Morgunblaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 35
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 5.30, 8 og
10.30. B. i. 16.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Fjölskylda hans var myrt og
hefnd hans er miskunnarlaus!
Frá framleiðanda
Spider-Man
Sýnd kl. 8 og 10.
www.laugarasbio.is
ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR
AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐ
Spennutryllir í anda The Sixth Sense og
What Lies Beneath
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Spennutryllir í anda
The Sixth Sense og What Lies Beneath
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
1/2
HL Mbl
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
ETERNAL
SUNSHINE
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.40.
SKEMMTILEGASTA
GAMANMYND
SUMARSINS!
Jenna fékk ósk sína uppfyllta...
og er allt í einu þrítug!
Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri.
ÞEGAR KRAFTAVERK
VERÐUR AÐ MARTRÖÐ
ER EKKI AFTUR SNÚIÐ
ÓHT Rás2
Forsa la miða hefst á morgun , miðv ikudag
Fimmtudaginn 1. júlí kl. 10.15
Tryggðu þér miða í tíma – MIðasala opnar kl. 16.30 í dag.
KVIKMYND Michaels Moores
Fahrenheit 9/11 var frumsýnd fyrir
helgi í 868 kvikmynda-
húsum í Bandaríkj-
unum og hefur slegið í
gegn. Myndin tók yfir
22 milljónir dala í að-
sóknartekjur og varð
með því fyrsta heimild-
armyndin í bandarískri
bíósögu til að ná topp-
sæti tekjulistans. Að
auki er myndin nú þeg-
ar orðinn tekjuhæsta
heimildarmynd sem
sýnd hefur verið í
bandarískum bíóhúsum
ef undan eru skildar
tónlistarmyndir og
myndir sem sýndar
hafa verið í IMAX-
kvikmyndahúsum.
Moore átti sjálfur fyrra
metið en síðasta mynd hans Bowling
for Columbine tók í það heila inn ríf-
lega 21 milljón dala.
Fahrenheit 9/11 er hörð ádeila á
George W. Bush Bandaríkaforseta
og innrásina í Írak. Eins og við var
búist þá er myndin nú þegar orðin
ein sú umdeildasta sem sýnd hefur
verið í bandarískum kvikmynda-
húsum. Svo virðist sem viðhorf al-
mennt til myndarinnar ráðist að-
allega af því hvaða stjórnmálaöfl
menn aðhyllast. Þannig hafa repú-
blíkanar gagnrýnt myndina harka-
lega og sumir hverjir farið fram á að
hún verði bönnuð á meðan demó-
kratar hafa hampað henni og hvatt
þjóðina til að sjá hana. Stóru flokk-
arnir taka myndinni því klárlega
grafalvarlega nú þegar forsetakosn-
ingar eru í nánd, og virðast telja að
hún geti haft áhrif á kjósendur.
Þótt skiptar skoðanir séu um
myndina ber flestum
saman um að hún sé
áróðursmynd. Moore
hefur heldur ekki neit-
að því að líta megi á
hana sem innlegg hans í
kosningabaráttuna.
Moore gefur lítið fyr-
ir ákall íhaldsamra afla
í landinu um að myndin
verði bönnuð. Þvert á
móti þakkaði hann þeim
fyrir þessa góðu og
áhrifaríku kynningu
sem hann telur að
myndin hafi fengið
vegna deilnanna „Þessi
misheppnaða tilraun
hægriaflana hefur
greinilega hvatt fólk
enn frekar til að sjá
myndina og dæma fyrir sig sjálft.“
Svarað í sömu mynt
Andstæðingar Moores hafa nú í
hyggju að svara honum í sömu mynt,
með bók og heimildarmynd, sem
eiga að afhjúpa á vafasöm vinnu-
brögð hans.
Höfundarnir David T. Hardy og
Jason Clarke gefa út í næstu viku
bókina Michael Moore Is a Big Fat
Stupid White Man og snúa þar út úr
titli metsölubókar hans Stupid
White Men. Í bókinni saka þeir
Moore um að halda fram ítrekuðum
ósannindum og kalla hann „fjölda-
lygara“.
Þá vonast Michael nokkur Wilson
eftir því að geta frumsýnt síðar á
árinu heimildarmynd sína Michael
Moore Hates America.
! "
"
#$
& #
'
(# )
%*+
*,
+*-
.*
.*/
*0
/*-
1*/
,*%
-*%
%*
%1*
,1*
0*+
.*/
%*1
.1*
--*+
,*%
0*/
Kvikmyndin| Fahrenheit 9/11 á spjöld
bandarískrar bíósögu
Pólitíkin ræður
skiptum skoðunum
Eitt af kynningar-
veggspjöldum fyrir
Fahrenheit 9/11.
