Morgunblaðið - 29.06.2004, Page 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
RAFN Jónsson tón-
listarmaður, betur
þekktur sem Rabbi,
andaðist á heimili sínu
í fyrradag, 49 ára að
aldri. Rabbi fæddist á
Suðureyri við Súg-
andafjörð 8. desember
1954.
Hann lauk námi við
Gagnfræðaskólann á
Ísafirði og hóf nám í
kjötiðn við Iðnskólann
þar í bæ.
Hann helgaði sig
snemma tónlist og
starfaði meðal annars
með hljómsveitunum Ýr, Grafík,
Sálinni hans Jóns míns og Bítlavina-
félaginu. Hann gaf út tvær sólóplöt-
ur á ferlinum og von er á þriðju
plötunni í lok ágúst, sem hann hafði
unnið að síðustu misseri.
Árið 1980–81 lagði Rabbi stund á
trommuleik í Svíþjóð
undir handleiðslu Pét-
urs Östlund.
Í byrjun árs 1988
greindist hann með
MND, hreyfitauga-
hrörnun, og sneri sér
þá í auknum mæli að
upptökustjórnun. Frá
1991 til 1994 átti hann
og rak upptökustúdíóið
Hljóðhamar og árið
1994 stofnaði hann út-
gáfufélagið R&R mús-
ík sem hann rak til
dauðadags.
Rabbi sat í fulltrúa-
ráði STEF um tíma og var formað-
ur og einn af stofnendum MND-
félagsins á Íslandi.
Hann giftist Friðgerði Guð-
mundsdóttur sérkennara árið 1989
og eignuðust þau þrjá drengi. Rafn
átti fyrir eina dóttur.
Andlát
RAFN JÓNSSON
Ofurkapp lagt
á að koma
öllum nýnemum
að í haust
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra segir ofurkapp lagt á
að framhaldsskólum landsins verði gert
kleift að taka við öllum nýnemum í haust.
Ráðuneytið hafi aflað
heimilda til að koma
„hverjum einasta nem-
anda“ inn í framhalds-
skóla. „Núna leggjum
við ofurkapp á það að
hver einasti nemandi
sem vill sækja um vist í
framhaldsskóla fái vist
á næsta vetri. Stóra
verkefnið í dag er að at-
huga m.a. hvort tveir
skólar geti bætt við lausum skólastofum til
að koma öllum inn,“ segir Þorgerður Katr-
ín.
Aðspurð um skýringar á mikilli fjölgun
umsækjenda milli ára segir hún að sam-
kvæmt sérfræðingum ráðuneytisins séu
sterkar vísbendingar um að brottfall nem-
enda úr framhaldsskóla sé að minnka og
séu það ánægjulegar fréttir. „Að mínu
mati er menntaáhugi sem betur fer orðinn
mjög almennur, þannig að fólki finnst það
sjálfsagðara en áður að fara í skóla. Þótt
það geti skapað vandamál er það engu að
síður viðfangsefni sem við þurfum að
leysa. Ég hef verið að fara yfir tölur sem
skólameistarar settu fram á síðastliðnum
vetri, þar sem þeir spáðu fjölgun, og það
var vissulega rétt hjá þeim, en það sá eng-
inn fyrir þessa miklu fjölgun. Þess vegna
höfum við fjáraukalög sem tæki til þess að
bregðast við svona aðstæðum.“
Þorgerður Katrín segist ekki sannfærð
um að atvinnuleysi meðal ungs fólks sé
ástæða þess að það sækist í auknum mæli
eftir að fara í nám. „Mér finnst málin
frekar vera að þróast á þann veg, að þó að
ekki sé skylt að stunda nám í framhalds-
skóla, þá er eins og hann sé ómeðvitað eða
meðvitað að verða hluti af skólaskyld-
unni.“
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Heitir stuðningi
við tillögu um
aukafjárveitingu
EINAR Oddur Kristjánsson, varafor-
maður fjárlaganefndar Alþingis, segist
kunnugt um að fjármálaráðherra vilji
verða við beiðni menntamálaráðherra um
aukið fé til framhalds-
skólanna til að unnt sé að
taka inn alla nýnema í
haust. „Auðvitað munum
við styðja það, svo fram-
arlega sem haldbær rök
eru lögð því til stuðn-
ings,“ segir hann. „Ég
veit að það er vilji fjár-
málaráðherra að gera
ráð fyrir auknum fram-
lögum í fjáraukalögum
og hann hefur ekki lagt það formlega fyrir
okkur ennþá, en ég veit að hann mun gera
það á næstu dögum.“
Aðspurður hvort togstreita hafi verið
milli fjárlaganefndar og menntamálaráðu-
neytis vegna málsins, segir Einar Oddur að
sér hafi komið mjög á óvart fréttir í síðustu
viku um að framhaldsskólana vantaði 400
milljónir kr. upp á til að geta tekið við ný-
nemum í haust, því málið hafi ekkert verið
kynnt fyrir fjárlaganefnd. „Okkur þóttu því
fréttirnar mjög skrýtnar og töldum að
svona ætti ekki að gera þetta. Ég sagði frá
því að það hefði alltaf verið meining rík-
isstjórnarinnar að vera ekki með takmark-
anir inn í framhaldsskólana. Við myndum
þá leiðrétta fjárveitingar í haust ef í ljós
kæmi að eitthvað vantaði upp á. En ég
hefði ekki trúað því að það væri mikið. Nú
er mér sagt að það kunni að vera eitthvað
meira og þá er það bara þannig.“
Einar Oddur segir enga togstreitu milli
aðila, en minnir á að hlutirnir verði að
ganga rétt og skilvíslega fyrir sig „ef það
liggja fyrir upplýsingar um að nem-
endafjöldinn verði meiri en gert er ráð fyr-
ir. Mér skilst að fjármálaráðherra sé orð-
inn sannfærður um það.“ Ítrekar Einar
Oddur að fjárlaganefnd muni að sjálfsögðu
samþykkja tillögu fjármálaráðherra um
aukafjárveitingu enda gengið út frá því að
hann hafi haldbær rök fyrir henni.
