Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 9 Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 5 1 2040 Silkitré og silkiblóm Útitréin komin! Skemmtilegt úrval Matseðill www.graennkostur.is Þri. 29/6: Fylltar paprikur & kræsilegt salat m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið. 30/6: Kasjúkarrý að hætti hússins & spínatbuff m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fim. 1/7: Ítalskur pottréttur & polenta & pestó m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös. 2/7: Fylltur kúrbítur & steikt lífræn hrísgrjón m/fersku salati hrísgrjónum & meðlæti. Helgin 3-4/7: Marokkóskur pottréttur & kúskús m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Laugavegi 53, sími 552 1555 Þýskar kvenbuxur Svartar, bláar og brúnar Tilboð 15% afsláttur Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Útsalan er hafin í kjallara Ný og glæsileg verslun í Ármúla 15 Allar buxur á 1.990 20% afsláttur af bolum og peysum Erum með glæsilega skó Ármúli 15, sími 588 8050 Grímsbæ, Bústaðavegi, sími 588 8488 Sumarútsala 40% afsláttur Laugavegi 71, sími 551 0424Seyma Seyma GEIR H. Haarde fjármálaráðherra, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, segir að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi ekki staðið í áhlaupi gagnvart Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands, í nýafstöðnum for- setakosningum með því að hvetja fólk til að mæta á kjörstað og skila auðum atkvæða- seðlum. Geir vísar þar með á bug þeim ásökunum Össurar Skarphéð- inssonar, formanns Samfylkingar- innar, sem birt voru í Morgun- blaðinu í gær. „Þessi ummæli og önnur sambærileg sem hafa komið frá Össuri Skarphéðinssyni og reyndar fleirum, og sem að Ólafur Ragnar Grímsson hefur líka gefið í skyn undir rós, þ.e.a.s. að Sjálf- stæðisflokkurinn eða forystan í hon- um hafi skipulega beitt sér gegn Ólafi, er auðvitað út í bláinn. Ég beini því til þeirra sem halda þessu fram að þeir sanni sitt mál, leggi eitthvað á borðið til að sýna fram á þetta.“ Hann segir að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi ekki haft nokkur einustu afskipti af forsetakosning- unum. „Mér finnst nú heldur lík- legra að forystan í Samfylkingunni hafi verið í ráðum með Ólafi Ragn- ari frekar en ekki. Þetta er bara til- raun manna til þess að drepa nið- urstöður kosninganna á dreif, sem var mjög vond fyrir forseta sem hefur setið í átta ár og á að geta verið búinn að safna um sig mjög traustum stuðningi sem sameining- artákn þjóðarinnar, en það gerðist ekki. Forsetinn á að vera samein- ingartákn þjóðarinnar og hafinn yf- ir flokkadrætti. Því miður stóðst hann ekki þá freistingu að blanda sér inn í hápólitískt mál í byrjun þessa mánaðar, því er nú svo komið sem komið er.“ Fjármálaráðherra vísar ásökunum Samfylkingarinnar á bug Stóðu ekki í áhlaupi gagnvart forsetanum Geir H. Haarde Veiði hefur verið afar bág í Gljúf- urá í Borgarfirði síðustu ár og má að hluta tengja það við minnkandi snjó í fjöllum eftir vetrarmánuði og minni úrkomu að sumarlagi. Kenningar manna um að grunnur ós árinnar við Norðurá hafi verið nær ólaxgengur vikum og mán- uðum saman yfir veiðitímann fengu fyrir löngu byr undir báða vængi. Og betur seint en aldrei, hefur leigutakinn SVFR gert átak til að kippa málinu í liðinn. Það virðist hafa skilað strax nokkrum árangri. Eftir margra ára vangaveltur um hvernig best væri að eiga við ósinn var loks látið til skarar skríða í fyrra. Grafin var rás þvert yfir Norðurá við ósinn og langleið- ina upp í ármynni Gljúfurár. En þetta var of lítið og of seint, ver- tíðin var ónýt og veiddir laxar voru fáir. Þeim mun meiri afli fékkst í Straumunum í Hvítá, næsta svæði fyrir neðan þar sem laxinn lagðist og beið vatnavaxta. Seint um haustið kom svo ganga og slatti af laxi var í ánni er veitt var í klak. Ný vinnubrögð Að sögn Lofts Atla Eiríkssonar, stjórnarmanns hjá SVFR, var af- ráðið að ganga lengra því búist var við að vinnan frá fyrra ári yrði þurrkuð út af fyrstu vatnavöxtum haustsins, sem gekk eftir. „Við fengum Vífil Oddsson verkfræðing og Sigurð Má Einarsson, fiski- fræðing hjá Vesturlandsdeild Veiðimálastofnunar, til að skoða þetta með okkur og fórum síðan með þeim, ásamt Stefáni Halli Jónssyni, formanni Gljúf- urárnefndar SVFR, niður í ós til að skoða aðstæður. Sérfræðing- arnir lýstu því yfir að ósinn væri einfaldlega ólaxgengur. Fengin var stærri vinnuvél heldur en í fyrra og var nú grafið djúpt og vel, 4–5 sinnum dýpri og breiðari rás og mun lengra upp heldur en sú fyrri. Þetta virðist strax hafa gefið góða raun, því meira var af laxi við opn- un árinnar heldur en menn hafa séð í mörg ár. Auk þess var gerð aðgerðaráætlun þar sem kveðið er á um að menn haldi vöku sinni, endurnýi rásina a.m.k. árlega og veiti auk þess vatni frá því að renna í svokallað Hóp sem tekur til sín nokkuð af Gljúfurárvatninu og skilar því niður um Ferjukots- síkin,“ sagði Loftur Atli í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Orðlausir Stefán Hallur Jónsson, formaður Gljúfurárnefndar, sagði veiðimenn sem opnuðu ána á dögunum hafa verið orðlausa, svo lífleg hefði áin ekki verið í opnun um árabil. Lax- ar sáust víða og sjö veiddust. Síð- an hefur verið þokkalegt kropp og mun betri „vorveiði“ heldur en venja er til. Í vikulokin voru komn- ir um 20 laxar á land, en til sam- anburðar má geta þess að í fyrra veiddust aðeins 77 laxar allt sum- arið. Ljósmynd/SHJ. Friðrik G. Friðriksson með fjóra úr Gljúfurá á fyrsta degi. Ljósmynd/Bjarni Ragnarsson Grafan að störfum í ósnum en grafin var rás þvert yfir Norðurá við ósinn. Ljósm/Loftur Atli Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur, Vífill Oddsson verkfræðingur og Stefán Hallur Jónsson frá SVFR skoða aðstæður í ósi Gljúfurár en að þeirra mati var ósinn ólaxgengur og var því kippt í liðinn með aðstoð vinnuvéla. Stórátak við Gljúfurá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.