SÍÐUSTU tvö árin hef ég oft hugs-
að til þess að mikið væri nú gaman
að fá norska djassfiðlarann, hann
Ola Kvernberg, til Íslands. Þessi
löngun mín var fyrst og fremst
sprottin af því orðspori sem fór af
Ola fyrir plötuna með gítarleik-
aranum Jimmy Rosenberg 2002.
Þetta rættist nú heldur betur og
mikið tilhlökkunarefni var það er ég
frétti í vor að von væri á Tríói Ola
Kvernberg til landsins í tilefni af
heimsókn krónprins Noregs, Håkon
og eiginkonu. Krónprinsheimsókn
leiðir til konunglegrar skemmtunar.
Ekki spillti fyrir að vita að nafni
krónprinsins Håkon Mjöset Joh-
ansen léki á trommur, en hann
heimsótti okkur fyrir 2 árum og
stóð sig frábærlega þá. Einnig er
Steinar Raknes kontrabassaleikari
mikill aufúsugestur alls staðar.
Það var mér persónulegt áfall að
frétta að Håkon Mjöset hefði ekki
komið í tæka tíð fyrir tónleikana á
Akureyri og ungur ofurhugi úr
Reykjavík, Þorvaldur Þorvaldsson,
trommunemi í Miami, hafi stokkið
inn í á síðustu stundu og náð norður
á „elleftu stundu“. Ekki þar fyrir
hafði Þorvaldur áður vakið athygli
áheyrenda með trommuseið sínum í
Deiglunni á Listasumri leið.
Tónleikarnir hófust á fastmót-
uðum Cole Porter slóðum í laginu
„You’d be so nice …“. Strax vakti
eyru mín þessi þétti og hljómmikli
vefur milli fiðlunnar hans Ola og
bassans hans Steinars. Þorvaldur
fann sína leið inn í vefinn, en var
ögn varfærinn í fyrstu, en með
sjálfstraust og kunnáttu í lagi
ásamt stöðugri uppörvun meðleik-
ara sinna tókst það. Ég tel Þorvald
hafa verið kraftaverkamann tón-
leikanna og burstalag hans er ein-
staklega gott.
Ola hefur ofurtækni á sitt hljóð-
færi, auk einstaks næmis í tónatali
á nótur tilfinninga. Honum tekst
með undraverðum hætti að blanda
saman stíltegundum á smekklegan
hátt. Þar kennir blárra grasa jazz-
ins í bland við græn strá írskra
danskviða og puntstrá norskra
sveitastemma og ekki bara grös því
gráir tónar hversdagsins fléttast
inn í. Honum tekst feiknavel að
byggja upp spennu frá hinu ljúfasta
í hið hástemmdasta, eins og til að
mynda í lagi Charlie Parker: Moose
The Mooche. En síklifjun stefja-
brota og hin ótrúlega tækni reynd-
ist Summertime ofviða, meiri ein-
lægni og varfærni fer því lagi að
mínu mati betur.
En Steinar Raknes rekur sko
hvergi í vörðurnar í sínum bassa-
leik; þéttur, fallegur og mikill tónn
fyllir loftið og tæknileg fullkomnun
virðist einkenna flest sem frá hon-
um kom.
Það sem er svo athyglisvert við
tríóið er að þrátt fyrir vöntun á
hljómum gítars eða hljómborðs þá
verður þess aldrei vart. Þeir Ola og
Steinar leika hljómana jöfnum
höndum á sín hljóðfæri. Aðdáun
mína vakti pizzikató-hljómaslögin
hjá Ola Kvernberg á móti bass-
anum, einnig var oft sem flaututón-
ar hans á fiðluna fengju himneskan
blæ eins og í endingum á sænsku
dalavísunni Ach Värmland … Þar
dró Ola heldur betur fram jákvæð
tengsl granna með upphafi í ein-
lægri norskri náttúrustemningu í
„harðangursanda“ sem lauk í hinum
fögru dölum Svíþjóðar.
Svo var alvaran og grínið í bland.
Vel uppbyggt og ágætlega leikið
tregaverk Ola Kvernberg: Fake
Black, Real Blue og síðan bráð-
smellin og skemmtileg útfærsla á
Bye, Bye, Blackbird, þar sem bæði
Ola og Steinar hömuðust við að
„skatta“ (sönghljóð: dú-bi-dí
o.s.frv.) og léku um leið með til-
þrifum. Aukalagið Laura small ná-
kvæmlega til að gera stemninguna
ljúfa og koma manni úr hásætinu
fyrir næturrúmið. Á þessum tón-
leikum var maður eins og kon-
ungur.
Konungleg skemmtun
TÓNLIST
Deiglan á Akureyri
Flytjendur Ola Kvernberg á fiðlu, Steinar
Raknes á kontrabassa og Þorvaldur Þor-
valdsson á trommur. 27. júní kl. 21.
DJASSTÓNLEIKAR
Jón Hlöðver Áskelsson