Morgunblaðið - 29.06.2004, Side 11

Morgunblaðið - 29.06.2004, Side 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 11 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI í Kauphöllinni í dag námu 3,46 milljörðum króna og þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 964 milljónir króna. Hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,17% og stendur nú í 2.944,79 stigum. Mest voru viðskiptin með bréf Opinna kerfa hf. fyrir 422 milljónir króna. Helstu lykilstarfsmenn fyr- irtækisins keyptu samtals 2,33% hlutafjár á föstudaginn að því er fram kemur í tilkynningu í Kaup- höllinni í dag. Heildarfjárhæð kaup- anna nemur 161 m.kr. en þau fóru öll fram á genginu 23. Kom þetta fram í Hálffimm fréttum greining- ardeildar KB banka í gær. Hlutabréf Opinna kerfa hafa tek- ið vel við sér síðustu daga og nem- ur hækkun þeirra 13,6% í mán- uðinum, þar af 13,1% síðustu 10 daga. Velta með bréf félagsins í Kauphöllinni í dag nam 422 millj- ónum sem skýrist að verulegu leyti af viðskiptum tengdum kaupunum. Gengi Opinna kerfa endaði í 25 í lok dagsins og hefur félagið því hækkað um 31,6% frá ársbyrjun. Mest viðskipti með bréf Opinna kerfa ● JÓN Ólafsson kaupsýslumaður hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hann nýti sér forkaupsrétt sinn að Skífunni. Þegar Morg- unblaðið náði tali af honum til að spyrjast fyrir um málið kvaðst hann íhuga það af alvöru að neyta forkaups- réttar síns á Skíf- unni þegar end- anlegur kaupsamningur lægi fyrir. Sem kunnugt er seldu Norðurljós fyrirtækið til hóps fjárfesta sem Róbert Melax, fyrrverandi eigandi Lyfju, fer fyrir. Jón Ólafsson segist bíða þess að fá endanlegan kaupsamning í hend- ur en eftir það hafi hann 30 daga til að svara af eða á hvort hann muni nýta sér forkaupsréttinn. Innan Skífunnar eru nú versl- unarsvið Tæknivals með BT- búðirnar, OfficeOne og Sony-setrið auk verslana Skífunnar sjálfrar. Íhugar að neyta forkaupsréttar KOLMUNNAAFLINN er nú orð- inn 192.350 tonn samkvæmt upp- lýsingum Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Leyfilegur heildarafli er 713.000 tonn svo eftir standa óveidd ríflega 520.000 tonn. Erlend skip hafa landað hér um 56.300 tonnum svo verksmiðjurnar hafa tekið á móti tæplega 250.000 tonnum það sem af er árinu. Síld- arvinnslan Á Seyðisfirði hefur tek- ið á móti mestum afla, 73.700 tonn- um. Eskja á Eskifirði er með 43.000 tonn Síldarvinnslan í Nes- kaupstað með 40.100, Loðnuvinnsl- an á Fáskrúðsfirði með 37.100 tonn, HB Grandi á Akranesi er með 17.700 tonn, Tangi á Vopna- firði með 14.000 og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum með 11.200 tonn. Aðrar verksmiðjur eru með mun minna. Veiðar Norðmanna á kolmunna hafa verið tregar í júní. Í síðustu viku var heildarafli þeirra orðinn 605.000 tonn en var á sama tíma í fyrra 630.000 tonn. Fyrstu þrjár vikurnar í júní var afli norsku skipanna 65.000 tonn, en allan þann mánuð í fyrra veiddu Norð- menn 152.000 tonn. Fremur rólegt hefur verið yfir síldveiðunum að undanförnu. Alls hafa íslenzku skipin aflað 32.000 tonna og 6.000 tonn hafa komið á land úr erlend- um skipum. Síldarkvótinn er 128.200 tonn svo óveidd eru um 96.999 tonn. Síldarvinnslan í Neskaupstað hef- ur tekið á móti mestu af síld, 8.700 tonnum. Hraðfrystistöð Þórshafn- ar er með 8.400 tonn og Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum með 6.900 tonn. Aðrar verksmiðjur eru með minna. 