Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 24
MINNINGAR
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Margrét Val-gerður Guð-
mundsdóttir fæddist
í Stakkadal í Aðalvík
8. febrúar 1928. Hún
lést á Landspítalnum
við Hringbraut föstu-
daginn 18. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Sigurjóna Jónasdótt-
ir, húsfreyja, frá
Sléttu í Sléttuhreppi,
f. 14. janúar 1903, d.
9. september 1954,
og Guðmundur Kr.
Guðmundsson, skip-
stjóri frá Stakkadal í Aðalvík, f. 15.
ágúst 1897, d. 12. janúar 1961.
Systkini Margrétar eru Guðrún
Sigríður, f. 1. ágúst 1926, Hulda
Rósa, f. 12. febrúar 1930, d. 9. maí
1996, Marta Bíbí, f. 9. nóvember
1932, Jónas Þór, f. 6. nóvember
1934, d. 5. júlí 2003, Helga Gunnur,
f. 6. ágúst 1937, Rannveig, f. 15.
september 1940, og Gunnbjörn, f.
23. febrúar 1944.
Hinn 14. janúar 1955 giftist Mar-
grét Finni Th. Jónssyni, bókara, f.
25. ágúst 1918, d. 6. júní 1976. For-
eldrar hans voru Ása Thordarson
húsfreyja og Jón Grímsson, löggilt-
ur málflutningsmaður á Ísafirði.
Dóttir Margrétar með Herði Krist-
inssyni, loftskeytamanni, sem fórst
með togaranum Júlí frá Hafnar-
firði í febrúar 1959, er Auður,
kennari, f. 1950, maki Frímann A.
Sturluson, skipatæknifræðingur,
maki Jóhannes Long. Börn þeirra
eru Lára Bergþóra, Guðlaug Sif og
Sigurður. Barnabörnin eru fjögur.
b) Sigurjón, f. 1946, maki Margrét
Blöndal. Börn þeirra eru Helga
Hermína, Finnur Tryggvi og Ása
Margrét. Barnabörnin eru tvö. c)
Soffía, f. 1947, maki Jón Þóroddur
Jónsson. Börn þeirra eru Kristín,
Guðlaug og Áki. Barnabörnin eru
þrjú.
Fyrstu æviár sín ólst Margrét
upp hjá móðurforeldrum sínum
Þórunni Brynjólfsdóttur og Jónasi
Dósóþeussyni, hreppstjóra á Sléttu
í Sléttuhreppi við Ísafjarðardjúp.
Við skólaaldur flutti hún aftur til
foreldra sinna á Ísafirði, en var öll
sumur fram á unglingsár á Sléttu.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Ísafjarðar árið
1945. Á gagnfræðaskólaárunum
æfði hún fimleika og var í sýninga-
hópi Maríu Gunnarsdóttur íþrótta-
kennara sem ferðaðist víðs vegar
um landið með flokkinn.
Eftir skólagöngu vann Margrét
við skrifstofustörf hjá Sjúkrasam-
lagi Ísafjarðar, á lögfræðskrifstofu
í Reykjavík og síðar hjá Sýslu-
manninum á Ísafirði. Þau Margrét
og Finnur hófu hjúskap sinn í Bol-
ungarvík 1955 þar sem Finnur
vann sem bókari hjá Einari Guð-
finnssyni hf. Þar ólu þau upp dætur
sínar og var Margrét virkur þátt-
takandi í starfi Kvenfélagsins
Brautin og söng með kirkjukórn-
um alla tíð. Auk þessa vann hún um
árabil hjá Sparisjóði Bolungarvík-
ur. Árið 1974 fluttust þau hjón til
Reykjavíkur. Þar starfaði Margrét
við bankastörf, fyrst hjá Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis, síðan
hjá Alþýðubankanum/Íslands-
banka fram á eftirlaunaaldur.
Útför Margrétar verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
og eru börn þeirra
Margrét Hrönn, f.
