón Börkur, f.
24. janúar 1983, d.
16. júní 2001, Una
Björk, f. 20. maí
1991, og Ása Karen,
f. 16. maí 1994.
Seinni eiginmaður
Margrétar var Ragnar Steindór
Jensson, f. 31. mars 1930, d. 7.
desember 2002. Þau skildu.
Foreldrar Margrétar fluttust
frá Þýskalandi 1933. Hún ólst upp
í vesturbæ Reykjavíkur og gekk í
Landakotsskóla. Að honum lokn-
um nam hún við Verslunarskóla
Íslands og lauk þaðan verslunar-
skólaprófi árið 1944. Hún starfaði
hjá utanríkisráðuneytinu til árs-
ins 1953 er hún giftist Jóni og þau
settust að á Ísafirði. Eftir andlát
Jóns fluttist hún til Reykjavíkur
og hóf störf hjá Sölu Varnarliðs-
eigna þar sem hún starfaði til
starfsloka.
Útför Margrétar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þegar náttúran skartaði sínu feg-
ursta árla morguns 17. júní lagði
Margrét aftur augun í hinsta sinn.
Rósemi og friður hvíldi yfir ásjónu
hennar. Við þrjár mágkonur hennar
gengum frá dánarbeðinum út í sum-
arið þar sem fuglasöngur og skor-
dýrasuð hljómaði í morgunkyrrð-
inni. Verið var að draga fána að hún
um allan bæ.
Við systurnar kynntumst Mar-
gréti, þegar hún fór að vera með Jóni
bróður okkar, þá nýkomin frá Am-
eríku þar sem hún hafði unnið á veg-
um utanríkisráðuneytisins. Hún
hafði hlýja og fallega framkomu og
var ætíð í fallegum og vönduðum föt-
um. Jonni og Magga giftu sig og
fluttu til Ísafjarðar þar sem hann var
orðinn rafveitustjóri. Þau undu hag
sínum vel þar vestra og eignuðust
marga góða vini. Þar fæddust dæt-
urnar Hildur Karen og Hólmfríður
og andvana sonur. Aftur dró ský fyr-
ir sólu þegar Jonni dó við skyldu-
störf í hörmulegu slysi árið 1961.
Margrét stóð þá ein uppi með dæt-
urnar, tveggja og sex ára. Hún dreif
sig strax í vinnu á Ísafirði og naut
góðrar aðstoðar móður sinnar og
þýskrar vinkonu – Marilse. Skömmu
síðar fluttu mæðgurnar suður til
Reykjavíkur og fór Margrét að vinna
á skrifstofu hjá Sölunefnd varnar-
liðseigna, en þar vann hún allan sinn
starfsaldur. Móðir Margrétar bjó
nálægt henni og studdi hana og dæt-
urnar dyggilega sem fyrr.
Magga var trygglynd, gladdist
með vinum sínum, var mjög gestrisin
og gaf gjafir sem hún valdi af alúð og
smekkvísi. Hún leit björtum augum
á tilveruna, en það varð henni þung
raun þegar dóttursonur hennar lést í
blóma lífsins af afleiðingum flugslyss
fyrir þremur árum.
Elsku Hildur Karen, Hólmfríður
og fjölskyldur. Megi minning elsku-
legrar móður lifa í hjörtum ykkar.
Við hugsum til Margrétar með hlýju
og virðingu og þökkum henni sam-
fylgdina.
Kristín, Friðrika og
Hólmfríður Gestsdætur.
MARGRÉT PÉTURS-
DÓTTIR JÓNSSON
Fleiri minningargreinar um Mar-
gréti Pétursdóttur Jónsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
www.mosaik.is
LEGSTEINAR
sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
Móðir mín, tengdamóðir og stjúpmóðir,
RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Hamrahlíð 25,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðviku-
daginn 23. júní.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík miðvikudaginn 30. júní kl. 15.00.
Brynjólfur Helgason, Hrönn Kristinsdóttir,
Tómas Helgason,
Ragnhildur Helgadóttir, Þór Vilhjálmsson.
Bjarni Helgason.
Elskulega móðir, fósturmóðir og amma,
SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR,
Kolbeinsgötu 15,
Vopnafirði,
andaðist á Sundabúð á Vopnafirði þriðju-
daginn 23. júní.
Hún verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju
mánudaginn 5. júlí kl. 13.00.
Finnur Þór Dýrfjörð,
Kristín B. Hallbjörnsdóttir,
Bragi Björn Kristinsson,
Sigrún Svanhvít Kristinsdóttir.