250.000 tonn af kolmunna til vinnslu KRISTJÁN Hjelm, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hólahrepps, lætur af störfum hjá sparisjóðnum nú um mánaðamótin júní/júlí. Hann vildi í samtali við Morgunblaðið í gær ekki tjá sig um ástæður þess, en miklar deilur hafa verið í hópi eigenda spari- sjóðsins um atkvæðisrétt stofnfjár- eigenda. Magnús D. Brandsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafs- fjarðar, sem er formaður stjórnar sparisjóðsins, vildi ekki heldur tjá sig um ástæður þess að Kristján lætur af störfum hjá sparisjóðnum. Magnús sagði hins vegar að Kristján hefði ver- ið ráðinn til starfa hjá Sparisjóða- bankanum í Reykjavík. Ágreiningur um atkvæðisrétt Á síðasta ári var ágreiningur uppi í Sparisjóði Hólahrepps um atkvæðis- rétt stjórnenda og stjórnarmanna í dótturfélögum Kaupfélags Skagfirð- inga (KS), sem eignuðust verulegan hlut af stofnfé sjóðsins þegar það var aukið á árunum 2000 og 2001. Var ágreiningnum vísað til Fjármálaeft- irlitsins. Dótturfélög KS eru nú stærstu eig- endur sjóðsins með um 40% stofnfjár auk þess sem stjórnendur þeirra og stjórnarmenn eiga stofnfé. Þegar halda átti aðalfund í Sparisjóði Hóla- hrepps í maí á síðasta ári kom í ljós að meirihluti stjórnar sjóðsins túlkaði lög um fjármálafyrirtæki og sam- þykktir sparisjóðsins þannig að stofn- fjáreigendum væri ekki heimilt að fara með, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, meira en 5% stofnfjár. Sam- kvæmt því áttu dótturfélög KS ekki að fara með nema samtals 5% at- kvæða á aðalfundinum. Þessari túlk- un mótmæltu stjórnendur og stjórn- armenn í dótturfélögum KS. Rífi sig ekki úr samtökunum Í júní í fyrra átti Kristján Hjelm viðræður við forsvarsmenn Sam- bands íslenskra sparisjóða varðandi deilurnar um atkvæðisrétt stofnfjár- eigenda í sparisjóðnum sem tengdir eru KS. Þá sagði hann m.a. í samtali við Morgunblaðið þann 4. júní í fyrra: „Við erum að vinna í að styrkja stöðu sparisjóðanna í heild sinni til þess að ekki verði stílbrot í starfsemi spari- sjóðanna með því að Sparisjóður Hólahrepps rífi sig á einhvern hátt út úr heildarsamtökunum.“ Sagði Krist- ján líklegt að þetta myndi gerast ef aðilar tengdir KS næðu undirtökun- um í stjórn sjóðsins. „Þetta er þó frek- ar spurning sem þeir ættu að svara. Hver er meining þeirra með að kom- ast yfir minnsta sparisjóð landsins?“ Úrskurður KS í vil Úrskurður Fjármálaeftirlitsins í ágreiningnum lá fyrir í september á síðasta ári og var forsvarsmönnum KS í vil. Sagði þar að ellefu stjórn- endum og stjórnarmönnum í dóttur- félögum KS væri heimilt að fara með atkvæðisrétt í samræmi við stofnfjár- eign sína á aðalfundi Sparisjóðs Hóla- hrepps, óháð atkvæðisrétti dóttur- félaga KS. Aðalfundur Sparisjóðs Hólahrepps var svo haldinn 18. desember á síð- asta ári. Þá voru kjörnir í stjórn spari- sjóðsins þeir Magnús D. Brandsson stjórnarformaður, fyrir hönd Sam- bands íslenskra sparisjóða, Sverrir Magnússon og Valgeir Bjarnason, fulltrúar gömlu stofnfjáreigendanna, og Sigurjón Rafnsson, aðstoðarkaup- félagsstjóri KS, og Jón Eðvald Frið- riksson, fulltrúar KS og dótturfélaga þess. Morgunblaðið/Einar Falur Deilur Deilt hefur verið um atkvæðisrétt stofnfjáreigenda Sparisjóðs Hóla- hrepps, en hann opnaði afgreiðslu á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum Sparisjóðs- stjórinn hættir                                               !"#  !  "    $ ! "  #   %#$ &           ' "       $     " ( ) *"   *  '"   *  ) +   $ *   %$,) #  -       . ./ )  01#  ! !.     !  '!   !/  2  2 % "  3   , "$ ""4!/             5%   ." !  2//  3  % '  !.  $ 6789: 9;8<: 7:87: ;8=< >8<: =8=> 69?8:: >89: 6>8;: ;86: 9<8:: 4 ;8@: 4 ;@8<: 9869 4 =8;; ?8>< 4 9876 4 4 ;8>: =@89: 4 4 ?8=: 686: 4 4 4 4 7?8=: 4 4 4 4 4 4 4 =98;:  %  %  $ 4:89: 4:89: 4 4 4 4:8:7 =8:: 4 4:8;: :8:< :8>: 4 :8:< 4 :8<: 4:8:9 4 4:8:> :8:< 4 4 4 4 :87: 4 4 4 4 :87: 4 4 4 4 :8>: 4 4 4 4 4 4 4 4 A4:8<BC A4:8?BC 4 4 4 A4:8=BC A:8?BC 4 A4789BC A:8>BC A=8=BC 4 A:8?BC 4 A:8?BC A4:8>BC 4 A4987BC A:8;BC 4 4 4 4 A78<BC 4 4 4 4 A98=BC 4 4 4 4 A68>BC 4 4 4 4 4 4 4 4 *      2 .   ! 6$<;6 ?7$6=6 7$;:; 6$<?? ?$:6? 96$:?< =>$@9: >$?@> 6=7 >$><> 699$9@: 4 9?$66? 4 9;:$=69 ;:< 4 =7$@:= @$79: 4 =$:@; 4 4 =97 =$@9: 4 4 97@ 9<$=?@ 4 4 4 4 =$?6; 4 4 4 4 4 4 4 6$@:6 6787: 9;8<: 7:87: ;8=< >86< =8=> 69?8:: >87< 6>8;: ;86: 968@: 7:8;: ;8@: <8?: ;@8<: 9869 68:: =8;; ?8>: <89: 9876 4 7>8:: ;8>: =>8@: <87: 98<: ?8:: 68== 689= 78:: <8:: 4 7;8@: =86: =8<: 678<: :8?: 4 :8=< 4 =98:: 6786: 9;8?: 7:89: ;8;: >8<: =869 69>8:: >89< 6@89: ;86< 9<87: 7:8>: ;8@< <8>< ?:8:: 98<: <8:: =8?: ?8@< <8>: 987> 4 7>89: ;8@: =@8<: 4 98?: ?8>: 686: 689< 4 ?8:: 78;: 7>8:: =8<: 689< 6=8<: :8>: >87: :86< 4 =98@: 3  .E+$ $     77 79 7 = > ? 6: 77 9 = 76 4 76 4 7@ 6 4 @ < 4 6 4 4 ; 7 4 4 7 ; 4 4 4 4 = 4 4 4 4 4 4 4 ; SVERRIR Magnússon og Valgeir Bjarnason, stjórnarmenn í Spari- sjóði Hólahrepps, óskuðu eftir því að eftirfarandi yfirlýsing yrði birt í Morgunblaðinu: „Við undirritaðir stjórnarmenn í Sparisjóði Hólahrepps þökkum Kristjáni Hjelm sparisjóðsstjóra fyrir trúmennsku og vel unnin störf í þágu Sparisjóðsins. Jafn- framt hörmum við að hann hafi neyðst til að víkja úr starfi af óviðráðanlegum ástæðum. Krist- ján hefur reynst frábær starfs- maður og við hefðum gjarnan vilj- að njóta starfskrafta hans áfram. Við óskum honum og konu hans velfarnaðar á nýjum starfsvett- vangi.“ Harma brott- hvarf Kristjáns ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR býðst til að skipta húsnæðisbréfum út fyrir íbúðabréf með 0,02% lægri ávöxtun- arkröfu en krafa húsnæðisbréfanna er. Þá býðst sjóðurinn til að skipta húsbréfum fyrir íbúðabréf með skiptiálagi á bilinu 0,21–0,24%, lægra á styttri húsbréfaflokka. Frá þessu var greint í tilkynningu frá til Kauphallar Íslands í gær. Skiptitilboðsferli Íbúðalánasjóðs, sem hófst í síðustu viku, lýkur á morgun, en það er liður í breytingu á hinu opinbera húsnæðislánakerfi úr húsbréfakerfinu í peningalánakerfi. Með því að bjóðast til að skipta húsnæðisbréfum fyrir íbúðabréf með 0,02% lægri ávöxtunarkröfu en ávöxtunarkrafa húsnæðisbréfanna er, býður Íbúðalánasjóður fjárfest- um að þeir geti fengið íbúðabréf fyr- ir húsnæðisbréf ef þeir gefa eftir 0,02% ávöxtun. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær segir að lítill hvati sé fyrir líf- eyrissjóðina og aðra langtímafjár- festa að skipta húsnæðisbréfum út á slíkum „afslætti“, í því skyni að fá mögulega seljanlegri bréf í staðinn. Greining ÍSB mælir hins vegar með því að fjárfestar skipti húsbréf- um sínum út fyrir ný íbúðabréf með skiptiálaginu 0,21–0,24%, enda séu þau kjör í samræmi við mat deild- arinnar á virði uppgreiðsluheimild- arinnar á húsbréfunum. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði á föstudag sagði að ríkisskattstjóri hefði úrskurðað að eigendur hús- og húsnæðisbréfa, sem ekki eru undan- þegnir greiðslu fjármagnstekju- skatts, skyldu greiða skatt af vaxta- tekjum sem séu áfallnar á hús- og húsnæðisbréfin þegar þeim er skipt. Þá hefur hann úrskurðað að íbúða- bréf séu undanþegin eignaskatti. Íbúðalánasjóður skiptir húsnæðis- bréfum með 0,02% „afslætti“ Skiptiálag á hús- bréfum 0,21–0,24% ÚR VERINU 0 !GH<::      B B 2!5 I   ! " " ! B B KK6: J ##$ ! "% " B B  J 0 $! %%  " B B LK5J7< I M-  $  # "$  B B

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.