Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 21
HERNÁMSYFIRVÖLD í Írak, sem Bandaríkjamenn hafa farið fyrir síðastliðna fjórtán mánuði, framseldu í gær, tveimur dögum á undan áætlun, formleg völd í landinu í hendur bráða- birgðastjórnar heimamanna við látlausa athöfn í skugga hryðju- verkahrinu. L. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkja- manna, afhenti Iyad Allawi, for- sætisráðherra írösku bráðabirgða- stjórnarinnar, skjöl sem handsöluðu valdaframsalið við at- höfn sem efnt var til með skömm- um fyrirvara í höfuðstöðvum her- námsstjórnarinnar í Bagdad, sem rammlega er gætt. Bremer yfirgaf Írak skömmu síðar. Fáir viðstaddir Aðeins um þrjátíu manns voru viðstaddir valdaframsalsathöfnina, sem Allawi lýsti sem sögulegri stund. Fyrstu spurnir af því að valda- framsalinu hefði verið flýtt bárust aðeins um klukkustund fyrir at- höfnina. Háttsettur foringi í her- námsliðinu viðurkenndi í samtali við fréttamenn að öryggismál hefðu haft sitt að segja um að þessi leið hefði verið valin, með tilliti til þess að undanfarna daga hafa hundruð manna látið lífið í árásum her- skárra andstæðinga hernámsins. „Við höfum á þessum degi end- urheimt fullveldi okkar; þetta er hamingjudagur fyrir Íraka,“ sagði Ghazi al-Yawar, bráðabirgðaforseti landsins, en hann tók við valda- framsalsskjölunum ásamt Allawi og Medhat Mahmud, æðsta fulltrúa dómskerfis Íraks. Allawi lýsti yfir fögnuði á þess- um „sögulega degi“. „Við höfum lagt hart að okkur, ásamt Bremer sendiherra, til að láta þetta valda- framsal til íraskrar ríkisstjórnar og írösku þjóðarinnar verða að veru- leika,“ sagði hann. Bremer lýsti því yfir að hann væri eftir sem áður bjartsýnn á framhaldið, er hann yfirgaf landið sem hann fór með mestöll völd í síðan í maí í fyrra. „Það er mér mikil ánægja að vera hér í dag til að framselja fullveldi Íraks [í hend- ur bráðabirgðastjórnar landsins] fyrir hönd bandamanna,“ sagði Bremer. „Nú er ég yfirgef Írak er ég bjartsýnn á framtíðina.“ Hin nýja bráðabirgðastjórn Íraks sór embættiseið sex klukku- stundum eftir að valdaframsals- athöfnin fór fram. Ráðamenn vestrænna ríkja tóku þessum fréttum flestir fagnandi; að bráðabirgðastjórn heimamanna tæki formlega við völdum í landinu væri mikilvægur áfangi í átt að sjálfstæðu og frjálsu Írak. Leiðtog- ar ríkja sem hafa staðið með Bandaríkjamönnum og Bretum í Írak, svo sem Póllands, Ástralíu og Japans, lýstu ánægju með fram- vinduna. Viðbrögðin voru varkárari af hálfu þeirra leiðtoga sem gagn- rýnastir voru á hernaðaríhlutunina. Jacques Chirac Frakklandsforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti sögðu valdaframsalið aðeins einn áfanga af mörgum í því pólitíska ferli sem framundan væri í Írak. En Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, sendi Allawi heilla- óskaskeyti og fullvissaði hann um að þýzk stjórnvöld væru reiðubúin að eiga „samstarf í fullu bróðerni“ við írösku bráðabirgðastjórnina. Talsmenn stjórnar grannríkisins Írans tóku tíðindunum fremur vel en samt með nokkurri varkárni og sögðu að reynslan myndi sýna hve mikil völd stjórnin fengi. Leiðtogar arabaríkja létu í bjartsýni skína, með fyrirvörum þó. Endurtóku þeir margir kröfuna um að banda- rískt setulið hyrfi frá Írak hið fyrsta. Gegn „útlögunum“ Íraski forsætisráðherrann Allawi flutti skörulega ræðu er bráða- birgðastjórnin sór embættiseiðinn. Hann útlistaði nokkur markmið stjórnarinnar og hvatti almenning til að óttast ekki „útlagana“ sem berðust gegn „íslam og múslim- um“. „Guð er með okkur,“ sagði hann. „Ég vara hryðjuverkaöflin við, einu sinni enn,“ sagði Allawi; „við munum ekki gleyma hver stóð með okkur í þessari baráttu og hver á móti.