Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 18
UMRÆÐAN 18 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MÍNUM yngri árum var ég mjög fylgjandi því að forseti Íslands hefði vald til að vísa til þjóðarinnar þeim málum sem hann persónulega teldi nauðsynlegt. En eftir að hafa séð það í framkvæmd á síðustu dögum er ég þeirrar skoðunar að þetta ákvæði sé aðeins til ills. Það, að Alþingi verði að búa við það að öllum lagasetningum þess geti hvenær sem er verið vísað til þjóð- aratkvæðagreiðslu að geðþóttaákvörðun eins manns, gerir þingi og ríkisstjórn landsins mjög erfitt fyrir. Þetta finnst mér alveg aug- ljóst. Mín skoðun er að þjóðhöfðingi okkar eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar í blíðu og stríðu. Hann á að starfa í sem bestum tengslum við þingmennina sem hafa verið kosnir af þjóðinni til að fara með löggjafarvaldið. Hann á aldrei að geta sett sig upp á móti þinginu eins og nú hefur gerst. Sem sagt að staða forsetans verði svipuð og staða konungs eða drottningar er hjá frændum vorum á Norð- urlöndum. Víkjum nú að fyrirsögn þessarar greinar. Ég hef tvisvar á ævinni orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera staddur í Ósló 17. maí, á þjóðhátíð- ardegi Norðmanna. Í bæði skiptin var ég í mannfjöldanum sem hyllti konung sinn. Ég var ákaflega snortinn af kærleika Norðmanna til konungsins. Ég var líka í Ósló þeg- ar Norðmenn syrgðu Ólaf konung og varð vitni að einlægri sorg þeirra við lát hans. Ég var búsettur í Danmörku í tvö ár og þar var sama sagan; mikill áhugi og gleði með drottninguna og fjölskyldu hennar. Að vísu er til fólk sem lík- ar ekki við konungs- ríkið en mín tilfinning er að flestir þegnar þessara landa hafi mjög sterkar tilfinn- ingar til konungs síns eða drottningar. Fólk- ið elst upp við konung- inn eða drottninguna, ríkisarfann og alla konungsfjölskyldu. Fólkið tekur þátt í gleði þeirra og sorgum og í huga flestra er konungurinn eða drottningin nánast einn af fjöl- skyldunni. Því miður er þetta ekki svona hjá okkur og sakna ég þess. Ég vildi gjarnan að barnabörnin mín hefðu í uppvextinum konung eða drottn- ingu sem væri þjóðhöfðingi þeirra allt sitt líf. Þannig fengju þau tæki- færi til að bindast honum eða henni, ríkiserfingjanum og öðrum börnum þeirra tilfinningaböndum. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég ekki átt þessa kost. Ég hef til dæmis tekið þátt í þrennum forsetakosningum og aldrei fengið þann forseta sem ég kaus. Ég vil taka það fram að allir forsetarnir sem voru kosnir hafa verið góðir forsetar. Það er ekki við þá að sakast, heldur er það kerfið sem skapar þetta. Nú er það mín skoðun, eftir að búið er að gera forsetaembættið pólitíkst, að nauðsynlegt sé að end- urskoða stjórnarskrána og færa valdið aftur til þingsins. Þannig að þingmennirnir standi þjóðinni reikningsskil á fjögurra ára fresti. Þessu fylgir ákveðinn stöðugleiki sem hefur skilað okkur lífskjörum eins og þau gerast best í heiminum. Við þessa endurskoðun mætti al- veg skoða hugmyndina hér að ofan um að gera Ísland aftur að kon- ungsríki. Ef af því yrði finnst mér að við ættum að leita til frænda okkar í Svíþjóð, Noregi eða Dan- mörku um aðstoð og bjóða ein- hverjum prinsinum eða prinsess- unni þar konungsríkið Ísland. Ef ég mætti ráða myndi ég byrja hjá Dönum vegna fyrri tengsla okkar við Danmörku. Ísland konungsríki? Rúnar Guðbjartsson fjallar um niðurstöður forsetakosninga ’Nú er það mín skoðun,eftir að búið er að gera forsetaembættið póli- tískt, að nauðsynlegt sé að endurskoða stjórn- arskrána og færa valdið aftur til þingsins.