Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 22
Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
TORFA GUÐBJÖRNSSONAR
hárskerameistara,
Neðstutröð 8,
Kópavogi.
Anna Marín Kristjánsdóttir,
Katrín Guðbjörg Torfadóttir, Bragi Jónsson,
Kristján Guðmundur Torfason, Bára Benediktsdóttir,
Kristbjörn Geir Torfason, Soffía Guðjónsdóttir,
Karl Gunnar Torfason, Ingveldur Teitsdóttir,
Kristleifur Gauti Torfason, Kristín Birna Angantýsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
VALDEMAR NIELSEN
fyrrv. verkstjóri
hjá Hitaveitu Reykjavíkur,
Sogavegi 54,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 1. júlí kl. 13.30.
Fjóla Kristjánsdóttir,
Jóhanna Jóhannsdóttir, Ari Guðmundsson,
Steinunn Jóhannsdóttir, Ingvar Kristinsson,
Sigurður Geir Valdemarsson,
Rúnar Þór Valdemarsson, Anna Guðrún Sigurðardóttir,
Anna Ingvarsdóttir,
Stefán Ingvarsson,
Eyjólfur Andri Arason.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og
bróðir,
RAFN RAGNAR JÓNSSON
tónlistarmaður,
Norðurbraut 41,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 27. júní.
Friðgerður Guðmundsdóttir,
Helga Rakel Rafnsdóttir,
Egill Örn Rafnsson,
Ragnar Sólberg Rafnsson,
Rafn Ingi Rafnsson,
Ragna Sólberg,
Óskar Líndal,
Gísli Þór Guðmundsson,
Sóley Guðmundsdóttir.
MINNINGAR
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
E
INU sinni var sagt
að konur sem „hrös-
uðu“, það er áttu
barn í lausaleik,
yrðu aftur hreinar
meyjar ef þær héldu sig frá karl-
mönnum næstu sjö árin. Ekki er
til nein regla um tímann sem
stjórnmálamenn þurfa til að má af
sér þann stimpil að þeir lagi ávallt
sannleikann að sínum eigin hags-
munum. Snúa staðreyndum á
haus. Vafalaust er það ósann-
gjarnt af kjósendum að vera sífellt
að skamma þá fyrir þetta. Við er-
um ekki syndlaus sjálf.
En á okkur að vera alveg sama
um það hvern-
ig skrökvað er
að okkur,
hvernig
stjórn-
málamenn
reyna að
svindla sér inn á okkur með blíð-
mælum, hálfsannleika og ósann-
indum? Gegndarlausri ósvífni og
hroka? Varla, einhvers staðar eru
þolmörkin.
Sumir hafa alltaf hlakkað svolít-
ið til forsetakosninga vegna þess
að þá er fjallað um annað en hefð-
bundin deilumál í pólitík sem oft
eru hvimleið öðrum en forföllnum
fíklum á því sviði. Ekki hefur alltaf
verið hátt risið á þeirri umfjöllun.
En ákveðin sátt var um það hvað
forseti átti að gera: sem minnst en
gæta virðuleikans, sætta menn og
vera ekki of snobbaður. Venjulegt
fólk, dauðleitt á þvarginu á Al-
þingi, átti fulltrúa í forsetanum
sem naut ákveðinnar friðhelgi fyr-
ir gagnrýni og aðhlátri.
Við sitjum nú uppi með Ólaf
Ragnar Grímsson næstu árin.
Ummæli Jóns Baldvins Hanni-
balssonar hér að ofan í end-
urminningabókinni sinni, Tilhuga-
líf, um forsetann koma vafalaust
einhverjum á óvart. En Jón Bald-
vin þekkir manninn persónulega
og starfaði með honum í rík-
isstjórn. Hann veit meira en við
hin um karakterinn. Einhvern
veginn finnst mér sennilegast að
þessir tveir menn, sem nú kjósa
vafalaust sama flokkinn, hafi átt
erfitt með að starfa saman vegna
þess að Jón Baldvin á sér trausta,
pólitíska sannfæringu en hinn
enga og hefur aldrei átt.
Ólafur Ragnar átti það samt
inni hjá okkur, eftir að hafa lofað
1996 að haga sér vel og gerast frið-
sæll landsfaðir, að við gæfum hon-
um tækifæri. En það er minn-
isstætt hvað hann átti erfitt með
að gleyma því að hann var kominn
í hlutverk mannasættis. Stundum
var þetta óstjórnlega fyndið fyrir
þá sem mundu hver hann var upp-
runalega. Og Ólafur Ragnar getur
sjálfur sagt athyglisverða brand-
ara, verið hnyttinn. Hann var ár-
um saman formaður Alþýðu-
bandalagsins gamla og svaraði eitt
sinn gagnrýni á ofurlaun tryggs
samstarfsmanns síns hjá bláfá-
tækum flokknum með því að svara
að maðurinn fengi „laun í sam-
ræmi við lífsstíl“.
