Morgunblaðið - 29.06.2004, Side 15
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 15
Austurbyggð | Fáskrúðsfjörður
státar af frönskum áhrifum, enda
var þar stærsta verstöð Frakka á Ís-
landi á sinni tíð og gátu þá legið allt
að 120 frönskum skútum á firðinum í
einu. Fáskrúðsfirðingar hafa skapað
sér bæjarhátíð sem þeir nefna
Franska daga og verður nú haldin í
níunda skiptið að áliðnum júlí.
Morgunblaðið hitti Albert Eiríks-
son að máli, en hann rekur einmitt
safnið Fransmenn á Íslandi og und-
irbýr nú hluta af dagskrá Franskra
daga.
Albert byrjar á að lýsa því hvern-
ig franskir ferðamenn bókstaflega
falli í stafi þegar þeir koma í bæinn
og sjá göturnar merktar upp á
frönsku og franskar tengingar við
hvert fótmál.
Óperan týndist í fyrri
heimsstyrjöldinni
„Sjálfur er ég með tvö verkefni
tengd frönskum dögum,“ segir Al-
bert. „Fyrir það fyrsta verður hér
flutt frönsk ópera í konsertformi og
er það frumflutningur hennar á Ís-
landi. Tildrög þess eru raunar stór-
merkileg; tilviljun og aftur tilviljun.
Þetta er óperan Le Pays, samin af
Guy Ropartz fyrir hundrað árum og
týndist í fyrri heimsstyrjöldinni. Svo
gerist ekkert fyrr en árið 2000, þeg-
ar hún er gefin út á diski af sinfón-
íuhljómsveit í Lúxemborg. Það var
íslenskur flugmaður á ferð í Boston
sem rakst á óperuna í plötubúð og
keypti disk, færði Jónasi Ingimund-
arsyni píanóleikara hann og þá fóru
hjólin að snúast. Jónas hafði sam-
band við Elínu Pálmadóttur og þá
fóru hjólin að snúast enn frekar.
Okkur fannst ekki annað koma til
greina en að frumflytja óperuna
hér.“
Ástir stýrimanns
og heimasætu
Óperan er byggð á smásögu sem
aftur er byggð á sannsögulegum
heimildum um atburði sem gerðust
við Vestra-Horn í aftakaveðri árið
1873. Þá fórust nokkrar franskar
skútur, en stýrimaður einn komst
lífs af og var bjargað af íslenskum
bónda. Frakkanum var svo hjúkrað
af heimasætunni á bænum og dvald-
ist þar í fimm mánuði. „Með þeim
tókust ástir og til eru sagnir um að
þegar Frakkar komu að sækja þenn-
an eina sem komst af hafi heimasæt-
an á bænum grátið svo eftir því var
tekið,“ segir Albert. „Það er því fót-
ur fyrir þessari sögu. Við flytjum óp-
eruna í konsertformi fyrir píanó og
söngvara og hún verður flutt stytt.
Jónas Ingimundarson spilar á píanó-
ið, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór
Pálsson og Gunnar Guðbjörnsson
syngja og Elín Pálmadóttir kemur
líka og verður sögumaður. Hún ætl-
ar í upphafi að segja hvað gerðist og
leiða svo flutning verksins áfram.“
Óperan verður flutt á Fáskrúðsfirði
föstudaginn 23. júlí nk.
Það hálfa væri nóg
Í annan stað verður Albert með
sýningu í gömlu Viðarsbúð sem
byggjast mun á þjóðsögum og sögn-
um sem gerast á Fáskrúðsfirði. „Ég
er búinn að vera að sanka að mér
öllu sem ég hef fundið og er kominn
með fjörutíu sögur sem eru ótrúleg-
ar. Það sem fólk hefur verið hug-
myndaríkt í gamla daga! Það hálfa
væri nóg. Draugasögur og tröllasög-
ur, t.d. um Skrúðsbóndann og marg-
ar útgáfur til af sömu sögum. Ég set
þær upp á textaformi og útdrátt á
frönsku og tek svo ljósmyndir og set
til skýringar við hverja sögu, svo
menn sjái staðhætti og örnefni. Ég
fann einnig á Árnastofnun upptökur
þar sem gamalt fólk segir þessar
sögur og spila þær á sýningunni.“
Skólahaldið og franski
spítalinn í hundrað ár
Albert segir líka uppi hugmyndir
um að minnast þess að 100 ár séu frá
því að franski spítalinn var byggður.
Hugsanlega verði reistur minnis-
varði í tilefni afmælisins. Einnig á að
minnast 100 ára formlegs skólahalds
á Fáskrúðsfirði með sérstakri sýn-
ingu, en Albert segir mikið til af
merkum munum frá skólahaldi.
Hátíðin Franskir dagar verður að
öðru leyti um flest hefðbundin, en
hún verður nú haldin í níunda sinn.