‘ Rúnar Guðbjartsson Höfundur er sálfræðingur og fyrrverandi flugstjóri. KJÖRSÓKN í forsetakosning- unum á dögunum var hin lang- minnsta í sögu lýðveldisins. Einn af hverjum þremur kjósendum sá ekki ástæðu til þess að fara á kjörstað. Af þeim sem sóttu kjörfund skilaði einn af hverjum fimm auð- um seðli. Niðurstöður kosninganna urðu þær að sitjandi forseti náði end- urkjöri, en með minnihluta kosn- ingabærra manna að baki sér. Nú mætti ætla að þessi nið- urstaða hefði orðið forsetanum umhugsunar- og áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að frá önd- verðu hefur verið litið svo á að hlutverk forseta Íslands væri fyrst og fremst að vera samein- ingartákn þjóðarinnar. En ekki örlaði á því. Þvert á móti kvaðst hann nánast klökkur yfir hinum glæsta kosningasigri. Er mögulegt að dómgreindar- brestur hrjái forsetann eða var það gamli stjórnmálarefurinn sem þarna gægðist undan feldi, margreyndur í því að túlka jafn- vel hina verstu útreið sjálfum sér í hag? Lítillátur forseti Höfundur er áhugamaður um kosningar. Vilhelm G. Kristinsson HRAKFÖR and- stæðinga Ólafs Ragn- ars Grímssonar, for- seta lýðveldisins, gegn honum í aðdraganda forsetakosninganna varð smánarleg. Þrátt fyrir að flokksvélar Sjálfstæðisflokksins hafi farið mikinn til að fá fólk til að skila auðu og Morgunblaðið leik- ið undir vann Ólafur Ragnar þann yf- irburðasigur sem raunin varð. Sjálfstæðisflokk- urinn féll enn og aftur á prófinu og stóðst ekki mátið að skipta sér af forsetakosn- ingum. Niðurstaðan varð að sjálfsögðu sem fyrr. Flokkurinn tap- aði slagnum illilega. Hatrammasta aðför sem átt hefur sér stað að forseta lýðveldisins galt afhroð. Þjóðin stóð með forsetanum og veitti honum skýrt og afdráttarlaus umboð til að gegna embættinu næstu fjögur árin. Þrátt fyrir aðför Sjálfstæðisflokksins fékk Ólafur Ragnar 75% gildra atkvæða. Stærri sigur en flesta gat órað fyrir. Hindranir á þjóðaratkvæða- greiðsluna Málskot Ólafs Ragnars á fjölmiðla- lögunum kynti klárlega undir þeirri hatrömmu aðför sem átti sér stað gegn honum síðustu vikurnar fyrir kosningarnar. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki sætt sig við að þjóðin fengi fyrir tilstuðlan forsetans að tala beint og milliliðalaust í málinu. Að fólkið fengi að ráða. Því skyldi öllum brögðum beitt í aðrdaganda kosn- inganna til að veikja stöðu forsetans. Næsti leikur er lagasetningin um sjálfa atkvæðagreiðsluna. Hvort stjórnarflokkarnir falli í þá gryfju að hindra lýðræðið með einhverjum hætti. Samkvæmt tillögum starfs- hóps forsætisráðherra um tilhögun þjóð- aratkvæðis glittir í að settar verði upp hindr- anir á þjóðaratkvæða- greiðsluna um fjöl- miðlalögin. Þannig verði veittur afsláttur á skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæða- greiðslur og settar upp hindranir til að koma í veg fyrir að valdið liggi óskert hjá þjóðinni. Þátttökuskilyrði eða aðrir slíkir þröskuldar á þjóðaratkvæðagreiðsl- una eru stjórn- arskrárbrot enda er ekki í stjórnarskránni að finna ákvæði um lág- marksþátttöku kosn- ingabærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar bindandi án tillits til þátttöku. Einfaldur meirihluti skal ráða án nokkurra þátttökuskilyrða. Það er erfitt að ætla ráðamönnum að ætla að reisa lýðræðislegum rétti þjóðarinnar slíkar skorður. En framganga þeirra síðustu vikurnar og mánuðina er með þeim hætti að þeim er jafnvel trúandi til þess. Sjálf fjölmiðlalögin, viðbrögðin