Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. HÚN var aldeilis ekki bráðfeig grágæsin sem verpti í litla hólmanum í Hagatjörn í Aðaldal í vor, því undir henni var minkagreni og í því sjö hvolp- ar. Umræddur hólmi, sem er ekki nema um 10 fer- metrar að stærð, er manngerður, var hlaðinn upp fyrir mörgum áratugum og síðan hefur víðigróður náð þar rótfestu og nær um hann allan svo að skjól er þar gott. Aldrei hefur þó gæs orpið þar fyrr en í vor og aldrei hafa menn orðið varir minks þar heldur. Þegar Jón Fornason, bóndi í Haga, var á göngu um jörð sína nýverið rakst hann á silung á tjarn- arbakkanum og hafði sá verið bitinn. Kallaði Jón þá jafnskjótt til sín minkabanann á Sílalæk, Vil- hjálm Jónasson. Minkalæðan náðist fljótlega á sundi. Hundarnir röktu minkaslóð út í hólmann, öllum til undrunar. Þá voru þrír grágæsarungar nýlega skriðnir úr eggi. Í fyrradag náðist svo hvolpur þar sem hann lá sofandi í gæsahreiðrinu en gæsin og ungarnir höfðu yfirgefið það. Vilhjálmur hefur aldrei heyrt um að gæs verpi ofan á minkagreni. Telur hann að læðan hafi verið búin að koma sér fyrir í hólmanum rétt á undan gæsinni. Kveðst Vilhjálmur telja að ástæðan fyrir því að gæsin hafi fengið frið hafi verið sú, að læðan hafi verið að geyma hana handa hvolpunum til að drepa. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Einn minkahvolpurinn skreið úr greninu og í grágæsarhreiðrið en þar var hann drepinn. Grágæs verpti ofan á minkagreni DÆMI eru um að íbúar á Hellu hafi boðið íbúðir sínar eða einstök herbergi til leigu meðan á Landsmóti hestamanna stendur og eru dæmi um að einbýlishús hafi verið leigð á kr. 150 þúsund fyrir vikuna. Mótið byrjaði í gær og er fólk því farið að flykkjast að, mikið er að rísa af tjöldum á svæðinu og ljóst að mjög margir nota þann gistimáta. Þó að nokkuð sé þegar pantað af gistirými á Hellu og nágrenni eru víða laus gistiherbergi. Þess ber að geta að u.þ.b. 350 gistirými eru á Hellu og í næsta nágrenni og ef litið er til allrar Rangárvallasýslu og upp í Hrauneyjar þá eru gistirými nálægt 750. Þá er ótalin gisting í Árnessýslu innan seilingar. Leigja húsin mótsgestum Hellu. Morgunblaðið.  Kortlagning/8 ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR býðst nú til að skipta húsbréfum út fyr- ir íbúðabréf og stendur útboðið yfir frá 28. til 30. júní og verða þeir sem vilja ganga að tilboði sjóðsins að skrá sig fyrir skiptum á húsbréfum fyrir íbúðabréf á þeim tíma. Í samtali við Morgunblaðið sagði Hallur Magnússon, sviðs- stjóri þróunar og almanna- tengsla hjá Íbúðalánasjóði, að verið væri að skipta húsbréfun- um út fyrir mun seljanlegri bréf. „Hætta er á því að þau húsbréf sem ekki verður skipt fyrir íbúðabréf, eða innleyst, verði síð- ur seljanleg þegar fram líða stundir,“ segir Hallur. Hann leggur þó áherslu á að það sé ekki sjóðsins að ráðleggja hús- bréfaeigendum hvað gera skuli. „Við mælumst samt sem áður til þess að fólk leiti sér ráða hjá bönkum, sparisjóðum eða verð- bréfafyrirtækjum um hvað gera skuli.“ Erlendum fjárfestum gert auðveldara að kaupa bréfin Hallur segir að Íbúðalánasjóð- ur hafi í samstarfi við alþjóðlega uppgjörsmiðstöð búið svo um hnútana að hin nýju íbúðabréf verði aðgengileg fyrir erlenda fjárfesta, jafnt sem íslenska, og verði því mun auðveldara fyrir erlenda fjárfesta að kaupa bréf- in. „Það gat tekið erlenda fjár- festa marga mánuði að ganga svo frá að þeir gætu keypt húsbréf, og var því um talsverða við- skiptahindrun að ræða,“ segir Hallur. Hann segir að með þessu séu íbúðabréfin gerð seljanlegri og þar með sé auðveldara að losa um það fé sem í þeim er bundið. Hallur tekur fram að skiptiút- boðið muni ekki hafa nein áhrif á lánin sem