Einhverju sinni ferðaðist fjár-
málaráðherrann fyrrverandi um
Vestfirði eftir að hann var orðinn
forseti. Allir vita hvernig vegirnir
eru þar víða, þeir eru hræðilegir.
En hann reyndi að slá sig til ridd-
ara í augum kjósenda með því að
fárast yfir þessum ósóma og lá í
orðunum að ríkisstjórnin hefði
ekki staðið sig, samgöngu-
málaráðherrann yrði að gera eitt-
hvað í málinu. Bara eitthvað.
Mig minnir að flestir hafi verið
of kurteisir eða hissa og þess
vegna sleppt því að spyrja forset-
ann hvort hann vildi þá taka fé frá
öðrum kjördæmum og veita í
vegabætur á Vestfjörðum. Eða
taka peninga frá öðrum málaflokk-
um, til dæmis spítölunum eða skól-
unum. Kannski vildi hann bara
hækka skattana sem varla hefði
komið mönnum á óvart sem muna
eftir honum í ráðherrastólnum.
Samt er ekki endilega svo að
Ólafur Ragnar hafi verið eitthvað
verri í ráðherraembættinu en
ýmsir aðrir og vafalaust er hægt
að tína eitthvað til sem hann afrek-
aði þar. Maðurinn er ekki bara fyr-
irmannlegur á velli og vel að sér
um margt heldur líka dugnaðar-
forkur og skipulagður með af-
brigðum.
Hann hafði á sínum tíma næg
tækifæri til að berjast fyrir betri
þjóðvegum þegar hann sat í rík-
isstjórn. En þegar hann hafði með
aðstoð snjallra auglýsingameist-
ara komist í notalegt æðarvarpið á
Álftanesi reyndi hann oft af göml-
um vana að klekkja á gömlum and-
stæðingum, nánast úr launsátri.
Hann vissi að þeir myndu hika við
áður en þeir færu að svara fullum
hálsi forsetanum Ólafi Ragnari
þótt þeir hefðu ekki endilega látið
þingmanninn Ólaf Ragnar komast
upp með ómerkilegt lýðskrum.
Ráðherrar vildu ekki efna til
áfloga en vonuðu að maðurinn á
Bessastöðum lærði reglurnar.
Hann hlyti einhvern tíma að hætta
að berja undir beltisstað sem þyk-
ir vondur siður í hnefaleikum og
líka í stjórnmálum.
Forsetinn furðar sig á því sem
hann nefnir skotleyfi á sig. Það
sýnir að kominn er tími til að
skipta um forrit í forystumanni
vinstrimanna, forsetanum. Við
gerð nýja forritsins má styðjast
við leiðbeiningar sem leynast
kannski í rykugum möppum með
bókhaldi Alþýðubandalagsins.
Forsetinn verður þá ekki í hlut-
verki landsföður heldur ósköp
venjulegur stjórnmálarefur.
Framvegis hljótum við að
spyrja forsetann hvernig hann vilji
glíma við ríkisfjármálin, hvar hann
vilji skera niður, hvaða skatta
hann vilji hækka eða lækka,
hvernig draga beri úr fátækt og
lækna önnur þjóðfélagsmein.
Hann er kominn í svipaða stöðu og
þeir Bush, Chirac og aðrir pólitísk-
ir forsetar sem vissulega eru einn-
ig þjóðhöfðingjar en óspart
skammaðir í fjölmiðlum og á þingi.
Þeir fá ekki endalaust að komast
upp með ýmist blaður eða ósvífna
þögn þegar þeir taka umdeildar
ákvarðanir. Þeir lúta sömu leik-
reglum og aðrir stjórnmálamenn
og geta ekki falið sig bak við tit-
ilinn þegar þeir stunda at-
kvæðabrask.
Vitlaust
forrit?
„Og ekki verður það af Ólafi Ragnari
Grímssyni skafið að hann var atvinnu-
maður í pólitískum áróðursbrögðum og
hikaði aldrei við að snúa staðreyndum
á haus, ef það mætti verða til fram-
dráttar röngum málstað.“
Jón Baldvin Hannibalsson.
VIÐHORF
eftir Kristján
Jónsson
kjon@mbl.is
✝ Eva Björk Ei-ríksdóttir fædd-
ist í Reykjavík 25.
september 1977.
Hún lést á Landspít-
alanum mánudaginn
21. júní. Foreldrar
hennar eru Sigur-
björg Sjöfn Rafns-
dóttir, f. 16. ágúst
1955, og Eiríkur
Ómar Sveinsson, f.
13. febrúar 1955,
kvæntur Ingibjörgu
Sandholt, f. 14. maí
1964. Bróðir Evu er:
Sveinn Rafn Eiríks-
son, f. 26.8. 1979. Hálfsystkin
hennar samfeðra eru: Egill Orri
Ómarsson, f. 17.12. 1991, og
Þóra Kristín Ómarsdóttir, f. 8.7.
