Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 14
MINNSTAÐUR 14 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Garður | „Trukkurinn er í ágætis standi. Bremsurnar eru stirðar en vél og allt gangverk er í fínu lagi eins og spilið. Honum var ekið hingað,“ segir Guðni Ingimund- arson á Garðsstöðum í Garði í samtali við Morgunblaðið. Liðin eru fimmtíu ár frá því Guðni keypti GMC-trukk og hóf að vinna með honum og af því tilefni var um helgina opnuð ljósmyndasýn- ing í vitavarðarhúsinu á Garðs- skaga frá langri starfsævi þeirra. Jafnframt var Guðni fenginn til að taka fyrstu skóflustunguna að við- byggingu Byggðasafnsins í Garði sem hýsir einstætt vélasafn hans. Guðni starfaði sem vörubílstjóri þegar ævintýrið með Trukkinn hófst. Hann segir að lítið hafi ver- ið að gera fyrir vörubílinn á þess- um tíma. „Það átti að fara að leggja vatnsveitu í Garðinum og oddvitinn, Björn Finnbogason, spurði hvort ég vildi ekki taka það að mér. Ég held að það hafi verið sagt í hálfgerðu gríni en eftir um- hugsun ákvað ég að slá til,“ segir Guðni. Ljóst var að mikið þurfti að sprengja fyrir skurðunum og fór Guðni að leita sér að tæki sem hann gæti notað til að hífa sprengimotturnar og fleira sem tengdist þessu verki. Segist hann hafa dottið ofan á tólf ára gamlan GMC-trukk í Reykjavík og fengið hann keyptan. Bíllinn var með spili og Guðni setti á hann stóra bómu. Vatnsveitan var lögð á tveimur sumrum og að því loknu hugðist Guðni fara á vörubílinn aftur. „Ég fékk ekki frið til þess. Þurfti að fara um öll Suðurnesin til allra handa hífinga. Þá voru bara tæki hér sem gátu lyft 450 kílóum mest og þegar það fréttist að komið væri tæki sem gæti lyft tveimur tonnum vildu menn nota sér það. Trukkurinn stoppaði ekki næstu árin,“ segir Guðni sem eftir þetta var oftast kenndur við atvinnutæk- ið og nefndur Guðni á Trukknum. Hann vann frá morgni til kvölds og stundum á næturnar líka. Fræg björgun Verkefnin voru fjölbreytt. Þegar Guðni er beðinn um að segja frá einhverju eftirminnilegu kemur strax upp í hugann fræg björgun vélbátsins Kristbjargar frá Vest- mannaeyjum sem slitnaði frá bryggju í Njarðvík í ofsaveðri. „Báturinn hékk á einni sverri keðju sem var föst í bryggjunni. Þetta var að kvöldlagi og þegar ég kom var báturinn horfinn í sort- ann og ekkert sást nema strengd- ur endi keðjunnar. Erfiðast var að ná keðjunni úr bryggjunni en um- sjónarmaður bátsins batt sig við bílinn og teygði sig út fyrir garð- inn eins langt og hann gat með krókinn. Þannig náðum við slaka og gátum losað keðjuna og farið að bakka hægt og rólega. Það gekk svo mikið yfir bryggjuna að ég var mest hræddur við að fá aft- urrúðuna inn. En báturinn kom smám saman inn úr sortanum og þá voru komnir fleiri menn sem bundu hann við bryggjuna.“ Það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum þegar lyftum og krön- um fór að fjölga að um hægðist hjá Guðna. En þá komu önnur verkefni til sem hann sinnti áfram. Trukkurinn hefur nú fengið hvíld- ina og hefur staðið fyrir framan hús Guðna. Í tilefni sýningarinnar verður hann þó til sýnis við vita- varðarhúsið á Garðsskaga í sumar. Fram kom við opnun sýning- arinnar að margir hafa áhuga á að leggja því verkefni lið að halda Trukknum við og varðveita til framtíðar. Með þrjár í takinu Guðni er orðinn áttræður og er þó enn með ýmis járn í eldinum. Hann hefur haft umsjón með vit- unum