“ Og hann bætti við: „Ég skora á allar hetjur fortíð- arinnar…alla syni Íraks að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að uppræta erlendu hryðjuverka- mennina sem eru að drepa fólkið okkar og eyðileggja landið okkar.“ „Framundan liggur stórt verk- efni og byrði, og við biðjum Guð al- máttugan að gefa okkur þolinmæði og veita oss handleiðslu til þess að stýra þessu landi, sem á allt gott skilið,“ sagði al-Yawar eftir að hafa svarið embættiseið sem forseti. „Ég mun standa vörð um sjálfstæði Íraks,“ sagði hann. Fátt fólk var á ferli á götum Bag- dad í gær og ekki að sjá að margir borgarbúar sæju ástæðu til að fagna sérstaklega þeim tímamótum sem þeir Allawi og al-Yawar tala um. En ánægja með þennan áfanga í átt að endurheimt sjálfstæðis landsins er þó útbreidd. „Guði sé lof. Við erum ánægð. Þetta er skref í rétta átt,“ hefur AP eftir Ali Hussein Ali, kennara á eftirlaunum í hverfi sjíta í Bagdad. George W. Bush Bandaríkja- forseti tók í hönd Tonys Blair, for- sætisráðherra Bretlands, á leið- togafundi Atlantshafsbandalagsins í Istanbúl er valdaframsalsathöfnin í Bagdad fór fram. Bush var upp- lýstur um það á sunnudag að valda- framsalið gæti farið fram á mánu- dag, tveimur dögum áður en áformað hafði verið. Allawi hafði a.m.k. frá því í síð- ustu viku átt viðræður við fulltrúa hernámsyfirvalda um að flýta framsalinu, að sögn háttsetts er- indreka bandamanna sem ekki vildi láta nafns síns getið. Takmarkanir á völdum bráðabirgðastjórnarinnar Jafnvel þótt bráðabirgðastjórnin fari formlega með fullt ríkisstjórn- arvald í Írak verður vald hennar takmarkað að ýmsu leyti. Að hluta til er sú takmörkun til komin vegna krafna áhrifamikilla sjíta-klerka sem ekki vildu að bráðabirgða- stjórnin teldist hafa öll þau völd sem væntanleg kjörin – og þar með lögmætari – ríkisstjórn á að fara með. Þannig er bráðabirgðastjórn- inni aðeins ætlað að sitja í sjö mán- uði, eða unz kosningar til nýs þjóð- þings hafa farið fram. Samkvæmt nýjustu ályktun Sameinuðu þjóð- anna um Írak, sem samin var að frumkvæði Bandaríkjamanna og Breta, ber að halda þingkosningar eigi síðar en 31. janúar 2005. Setulið bandamanna, undir for- ystu Bandaríkjahers, axlar áfram höfuðábyrgðina á öryggismálum í landinu. Og bráðabirgðastjórnin hefur ekki vald til að gera neinar breytingar á bráðabirgðastjórn- arskránni. Sem æðsta valdastofnun Íraks gaf hernámsstjórn Bremers á rúm- lega árslöngum starfsferli sínum út fleiri en 100 tilskipanir og reglu- gerðir. Flestar eru þær lög að vest- rænni fyrirmynd sem kveða á um allt mögulegt, allt frá uppgjöri gjaldþrota til umferðarreglna, frá hömlum á vinnu barna til afritana á bíómyndum. Líklegt er að sumt af þessum reglum verði virt að vettugi. Um- ferðarreglur eru t.d. ekki eitthvað sem íraskir ökumenn leggja sig fram um að kunna skil á. Aðrar reglur eru umdeildari. Á laugardag undirritaði Bremer tilskipun sem veitir vestrænum verktakafyr- irtækjum friðhelgi fyrir saksókn í íraska dómskerfinu, svo lengi sem fyrirtækin eru að vinna að sínum verkefnum í landinu. Þetta finnst mörgum Írökum ótækt. Kosningalög sem hernámsstjórn Bremers gáfu út kveða m.a. á um takmarkanir við því hverjir mega bjóða fram. Þannig er t.d. flokkum bannað að bjóða fram hafi þeir tengsl við skæruliðahópa. Hernámslögin halda gildi sínu áfram, en bráðabirgðastjórnin hef- ur vald til að breyta þeim. Meg- inhlutverk bráðabirgðastjórn- arinnar verður annars að undirbúa kosningar, annast yfirumsjón stjórnsýslu landsins frá degi til dags, og vinna með fjölþjóðaherlið- inu sem er ábyrgt fyrir