Morgunblaðið - 29.06.2004, Page 13

Morgunblaðið - 29.06.2004, Page 13
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í júlí á hreint ótrúleg- um kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfangastaðar. Hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 7., 14. og 21. júlí frá kr. 19.990 Verð kr. 19.990 Flugsæti til Alicante, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, 7. júlí. Netverð. Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Staðgreiðsluverð, vikuferð. 7., 14., 21. júlí. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð, kr. 31.500. Verð kr. 43.590 M.v. 2 í íbúð/stúdíó, flug, gisting, skattar. 7., 14., 21. júlí, Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð, kr. 45.770. Val um 1 eða 2 vikur. Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Viðræður eru hafnar milli Landsvirkjunar og Landeigendafélags Laxár og Mývatns um rekstrarvanda Laxárvirkjunar og var fyrsti fundurinn fyrir helgina. Tveir menn úr hópi landeigenda hafa verið valdir til við- ræðnanna, en það eru þeir Kári Þorgrímsson og Jón Helgi Björnsson. Á þessum fyrsta fundi var farið í skoðunarferð inn í Krák- árbotna með Landsvirkjunarmönnum og þar skoðuð sú uppgræðsla sem þar hefur farið fram á undanförnum árum en hún hefur ver- ið unnin af Landgræðslunni í samvinnu við Landsvirkjun og Landeigendafélagið. Var það mál manna að þarna væri búið að gera miklu meira en margir hefðu gert sér grein fyrir og leit gróður mjög vel út. Stjórn Landeigendafélagsins hefur bund- ið vonir við að viðræðunefndin finni leiðir til úrbóta á þeim vandamálum sem Lax- árvirkjun á við að glíma og lagðar verði til aðgerðir sem samræmast þeim umhverf- iskröfum sem gerðar eru á þessum stað. Mikill vilji er fyrir því að góð lausn finnist sem báðir aðlilar geta sætt sig við og eru fleiri fundir nefndarinnar í undirbúningi.    Heyskapur er hafinn í Suður-Þingeyj- arsýslu og eru nokkrir bændur þegar búnir að ná töluverðu heyi. Það hafa verið miklir þurrkar að undanförnu og aldrei rættist rigningarspáin í síðust viku þegar margir héldu að sér höndum í slættinum. Það hefur hamlað sprettu að ekki skuli hafa rignt en heyin sem nú er verið að taka inn eru mjög góð og hafa verkast vel. Grænfóður er víðast hvar að koma upp í flögum en á sumum bæjum þar sem lítill raki er í jörð bíða menn eftir rigningu svo þar geti farið að spretta og vona að ekki komi sunn- anvindar sem feykja burt þurri moldinni.    Æðarfugl kom mjög seint og illa á varp- stöðvar við Skjálfanda í vor og er minna varp á öllum bæjum. Mjög lítill fugl er norður með Tjörnesi og velta menn fyrir sér hvað valdi en sumir kenna um átuleysi í sjónum enda fá egg í hreiðrunum. Segja má að vel hafi gengið hjá kollunum þar sem ekki hefur komið neitt hret frá því fyrir miðjan maí, en fuglinn þolir illa stanslausar úrkomur og krapahríðar eins og oft eru á vorin. Þá verk- ast dúnninn einnig betur þó svo að magnið sé miklu minna. Úr sveitinni LAXAMÝRI EFTIR ATLA VIGFÚSSON FRÉTTARITARA Smára Geirssyni, for-seta bæjarstjórnarFjarðabyggðar, voru veitt hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Höfn í Horna- firði fyrir skömmu. Smári hlýtur verðlaunin fyrir starf sitt í þágu samfélagsins á Austurlandi, sérstaklega við undirbúning álvers við Reyðarfjörð. Kemur þetta fram á fréttavefnum horn- .is. Einnig voru veittar hvatningarviðurkenningar. Þær hlutu Frumkvöðlaset- ur Austurlands ehf. og Ari Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri þess, fyrir að innleiða áhugaverða nýjung í atvinnuþróunarstarfi á Austurlandi, Kristinn Pét- ursson fyrir metnaðarfull nýsköpunar- og þróun- arverkefni í rekstri fisk- vinnslufyrirtækisins Gunn- ólfs ehf. og Hótel Framtíð ehf. fyrir