á Garðsskaga og Hólms- bergi í að verða aldarfjórðung. Segist raunar hafa óskað eftir því að hætta í haust. Áhugamál hans í mörg ár hefur verið að gera upp gamlar vélar. Hefur hann nú gert upp 58 vélar, eftir því sem hann sjálfur kemst næst, og eru þær all- ar gangfærar. Flestar eru litlar bátavélar og sumar sögulegar. Sú elsta er frá árinu 1924. Byggða- safnið í Garði hefur hluta af vél- unum til sýnis og síðan er bílskúr- inn hjá Guðna stútfullur. Hann er enn að enda segir hann að alltaf berist nóg að og nú sé hann með þrjár í takinu. Byggðasafnið er í útihúsum vita- varðarins á Garðsskaga og hefur véladeildin fyrir löngu sprengt ut- an af sér húsnæðið. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur ákveðið að byggja við safnið, ekki síst til að geta sýnt vélunum meiri sóma, og var Guðni fenginn til að taka fyrstu skóflustunguna að við- byggingunni um leið og sýningin í vitavarðarhúsinu var opnuð. Í Garðsskagavita hefur verið komið upp spjöldum þar sem lýst er starfsemi vita á Íslandi og sag- an rifjuð upp í máli og myndum. Íslenska vitafélagið og Sigl- ingastofnun Íslands stóðu fyrir þessu. Báðar sýningarnar eru opn- ar í sumar, á sama tíma og Byggðasafnið. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Híft í hálfa öld: Gamli GMC-trukkurinn þjónaði Guðna Ingimundarsyni og íbúum Suðurnesja vel og lengi. Hann stendur nú fyrir utan vitavarðarhúsið á Garðsskaga þar sem opnuð hefur verið ljósmyndasýning. Trukkurinn stoppaði ekki Ljósmyndir úr 50 ára starfssögu Guðna Ingimundarsonar og Trukksins settar upp á Garðsskaga SUÐURNES AKUREYRI HRÍSEYINGAR samþykktu nær einróma sameiningu við Akureyri í kosningum á laugardag, eða með 93,5% atkvæða. Á kjörskrá voru 132, 124 greiddu atkvæði og sam- þykktu 116 sameininguna en 8 voru mótfallnir. Árið 1998 felldu þeir naumlega tillögu um að sameinast þremur nágrannasveitarfélögum uppi á landi. „Menn voru hræddir við að sam- einast og töldu að sveitarfélagið yrði ekki nógu öflugt og sterkt og kannski hefur hrepparígur eitthvað spilað inn í,“ sagði Ragnar Jörunds- son, sveitarstjóri í Hrísey, um nið- urstöðuna fyrir 6 árum. Sveitar- félögin fjögur við utanverðan Eyjafjörð voru Dalvíkurbær, Svarf- aðardals-, Árskógs- og Hríseyjar- hreppi. Ólafsfirðingar höfðu í fyrstu ætlað að vera með drógu sig til baka. Þrjú fyrst töldu sveitarfélögin samþykktu sameiningu en hún var naumlega felld í Hrísey. Síðar var svo kosið að nýju í sveitarfélögunum þremur og þau sameinuð í Dalvík- urbyggð. Hríseyingar lögðu hug- myndir um sameiningu við önnur sveitarfélög til hliðar um skeið, Þau sjónarmið voru uppi í Hrísey þegar sameiningin við nágrannasveitar- félögin þrjú uppi á landi var á dag- skrá, að ekki væri um að ræða nægilega stórt skerf í sameining- arátt. Vilji manna stæði til þess að fara inn í stóra sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði. Ragnar sagði að flestir væru sam- mála um að Eyjafjörðurinn allur yrði sameinaður í eitt sveitarfélag og hefðu menn litið á það sem ákveðið skref að hreppurinn sam- einaðist nú Akureyri. Hann nefndi að rætt hefði verið um hvort leita ætti eftir sameiningu við Dalvíkur- byggð, en sveitarfélögin ættu í ágætu samstarfi varðandi skóla- og félagsþjónustu. „Menn töldu að yf- irgnæfandi meirihluti vildi fara beint inn á Akureyri frekar en að millilenda í Dalvíkurbyggð. Það er nú líka þannig að