Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.06.2004, Qupperneq 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 19 Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! ARTISAN 5 gerðir - 7 litir stærri skál, hveitibraut fylgir Yfir 60 ára frábær reynsla BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MÉR og mínum sálufélögum hefur lengi verið spurn hvað hafi eiginlega vakað fyrir Íslandsbanka með aug- lýsingu sem tröllreið sjónvarps- stöðvum um tíma, já alltof langan tíma, þar sem leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir fór með aðal- hlutverkið, reyndar eina hlutverkið í þessari furðusmíð. Eiga fettur og brettur, glennur og grettur, asi og óðagot, djörf rassaköst eða í einu orði sagt fáránlegustu trúðslæti að vera lýsing eða sláandi dæmi um framkomu starfsmanna bankans við viðskiptavini hans? Sá sem hér heldur á penna kemur að jafnaði tvisvar sinnum í viku í Ís- landsbanka á Kirkjusandi og hefur allt aðra sögu að segja af þeim sem þar starfa, enda eru þeir manna prúðastir, kurteisir, hæverskir, við- mótsþýðir og ávallt reiðubúnir að rétta manni hjálparhönd og leið- beina eins og góðir skátar. Þótt þeir hafi mér vitanlega ekki hreyft nein- um mótmælum, þá hljóta þeir að líta á þessa auglýsingu sem grófa móðg- un við sig. Þegar ég átti leið í bankann fyrir nokkru brá mér heldur betur í brún er ég sá mynd í fullri stærð af leik- konunni í afgreiðslusalnum sem fest hafði verið á pappaspjald og minnti hún mann óneitanlega mikið á pappalöggurnar hennar Sólveigar Pétursdóttur, fyrrverandi dóms- málaráðherra, en sem betur fer var hún fljótt fjarlægð rétt eins og pappalöggurnar. Eins og menn hlýt- ur enn að reka minni til gerðu þær ekki beinlínis neina stormandi lukku. Ætli þær hafi ekki velflestar orðið storminum að bráð og vel mætti líka hugsa sér að pappamynd- in í bankanum hafi orðið andúðinni að bráð. En leikkonan er þó ekki með öllu horfin af vettvangi, því að ljósmyndir af henni hanga uppi á veggnum bakvið gjaldkerastúkuna. Ef bankastjórnin ímyndaði sér að laða nýja viðskiptavini að bankanum með þessari fáránlegu auglýsingu, þá tók hún aldeilis skakkan pól í hæðina. Að lokum væri fróðlegt að fá að vita hvað þessi auglýsing kostaði. Hvað fékk auglýsingastofan og leik- konan fyrir sína vinnu? Hefði ekki verið nær að gleðja viðskiptavini bankans á einhvern annan hátt en með því að eyða fé, sennilega stórfé, í svona vitleysu? Aðalstjórnendur bankans sem bera einir alla ábyrgð á þessu öllu saman hafa bersýnilega ekki áttað sig á því að þessi vanhugsaða aug- lýsing hefur örugglega gert meira til að skaða ímynd bankans en bæta og tæplega hefur það verið tilgang- urinn með henni. HALLDÓR ÞORSTEINSSON, Rauðalæk 7, 105 Reykjavík. Þegar Halldóra G. glennir upp augun þá loka ég mínum Frá Halldóri Þorsteinssyni: Í REYKJAVÍK og á Seltjarnarnesi er 13.351 íbúi 67 ára og eldri, og á öllu landinu eru þeir 30.433 hinn 1. jan. 2004 skv. upplýsingum Hagstof- unnar. Samsvarandi tölur fyrir 60 ára og eldri eru 19.078 og 45.057. Þessar tölur sýna að þeir eru umtals- verður hluti þjóðarinnar, og má benda á þá staðreynd að 67 ára og eldri ættu að eiga 