Morgunblaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 28
Risaeðlugrín
LENGRA TIL VINSTRI ...
© DARGAUD
MEIRA, MEIRA AÐEINS
MEIRA ... STOPP!!
AÐEINS HÆRRA NÚNA ... MEIRA, MEIRA,
MEIRA .... JÁ NÚNA
STOPP!!
EITT STIG Í VIÐBÓT FYRIR ÞIG!
EIGUM VIÐ AÐ HALDA
ÁFRAM OG ÞÁ MEÐ
SKJALDBÖKUR?
JÁ, HVÍ
EKKI ÞAÐ!
Grettir
Grettir
Smáfólk
HVAÐ ER GAGNIÐ Í ÞESSU? ÞAÐ
KANN ENGINN AÐ META ÞAÐ SEM
ÉG GERI!
ÞEGIÐU
HEIMSKI
HUNDUR!
ÞARNA
SÉRÐU!
KANNSKI
HAFÐI ÉG
RANGT
FYRIR MÉR
ÆI... ÞESSI ÓL ER MJÖG
ÓÞÆGILEG!
SAGÐI
ÞAÐ!
HVAÐ ER
SNOOPY AÐ
GERA Á LEIK-
VELLINUM
LEIK-
VELLINUM
HÉRNA GERI ÉG SÉRSTAKA
VERKEFNIÐ FYRIR
YFIRHUNDINN...
ÉG VERÐ Á VAKT ALLA
ÞESSA VIKU! ÞEGAR ÞÚ SÉRÐ HUND ÁLEIKVELLI ÞÁ VEISTU AÐ
HANN ER AÐ GERA VERKEFNI
FYRIR YFIRHUNDINN!
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 29. júní, 181. dagur ársins 2004
Víkverji brá undir sigbetri fætinum um
helgina og hélt til Vest-
fjarða ásamt þrem vin-
um sínum. Farartækið
var gamli, sígildi
SAAB-inn, sem Vík-
verji hefur mikið dálæti
á, en vinirnir stríða
honum endalaust á
aldri ökutækisins. Þó
reyndist hún „Flicka“
eins og SAAB-inn hef-
ur nú verið nefndur eft-
ir ótal brekkuklif, alveg
hreint ótrúlega vel og
vill Víkverji koma kær-
um þökkum til frænda
okkar Svía fyrir þessa glæsilegu upp-
finningu.
Vestfirðirnir eru stórkostlegir, það
hefur Víkverji lengi vitað, en að keyra
þá í rjómablíðunni og sólinni sem var
á laugardaginn var hreinasta unun.
Frá Dölunum upp Barðaströndina og
inn í Vatnsfjörð, heiðar og firðir til
skiptis, alveg hreint dásamleg upp-
lifun. Víkverji mælir ennfremur með
þeirri upplifun að aka Vestfirðina
með nægan tíma til að stöðva bílinn,
anda að sér heilnæmu loftinu og dást
að náttúrunni. Það er leiðinlegra að
vera að flýta sér alltaf hreint, en
betra að leggja snemma af stað.
Vegirnir á Vestfjörðum eru hins
vegar ekkert til að
hrópa húrra fyrir. Vík-
verji hefur keyrt um
Vestfirðina frá því
snemma á síðasta ára-
tug og alltaf virðast
vera nokkrir þrjátíu og
eins kílómetra kaflar
þar sem Vegagerðin er
að athafna sig og leggja
slitlag, okkur til mik-
illar ánægju, en hversu
margir þrjátíu og eins
kílómetra kaflar eru á
þessum bannsetta vegi?
Fer þetta ekki að verða
komið? Ef Víkverji
hefði verið með nýrna-
steina hefðu þeir örugglega dottið út,
en það hefði bara verið vegna þess að
þeir hefðu orðið samferða nýrunum á
leiðinni. Samt er fátt skemmtilegra
en að sjá ofanbera vegavinnumenn
vinna sína sumarvinnu með bros á
vör. Þetta er mikilvægur starfi og
Víkverji veit það loksins þegar komið
er á langþráð malbik. Í lok þessa
ferðapistils vill Víkverji fagna íbúum
Flateyrar sem héldu hið skemmtileg-
asta götugrill í Ólafstúninu og grill-
uðu ofan í vinina í mesta bróðerni. Þá
hvetur hann fólk til að kynna sér
skemmtanalífið á Vagninum, sem enn
er „heitasti staðurinn á vesturströnd-
inni“.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Sund I Þrír af þrjú hundruð keppendum spreyta sig hér í skriðsundi á aldurs-
flokkameistaramótinu í Akureyrarlaug um nýliðna helgi. Keppendur voru
alls um 300 frá 17 félögum víðs vegar af landinu og sigraði Íþróttabandalag
Reykjanesbæjar, ÍRB, með 1.543 stig. Nánar á íþróttasíðu seinna í vikunni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Synt til sigurs
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Hann vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: „Þegi
þú, haf hljótt um þig!“ Þá lægði vindinn og gerði stillilogn. (Mark. 4,39).