öryggis- málum. Írakar geta formlega farið fram á það að erlenda herliðið yf- irgefi landið, en ólíklegt þykir að það muni gerast. Valdaframsali flýtt af öryggisástæðum Allawi skorar á landa sína að brjóta hryðju- verkamenn á bak aftur Bagdad. AFP, AP. AP Ghazi Al-Yawar, bráðabirgðaforseti Íraks, (t.v.) sver embættiseið í Bagdad í gær. Við hlið hans standa (f.v.): Ibrahim Al-Jaafari varaforseti, Iyad All- awi forsætisráðherra og Barham Salih varaforsætisráðherra. Forsetaembættið hefur fyrst og fremst táknræna þýðingu; valdamestur er Allawi. L. Paul Bremer MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 21 ÍRAKAR eiga mörg erfið verkefni fyrir höndum áður en þeir fá fullveldi eigin mála að öllu leyti í eigin hendur og lýðræðislega kjörin ríkisstjórn tekur við völdum í landinu. Öryggisaðstæður í landinu, aðgerðir skæruliða sem undanfarna mánuði hafa staðið fyrir hverju ódæðinu á fætur öðru í því skyni að skapa glundroða, geta sett verulegt strik í reikninginn – og það sést kannski einmitt best af því að valdaframsalið skyldi fara fram í gær, tveimur dög- um áður en áætlað hafði verið.  Í janúar 2005 á að halda kosningar þar sem valið verður 275 manna þjóðþing til bráðabirgða. Að kosningunum loknum velur þingið nýjan forseta, tvo varaforseta og nýja ríkisstjórn. Lakhdar Brahimi, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, hef- ur reyndar látið í ljós efasemdir um að hægt sé að halda kosning- arnar svo fljótt og segir að það muni taka átta mánuði að skipu- leggja þær. Undirbúningur er þegar hafinn.  15. ágúst 2005 á þjóðþingið að hafa samþykkt stjórnarskrá landsins. Það verður erfitt verkefni þegar haft er í huga hversu mörg ólík þjóðarbrot og mismunandi trúarhópar eru í Írak. Ef þingforseti og meirihluti þingmanna telja að tíminn hafi ekki verið nægur er möguleiki á að fresta samþykkt stjórnarskrár- innar um sex mánuði.  Í október 2005 er gert ráð fyrir að fram fari þjóðaratkvæða- greiðsla um stjórnarskrána. Þarf einfaldan meirihluta til að hún taki gildi. Hins vegar getur hún ekki talist samþykkt ef tveir þriðju íbúa í að minnsta kosti þremur af 18 héruðum landsins hafna henni.  15. desember 2005 fara fram kosningar til þings. Hafi stjórn- arskráin ekki verið samþykkt í kosningunum í október verður nýtt bráðabirgðaþjóðþing kjörið sem þarf að endurskoða stjórn- arskrána næsta árið. Hafi stjórnarskráin hins vegar verið sam- þykkt verður nýtt þing kjörið og lögmæt ríkisstjórn tekur við völdum í lok ársins. Ef allt fer samkvæmt áætlun mun Írak þannig verða orðið fullvalda ríki í árslok 2005 eða ársbyrjun 2006 og lýðræðislega kjörin rík- isstjórn fara með völd í fyrsta skipti í sögu landsins. Ljóst er þó, eins og áður sagði, að ástand öryggismála getur sett strik í reikn- inginn, að ekki sé talað um ef borgarastríð brytist út í landinu. Erfið verkefni fyrir höndum Aldrei nn, þing- mtali jóð- ngis mun ngar r get- tis og kring- m heit- mur sen krárinnar á sínum ar inn.“ r virðist við svona í þjóðar- n komist ni niður- i að vera. rvaldi Al- gert. Það eftir að þessari hann hafi þessum Ekki á nn að lesa ræða það il ekkert hef talað a sem að formaður ðurstaða það sjón- stjórnar- unnar, narskrá- li ekki að u lög um tkvæða- u, sem einhvers röskulda girðingar. r athygl- sérstak- a að setja þátttöku að það sé dirstrikar rsýnilega fræðinga þar með á því, að ur. afans ð skýrsla ð í besta þetta sé að njóta tta styðji öðuflokk- etja nein eftirtekt- að hugs- etja væg á þremur orðalag klega 26. s að slík tangast á tjórn og um þjóð- ggi ekki á þátttöku on tyð- mið nd- r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.