„Þetta er alltaf jafn skemmtilegt,
maður kemst alveg hreint í ham
þegar undirbúningurinn byrjar,“
segir Albert og skellihlær.
Framkvæmdastjóri Franskra
daga er Áslaug Jóhannsdóttir og má
nálgast upplýsingar um hátíðina á
vef sveitarfélagsins Austurbyggðar,
austurbyggd.is.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Albert Eiríksson á kafi í frönskum menningarstraumum: Fáskrúðsfirð-
ingar undirbúa Franska daga sem haldnir verða síðari hluta júlímánaðar.
Fáskrúðsfirðingar að komast í sinn franska sumarham
„Þá grét heimasætan
svo eftir var tekið“
Grundarfjörður | Ráðgjafarfyrir-
tækið Alta opnaði nýverið útibú að
Grundargötu 40 í Grundarfirði. Úti-
bússtjóri er Sigurborg Kr. Hannes-
dóttir verkefnisstjóri en hjá Alta
vinna alls 7 manns. Að sögn Sigur-
borgar hefur fyrirtækið Alta, sem er
þriggja ára, skapað sér ákveðna sér-
stöðu í ráðgjöf og verkefnastýringu
hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum.
Verkefnin eru margvísleg, t.d.
samráðsverkefni af ýmsu tagi bæði
hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum,
og hefur Alta meðal annars haft um-
sjón með íbúaþingum víða um land.
Meðal verkefna á sviði umhverfis-
mála má nefna efnistökumál, mat á
umhverfisáhrifum framkvæmda,
umhverfisstjórnun fyrirtækja, gerð
skipulagsáætlana, umhverfismat
skipulagsáætlana og Staðardagskrá
21. Hjá Alta starfa einnig ráðgjafar
með reynslu og þekkingu af rekstri
fyrirtækja, m.a. endurskipulagn-
ingu, mannauðsstjórnun og í ný-
sköpunarfyrirtækjum á sviði tækni
og hafa tekið þátt í fjölbreyttum
verkefnum á því sviði. Þá hefur Alta
tekið að sér verkefnisstjórnun í ólík-
um verkefnum og hafði t.d. umsjón
með gerð umsóknar um tilnefningu
Þingvalla á Heimsminjaskrá
UNESCO og stefnumörkun fyrir
þjóðgarðinn í kjölfarið.
Útibúið mun leggja áherslu á að
þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum
og stofnunum á Vesturlandi. Jafn-
framt verður þar sinnt verkefnum
fyrir aðila hvar sem er á landinu,
enda er staðsetningin ekki fyrirstaða
á tímum upplýsingatækni, sagði Sig-
urborg að lokum. Í tilefni af komu
Alta til Grundarfjarðar bauð fyrir-
tækið sveitarstjórnarmönnum í
Grundarfirði til kynningarfundar í
Sögumiðstöðinni Grundarfirði.
Útibú Alta tekur að sér ráðgjafar-
verkefni um allt land
Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson
Halldóra Hreggviðsdóttir, framkvæmdastjóri Alta, og Sigurborg Kr.
Hannesdóttir útibússtjóri. Í baksýn er Grundargata 40 og Kirkjufellið.
TENGLAR
.....................................................
www.ibuathing.is
Staðsetningin ekki
lengur fyrirstaða
Húsavík | Hvalamiðstöðin á Húsa-
vík með Ásbjörn Björgvinsson for-
stöðumann í broddi fylkingar stóð
fyrir árlegri Hvalahátíð á Húsavík
síðastliðna helgi.
Meðal þess sem fram fór á hátíð-
inni var gerð eftirlíkingar af steypi-
reyði úr sandi og var hún í fullri
stærð. Þessi gjörningur fór fram í
suðurfjörunni og við verkið nutu
heimamenn aðstoðar grænfriðunga
sem voru í heimsókn á skipi sínu
Esperanza. Vakti tiltækið mikla at-
hygli hátíðargesta.
Meðan á verkinu stóð buðu græn-
friðungar börnum í siglingu um
víkina á slöngubát og þáðu mörg
þeirra boðið.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Steypireyður úr sandi
LANDIÐ
AUSTURLAND
Flúðir | Traktorsrallkeppni var
einn dagskrárliða Iðandi daga sem
haldnir voru á Flúðum síðastliðna
helgi. Sex bílstjórar öttu kappi en
þrautin fólst í því að aka í gegnum
tólf hlið í Litlu-Laxá á sem
skemmstum tíma.
Ölvir Karl Emilsson stóð uppi
sem sigurvegari annað árið í röð
eftir harða keppni við félaga sína.
Fjöldi fólks fylgdist með keppninni
sem var tilþrifamikil á köflum eins
og sjá má.
Næsta traktorsrallkeppni fer
fram um verslunarmannahelgina.Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Traktors-
rall í Laxá