Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 32
MENNING
32 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4741-5200-0002-4854
4507-4300-0029-4578
4741-5200-0002-5562
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
yfir 7.000 miðar seldir
mið. 30. júní kl. 19.30 upps. - fim. 1. júlí kl. 19.30 upps.
fös. 2. júlí kl. 19.30 upps. - sun. 4. júlí kl. 17.00 upps.
lau. 10. júlí kl. 16.30 upps. - lau. 10. júlí kl. 19.30 upps.
fim. 15. júlí kl. 19.30 & fös. 16. júlí kl. 19.30.
Ósóttar pantanir seldar daglega
TÓNLIST
Skálholtskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Sönghópurinn Gríma flutti verk byggð á
sálmalögum úr íslenskum handritum.
Auk Grímu komu fram Eydís Franzdóttir,
Helga Ingólfsdóttir, Douglas A. Brotchie
og Steef van Oosterhout. Laugardagur
26. júní.
SÖNGHÓPURINN Gríma kom
fram á tónleikum á Skálholtshátíð-
inni á laugardaginn var. Á dag-
skránni voru tónsmíðar er hópurinn
hefur flutt á hátíðinni á árunum
2000, 2002 og 2003 og eru byggðar á
sálmum og lögum úr íslenskum
handritum. Auk þess voru nokkur
sálmalög sungin beint upp úr hand-
riti.
Eins og við mátti búast voru verk-
in misjöfn; Mikils ætti eg aumur að
akta eftir Báru Grímsdóttir, sem
samanstóð af fimm erindum, var dá-
lítið langdregið og hefði tónskáldið
að ósekju mátt vinna betur úr hug-
myndum sínum. Annað eftir hana
var hressilegra en deila má um hvort
trumbuslátturinn, sem greinilega
átti að skapa miðaldalega stemningu,
hafi ekki verið fulláberandi; eins og
var virkaði hann dálítið barnalegur.
Eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
voru fallegar tónsmíðar sem voru
hrífandi í einfaldleika sínum og sama
má segja um látlausar útsetningar
Elínar Gunnlaugsdóttur. Að mínu
mati var sérkennilegasta tónsmíðin
eftir Mist Þorkelsdóttur, en þar kom
semball við sögu og lék Helga Ing-
ólfsdóttir á hann. Rödd sembalsins
var einhvern veginn allt öðru vísi en
sálmalagið og var útkoman alls ekki
leiðinleg þótt e.t.v. hefði semball og
söngur mátt finna eitthvað meira
sameiginlegt í lokin.
Söngur Grímu var yfirleitt vel
heppnaður þótt raddir hópsins hafi
ekki alltaf blandast á ásættanlegan
hátt. Einsöngsatriðin þar sem sungið
var beint upp úr handritum voru
ekki eins góð; nokkuð bar á að tauga-
óstyrkur skemmdi fyrir söngv-
urunum. Hljóðfæraleikararnir voru
hins vegar með allt sitt á hreinu og
ekkert við hljóðfæraleikinn að at-
huga fyrir utan trumbusláttinn sem
fyrr var nefndur.
Í heild var efnisskráin fulleinhæf
fyrir minn smekk, of mikið af keim-
líkum verkum á sömu tónleikum,
sem hefur verið helsti veikleiki Skál-
holtshátíðarinnar undanfarin ár.
Varla er nokkuð að því að hafa smá-
fjölbreytni af og til.
Jónas Sen
FRESKA frá endurreisnartím-
anum fannst nýverið í dómkirkj-
unni í Valencia á Spáni, þökk sé
hreiðurgerð dúfna. Listfræðingar
sem unnu við viðgerðir á dóm-
kirkjunni í Valencia veittu því at-
hygli að dúfur fóru um gat í loft-
inu. Þeir urðu forvitnir um hvað
leyndist að baki holunni og komu
því stafrænni myndavél fyrir í gat-
inu til að taka myndir af því sem
þar væri að finna. Myndirnar
leiddu í ljós að undir fölsku lofti
kirkjunnar leyndist vel varðveitt
freska frá 15. öld, sem falin hefur
verið í meira en þrjú hundruð ár.
Á freskunni gefur að líta fjóra
engla með bláan stjörnubjartan
himin í bakgrunni. Freskuna mál-
uðu tveir Ítalir, Francesco Pagano
og Paolo de San Leocadio, seint á
15. öld, að beiðni Spánverjans Rod-
rigo Borja. Hann var þá starfandi
fulltrúi páfagarðs, en átti síðar eft-
ir að verða Alexander páfi VI.