1972, sambýlismaður
hennar er Axel Axels-
son, Rebekka, f. 1975,
og Elí Bæring, f. 1984.
Barnabörn eru tvö.
Dætur Margrétar og
Finns eru: a) Jóna,
framkvæmdastjóri, f.
1955, maki Sveinbjörn
I. Baldvinsson, rithöf-
undur. Börn þeirra
eru Arna Vala, f. 1980,
Baldvin Kári, f. 1983,
og Finnur Sigurjón f.
1991. b) Hildur, bók-
ari, f. 1956, maki Jökull Daníels-
son, verkamaður. Börn þeirra eru
Ásta Björk, f. 1981, hennar sam-
býlismaður er Ágúst Guðmunds-
son, Daníel Steinarr, f. 1983, hans
sambýliskona er Sigrún Snorra-
dóttir, og Selma Brá, f. 1989. c)
Þórunn, sálfræðingur, f. 1958,
maki Rafn H. Skúlason, lögfræð-
ingur. Dóttir hennar með Guð-
mundi Jónasi Haraldssyni leikara
er Margrét Vala, f. 1987. d) Ingv-
eldur Björk, bókari, f. 1962, maki
Gunnar Guðmundsson, verslunar-
eigandi. Synir þeirra eru Hrannar
Steinn, f. 1987, og Finnur Freyr, f.
1990. e) Steinunn Ásta, útstillir, f.
1962, maki Óskar Örn Garðarsson,
verslunareigandi. Þeirra barn er
Inga, f. 1995. Dóttir Óskars er Sig-
rún Eva, f. 1987. Börn Finns af
fyrra hjónabandi með Hermínu
Sigurjónsdóttur eru a) Ása, f. 1944,
Mamma leyfði okkur að leika inni
ef veðrið var leiðinlegt – út um allt
húsið og við máttum alltaf hafa
krakka inni. Stundum frusu táslurn-
ar og þá stakk mamma mér undir eld-
húsborð þar sem var hlýtt og gott við
ofninn og ég fékk heitt kakó. Mamma
gaf okkur góðan og hollan mat í há-
deginu, kaffitíma og kvöldmat. Við
vorum vel til fara í útprjónuðum
peysum og heimasaumuðum buxum
eða pilsum – við vorum nefnilega
stoltið hennar mömmu. Mamma bjó
um okkur niðri ef við vorum lasnar og
við fengum litabók og liti, það var eft-
irsóknarvert að vera lasinn hjá
mömmu. Mamma setti okkur allar í
bað einu sinni í viku – tvær og tvær í
einu og þá var skipt á rúmunum og
það er minning sem aldrei hverfur,
hversu gott var að leggjast á hvítan
nýstraujaðan koddann með blautt
hárið. Mamma kenndi okkur bænir,
ekki bara faðirvorið, heldur fullt af
fallegum bænum sem veittu mér frið.
Mamma fór með okkur niður á
sand – fótgangandi með allan stelpu-
skarann og barnavagn eða kerru og
nesti. Við fengum að vaða og stund-
um löbbuðum við alla leið inn á
Vatnsnes. Mamma lét okkur hafa
krukkur til að veiða síli í og við feng-
um dollur og nesti ef við fórum í
berjamó. Mamma fór líka með okkur
í kirkju, þar sem við lærðum að biðja
til Guðs og hlusta á prestinn.
Við fórum í sendiferðir í mjólkur-
búðina, í fiskbúðina eða í Einarsbúð
og við heimsóttum pabba á skrifstof-
una og leiddum hann heim í hádeg-
inu. Ég fékk að vera hjá pabba á
bókasafninu og hann kenndi mér að
bera virðingu fyrir bókum. Mamma
kenndi okkur að bera virðingu fyrir
fólki – að allt fólk væri mikilvægt og
merkilegt.
Það var gaman að sitja hjá mömmu
síðustu árin og rifja upp góðar minn-
ingar mínar og hennar.