við því að þjóðin fengi að ráða í kjölfar mál- skots forsetans og nú síðast hama- gangurinn í aðdraganda kosning- anna. Allt fráleit framganga af hálfu stjórnmálamanna en nú reynir á grundvallaratriðin sjálf. Stjórn- arskrárbundinn rétt þjóðarinnar til að úrskurða milliliða- og hindr- unarlaust um mál sem forsetinn hef- ur skotið til hennar. Aðförin gegn Ólafi Ragnari Björgvin G. Sigurðsson skrifar um úrslit forsetakosninganna Björgvin G. Sigurðsson ’Sjálfstæð-isflokkurinn féll enn og aftur á prófinu og stóðst ekki mát- ið að skipta sér af forsetakosn- ingum.‘ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. ÞAÐ er einkum þrennt sem at- hygli vekur við úrslit liðinna forseta- kosninga. Lélegasta kosningaþátt- taka í 85 ár, fimmti hver kjósandi sem fór á kjörstað skilaði auðu og að tíundi hver kjósandi kaus næsta óþekktan frambjóðanda í stað sitj- andi forseta. Þegar upp er staðið kusu 42,5% Ólaf Ragnar Grímsson; tveir af hverjum fimm atkvæðisbærra manna. Enginn getur sagt með sanni að slík kosn- ingaúrslit séu góð fyrir sitjandi forseta. Fyrirfram hefði mátt ætla að kosn- ingaþátttaka yrði góð. Fjölmiðlar höfðu beint sjónum sínum að fram- bjóðendunum síðustu vikur. Umræður um stöðu forsetaembætt- isins höfðu verið óvenjulega miklar og almenn þjóðfélagsumræða hafði snert mjög stöðu forsetans. Slíkar umræður hefðu að öðru jöfnu átt að skerpa áhuga manna á kosningunum og ýta undir áhuga á að kjósa. Þegar það svo gerist að meira en þriðji hver atkvæðisbær maður hirðir ekki um að nota kosningarétt sinn þá hlýtur það að kalla á umræður. Mikil kosningaþátttaka er ein- kenni á íslensku samfélagi Hér á landi er kosningaþátttaka mikil og almenn. Almennt fara menn á kjörstað og greiða þar atkvæði en einungis fáeinir skila auðu. Að sönnu er það ekki svo í nágrannalöndum okkar mörgum hverjum. Við höfum fagnað því að almenningur vill kjósa og talið það til marks um að kjós- endur finni samhljóm á milli þess sem efst er í huga fólks og þess boð- skapar sem stjórnmálaflokkarnir færa fram. Þetta er þeim mun ánægjulegra sem það er ljóst að lín- urnar á milli stjórnmálaflokkanna hafa ekki verið eins skarpar og oft áður. Að baki eru að mestu þær deil- ur sem settu mestan svip á stjórn- málabaráttu lýðveldistímans; átökin um varnarmál og hugmyndafræðileg barátta um markaðsbúskap eða sósí- alisma. Eftir sem áður gengur al- menningur að kjörborðinu í meira mæli hér en víðast annars staðar. Og gagnstætt þróuninni erlendis jókst kosningaþátttaka hér á milli alþing- iskosninganna í fyrra og 1999. Sitja heima eða skila auðu Svo gerist það að við höldum for- setakosningar. Þátttakan fer niður úr öllu valdi, fjölmargir skila auðu en einstaka menn, þar með talið forset- inn okkar, reyna að gera sem minnst úr þeim tíðindum. Hvað er hér á seyði? Eru menn að apa eftir goðsögn- inni um strútinn og stinga höfðinu í sand- inn? Vitaskuld kallar þetta á umræður. Ein- hver hefði einhvern tímann – og af minna tilefni – kallað þessi tíð- indi söguleg og ekkert minna. Höfum talna- legar upplýsingar á hreinu. Það voru 213.553 á kjörskrá. Af þeim greiddu um 63% atkvæði, eða 134.374. Þetta þýðir að um 79 þúsund manns fóru ekki á kjörstað. Í síðustu alþingiskosningum kusu um 87% og í síðustu fimm forsetakosn- ingum var þátttakan að jafnaði um 85%. Slíkt hlutfall þýddi miðað við núverandi kjörskrá að nálægt 50 þúsund fleiri kjósendur hefðu nú farið á kjörstað en raunin varð á. Er það að minnsta kosti ekki al- veg ljóst að sá stóri hópur sem sat heima gerði