liggi að baki bréfunum – aðeins sé verið að gera bréfin seljanlegri. „Þá er gott að geta þess að greiningardeildir allra bankanna hafa talið skiptiverðið mjög hagstætt og í raun betra en búist var við. Ástæðan fyrir því er sú að þegar búið er að tryggja öryggi og framtíðarstöðu Íbúða- lánasjóðs er engin ástæða til að bæta ofan á skiptiverðið til þess eins að græða,“ segir Hallur. Íbúðabréf seljanlegri  Skiptiálag/11 TÆPLEGA 200 manns, þar af um 40 lögreglumenn, munu koma að öryggisgæslu og umferðareft- irliti, vegna tónleika hljómsveit- arinnar Metallica sem fram fara í Egilshöll næstu helgi. Alls munu um 300 manns starfa við tón- leikana sem eru stærstu rokk- tónleikar sem haldnir hafa verið hér á landi innanhúss en búist er við því að 18.000 manns sæki þá. Sérstök öryggishlið eru flutt inn frá Hollandi til að skipta tónleika- svæðinu niður í tvö hólf í örygg- isskyni. Búast má við umferð- artöfum í Grafarvogi vegna tónleikanna og að einhverjum götum verði lokað. Komið verður upp hundrað salernum utandyra til hliðar við húsið. Stærsta verkefni Hjálp- arsveitar skáta Ragnheiður Hanson tónleika- haldari segir að hljómsveitin komi með sína eigin fulltrúa sem munu taka þátt í því að skipu- leggja öryggisgæsluna. Einar Daníelsson, formaður stjórnar Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, segir að rúmlega 130 manns frá Hjálparsveitinni muni vera í gæslu og 20 manns frá Rauða krossinum. „Þetta er stærsta verkefnið sem Hjálp- arsveit skáta hefur fengið sem tengist tónleikum en við höfum verið með gæslu á knattspyrnu- völlum og á stórum uppá- komum,“ segir Einar. Árni Friðleifsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir að búast megi við nokkrum umferðartöfum vegna tónleikanna og að ein- hverjum götum í nágrenni Eg- ilshallar verði lokað. „Við mun- um vera með öll okkar hjól í umferð á meðan á tónleikunum stendur,“ segir Árni. Að sögn Árna má einnig gera ráð fyrir því að þung umferð verði um þær götur sem liggja til Reykjavíkur en helgin sem í hönd fer er stærsta ferðahelgi ársins fyrir utan verslunar- mannahelgina. Páll Þór Ármann, fram- kvæmdastjóri Egilshallar, segir að ýmsar ráðstafanir þurfi að gera vegna tónleikanna. Setja þarf sérstakar plastflísar yfir gervigrasið og einnig þarf að skipuleggja flóttaleiðir. Mikill viðbúnaður vegna tónleika Metallica í Egilshöll 4. júlí Um 200 starfa við öryggisgæslu Reuters Metallica er væntanleg til landsins innan skamms. TVÆR erlendar ferðakonur á sextugsaldri voru fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að bíll þeirra valt um 25 kílómetra sunnan við Húsavík laust fyrir klukkan sjö í gærkvöld. Farþegi bílsins hlaut alvarleg hálsmeiðsl og var hugsanlega hryggbrotinn og var hann fluttur með sjúkraflugi á Landspítala – háskólasjúkrahús í Reykjavík. Öku- maður slapp ómeiddur. Svo virðist sem ökumaður hafi gleymt sér á veg- inum, sem er malbikaður á þessum slóðum, og lent úti í kanti með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Alvarleg háls- meiðsl eftir bílveltu SÉRA Geir Waage, sóknarprestur í Reyk- holtskirkju, sagði norsku krónprinshjón- unum, Hákoni og Mette-Marit, frá Reyk- holti og sýndi þeim helstu staði, s.s. Snorra- stofu, fornleifauppgröft, Snorralaug og styttu af Snorra, sem var gjöf til Íslendinga frá Norðmönnum. Létu hvorki séra Geir né gestirnir það mikið á sig fá þó að nokkrir dropar féllu af himnum ofan heldur skýldu sér með regnhlífum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hlýddi einnig á Geir og bauð krónprinshjónunum til kvöldverðar í Reykholti í gærkvöld. Morgunblaðið/Þorkell Fræðst um Snorra Sturluson  Krónprins Noregs/6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.