þegar Hríseying- urinn fer upp á land, liggur leið hans til Akureyrar þar sem meiri þjónusta er í boði,“ sagði Ragnar. Hann sagði niðurstöðu kosning- anna afgerandi og greinilegt að fólk hefði notað skynsemina, hvað best hefði verið að gera fyrir eyjar- skeggja í stöðunni. „Ég veit að Ak- ureyringar munu styðja uppbygg- ingu í Hrísey af heilum hug, því það er þeirra hagur líka,“ sagði Ragnar. Á undanförnum árum hefur margoft verið rætt um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði og var kosið um stóra sameiningu í kosn- ingum í nóvember árið1993 en til- laga um slíka sameiningu var víðast hvar kolfelld. Sveitarfélögum hefur þó fækkað nokkuð í Eyjafirði á liðn- um árum, þau voru 16 árið 1990 en verða 9 talsins. Fyrst var samþykkt sameining þriggja hreppa í fram- anverðum Eyjafirði; Hrafnagils- hrepps, Saurbæjarhrepps og Öng- ulsstaðahrepps og úr varð Eyja- fjarðarsveit 1. janúar árið 1991. Þá varð Dalvíkurbyggð til sem áður greinir og þriðja sameiningin á síð- ustu árum var svo þegar þrír hrepp- ar utan Akureyrar sameinuðust í einn; Hörgárbyggð, en það voru Glæsibæjarhreppur, Skriðuhreppur og Öxnadalshreppur. Af og til síðan hafa sveitarstjórnarmenn í Eyjafirði komið saman og rætt sameiningar- málin, þ.e. að sameina öll sveitar- félög í Eyjafirði en enn er ekkert fast í hendi í þeim efnum. Bæjar- stjórinn á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, sagði þannig í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkru að sam- eining þessara tveggja sveitarfé- laga, Akureyrar og Hríseyjar, væri táknrænt skref í átt að stærri sam- einingu. „Sameining sveitarfélaganna við Eyjafjörð er það sem koma skal og hér er stigið mikilvægt og í rauninni táknrænt skref í þá áttina,“ sagði Kristján. „Táknrænt skref“: Hríseyingar samþykktu nær einróma að sameinast Akureyri Sækja alla þjónustu í bæinn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þessir kjósendur gengu út úr Oddeyrarskólanum rétt í þann mund sem Páll Jónsson, sem er í yfirkjörstjórn, læsti kjörstaðnum kl. 22 á laug- ardagskvöldið. Sá yngsti kaus að vísu ekki og gerir ekki í bráð, og barnið hafði auðvitað ekki hugmynd um að það var um það bil að „eignast“ eyju... maggath@mbl.is Eyjafjarðarsveit | Óskar Krist- jánsson, bóndi í Grænuhlíð, er mik- ill kornræktarmaður og frum- kvöðull í þeirri grein meðal bænda hér um slóðir. Hann sáði 16. apríl sl. nýju íslensku byggyrki sem nú þeg- ar er skriðið, eins og það er kallað þegar kornaxið er komið í ljós. Gott þykir ef korn er skriðið fyrir 15. júlí. Þetta íslenska byggyrki hefur vinnuheitið Y-171-5 (Hrútur) er sexraða, mjög snemmþroska og á að henta vel aðstæðum hér norð- anlands. Jónatan Hermannsson á Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur ræktað fram þetta byggyrki ásamt fleiri tegundum sem reynst hafa vel í kornræktinni hérlendis. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Snemmsprottið: Óskar bóndi á kornakri sínum í Grænuhlíð, en það er óvenjusnemma á ferðinni í ár. Óvenju snemm- sprottið Fær lóð undir fjölbýlishús | Um- hverfisráð hefur samþykkt að veita byggingafélaginu P. Alfreðssyni lóð við Mýrarveg 115. Þar hyggst félag- ið reisa fjölbýlishús með 15 íbúðum. Húsið verður á fimm hæðum. Fyrir eru á svæðinu tvö hús af svipaðri stærð, en um er að ræða íbúðir fyrir eldri borgara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.