Morgunblaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 23
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 23
✝ Jóhann Gíslason,lögfræðingur,
fæddist í Reykjavík
15. mars 1928. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 22. júní
síðastliðinn eftir
stutta legu. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Sigríður Jóhanns-
dóttir, f. 30. okt.
1891, d. 10. ágúst
1981, og Gísli Guð-
mundsson, skipstjóri
og hafnsögumaður í
Reykjavík, f. 5. jan.
1888, d. 14. maí 1980.
Þau eignuðust fjögur börn auk Jó-
hanns, en þau eru Guðmundur, fv.
forstjóri, Gunnar, vélfræðingur,
Gyða, sem rak fornmunaverslun,
og Geir, húsa- og skipasmiður, lát-
inn.
Hinn 4. febr. 1961 kvæntist Jó-
hann fyrri konu sinni, Guðrúnu
Öldu Kristjánsdóttur, hjúkrunar-
fræðingi, f. 18. maí 1932, d. 29.
júní 1980. Börn þeirra eru: 1)
Kristján Þorvaldz, f. 20. febr. 1954
(stjúpsonur Jóhanns), endurskoð-
andi í Reykjavík, maki hans er
Guðlaug Skúladóttir, skrifstofu-
maður. 2) Jóhann, verkstjóri, sam-
býliskona hans er Hulda Jónsdótt-
ir, skrifstofumaður. 3) Sigríður,
verslunarmaður. 4) Þuríður, hús-
móðir, og er maki hennar Björn
Matthíasson, flugumferðarstjóri.
Barnabörnin eru tíu talsins og eitt
barnabarnabarn.
Jóhann kynntist 1981 síðari
konu sinni Áslaugu Brynjólfsdótt-
ur, kennara, MA í uppeldisfræðum
og fv. fræðslustjóra í
Reykjavík. Þau hófu
sambúð 1984 og hafa
búið æ síðan í Kvista-
landi 16 í Reykjavík.
Áslaug átti fjögur
börn frá fyrra hjóna-
bandi, þau dr. Ragn-
heiði, eðlisfræðing,
Birgi, MA í stjórn-
mála- og sagnfræði,
nú lektor við HA,
Gunnar Braga, vél-
tækni- og sjávarút-
vegsfræðing, fram-
kvæmdastjóra, og
Guðrúnu Bryndísi,
barnageðlækni á BUGL. Öll eru
þau Guðmundarbörn. Þau eiga
samtals tíu börn og eru því barna-
börn Áslaugar og Jóhanns 20 að
tölu og eitt barnabarnabarn.
Jóhann varð stúdent frá MR
1948 og vann þá á sumrin ýmis
verkamannastörf. Hann lauk lög-
fræðiprófi frá Háskóla Íslands
1954, en hdl. varð hann 8. nóv.
1960. Jóhann starfaði lengst af
sem lögfræðingur við Útvegs-
banka Íslands eða frá 1955 til 1988
að bankinn var lagður niður.
Hann gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir bankann og sótti
fundi og ráðstefnur á vegum hans
innan lands sem utan. Eftir það
vann hann um skeið sjálfstætt að
lögmannsstörfum. Jóhann var
mikill „Víkingur“ og var alla tíð
áhugamaður um hand- og fót-
bolta.
Útför Jóhanns verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Ég kynntist Jóhanni fyrir um 20
árum þegar ég kom heim frá námi, en
hann og Áslaug móðir mín höfðu þá
ruglað saman reytum. Þau höfðu
keypt sér saman hús í Kvistalandi í
Fossvogi.
Heimilisbragurinn í Kvistalandinu
markaðist hin síðari ár talsvert af því
að Jóhann var kominn á eftirlaun og
hættur að vinna, en eiginkona hans
var enn í átakamikilli vinnu. Það er til
marks um þá heilsteyptu persónu
sem Jóhann var að hann – sem í eðli
sínu var af gamla skólanum – tileink-
aði sér auðveldlega hlutverk hins
jafnréttissinnaða nútímamanns og
stóð við bakið á konu sinni í stormum
þeirra stjórnunarstarfa sem hún var
að vinna, sem sum hver voru raunar
óvenju átakamikil.
