Morgunblaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Súrálsskipið komið á flot SÚRÁLSFLUTNINGASKIPIÐ Kiran Pacific, sem strandaði á skeri 3,3 sjómílur norðvestur af Straumsvíkurhöfn á laug- ardagskvöld, náðist á flot í gær. Í frétta- tilkynningu Landhelgisgæslunnar er haft eftir Halldóri Nellett, skipherra á varð- skipinu Ægi, að Kiran Pacific hafi losnað af skerinu um kl. 14:20 en þá var háflóð og aðstæður því góðar. Lofti var dælt inn í tanka skipsins og dró dráttarbáturinn Hamar frá Hafn- arfirði það af skerinu. Skipið liggur við akkeri út af Straumsvík og er verið að skoða hvort djúprista skipsins sé of mikil til að sigla því inn í Straumsvíkurhöfn. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að ekki hafi orðið vart við olíuleka eða meng- un frá skipinu. Skipið er tyrkneskt og komu hollenskir björgunarmenn hingað til lands til að stýra aðgerðum. Á batavegi eftir slys UNGI maðurinn sem slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll út úr bifreið á ferð á Akureyri aðfaranótt 18. júní er á batavegi á Landspítalanum. Hefur hann verið tekinn úr öndunarvél og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. ESPERANZA, stærsta skipið í flota umhverfisverndarsamtak- anna Greenpeace, kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Að sögn Frode Pleym, talsmanns grænfriðunga á Íslandi, hefur ferðalag þeirra gengið vel hingað til, en þeir hafa nú þegar heim- sótt Ísafjörð og Húsavík. Frode segir að þeim hafi verið vel tekið á báðum stöðum og það hafi kom- ið honum nokkuð á óvart hversu mikinn áhuga heimamenn sýndu málstað þeirra. „Við beitum öðr- um baráttuaðferðum nú en áður og reynum að ræða við fólk í auknum mæli,“ segir Frode og tekur það fram að barátta þeirra beinist ekki eingöngu gegn hval- veiðum heldur beini þeir einnig spjótum sínum gegn mengun sjávar og loftslagsbreytingum. Skipið verður opið almenningi á morgun, föstudag og laugardag frá klukkan 13 til 18. Esperanza mun vera í Reykjavík til 4. júlí. Ætla Grænfriðungar að taka þar þátt í ráðstefnu OSPAR- samningsins, en sá samningur fjallar um verndun Norðaustur- Atlantshafsins. Morgunblaðið/Ásdís Esperanza leggst að bryggju í Reykjavíkurhöfn. Stærsta skip græn- friðunga í Reykjavík- urhöfn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir það mikil tíðindi að leiðtoga- fundur Atlantshafsbandalagsins, NATO, skyldi taka vel í beiðni hins nýja forsætisráðherra Íraks um aðstoð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tekur í sama streng, en þeir Davíð og Halldór sitja leiðtogafundinn, sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi, fyrir Ís- lands hönd. „Það má segja að það sé sögu- legt að Atlantshafsbandalagið hafi ákveðið að koma að uppbyggingu í Írak,“ segir Halldór, „því um það mál hefur ríkt mikill ágreiningur. En mér finnst að með þessum fundi hafi skapast annað andrúms- loft þar sem menn eru fyrst og fremst að tala um framtíðina og uppbygginguna. Maður heyrir nánast ekkert talað um það sem á undan er gengið.“ Davíð og Halldór segja fundinn almennt hafa verið mjög góðan en honum lýkur seinnipartinn í dag. „Þetta er mjög góður fundur,“ segir Davíð, „vegna þess að það er búin að vera óeining innan Atl- antshafsbandalagsins sérstaklega út af Írak. Núna er miklu meiri samhugur og samstaða heldur en verið hefur áður og það er mjög jákvætt. Það er augljóst að banda- lagið ætlar sér að taka þátt í því að aðstoða Íraksstjórn við að þjálfa og skipuleggja lögreglu og herlið sitt, til innri varna, sem ekki veitir af, þannig að það var mikil eining um það, og það er algjör breyting frá því sem verið hefur.“ Rætt um málefni Serbíu Halldór kvaðst í gær hafa setið fund utanríkisráðherra NATO, þar sem aðallega var fjallað um Balkanskaga og kosningarnar í Serbíu. „Menn telja mikilvægt að hjálpa Serbunum meira við þessar aðstæður. Hins vegar verða þeir að vinna með alþjóðastríðsglæpa- dómstólnum í Haag að því að framselja þá stríðsglæpamenn sem ennþá ganga lausir,“ segir hann. Halldór segir að fleiri fundir verði haldnir í dag, m.a. með leið- togum og utanríkisráðherrum allra samstarfsríkja NATO, þ.e. þeirra sem ekki eru aðilar. Gerir hann ráð fyrir því að málefni Afg- anistan verði þar ofarlega á baugi. Leiðtogafundi NATO lýkur síðan seinnipartinn í dag. Aðstoð NATO við Íraka eru söguleg tíðindi Davíð Oddsson Halldór Ásgrímsson Forsætisráðherra og utanríkisráðherra á leiðtogafundi NATO MIKIL sala er í viðurkenndum byssu- skápum um þessar mundir og seljast sendingar upp, jafnvel áður en þær koma til landsins, samkvæmt upplýs- ingum Ólafs Vigfússonar hjá veiðiversl- uninni Veiðihorninu. Á meðfylgjandi mynd sjást starfsmenn verslunarinnar tæma gám af byssuskáp- um sem kom til landsins í vikunni en öll sendingin hafði selst áður en hún kom til landsins. Morgunblaðið/Golli Mikil sala í byssuskápum NÆRRI 93% þjóðarinnar telja líklegt að þau muni taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjöl- miðlalögin