9 alþingismenn ef fjöldi þeirra væri í beinu hlutfalli við aldurskiptingu kosningabærra manna. Hvers vegna að bera þessar stað- reyndir á borð? Jú, það er vegna þess að ég vil vekja athygli á því að um allt land eru starfandi félög eldri borg- ara, sem beita sér fyrir fjölbreyttu tómstundastarfi og reyna eftir mætti að stuðla að bættri þjónustu heil- brigðiskerfisins, auknum lífeyr- isgreiðslum til handa öldruðum og sanngjarnara skattkerfi. Síðast en ekki síst annast þau margvíslega ráð- gjafar- og upplýsingaþjónustu við sína félaga. Því miður eru núna innan við helmingur þeirra sem eru 60 ára og eldri félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrennis. Ég vil því hvetja alla þá sem eru 60 ára og eldri að skrá sig í félagið. Þar með látið þið það ekki lengur viðgangast að innan við helmingur okkar sem eru 60 ára og eldri standi undir kostnaði við baráttuna fyrir bættum hag okkar allra. Við miðum ekki eingöngu við þá sem eru orðnir 67 ára, heldur einnig þá sem eru 60 ára og eldri sem eru velkomnir í félagið. Þið verðið gamlingjar innan tíðar og þá munuð þið njóta góðs af okkar baráttu í dag. Að lokum má benda á það að Landssamband eldri borgara hefur gert samninga við fjölmörg versl- unar- og þjónustufyrirtæki um um- talsverðan afslátt til handa fé- lagsmönnum. Sá afsláttur getur numið hærri upphæð en félagsgjöld ef keypt er fyrir tvö til þrjú þúsund á mánuði! Þetta er alvöru „punkta- kerfi“ okkar eldri borgara og kemur okkur öllum til góða langt umfram félagsgjöld. PÉTUR GUÐMUNDSSON, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Eflum félög eldri borgara Frá Pétri Guðmundssyni: NÚ LIGGUR fyrir dómur ís- lenskra kjósenda í forsetakosning- unum. Tæp 28 þúsund íslendinga mættu á kjörstað til að setja auðan seðil í kjör- kassann. Vissulega táknræn og skýr skila- boð sem Ólafi Ragnari Grímssyni voru send. Það má minna á að litlu fleiri voru þeir sem sagt var að hefðu skrifað nafn sitt til að mótmæla lagasetningu um leik- reglur á fjölmiðlamark- aði og varð tilefni til þess að Ólafur Ragnar Grímsson talaði um að myndast hefði gjá milli þings og þjóðar. Það er áhugavert að sjá hvernig úrslitin voru metin áður en talið var upp úr kjörkössunum. Fréttablaðið gerði skoðanakönnun sem birtist í blaðinu 23. júní sl. Þar kemur fram m.a. að fimmtungur kjósenda muni skila auðu og Ólafur Ragnar fái um 70% fylgi. Þessi könnun er rós í hnappagat Fréttablaðsins þar sem niðurstöðurnar eru mjög í takt við kosningaúrslitin. Fréttablaðið fjallar um kosningarnar á kjördag og tekur greinilega nokkurt mið af skoð- anakönnuninni. Ólafur Þ. Harðarson prófessor segir m.a.: „Ef við gefum okkur að auðir seðlar verði tíu pró- sent er ljóst að forsetinn er ekki leng- ur óumdeilanlegt sameiningartákn.“ Ritstjóri Fréttablaðsins gerir kosn- ingarnar að umtalsefni í leiðara (Skoðun) blaðsins. Gunnar Smári vís- ar til meintra óvina Ólafs Ragnars, hann segir m.a.: „Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við Ólaf undir 50 prósent af öll- um atkvæðisbærum mönnum … Ef Ólafi Ragnari tekst að verj- ast þessu getur hann túlkað það sem varn- arsigur.