Elsku besta mamma mín, þakka
þér enn og aftur fyrir allt og allt og
þakka þér fyrir að hafa þótt vænt um
mig. Ég veit að nú ertu hjá því fólki
sem þér þótti svo vænt um. Kysstu
pabba frá mér.
Hildur Finnsdóttir.
MARGRÉT
VALGERÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Mar-
gréti Valgerði Guðmundsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Margrét Þor-björg Johnson
fæddist á Siglufirði
24. júlí 1912. Hún lést
í Reykjavík 18. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Camilla Therese
Jensen, f. 20. apríl
1887, d. 30. október
1968, og Guðmundur
Hallgrímur T. Hall-
grímsson, héraðs-
læknir á Siglufirði, f.
17. desember 1880, d.
20. mars 1942. For-
eldrar Camillu voru
Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir
húsmóðir og Thor Jensen, versl-
unar- og útvegsmaður og bóndi.
Foreldrar Guðmundar voru Ásta
Júlía Thorgrímsen húsmóðir og
veitingakona og Tómas Hall-
grímsson læknir. Systkini Mar-
grétar Þorbjargar voru: Tómas, f.
1911, Thor Jensen, f. 1913, Ásta
Júlía, f. 1915; Eugenia, f. 1916, og
Ólafur, f. 1921. Þau eru nú öll látin
nema Ásta Júlía sem dvelur á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Eiginmaður 18. júlí 1936 Pétur
Ólafsson Johnson hagfræðingur,
fæddur í Reykjavík 25. mars 1912.
Foreldrar hans voru Helga Pét-
ursdóttir Thorsteinsson og Ólafur
Þorláksson Johnson stórkaupmað-
ur. Börn þeirra eru: 1) Thor Ólaf-
ur, f. í Reykjavík 4. febrúar 1937.
Kona hans er Nikki Lynn Andreas,
f. 6. maí 1943. Þeirra sonur er Tor
Nicholas, f. 2. mars 1981. Áður átti
hann soninn Christian, f. 14. ágúst
1965. 2) Guðrún, f. í Reykjavík 27.
maí 1939. 3) Pétur P., f. í New
York 14. febrúar 1946. Kona hans
er Sigurborg Sigurbjarnadóttir, f.
1. mars 1952. Þeirra dóttir er Mar-
grét Halla, f. 14. ágúst 1995.
Margrét Þorbjörg ólst upp á
Siglufirði til tíu ára aldurs en þá
flutti hún til Reykjavíkur til ömmu
sinnar og afa, Margrétar Þor-
bjargar og Thors Jensen, sem þá
bjuggu á Fríkirkju-
vegi 11, en skammt
frá, í Templara-
sundi, bjó föður-
amma hennar, Ásta
Júlía. Var hún eftir
það við skóla í
Reykjavík á veturna
og heima á Siglufirði
á sumrin.
Hún stundaði um
tíma nám í Mennta-
skólanum í Reykja-
vík, var einn vetur í
klausturskóla í Belg-
íu og einn vetur bjó
hún hjá frænku sinni
og hennar fjölskyldu í Edinborg.
Ennfremur var hún ásamt vin-
konu sinni í kokkaskóla í London.
Síðla árs 1943 flutti fjölskyldan til
Bandaríkjanna. Sigldu þau utan
með Goðafossi og tók ferðalagið
25 daga. Haldin voru jól í skipalest
við Skotlandsstrendur. Við kom-
una til Vesturheims settust þau að
í Forest Hills í New York, sem var
á þeim árum sannkölluð Íslend-
inganýlenda. Bjuggu þau lengi vel
í Forest Hills en seinna annars
staðar í New York-ríki. Áður en
hún gifti sig vann Margrét Þor-
björg í Reykjavíkur Apóteki. Í
New York vann hún úti í nokkur
ár, meðal annars hjá Best & Comp-
any á Fifth Avenue og hjá snyrti-
vöruframleiðendunum Elizabeth
Arden og Revlon. Árið 1973 fluttu
Margrét og Pétur til Virginia
Beach í Virginíuríki. Var þar dval-
arstaður þeirra hjóna þar til Pétur
lést árið 1996 eftir langvinn veik-
indi. Eftir lát manns síns flutti
Margrét til Ólafs sonar síns og
Nikki tengdadóttur sinnar í Great
Falls í Virginíu uns hún flutti aftur
heim til Íslands í ársbyrjun 2002.