Jóhann var Reykvíkingur sem
þekkti vel til manna og sögu borg-
arinnar. Hann hafði brennandi áhuga
á þjóðmálum og fylgdist grannt með
íþróttum, enda gamall íþróttamaður
sjálfur. Á þessum sviðum gat hann
verið hafsjór fróðleiks og hafði gaman
af að ræða um nútímann í sögulegu
samhengi. Það var því ósjaldan að
maður spáði í spil þjóðfélagsþróunar-
innar með Jóhanni og fékk þá oftar en
ekki það sem kalla mætti „borgara-
lega reykvíska“ sýn á hlutina.
Jóhann hafði yndi af börnum, og
þau voru oft mörg í Kvistalandinu.
Hann gerði að gamni sínu og spjallaði
við þau með sínum sérstaka kómíska
hætti. Það olli t.d. miklum vangavelt-
um hjá mínum börnum á sínum tíma
hvort „afi Jóhann“ héldi virkilega að
heimilishundurinn okkar skildi
dönsku betur en íslensku. Jóhann
hafði nefnilega gaman af því að tala til
hundsins á dönsku þegar krakkarnir
voru nálægt, sem aftur leiddi börnin
til að hugleiða hvort heldur það var
tónninn eða orðin sem skiptu meira
máli í samræðum við hundinn.
Fyrst og síðast var þó Jóhann góð-
ur félagi, ekki síst fyrir móður mína.
Auk annars ferðuðust þau mikið sam-
an, bæði hér heima og erlendis. Þegar
kallið kom hjá Jóhanni voru þau ein-
mitt nýkomin úr mikilli ferð til Grikk-
lands.
Ég og fjölskylda mín vottum ást-
vinum Jóhanns samúð okkar á þess-
um erfiðu tímamótum.
Birgir Guðmundsson.
Vinur okkar og félagi, Jóhann
Gíslason, er látinn. Það er ótrúlegt
hvað hinn slyngi sláttumaður er fljót-
virkur þegar hann er í þeim ham.
Krabbameinið lætur ekki að sér
hæða.
Við kynntumst Jóhanni fyrst fyrir
um 20 árum þegar hann kvæntist Ás-
laugu Brynjólfsdóttur, en Áslaug er
systir Sigrúnar. Jóhann féll vel inn í
fjölskylduna og var ætíð aufúsugest-
ur hvar sem hann kom, gamansamur
og kátur. Hann var alltaf til í að taka
rúbertu og var ágætur bridgespilari.
Mörg eru þau kvöld sem við höfum
hist og spilað bridge ýmist heima hjá
þeim eða okkur. Stundum fórum við í
veiðihús, við Hlíðarvatn í Selvogi eða
Andakílsá. Við tókum slag þegar veiði
var treg sem stundum vill verða. Við
vorum gestir þeirra í sumarhúsi á
Flúðum í fyrra þegar Jóhann varð 75
ára, fórum í fjallgöngu þar og spil-
uðum nokkrar rúbertur að vanda.
Áslaug og Jóhann áttu rausnar-
heimili í Fossvogi og voru afar gest-
risin. Síðast komum við til þeirra
laugardaginn fyrir rúmri viku þegar
haldið var upp á tvöfalda brautskrán-
ingu barnabarna með fjölda gesta. Jó-
hann var þá sæmilega hress. Hafði þó
verið í skoðun á spítala daginn áður.
Enginn vissi á þeim tíma að hann
væri haldinn hinum skæða sjúkdómi.
Tíu dögum seinna var hann allur.
Tilveran verður nú dauflegri þegar
Jóhann er ekki lengur meðal okkar.
Við vottum Áslaugu og börnunum
dýpstu samúð.
Sigrún og Jón Erlingur.
Þegar ég minnist hans afa Jóhanns
koma mörg kær minningabrot upp í
huga mér. Þá vetur sem ég bjó í
Kvistalandinu hjá honum og ömmu
Áslaugu fékk ég tækifæri til að kynn-
ast þeim ekki eingöngu sem afa og
ömmu heldur einnig sem góðum upp-
alendum og skilningsríkum félögum.