markvissa upp- byggingu á ferðaþjónustu- rekstri. Hvatning Fljót | Fyrsti markaðs- dagurinn á þessu sumri sem Ferðaþjónustan í Lónkoti í Skagafirði gengst fyrir var haldinn síðasta sunnudag í júní. Fólk kemur víða að með varning til að selja og oft hafa margir gestir komið á markaðsdaginn sem haldinn er árlega. Hjónin Jón Magnússon og Ragna Karlsdóttir voru meðal þeirra sem voru að selja. Þau voru með á boð- stólum fallega handsmíð- aða kistla, barbídót saum- að í plast og útskornar klukkur og kassa. Þau hjón létu bærilega af deg- inum en sögðu þó að oft hefði komið fleira fólk. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Markaðsdagur í sveitinni Benedikt Sæmunds-son vélstjóri sendivísnabálk í Sjó- mannadagsblað Vest- mannaeyja um fjallasigl- ingu Fagrakletts gegnum Skotland eftir Caladonian- skurðinum árið 1945. Skip- ið var á leið til Fleetwood með ísfisk frá Vest- mannaeyjum þegar því var snúið til Aberdeen. Skip- stjórinn tók það ráð að fara fyrrnefndan skurð í stað- inn fyrir að sigla norður fyrir. Benedikt lýsir æv- intýralegri ferð og er nið- urlagið svohljóðandi: Oft rauk sjórinn eins og mjöll er þá hætt við grandi. En að sigla yfir fjöll er þó meiri vandi. Í sama blaði rifjar Sig- urbjörn Einarsson biskup upp bæn Hallgríms Péturs- sonar er hann bjóst til skips: Í voða, vanda og þraut vel ég þig förunaut yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi í friði með fögru englaliði. Frá sjó- mannadegi ÞESSI unga stúlka lét sér hvergi bregða og ók var- lega framhjá líkani af Akureyrarkirkju í sundlaug- argarðinum, sem svo er kallaður, við hlið Akureyr- arlaugar þar sem aldursflokkameistaramótið stóð yfir. Mikið fjör var við laugina, hróp og köll þar sem fólk úr hinum ýmsu félögum studdi við sitt fólk. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ekið framhjá Akureyrarkirkju Leikur STJÓRN KH hf. Blönduósi hefur ráðið Daní-el Árnason í starf framkvæmdastjóra fyrir-tækisins. Tekur hann við um mánaðamót af Lúðvík Vilhelmssyni sem sagt hefur starfinu lausu. Fram kemur á fréttavefn- um huni.is að Lúðvík hefur gegnt starfi framkvæmda- stjóra hjá félaginu frá stofn- un þess í desember 2002 og þar áður hjá Kaupfélagi Húnvetninga. Daníel hefur verið framkvæmdastjóri á Akureyri og rekið Kexsmiðjuna og Akó Plastos. Í ársbyrjun 2003 tók KH hf. við rekstri sem Kaupfélag Húnvetninga var með. Félag- ið rekur matvöruverslanir á Blönduósi og Skagaströnd undir nafninu Húnakaup. Einn- ig byggingarvöruverslun og pakkhús á Blönduósi, auk Esso-skálans við Norður- landsveg. Nýr fram- kvæmdastjóri KH Daníel Árnason ♦♦♦ NÝTT fyrirtæki, Þóroddur ehf., hefur verið stofnað á Tálknafirði og mun yfirtaka rekst- ur þorskeldis sem hefur farið fram í Tálkna- firði og í Patreksfirði á vegum fiskvinnslu- fyrirtækjanna Odda hf. og Þórsbergs ehf. Kemur þetta fram á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Þorskeldi hefur verið stundað í Tálknafirði síðastlið- in fimm ár en hófst fyrir einu ári í Pat- reksfirði. Hið nýja fyrirtæki hefur sextán eldiskvíar í sjó en tíu af þeim eru í Tálkna- firði. Ætlunin er að slátra yfir 200 tonnum af eldisþorski á komandi hausti og vetri. „Tilraunaveiðar með ólíkar gerðir af gildrum fara jafnframt fram í Patreksfirði en þær veiðar hafa ennþá ekki skilað tilætl- uðum árangri. Þá er hafinn undirbúningur að eldi á þorskseiðum á landi í Tálknafirði. Jafnframt því að stunda þorskeldi fara fram umtalsverðar líffræðirannsóknir og þróun- arstarf í samstarfi við rannsóknastofnanir hérlendis,“ segir Jón Örn Pálsson, sjávarút- vegsfræðingur og framkvæmdastjóri Þór- odds, í samtali við Bæjarins besta. Þorskeldið sameinað í eitt fyrirtæki pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.