1995. Eva Björk
ólst upp á Álftanesi
og fluttist með
móður sinni og
bróður til Svíþjóðar
sumarið 1989. Hún
fluttist alkomin
heim til Íslands
vorið 2001. Frá
unga aldri barðist
hún hetjulegri bar-
áttu við óvæginn
sjúkdóm. Eva Björk
var kistulögð í
Bessastaðakirkju
föstudaginn 25. júní
sl.
Útför Evu Bjarkar verður
gerð frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Vem vill dö ung?
Vill du?
Det verkar som du inte tror på framtiden.
Att du kommer att dö ung.
Jag bryr mig. Du verkar inte vilja veta av det.
Du låssas som jag inte finns här.
Hur länge kommer du att finnas här?
Här hos oss.
Jag kommer alltid att finnas här,
om du,
du behöver mig.
(Eva Björk.)
Hver vill deyja ungur?
Vilt þú það?
Það er eins og þú trúir ekki á framtíðina.
Að þú munir deyja ungur.
Ég læt mig það varða. Þú virðist ekki vilja
vita af því.
Þú lætur eins og ég sé ekki hér.
Hversu lengi átt þú eftir að vera hér?
Hér hjá okkur.
Ég á alltaf eftir að vera hér,
ef þú,
þú þarft á mér að halda.
(Þýð. Sveinn.)
Ástin mín.
Mamma og Svenni.
Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð
með Drottni háum tindi á
og horfði yfir lífs míns leið,
hann lét mig hvert mitt fótspor sjá.
Þau blöstu við. Þá brosti hann.
„Mitt barn,“ hann mælti, „sérðu þar,
ég gekk með þér og gætti þín,
í gleði og sorg ég hjá þér var.“
Þá sá ég fótspor frelsarans
svo fast við mín á langri braut.
Nú gat ég séð, hvað var mín vörn
í voða, freistni, raun og þraut.
En annað sá ég síðan brátt:
Á sumum stöðum blasti við,
að sporin voru aðeins ein.
- Gekk enginn þá við mína hlið?
Hann las minn hug. Hann leit til mín
og lét mig horfa í augu sér:
„Þá varstu sjúkur, blessað barn,
þá bar ég þig á herðum mér.“
(Sigurbj. Ein.)
Ástarkveðja.
Amma Lúlu.
Lít ég það margt
er þér líkjast vill
guðs í góðum heimi.
(Jónas Hallgr.)
Þegar sól er hæst á lofti og ljósið
víkur ekki fyrir myrkrinu hvarf andi
Evu Bjarkar sonardóttur minnar út í
bjarta sumarnótt. Það var táknrænt
fyrir þessa ungu konu sem allan ald-
ur hafði barist við ólæknandi sjúk-
dóm – að minna okkur á bjarta daga
þar sem glaðlyndi og bjartsýnin ein
réði ríkjum. Enginn hörgull á hvatn-
ingarorðum til þeirra sem bjuggu við
betri heilsu. Eva Björk bjó við sjúk-
dóm sinn í meira en tvo áratugi og
átti við hann hörð glímutök án þess
að bugast eða brigsla heiminum um
óréttlæti heldur safnaði forða lífs-
reynslu og bjartsýni. Sú mynd sem er
föst í minningunni er bundin þessum
óbilandi kjarki og sálarstyrk, sem átti
jafnan gleði aflögu handa þeim sem
næstir stóðu. Þó að sonardóttir mín
væri langdvölum í fjarlægu landi vor-
um við nánar vinkonur. Aldursmunur
og kynslóðabil komu samskiptum
okkar lítið við og það eru dýrmætar
minningar einar, sem eftir sitja að
leiðarlokum.
Kveðjuorðin sem koma í hugann
eru þessar ljóðlínur.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið – sofðu rótt.
(Jónas Hallgr.)
Sigrún amma.
Elsku Eva, elsku stelpan mín, við
áttum góðar stundir saman sem ég er
þér þakklátur fyrir. Nokkrum sinn-
um var ég lagstur út af til að hvíla mig
þegar síminn hringdi og hinum meg-
in á línunni var þín glaðlega rödd. Þú
baðst mig að færa þér gott í gogginn
þar sem þú áttir erfitt um vik með að
sinna þannig erindum. Lítið mál var
fyrir mig að gera þér þessa hluti sem
í mínum huga voru smáræði. Þú hafð-
ir alltaf áhyggjur af því að vera að
íþyngja eða trufla mig sem sýnir
hvernig hug þú barst alltaf til mín og
þeirra sem voru í kringum þig.
Síðustu ár ævi þinnar voru stans-
laus barátta við þinn sjúkdóm og þú
sýndir óbilandi hugrekki og tókst öllu
mótlæti með miklum styrk. Þessi
styrkur þinn hefur haft áhrif á mig og
hjálpað mér að takast á við lífið. Ég
er þakklátur þér fyrir það. Elsku
frænka, ég þakka þér fyrir þann tíma
sem við áttum saman og ég er sann-
færður um að við hittumst seinna og
veit að Guð vakir yfir þér öllum
stundum.
Camillus, Rafn og fjölskylda.
EVA BJÖRK
EIRÍKSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Evu
Björk Eiríksdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.