Morgunblaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mundu svo, pjakkurinn þinn, að það er bara einn kóngur á Íslandi – Olli kóngur, ekki Bubbi kóngur. Umfang Landsmótshestamanna hefurvaxið gífurlega frá því það var fyrst haldið fyrir 54 árum, en það fer nú fram í 16. sinn að þessu sinni á Gaddstaðaflötum við Hellu. Til marks um það koma nú fram um eitt þúsund hross í gæðingakeppni, kynbóta- sýningum og kappreiðum á móti 133 hrossum á fyrsta landsmótinu sem haldið var á Þingvöllum árið 1950. Á sama tíma hefur allt um- hverfi hestamennskunnar breyst. Óhætt er að segja að um miðja síðustu öld hafi hestamenn verið frekar þröngur hópur „dellu- karla og -kerlinga“ sem allir þekkt- ust meira og minna innbyrðis. Og þótt landsmótin á þeim tíma hafi aðallega verið sótt af gallhörðu hestafólki voru hvítasunnukapp- reiðar Fáks sem haldnar voru á skeiðvellinum við Elliðaár, ein helsta skemmtun Reykvíkinga um langt árabil, hvort sem þeir voru hestamenn eða ekki. Tuttugu þúsund manns stunda hestamennsku Smám saman fjölgaði iðkendum hestamennskunnar og hesta- mannafélögum fjölgaði á landinu. Hesthúsahverfi spruttu upp hvar- vetna utan við þéttbýlisstaði lands- ins. Landssamband hestamanna- félaga, LH, var stofnað 1949, en nú eru 48 félög innan vébanda þess. Félögin senda fulltrúa sína á lands- þing sem haldin voru árlega lengst af en eru nú haldin á tveggja ára fresti. Jón Albert Sigurbjörnsson er formaður LH. Hann segir að skráðir félagar í hestamannafélög- um séu nú um 9.400. Þeim hafi fjölgað lítillega á síðustu árum, en félagafjöldinn sé í engu samræmi við þann fjölda sem talinn er stunda hestamennsku hér á landi. Samkvæmt tveimur neyslukönn- unum Félagsvísindastofnunar Há- skóla Íslands stunda um 20.000 manns hestamennsku. Hann telur það mjög til baga fyrir hesta- mennskuna hversu fáir ganga í fé- lögin. Algengt er að aðeins einn fjölskyldumeðlimur sé skráður í fé- lag en aðrir noti alla aðstöðu sem hestamannafélögin bjóða upp á til jafns við hann. Hestamannafélögin senda einn fulltrúa í hvern keppn- isflokk á hverja 125 félagsmenn á Landsmót og er keppt um þátt- tökurétt á félagsmótum. Því skipt- ir máli að félagsmenn séu sem flestir Skráning reiðleiða Jón Albert telur að Landssam- band hestamannafélaga sinni vel fjölbreyttum hópi hestamanna þótt stundum hafi verið kvartað yfir því að starf samtakanna beinist mest að þörfum keppnisfólks. Hann seg- ir að verulegt átak hafi verið gert í sambandi við reiðvegagerð um allt land og stendur nú yfir skráning á reiðleiðum í samvinnu við Land- mælingar Íslands og Vegagerðina. LH sendi vant hestaferðafólk með GPS-tæki í hestaferðir í sumar og hreinlega skikkaði það til að taka punkta til að auðvelda starfið. Hann telur að reiðvegamálin séu ákaflega mikilvæg fyrir alla hesta- menn á landinu, enda sé það sívax- andi hópur sem vill ferðast á hest- um um landið. Árið 1995 var ákveðið að Lands- mót hestamanna skyldu haldin á tveggja ára fresti og var fyrsta landsmótið haldið samkvæmt þeirri reglu í Reykjavík árið 2000. Fram til þess tíma höfðu þau verið haldin á fjögurra ára fresti. Árið 2002 var haldið landsmót á Vind- heimamelum í Skagafirði sem þótti hafa yfir sér nýstárlegan blæ. Í að- draganda þess móts hafði verið stofnað hlutafélag um rekstur landsmótanna, Landsmót ehf., að 2⁄3 hlutum í eigu LH og 1⁄3 í eigu Bændasamtakanna, enda snúast landsmótin ekki síður um kynbóta- sýningar en keppni. Sveinbjörn Sveinbjörnsson lögfræðingur, Sig- urgeir Þorgeirsson framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna og Pétur J. Eiríksson frá Icelandair voru kosnir í stjórn félagsins og Lárus Dagur Pálsson framkvæmdastjóri. Þeir eru allir enn við stjórnvölinn. Fjölgun móta mælist vel fyrir Jón Albert segir mjög mikilvægt að sú reynsla og þekking sem aflað sé með hverju móti nýtist áfram fyrir næsta mót. Með þessu félagi sé vonast til að það gerist en móts- stjórnir eru síðan skipaðar á því svæði sem mótið er haldið hverju sinni. Svo virðist sem fjölgun móta hafi fallið fólki vel í geð því mikill spenningur sé fyrir Landsmótinu sem nýhafið er á Gaddstaðaflötum. Mikill metnaður hefur einkennt undirbúning mótsins og fram- kvæmdir miðað að því að bæta um- gjörð mótanna. Lárus Dagur Pálsson fram- kvæmdastjóri sagðist í gær vera ánægður með fyrsta dag Lands- mótsins. Hann segist eiga von á a.m.k 10–12.000 manns, jafnvel fleirum, enda veðurútlit gott. Fréttaskýring | Umfang Landsmóts hestamanna vex enn Kortlagning reið- leiða mikilvæg Hestaáhugafólk af öllu landinu og frá útlöndum flykkist á Gaddstaðaflatir asdish@mbl.is Jón Albert Sigurbjörnsson Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson SKRÁÐIR félagar í hesta- mannafélögum eru nú um 9.400. Þeim hefur fjölgað lít- illega á síðustu árum, en fé- lagafjöldinn er í engu sam- ræmi við þann fjölda sem talinn er stunda hesta- mennsku hér á landi. Sam- kvæmt tveimur neyslukönn- unum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands stunda um 20.000 manns hestamennsku. Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, telur það mjög til baga fyrir hesta- mennskuna hversu fáir ganga í félögin. Tvöfalt fleiri stunda hesta- mennsku en eru skráðir í félögin Fáðu úrslitin send í símann þinn www.thumalina.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.