Að sögn listfræðinga voru marg-
ar freskur endurreisnartímans
eyðilagðar á barokktímanum, þær
voru einfaldlega skrapaðar burt til
að koma nýjum verkum að. Í til-
felli freskunnar í Valencia var hins
vegar komið upp fölsku lofti og
furða fræðingar sig á því hvað hafi
valdið því á sama tíma og þeir
þakka forsjóninni, því þeir telja
freskuna eitt elsta og mikilvæg-
asta varðveitta dæmið um spænska
endurreisnarlist.
Dúfur finna fresku
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Verk eftir Demessieux, Dupré, Duruflé,
Leif Solberg, J. S. Bach og Vierne. Erling
With Aasgård, orgel. Sunnudaginn 27.
júní kl. 20.
HVORKI dregur úr sókn erlendra
organista í löngu nafntogað Klais-
hljómpípuverk Hallgrímskirkju né
streymi ekki sízt erlendra ferða-
manna að tónleikaröðinni Sum-
arkvöld við orgelið, nema síður sé.
Leggjast þar á eitt aðdráttarafl úr-
valsspilara, úrvalshljóðfæris og mið-
svæðis staðsetning auðfinnanlegustu
kirkju höfuðborgarsvæðisins.
Svo var einnig sl. sunnudag þegar
Erling With Aasgård, dómorganisti í
Molde og að sögn meðal fremstu org-
anista Noregs af yngri kynslóð (f.
1968), flutti dagskrá af einkum
franska síðrómantísk-nýklassíska
skólanum. Án þess að eiga tiltækt yf-
irlit yfir efnisskrár síðari ára, kæmi
manni samt ekki á óvart ef einmitt
það stílsvið skyldi reynast hlutfalls-
lega fyrirferðarmest í samanlögðu
efnisvali tónleikaraðarinnar, enda
kvað Hallgrímsorgelið sérlega vel til
þess fallið. Leiðrétti þeir sem betur
vita.
Páskaresponsóría Jeanne Demes-
sieux (1921–68) var efst á blaði; frísk-
leg smíð þrátt fyrir fjölda hnaus-
þykkra þjóhljóma og á köflum nærri
vorblótslega villimennsku í guðrækni
sinni. Fúguhlutarnir stóðu að mínu
viti upp úr næstu þrem verkum eftir
Dupré (Choral et Fugue Op. 57),
Duruflé (Prélude et Fugue sur le
nom Alain) og nýlega enduruppgötv-
aða Norðmanninn Leif Solberg (f.
1914) er nefndist Fantasi og fuge
over den norske folketonen „Se sol-
ens skjønne lys og prakt“, enda leikn-
ir af smitandi lipurð og litadýrð. Hinn
bjarti og glaðværi sálmforleikur
Bachs úr Leipzigsafninu, Herr Jesu
Christ, dich zu uns wend BWV 655,
var breitt raddvalinn og spannaði allt
frá innhverft syngjandi tunguröddum
í glæsilegar stórskotaliðsrokur.
Síðasta en viðamesta atriðið (a.m.k.
hvað lengd varðar) var hin fimm-
þætta hálftíma langa 3. orgelsinfónía
Op. 28 (1912) eftir blinda organistann
við Notre Dame, Louis Vierne (1870–
1937). Þó að hægu þættirnir Cantil-
ène (II) og Adagio (IV) kæmu mér
ekki ýkja innblásnir fyrir sjónir – í al-
gera blóra við smekk tónleikaskrár-
ritara sem kallaði IV „án efa falleg-
asta kafla verksins“ – var Allegro
maestoso (I) tignarlegur í samræmi,
dansandi ¾ Intermezzóið (III) rétt-
nefnt scherzó, og Fínallinn eldfim
tokkata sem átti ekki sízt öruggri
fótafimi organistans fjör að launa.
