Morgunblaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 7 ÁRIÐ 2004 EVRÓPUÁR MENNTUNAR MEÐ IÐKUN ÍÞRÓTTA Í dag, þriðjudaginn 29. júní 2004 setur Menntamálaráðherra með formlegum hætti Evrópuár menntunar með iðkun íþrótta á Íslandi. Stærstu íþróttaviðburðir ársins bera keim af þessu Evrópuári og um alla Evrópu eru í gangi verkefni sem uppfylla helstu markmið Evrópuársins. Síðari hluta ársins fara fram verkefni á Íslandi sem hafa það að meginmarkmiði að efla tengsl uppeldis og íþrótta, auðvelda aðgengi að íþróttum og að fræða börn, ungmenni og foreldra um íþróttir og íþróttaiðkun, hreyfingu og þá félagslegu þætti sem einkenna íþróttir. Mikilvægi íþrótta fyrir einstaklinginn snýst um meira en líkamlegt hreysti: Umburðarlyndi, sanngirni og hæfni í hópvinnu eru allt hæfileikar sem eru ræktaðir í íþróttum, og það á gáskafullan, líflegan og auðveldan hátt. Með Evrópuári menntunar með iðkun íþrótta vill Evrópusambandið vekja athygli á þessu málefni. Frekari upplýsingar má finna á vefnum 28 Evrópuþjóðir taka þátt í Evrópuárinu og er Ísland í þeirra hópi. Meginmarkmið þessa Evrópuárs er að vekja almenning í Evrópu til vitundar um mikilvægi íþrótta innan menntunar ásamt því að auka mikilvægi líkamlegra athafna í námskrám skóla. AÐ FRUMKVÆÐI EVRÓPUSAMBANDSINS ER ÁRIÐ 2004 TILEINKAÐ MENNTUN MEÐ IÐKUN ÍÞRÓTTA WWW.EYES-2004.INFO WWW.EYES-2004.INFO www.isisport.is LÖGREGLAN í Reykjavík tók 47 ökumenn fyrir of hraðan akstur um liðna helgi. Sá sem hraðast fór var mældur á 122 km hraða í Ártúns- brekku þar sem leyfilegur hraði er 80 km/klst. Þá voru 13 ökumenn teknir, grunaðir um ölvun við akstur. 47 teknir fyrir hraðakstur STJÓRNARRÁÐ Íslands hefur undanfarna daga móttekið rúm- lega 4.000 tölvuskeyti, send í gegnum heimasíðu grænfriðunga, þar sem þeir mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Í skeytunum, sem eru stöðluð, segir meðal annars að sendandi muni ekki heimsækja Ísland fyrr en hvalveiðar hafi alfarið verið bannaðar. Svarbréf hefur verið sent frá Stjórnarráði Íslands þar sem áréttað er að vísindaveiðar Ís- lendinga á hvölum eigi ekki við um þær tegundir sem eru í útrým- ingarhættu. Grænfriðungar sendu 4.000 tölvuskeyti EKIÐ var á rúmlega sjötugan hjól- reiðamann á Eyrarbakkavegi á Sel- fossi í gær. Var hann fluttur á Heilsugæslu Suðurlands og þaðan á Landspítala – háskólasjúkrahús. Ekki var þó talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða. Lögreglan á Selfossi annast rannsókn á til- drögum slyssins. Ekið á roskinn hjólreiðamann TILKYNNT var um 32 umferð- aróhöpp með eignatjóni til lög- reglunnar í Reykjavík um helgina. Rétt eftir miðnætti á sunnudagskvöld ók bifreið á ljósastaur við Víkurveg á afrein af Vesturlandsvegi. Ökumaður og báðir farþegar voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl. Öku- maður hafði talsverða áverka í andliti og farþegar kenndu til eymsla í öxl og mjöðm. Drátt- arbíll fjarlægði bifreiðina. Ekið á ljósastaur VÉLBÁTURINN Gestur frá Vigur, líklega elsti vélbátur á Íslandi, var sjósettur frá Bolungarvík um helgina eftir umfangsmiklar við- gerðir. Sigldi Gestur frá Bolung- arvík til Ísafjarðar, þaðan til Súða- víkur og loks út í eyjuna Vigur. Til stendur að báturinn verði framvegis hafður til sýnis á floti við sjóminja- safnið í Neðstakaupstað á Ísafirði og í heimahöfn sinni í Vigur. Vonir standa einnig til þess að bjóða megi gestum Byggðasafns Vestfjarða upp á stuttar siglingar með þessum sögufræga báti. Ríflega öld er liðin frá upphafi vélvæðingar fiskveiðiflota Íslend- inga. Flestir fyrstu vélbátarnir voru árabátar sem í voru settir mótorar en fljótlega kom þó að því að farið var að smíða báta frá grunni sem vélbáta. Vélbáturinn Gestur, eða Litli Gestur, frá Vigur var í hópi hinna fyrstu af slíkri gerð og er lík- lega sá elsti þeirra sem varðveist hefur fram á þennan dag, sam- kvæmt upplýsingum frá Byggða- safni Vestfjarða. Smíðaður 1906 Gestur var smíðaður í Bolung- arvík árið 1906 af Guðmundi Sig- urðssyni bátasmið. Það var séra Sigurður Stefánsson í Vigur sem hafði forgöngu um smíðina. Gestur var alla tíð gerður út frá Vigur, lengst af undir formennsku Bjarna, sonar séra Sigurðar. Bátnum var ekki aðeins haldið til fiskveiða, held- ur var hann notaður til allra þarfa og starfa hvort sem það voru að- drættir fyrir búið, fólksflutningar eða annað. Hann var því þarfasti þjónn þeirra Vigurbænda. Gestur þjónaði eigendum sínum allt til 1980, eða í tæplega 80 ár. Árið 1988 afhenti Baldur Bjarna- son Byggðasafni Vestfjarða Gest til varðveislu sem ákvað síðan að minn- ast 100 ára afmælis vélvæðing- arinnar árið 2002 með því að ráðast í umfangsmiklar viðgerðir á Gesti svo að hann mætti sigla á ný, en hann hafði þá staðið á þurru landi í 14 ár. Til viðgerðarinnar fékkst styrkur frá Alþingi og var báturinn fluttur á sinn upprunalega byggingarstað, Bolungarvík, þar sem listasmiðirnir Ragnar Jakobsson, Guðmundur Óli Kristinsson og Guðmundur Jak- obsson gerðu við hann. Gestur sjófær á ný eftir 16 ár á þurru Guðmundur Óli og Guðmundur Jakobsson úti í Vigur. Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson Gestur kemur til heimahafnar eftir endurbæturnar. ÞJÓFAR sem brutust inn í hús í Breiðholti á laugardaginn höfðu ekki árangur sem erfiði, þökk sé ár- vökulum nágrönnum sem komu auga á þjófana þar sem þeir voru að sniglast í kringum húsið. Stúlka stóð á verði á meðan þrír piltar athöfn- uðu sig inni í húsinu. Nágrannarnir komu að þjófunum inni í húsinu. Höfðu þeir meðal annars sett tölvu- skjá í kassa og voru að safna saman fleiri hlutum þegar komið var að þeim. Mennirnir náðu að komast undan en nágrannar héldu stúlkunni þar til lögregla kom á vettvang. Innbrotsþjófar komust undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.