“ Niðurstaðan var að Ólafur Ragnar Grímsson hlaut atkvæði rúmlega 42% atkvæð- isbærra Íslendinga, en langt frá því marki sem ritstjóri Fréttablaðsins taldi á kjördag að væri varnarsigur. Afstaða forsetans nýkjörna og ann- arra stjórnmálamanna á vinstri vængnum til tjáningarfrelsis end- urspeglast í köpuryrðum sem þeir hafa látið falla í garð Morgunblaðsins. Morgunblaðið hefur gagnrýnt ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að grípa inn í störf löglega kjörins Alþingis. Það, en ekki síður sú stað- reynd að einstaklingar í samfélaginu sem eru ósáttir við þessa gerð Ólafs Ragnars, fengu inni með skoðanir sínar á síðum blaðsins hefur orðið til- efni til árása á Morgunblaðið. Þegar mat er lagt á þörfina fyrir skýrar leikreglur varðandi eign- arhald á fjölmiðlum verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að allir for- ingjar stjórnarandstöðuflokkanna réðust á Morgunblaðið fyrir að halda fram öðrum skoðunum en þeim og Ólafi Ragnari Grímssyni líkaði. Rétt er að velta fyrir sér stöðu mála ef Baugsveldinu hefði tekist að kaupa Morgunblaðið á síðasta vetri. Afstaða forystumanna Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra til Morg- unblaðsins, lýsir betur en flest annað hversu nauðsynlegt það er tjáning- arfrelsinu í landinu að settar séu skýrar reglur um eignarhald á fjöl- miðlum. Stjórnarandstaðan með Ólaf Ragnar Grímsson í broddi fylkingar berst fyrir eintóna fjölmiðlun. Það má segja að rúm 40% atkvæðisbærra Ís- lendinga hafi lýst stuðningi við það sjónarmið í kosningunum á laug- ardaginn. Fjörutíu prósent forseti Hrafnkell A. Jónsson fjallar um úrslit kosninganna. ’Það, en ekki síður sústaðreynd að einstak- lingar í samfélaginu sem eru ósáttir við þessa gerð Ólafs Ragnars, fengu inni með skoðanir sínar á síðum blaðsins hefur orðið tilefni til árása á Morgunblaðið.‘ Hrafnkell A. Jónsson Höfundur er héraðsbókavörður á Egilsstöðum. ÍSLENDINGAR hafa tekið þátt í menntaáætlun ESB – Sókrates – síðan 1995. Áætlunin veitir styrki til skólafólks og menntastofnana á öllum stigum mennt- unar – frá leik- skólastigi að há- skólastigi og fullorðinsfræðslu hvers konar. Al- þjóðaskrifstofa há- skólastigsins/ landsskrifstofa Só- kratesar hefur umsjón með mennta- áætluninni. Evrópsk skólaverkefni styrkt af Comeníusi byggja á samstarfi þriggja eða fleiri skóla þar sem kennarar skiptast á heim- sóknum og nemendur vinna að verkefnum sem tengjast skóla- starfinu. Gríðarlegur áhugi hefur verið hjá íslenskum skólum að taka þátt í Comeníusar-verkefnum og um 150 grunn- og framhaldsskólar hafa tekið þátt. Það er einstakur árangur og ef tekið er mið af fjölda skóla í landinu þá hafa um 60% allra grunn- og framhalds- skóla verið styrkt til evrópsks skólasamstarfs. Árlega eru um 40 milljónir króna veittar til íslensk- evrópskra samsstarfsverkefna og til endurmenntunar kennara. Verkefnin geta ver- ið af ýmsum toga, t.d. fjallað um landafræði, umhverfismál, sögu, ljóðlist, leiklist eða tungumál. Verkefn- unum er ætlað að auka skilning á milli landa og tengja skóla- fólk á öllum stigum við evrópska félaga þeirra. Verkefnin hafa oftar en ekki skilað bættu skólastarfi og víkkað sjóndeild- arhring nemenda og kennara. Um 250 kennarar fara utan ár hvert – ýmist á verkefnisfundi eða til að sækja endurmenntunar- námskeið í sínu fagi. Upplýsingar um námskeið er að finna á heima- síðu landsskrifstofu Sókratesar www.ask.hi.is Grunn- og framhaldsskólar hafa verið fram til þessa mun öflugri í evrópsku samstarfi en leikskólar. Stefnt er að því að auka hlut þeirra í styrkveitingum á komandi árum. Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár rennur út 1. mars nk. Auk þess að sinna styrkveit- ingum í Sókratesi þá er Al- þjóðaskrifstofa háskólastigsins landsskrifstofa fyrir Nordplus- áætlanirnar fimm (háskólastigið, voksen, junior, nabo og sprog). Umsóknarfrestur til þátttöku í Nordplus junior fyrir grunn- og framhaldsskóla rennur út 15. mars – styrkir eru veittir til Norð- urlandaferða nemenda og kenn- ara. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu: www.ask.hi.is Einstakur árangur íslenskra skóla í Evrópusamstarfi Ragnhildur Zoëga skrifar um menntaáætlun ESB Ragnhildur Zoëga Höfundur er verkefnisstjóri Lands- skrifstofu Sókratesar/alþjóðaskrif- stofu háskólastigsins. ’… hafa um 60% allragrunn- og framhalds- skóla verið styrkt til evrópsks skólasam- starfs.‘ unnið einn leik af þrettán sem er auðvitað óviðunandi frammistaða. Hollendingar voru efstir í kvenna- flokki með 244 stig eftir 13 umferð- ir og Svíar komu næstir með 242 stig. Jón og Þorlákur bestir Ef marka má útreikninga, sem birtir eru á heimasíðu mótsins, hafa þeir Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson spilað langbest íslensku paranna í opna flokknum. Það kem- ur íslenskum keppnisspilurum ekki á óvart enda þekkja þeir af eigin raun hveþeir Jón og Þorlákur geta verið erfiðir viðfangs. Þeir nýta nánast hvert tækifæri sem gefst og þetta spil, sem kom fyrir í leik Ís- lands og Búlgaríu í 14. umferð, er gott dæmi um það. Austur gefur, NS á hættu. Norður ♠52 ♥10863 ♦Á63 ♣G654 Vestur Austur ♠9 ♠KG10764 ♥ÁD4 ♥G75 ♦D82 ♦10974 ♣KD10987 ♣- Suður ♠ÁD85 ♥K92 ♦KG5 ♣Á32 Við annað borðið, þar sem þeir Magnús Magnússon og Matthías Þorvaldsson sátu NS og Búlgararn- ir Julian Stefanov og Victor Aronov sátu AV var ekki mikið um að vera. Stefanov í austur opnaði á 2 spöð- um, Matthías í suður sagði 2 grönd og þar lauk sögnum. Aronov í vest- ur spilaði út laufakóng og á end- anum fóru 2 grönd einn niður, 100 til Búlgaríu. Við hitt borðið sátu Jón og Þorlákur í AV og Veselin Dyakov og Vasil Batov NS. Þar byrjaði Þorlákur sagnstigi hærra með austurspilin og opnaði á 3 spöðum. Batov í suður sagði 3 grönd, eins og flestir í hans sporum hefðu gert og Jón í vestur sá tæki- færi og doblaði að bragði. Dyakov í norður redoblaði af einhverjum ástæðum. Kannski hefur hann búist við meiri spilum í suður og kannski hefur hann vonast til að Íslending- arnir flýðu, en hafi svo verið þekkir hann ekki Jón Baldursson, sem sat sem fastast. Jón spilaði út laufakóng og sagn- hafi drap með ás og spilaði hjarta- tvistinum að heiman. Jón stakk upp drottningu og fríaði laufalitinn og spilið endaði 2 niður, 1000 til Ís- lands og 14 stig. Ísland vann leikinn á endanum 17:13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.