Hann afi Jóhann var góður maður og
mikill vinur okkar barnabarnanna.
Alltaf vissi afi hvað við vorum að gera
og sérstaklega minnist ég þess hvern-
ig hann vissi alltaf hvert ég var að
fara, hve lengi ég ætlaði að vera úti og
hvenær ég átti að vera komin heim. Á
hverjum morgni vaknaði hann afi og
hitaði bílinn fyrir okkur ömmu áður
en lagt var af stað til að kljást við
amstur dagsins og ætíð fylgdi hann
okkur úr hlaði þar sem hann kvaddi
okkur, veifandi með bros á vör og blik
í auga.
Afi Jóhann fylgdist ætíð vel með
þjóðmálunum enda voru fréttirnar
vinsælasta sjónvarpsefnið í Kvista-
landinu ásamt Leiðarljósi. Afi Jóhann
var einnig alltaf tilbúinn að ræða mál-
efni líðandi stundar og varpaði oft
nýju ljósi á málefnin fyrir okkur sem
yngri og óreyndari vorum.
Afi var myndarlegur og virðulegur
maður sem kom vel fyrir sjónir. Hann
var jákvæður og hafði góðan húmor.
Hann gerði ávallt létt grín að ömmu.
Þau voru miklir félagar með sameig-
inleg áhugamál. Þau ferðuðust saman
yfir heimsins höf þrátt fyrir flug-
hræðslu afa. Þau voru alltaf til í að
taka slag í brids og voru gott spilapar.
Amma Áslaug kveður í dag eigin-
mann sinn og góðan vin og votta ég
henni mína dýpstu samúð. Megi góð-
ur guð styrkja hana og aðra aðstand-
endur í þessari miklu sorg.
Dóra Gunnarsdóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur it sama;
en orðstír deyr aldregi,
hveim sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Einlægur og góður maður er geng-
inn frá garði. Það er Jóhann Gíslason
föðurbróðir minn og vinur til margra
áratuga, já hann er fallinn frá og ein-
lægur hlátur hans hefur þagnað, en
eftir lifir minning um frábæran mann.
Afi minn og amma, þau Sigríður Jó-
hannsdóttir og Gísli Guðmundsson
skipstjóri, eignuðust og ólu upp fimm
mannvænleg börn á Bárugötunni,
sem svo öll hófu síðar búskap í þessu
mikla kærleikshúsi.
Jóhann var yngstur þeirra systkina
og hann öðrum fremur skóp mikla
glaðværð í þessu stóra húsi og nánast
alltaf var hann hrókur alls fagnaðar.
Það kunnum við ungviðið í húsinu vel
að meta, einkum ég og Gísli frændi,
en alltaf hafði Jóhann tíma fyrir okk-
ur, enda hafði hann sérstakt lag á að
umgangast sér yngra fólk. Þegar ég
var rétt orðinn fimm eða sex ára var
þessi vinsæli frændi minn orðinn mín
helsta fyrirmynd og því skyldi enginn
breyta.
Hann sagðist ætla að gifta sig seint,
miðað við systkini sín, fara í háskól-
ann, ferðast mikið og síðast en ekki
síst njóta lífsins. Við þetta bættist svo
einlægur og smitandi hlátur, sem
heillaði alla, já Jóhann var í mínum
huga hinn fullkomni maður. Svona
vildi ég verða! Sennilega er ég enn að
reyna að líkjast honum, tekst það
varla úr þessu, en hver veit. Jóhann
eignaðist yndisleg börn með fyrri
konu sinni, Guðrúnu Öldu, en hún féll
frá í blóma lífsins. Síðar kynntist hann
eftirlifandi konu sinni Áslaugu Brynj-
ólfsdóttur og áttu þau saman mjög
skemmtilegt og ástúðlegt líf og miðl-
uðu óspart af hlýhug sínum og heil-
indum. Það verður allt tómlegra þeg-
ar svona jákvæður gleðigjafi og
gáfumaður er horfinn, en minningar
um hann gleymast engum, sem hon-
um kynntumst.