Við heimkomuna bjó hún fyrst á
Litlu-Grund en síðan á hjúkrunar-
heimilinu Grund.
Útför Margrétar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Erfitt finnst mér á þessari stundu
að setjast niður og pára hugsanir mín-
ar á blað. Látin er móðir mín í hárri
elli. Margt upplifði hún um dagana,
margt óvenjulegt fyrir jafnaldra sína
á Íslandi. Móðir mín var heimskona í
orðsins fyllstu merkingu. Fyrir tví-
tugt hafði hún verið í skóla í Belgíu,
búið í Edinborg og stundað nám í
London. Rúmlega þrítug sigldi hún
ásamt eiginmanni og eldri börnum á
vit nýrra ævintýra í Vesturheimi. Í
Vesturheimi bættist þriðja barnið í
fjölskyldunni við, undirritaður.
Minningabrot brjótast fram í hug-
anum; jólin 1949, sumarfrí við Cape
Cod, strandferðir í sjóðheitum bílum,
nestispokinn, te á sunnudögum, sum-
arkvöld á Siglufirði með systkinum
hennar og börnum þeirra, íslensk jól
og áramót í faðmi ættingja og vina í
Bandaríkjunum og seinna jól á Ís-
landi, sendibréf og símtöl, sumarbú-
staðaferðir þar sem þær náðu að
kynnast örlítið amman og sonardótt-
irin, fæðingarstaður móður hennar í
Borgarnesi, ferðin á Eyrarbakka,
„Húsið“ skoðað, heimkoman, bíltúrar
um gamla bæinn í Reykjavík, pitsu-
kvöld í Breiðuvík, kaffi og konungleg
brúðarterta og nammikaup hjá
bræðrunum í Kjötborg.
Margs er að minnast og erfitt að
skilja við. Við hittumst hinum megin.
Vertu sæl, móðir mín. Þakka þér fyrir
allt gott, þakka þér fyrir lífið sjálft.
Pétur.
MARGRÉT ÞOR-
BJÖRG JOHNSON
Fleiri minningargreinar um Mar-
gréti Þorbjörgu Johnson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
LÁRUS BLÖNDAL GUÐMUNDSSON
bóksali,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
lést á heimili sínu í Mosfellssveit föstudaginn
25. júní sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þórunn Kjartansdóttir,
Kristín Lárusdóttir, Guðjón Hilmarsson,
Ragnheiður Lárusdóttir, Sigurður Dagsson,
Kjartan Lárusson, Anna Karlsdóttir,
Guðmundur Lárusson, Birna Smith,
Steinn Lárusson, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug við andlát og útför móður okkar, fóstur-
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR,
áður til heimilis í Dynskógum 20,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
hjúkrunarheimilinu Víðinesi fyrir einstaka
umönnun og velvild.
Hulda Björg Lúðvíksdóttir, Brynjar Röine,
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, Erna Hannesdóttir,
Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, Elís Kjartansson,
Þjóðbjörg Hjarðar Jónsdóttir, Sigurþór H. Sigmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
EGGERT ANDRÉSSON,
Asparfelli 10,
andaðist á heimili sínu föstudaginn 25. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ásthildur F. Sigurgeirsdóttir,
Óskar A. Hilmarsson, Guðlaug M. Christensen,
G. Reynir Hilmarsson, Hrönn Ægisdóttir,
Salóme I. Eggertsdóttir,
Eggert B. Eggertsson, Ásta Dís Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað.
Formáli minningargreina