Einar Oddur
Kristjánsson
♦♦♦
HÁKON krónprins Noregs lýsti yfir ánægju
með opinbera heimsókn sína og eiginkonu
sinnar, Mette-Marit krónprinsessu til Íslands
á blaðamannafundi sem var haldinn í Reyk-
holti í Borgarfirði síðdegis í gær. Sögðu þau
ánægjulegt að vera komin á íslenskar sögu-
slóðir og fá m.a. að kynnast íslenskri sögu
betur.
Krónprinshjónin hófu daginn á heimsókn í
Þjóðmenningarhúsið þar sem dr. Vésteinn
Ólason sýndi þeim handritin. Þaðan lá leiðin
til Nesjavalla þar sem þeim var kynnt starf-
semi Nesjavallavirkjunar og á Þingvelli þar
sem þau snæddu hádegisverð ásamt Siv
Friðleifsdóttur umhverfisráðherrra.
Kynntu sér íslenskt atvinnulíf
Seinni part dags fóru þau og kynntu sér
höfuðstöðvar Íslenska járnblendifélagsins á
Grundartanga og þaðan héldu þau til Reyk-
holts þar sem Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra tók á móti
þeim og íslensku forestahjónunum, Ólafi
Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff. Á
blaðamannafundi í Reykholti sagði Hákon
fróðlegt að fá að kynnast íslenskum atvinnu-
háttum s.s. eins og Nesjavallavirkjun og
Grundartanga. Í Reykholti sýndi séra Geir
Waage, sóknarprestur í Reykholtskirkju,
gestunum Snorrastofu og fór með þau um
svæðið og sýndi þeim m.a. Snorralaug, Sturl-
ungareit og fornleifauppgröftinn í Reykholti
ásamt Reykholtskirkju. Hjónin létu vel af sér
þrátt fyrir rigningu í Reykholti en þar lauk
deginum með hátíðarkvöldverði með
menntamálaráðherra og forsetahjónunum.
Heimsókn krónprinshjónanna mun halda
áfram í dag og munu þau m.a. koma kl. 11 í
heimsókn á Garðatorg í Garðabæ, þar sem
almenningi gefst kostur á að bjóða hjónin
velkomin. Eftir hádegi halda þau til Siglu-
fjarðar þar sem þau verða viðstödd opnun
Síldarminjasafnsins.
Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
Dorrit Moussaieff forsetafrú ræðir við krónprinshjónin Hákon og Mette-Marit og Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í Almannagjá í gær.
Hákon krónprins og Mette-
Marit á söguslóðum Snorra
Morgunblaðið/Þorkell
Séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholtskirkju, sýnir norsku konungshjónunum Sturlunga-
reit í Reykholti. Frá vinstri eru Geir Waage, Mette-Marit, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit
Moussaieff, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristján Arason og Hákon krónprins.
AÐALFUNDUR Landssamtaka
sauðfjárbænda kaus í gær sjö
manna hóp sem ætlað er að vinna
drög að stefnumörkun fyrir nýj-
an sauðfjársamning sem lögð
verða fram á næsta aðalfundi
samtakanna að ári. Aðalfundi
Landssamtaka sauðfjárbænda
lauk í gær.
Í hópnum eru: Hörður Hjart-
arson, formaður og bóndi á Vífils-
stað, Baldur Björnsson, Fitja-
mýri, Þórhildur Jónsdóttir,
Ketilsstöðum, Baldur Grétars-
son, Skipalæk, Einar Ófeigur
Björnsson, Lóni, Smári Borgar-
sson, Goðdölum, og Jóhann
Ragnarsson, Laxárdal.
Jóhannes Sigfússon, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda,
sagði að þótt átök hefðu verið um
sauðfjársamninginn hefði það
einkennt aðalfundinn að ríkt
hefði mun meiri eining og ein-
drægni en oft áður.
Hann segir að töluvert hafi
verið rætt um sláturfé og flutn-
inga og jöfnun á kostnaði sem af
hlýst á milli bænda.
„Menn binda auðvitað vonir við
að þær tillögur sem núna liggja
hjá landbúnaðarráðherra fái þar
vinsamlega afgreiðslu og það
verði séð um að tryggja hag
þeirra sem búa lengst frá slátur-
húsum og hafa auðvitað orðið illa
úti við þessa samþjöppun. Menn
ætlast til þess að þessi hagræðing
sem talað er um í þessari sam-
þjöppun og stækkun á sláturhús-
um skili sér að einhverju leyti út
til bænda,“ segir Jóhannes.
Stefnumörkun sauðfjársamnings
Sjö manna hópur
skili tillögum að ári