Kæri Jóhann, hafðu bestu þakkir
fyrir allt sem þú gafst okkur.
Hermann Gunnarsson.
Orð Bólu-Hjálmars: „Mínir vinir
fara fjöld, feigðin þessa heimtar
köld,“ komu mér í hug þegar ég frétti
af andláti Jóhanns Gíslasonar lög-
fræðings. Lát hans kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti. Hann var að
vísu hálfáttræður og einu ári betur
þegar hann andaðist en þeir sem
þekktu hann vel bjuggust fastlega við
að honum yrði fleiri lífdaga auðið þar
sem hann hafði alla tíð verið heilsu-
hraustur, aldrei orðið misdægurt og
læknar höfðu meira að segja á orði að
hann yrði allra karla elstur. Hann
naut lífsins, gladdi sig og aðra, ræddi
um heima og geima og sló sjaldan
hendi við ölkrús. En margt fer öðru-
vísi en ætlað er enda er dauðinn regla
þar sem óreglan ríkir.
Jóhann var myndarlegur á velli,
fríður sýnum, dökkhærður, vel vaxinn
og fagurlimaður. Að upplagi var hann
óáleitinn, velviljaður og drengur góð-
ur. Auðvitað myndaði hann sér skoð-
anir á mönnum og málefnum en hann
fylgdi þeim ekki eftir með hávaða og
málskrafi. Sagði álit sitt og lét það yf-
irleitt gott heita. Eigi fór leynt að
hugur hans stóð mjög til Sjálfstæð-
isflokksins einna helst í þeirri mynd
sem hann sýndi af sér á háskólaárum
hans. Aftur á móti setti hann hljóðan
þegar ungherjar flokksins tóku sér í
munn að „græðgi væri góð“. Jóhann
hafði sér til ágætis að unna mönnum
sannmælis þótt þeir væru bendlaðir
við óviðfelldinn stjórnmálaflokk og
leika það ekki allir eftir.
Allir bera nauðugir viljugir manns-
mót ættar sinnar og uppeldis. Jóhann
var kominn af dugandi bændum og
sjósóknurum þar sem vinna og heil-
brigt líf stuðlaði að hreysti og langri
ævi enda náðu foreldrar Jóhanns ní-
ræðisaldri. Bragurinn á æskuheimili
hans mótaðist af fornum lífsgildum
sem leggja kapp á að afla sér viður-
væris af dugnaði og ráðvendni, að
hjálpa sér sjálfur og einnig að hjálpa
öðrum ef í nauðir rak. Foreldrar Jó-
hanns voru heiðurshjón sem voru
haldin myndugleik agans og hlýju
prúðmennskunnar og virtust ekki
mega vamm sitt vita. Þau hafa ugg-
laust verið Jóhanni góð fyrirmynd til
orðs og æðis.
Faðirinn var Gísli Guðmundsson,
skipstjóri og hafnsögumaður, kynjað-
ur frá Dýrafirði. Mér stráknum þótti
mikið til hans koma þegar hann aldr-
aður settist undir stýri í drossíunni
sinni og stímdi eftir Bárugötunni eins
og leið lá beint af augum. Ég skynjaði
athöfnina en kunni ekki að skilja hana
táknrænum skilningi. Núna þykir
mér sem akstur Gísla hafi minnt á
vestfirskan sjómann sem lagðist ein-
beittur á árar og stímdi á kunn mið
fyrir landi. Á þeim árum var Vest-
urbærinn hverfi sjómanna.
Móðirin Sigríður Jóhannsdóttir var
hins vegar af sunnlensku bergi brotin.
Hún var kvenskörungur og grunar
mig að hún hafi látið nokkuð mikið
með Jóhann fyrir þá sök að hann var
heitinn eftir föður hennar, var yngst-
ur systkina sinna, hvarf síðastur úr
foreldrahúsi og fór í langskólanám.