það ekki vegna eindreg- ins stuðnings við þá þrjá ein- staklinga sem í kjöri voru? Eða finnst mönnum líklegt að einhver þessara tugþúsunda Íslendinga sem fóru ekki á kjörstað segi sem svo: Ég er svo gríðarlega mikill stuðn- ingsmaður hans Ólafs Ragnars, eða hans Baldurs, eða hans Ástþórs að ég ætla alls ekki á kjörstað! Við sem langa reynslu höfum af kosningastarfi þekkjum það líka mæta vel að oft segja menn: Við ætl- um ekki á kjörstað eða skila bara auðu af því að þið eruð allir eins. Setja með öðrum orðum oft sama- semmerki að þessu leyti á milli þess að skila auðu og greiða ekki atkvæði. Sama á vitaskuld við í forseta- kosningum, það vita allir. Léleg kosningaþátttaka kallar ætíð og alls staðar á skýringar. Í Bandaríkjunum telja menn það m.a. til marks um lítinn samhljóm á milli málflutnings frambjóðendanna og almennings. Menn hirða ekki um að fara á kjörstað þess vegna. Þetta veldur áhyggjum út frá lýðræðislegu sjónarmiði. Menn telja því litla kosn- ingaþátttöku jafnan vera veik- leikamerki. Nýlega eru Evrópuþingskosn- ingar að baki. Margt vakti athygli við þær. Eitt af því var hrikalega lé- leg kosningaþátttaka. Og hvað sögðu menn um það? Hið breska virta tímarit The Economist (sem sannarlega er hallt undir Evrópu- samvinnu) orðar það skilmerkilega. Evrópskir kjósendur eru reiðir og ráðvilltir, segir blaðið og þeir hafa látið það í ljósi meðal annars með því að sitja heima eða greiða ekki at- kvæði. Engin tíðindi? Nú segja menn: Það á ekki að tala um þetta því hingað til hafa menn ekki beint athygli að kosningaþátt- töku eða auðum atkvæðum. Það er vissulega rétt, ekki hingað til. En úr- slit þessara kosninga eru líka eins- dæmi að þessu leyti. Hér á landi ger- ist það í fyrsta sinn að kjósendur sýna hug sinn svo afdráttarlaust með því að láta í ljósi áhugaleysi í besta falli, eða fullkomna andstöðu við frambjóðendurna þrjá með því að sitja heima ellegar greiða ekki at- kvæði. Auk þeirra sem lýstu and- stöðu sinni við sitjandi forseta með því að greiða mótframbjóðendum hans atkvæði sitt. Slíkt og þvílíkt hefur ekki gerst í forsetakosningum hér á landi fyrr. Þetta eru tíðindi og menn eiga ekki að láta eins og ekk- ert hafi gerst. Tveir af hverjum fimm Einar K. Guðfinnsson skrifar um úrslit forsetakosninganna ’Þetta eru tíðindi ogmenn eiga ekki að láta eins og ekkert hafi gerst.‘ Einar K. Guðfinnsson Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. ÍSLENDINGAR hafa hægt og sígandi verið að klifra upp stigatöfl- una í opna flokknum á Evrópu- mótinu í brids. Fimm leikir voru spilaðir um helgina og fyrst vann ís- lenska liðið það lettneska, 22:8, síð- an vann Ísland Rúmeníu, 21:9, og loks Wales, 16:14. Þá tapaði Ísland naumlega fyrir Belgíu, 14:16, en í 19. umferð á sunnudagskvöld tapaði Ísland ar fyrir Hollendingum, 12:18, í fjörugum leik og var þá í 15. sæti með 291,5 stig. Ítalir voru þá efstir með 382 stig, Svíar fylgdu fast á eftir með 379,5 stig og Pól- verjar höfðu 345 stig. Í kvennaflokki töpuðust hins veg- ar allir leikir íslenska liðsins um helgina og eftir 13 umferðir var Ís- land í 21. og næstneðsta sæti með 132 stig; aðeins Færeyingar voru neðar. Íslenska liðið hefur aðeins Íslendingar klifra upp stigatöfluna á EM í brids Brids Malmö Evrópumótið í brids er haldið í Malmö í Svíþjóð dagana 19. júní til 3. júlí. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvenna- flokki. Heimasíðu EM er að finna á net- svæðinu http://www.eurobridge1.org/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.