ef marka má nýja við- horfskönnun Gallups. Um 4,5% þjóðarinnar telja ólíklegt að þau muni taka þátt í þjóðaratkvæða- greiðslunni og um 3% telja það hvorki líklegt né ólíklegt. Samkvæmt könnuninni ætla um 62% landsmanna að greiða at- kvæði gegn fjölmiðlalögunum og tæplega 31% ætlar að greiða at- kvæði með þeim. Rúmlega 7% ætla ekki að kjósa eða skila auðu í atkvæðagreiðslunni. Munur er á afstöðu kynjanna til fjölmiðlalaganna, skv. könnuninni. Um 66% kvenna og 59% karla ætla að greiða atkvæði gegn lögunum en 27% kvenna og 34% karla ætla að greiða atkvæði með þeim. Könnun Gallups var gerð dag- ana 9. til 22. júní sl. Úrtakið var 1.218 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfallið var um 63%. Meiri en helmingur framsóknarmanna á móti Þegar litið er á afstöðu fólks út frá stuðningi við stjórnmálaflokka kemur í ljós að 66% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og 36% þeirra sem styðja Framsóknar- flokkinn ætla að greiða atkvæði með fjölmiðlalögunum. Á hinn bóginn segjast 24% stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins og 53% stuðningsmanna Framsókn- arflokksins ætla að greiða atkvæði gegn lögunum. Mikill meirihluti stuðnings- manna stjórnarandstöðuflokk- anna ætlar skv. könnuninni að greiða atkvæði gegn lögunum. Rúmlega 52% andvíg lágmarksþátttöku Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk væri fylgjandi því eða andvígt að sett yrðu skilyrði um lágmarksþátttöku í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um fjölmiðla- lögin. Um 41% þjóðarinnar er því fylgjandi skv. könnuninni, rúm- lega 52% eru því andvíg og tæp- lega 7% segjast hvorki fylgjandi né andvíg. Sé litið á afstöðu fólks til lág- marksþátttöku út frá stuðningi við stjórnmálaflokka kemur í ljós að um 67% stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins eru fylgjandi lág- marksþátttöku og 26% stuðnings- manna flokksins eru henni andvíg. Alls 32% stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins eru fylgjandi lág- marksþátttöku og um 62% eru henni andvíg. Um 28 til 29% stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri-grænna eru fylgjandi lágmarksþátttöku og 68 til 70% þeirra eru andvíg henni. Ekki kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallups hver afstaða stuðnings- manna Frjálslynda flokksins er til þessa málefnis. Að lokum voru þeir sem kváðust fylgjandi lágmarksþátttöku spurðir hver hún ætti að vera. Um 42% töldu að hún ætti að vera minni en 50%. Um 33% töldu að hún ætti að vera á bilinu 50 til 74% og um 24% að hún ætti að vera 75% eða meiri. Könnun Gallups um þjóðaratkvæðagreiðslu Um 93% taka þátt 62% ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðla- lögunum UM 61% þjóðarinnar styður ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki fjöl- miðlalögin, ef marka má nýja könnun Gallups. Tæplega 32% styðja ekki ákvörðun forsetans, skv. könnuninni, og rúmlega 7% segjast hvorki styðja hana né styðja ekki. Samkvæmt könnuninni styður meiri- hluti stuðningsmanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins ákvörðun forsetans. Um 92% stuðningsmanna Samfylking- arinnar styðja ákvörðunina, um 83% stuðningsmanna Vinstri-grænna, um 51% stuðningsmanna Framsóknarflokksins og um 15% stuðningsmanna Sjálfstæð- isflokksins. Ekki kemur fram í könn- uninni hver afstaða stuðningsmanna Frjálslynda flokksins er í þessu máli. Í Þjóðarpúlsi Gallups segir að í könn- uninni komi fram fylgni milli menntunar og stuðnings við ákvörðun forsetans. Kemur þar fram að þeir sem hafa lokið lengra námi styðja síður ákvörðun for- setans. Könnunin var gerð dagana 2. til 22. júní sl. Úrtakið var 1.942 manns á aldr- inum 16 til 75 ára. Var það valið með til- viljun úr þjóðskrá. Svarhlutfallið var um 62%. Spurningin sem lögð var fyrir svar- endur hljóðaði svo: „Styður þú ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki svo- kölluð fjölmiðlalög eða styður þú ekki þá ákvörðun?“ Um 61% styður ákvörðun forsetans UNDIRRITAÐUR var í gær samn- ingur um kaup Flugfjarskipta ehf. – nýs fyrirtækis í eigu Flugmála- stjórnar – á fjarskiptastöðinni í Gufunesi, sem var áður í eigu Sím- ans. Tekur Flugmálastjórn þar með yfir flugfjarskipti sem Gufunesstöð- in hefur sinnt um áratuga skeið fyrir alþjóðlegt flug á N-Atlantshafi. Að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra er um merkileg tímamót að ræða í sögu fjarskipta, en sú starfsemi sem snýr að sjófar- endum færist yfir í nýja siglinga- vaktstöð í Skógarhlíð. Flugmála- stjórn sinnir á hinn bóginn flugfjarskiptum, sem áður segir. Um 50 manns starfa hjá fyrirtækinu Um 50 manns vinna hjá fyrirtæk- inu sem tók við rekstrinum 1. júní sl. Þess má geta að Flugfjarskipti eru í viðræðum við írsku flugmála- stjórnina um náið samstarf milli flugfjarskiptastöðva á Íslandi og Ír- landi. Festa kaup á fjarskipta- stöðinni í Gufunesi Flugfjarskipti ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.