Mér segir svo hugur um að móðirin
hafi á uppvaxtarárum hans haft djúp-
stæð áhrif á son sinn sem vöruðu æv-
ina á enda. Kannski hefur umhyggjan
um of vikið óhægindum frá honum.
Jóhann eignaðist tvær mætar konur.
Sú fyrri var Guðrún Kristjánsdóttir
hjúkrunarfræðingur, sem dó um ald-
ur fram 1980. Síðari kona hans er Ás-
laug Brynjólfsdóttir, fyrrv. fræðslu-
stjóri.
Jóhann nam lögfræði að loknu
stúdentsprófi og brautskráðist frá
Háskóla Íslands 1954. Eftir það vann
hann sem lögfræðingur við Útvegs-
banka Íslands allan starfsaldur sinn
eða í heilan mannsaldur uns bankinn
var sameinaður Íslandsbanka. Ekki
hef ég haft spurnir af öðru en að Jó-
hann hafi verið traustur og skyldu-
rækinn bankamaður og vinsæll sök-
um sanngirni í viðskiptum og
ljúfmennsku í viðbrögðum. Það kom
sér vel að hann var friðsamur og
samningamaður um flesta hluti. Fé-
lagslífið í bankanum var fjölbreytt
undir forystu Adolfs Björnssonar og
fleiri góðra manna og eignaðist Jó-
hann þar marga góðkunningja og vini
meðal starfsfélaga sinna. Af þessum
sökum undi hann sér vel í bankanum
svo að fátt hefur hvatt hann til að
sinna frekara laganámi né sækja
frama á öðrum starfsvettvangi. Á
þessum árum kom Jóhann mjög við
sögu Knattspyrnufélagsins Víkings
sem frækinn handknattleiksmaður og
sat um hríð í aðalstjórn félagsins.
Aldraðir félagar í Víking, svonefndir
Víkverjar sem koma saman mánaðar-
lega, sakna nú vinar í stað.
Leiðir okkar Jóhanns lágu víða
saman á lífsleiðinni. Báðir uxum við
úr grasi í Vesturbænum, vorum jafn-
aldra, gengum í Knattspyrnufélagið
Víking, urðum samstúdentar 1948 frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
bjuggum um hríð í sama fjölbýlishúsi
við Bólstaðarhlíð. Það segir sig sjálft
að samskipti okkar hafa verið mikil og
margvísleg um dagana og bundumst
við vináttuböndum sem aldrei slitn-
uðu. Það væri að æra óstöðugan að
gera grein fyrir öllum þeim uppá-
tækjum og brellum sem við Jóhann
tókum okkur fyrir hendur, þær eru
orðnar að rökkvuðum minningum
sem varpa undarlegum ljóma á upp-
vaxtarárin. Síðar meir þegar við Jó-
hann vorum orðnir ráðsettir menn og
komnir til vits og ára tóku nýir leikir
við sem birtast með öðrum hætti:
ferðir innanlands og utan, vist í sum-
arbústöðum, veiðiferðir, brids og
mannfagnaður. Frá mörgu skemmti-
legu væri að segja en frá engu verður
sagt. Aðstæður banna það.
Síðasta reisa okkar var hópferð um
hið gríska Eyjahaf og Grikkland. Sú
för tók sextán daga og var einkar
ánægjuleg. Þar var teygað af upp-
sprettum vestrænnar menningar,
sögustaðir skoðaðir, hlýtt á sagnir af
goðum og hetjum, numin fegurð lands
og lýðs. Nútíðin er ekki til án hins
liðna. Jóhann var allur tveimur vikum
eftir að hann kom heim úr ferðalag-
inu. Hann sá Grikkland og dó síðan.
Félagsskapur og vinátta okkar hjóna
við Jóhann og báðar konur hans stóð
með litlum hvíldum áratugum saman.
Ég kveð æskuvin minn með söknuði
og við hjónin þökkum Áslaugu fyrir
margar ánægjustundir um leið og við
samhryggjumst henni, börnum Jó-
hanns og allri fjölskyldunni.
Bjarni Guðnason.
JÓHANN
GÍSLASON
Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is
SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is