Ríkarður Ö. Pálsson
SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir hefur undanfarið verið með
nokkurs konar farandsýningu, upphafsreiturinn var
Þjóðarbókhlaðan, með Ísafjörð sem annan og Akureyri
þriðja áfangastað. Listakonan er vel þekkt fyrir sínar
mörgu stóru myndskreytingar í opinberar byggingar,
einnig leggur hún fyrir sig lágmyndir á veggi, málverk,
pappírs- og bókverk, einnegin bókakápur og myndlýs-
ingar. Síðasta afrek hennar var hin viðamikla skreyting
Langholtskirkju, og líkast til hefur hún viljað slappa af
frá stærri verkefnum við minni og frjálslegri athafnir
líkt og myndverkin er hún sýnir núna. Eftir nýrri en um-
deildri skilgreiningu mætti allt eins nefna þetta málverk,
í öllu falli gengur Sigríður meira til leiks sem málari er
vill höndla stemmningu og túlka sérstök hughrif sín
gagnvart náttúrusköpunum en glerlistamaður sem vinn-
ur við stór og staðbundin verk. Í þeim tilvikum verður
listamaðurinn ófrávíkjanlega að taka tillit til hins sér-
staka rýmis og samanlagðrar hönnunar byggingarinnar
hverju sinni, að arkitektinn sé ekki einnig nefndur sem
og aðrir sem málið er skylt. Hins vegar getur lítill flötur
öllum öðrum óháður en listamanninum útheimt allt eins
mikil átök við liti, línu og form, en þar er hinu „mónú-
mentala“ mun síður til að dreifa. Hið sérstaka myndferli
býður líka upp á meiri léttleika og lífsgleði auk þess að
listakonan stillir iðulega saman fleiri þáttum í hverri ein-
stakri myndheild, þótt þær séu öllu öðru fremur hold-
tekja einfaldleikans. Annars vegar um að ræða eitt gegn-
umgangandi aðalform, til að mynda laufblað sem sækir
styrk sinn í einfalda og heildstæða myndbyggingu. Hins
vegar frjálslegt skynrænt flæði forma sem hlykkjast um
grunnflöt sem lóðrétt lína sker, skiptir og bindur lita-
hvörf, myndar sterkar hlutfallaandstæður og jarðtengir
heildina, myndbygginguna um leið.
Sigríður nefnir sýninguna „Þrjátíu dagar í Kevelaer“
og er þá að vísa til dvalar sinnar á glerverkstæði á staðn-
um og hughrifa frá gönguferðum í nágrenninu. Í stuttu
máli er þetta hrifmikil sýning sem fellur mjög vel að
rýminu og framkvæmdin skilar sér öllu betur en á sýn-
ingunni í Þjóðarbókhlöðunni. Meiri nálgun við listaverk-
in og safaríkari samræða við skoðandann …
Litglaðir fletir
Frá sýningu Sigríðar Ásgeirsdóttur í Amtbókasafninu.
MYNDLIST
Amtsbókasafnið Akureyri
Opið alla daga á afgreiðslutíma Amtsbókasafnsins
GLERMYNDIR SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR
Bragi Ásgeirsson
DE VERE-félagið hélt nýverið upp
á fjögur hundruð ára ártíð Edwards
de Vere, en meðlimir félagsins
halda því fram að de Vere sé hinn
raunverulegi höfundur þeirra leik-
rita, ljóða og sonnettna sem eign-
aðar eru William Shakespeare.
Edward de
Vere var á
sínum tíma
sérlegur
bókmennta-
ráðgjafi við
hirð Elísa-
betar fyrstu.
Í gegnum
tíðina hafa
ýmsir verið nefndir til sögunnar
sem hinir raunverulega höfundar
þess efnis sem skrifað var í nafni
Shakespeares, en meðal þeirra má
nefna rithöfundinn og heimspeking-
inn Francis Bacon, leikskáldin
Christopher Marlowe og Ben Jon-
son og aðalsmanninn Walter Ral-
eigh, auk þess sem Elísabet fyrsta
drottning hefur verið nefnd sem
mögulegur höfundur.
Tilgátan um Edward de Vere sem
hinn raunverulega höfund verka
Shakespeares var fyrst sett fram í
bók enskukennarans J. Thomas
Looney sem út kom árið 1920. Að
mati Looneys er algjörlega óhugs-
andi að Shakespeare hafi skrifað
þau verk sem kennd eru við hann
sökum bæði skorts á viðeigandi
menntun og tækifærum, en bent
hefur verið á að faðir Shakespeares
var ólæs slátrari og heimabær hans,
Stratford-upon-Avon, þótti algjör
útkjálki á tímum skáldsins. Í bók
sinni færir Looney rök fyrir því að
de Vere sé höfundur verkanna og
notar til þess m.a. samanburð á
textum de Veres annars vegar og
Shakespeares hins vegar.
Að mati Michaels Woods, höfund-
ar þáttaraðar hjá BBC sem nefnist
Í leit að Shakespeare, eiga tilgát-
urnar um að einhver annar hafi í
raun skrifað verk Shakespares sér
enga stoð í raunveruleikanum.
Hann segir tilgáturnar líklega til
komnar sökum þess að fólki gremst
hversu lítið er vitað um ævi og bak-
grunn skáldsins.
Hinn eini
sanni Shake-
speare?
Edward de Vere
Sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978
Vöggusett
barnasett