Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 10

Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 10
 1 * ’l 1 1 1 • f ; gan Hafíð þér týnt apaketti? Nágranni minn, sá sem var nýfluttur i ibúðina við hliðina, stóð fyrir utan dyrnar hjá mér með apakött á öxlinni. Apinn var á stærð við stóran kött og hélt innilega ut- an um háls nágrannaris. — Fyrirgefðu, sagði nágranninn, — þú hefur liklega ekki týnt apaketti? — Nei, svaraði ég. — Fannstu hann? — Ja, eiginlega.... sagði hann og virtist ringlaður — það var eiginlega hann, sem fann mig. Það var bankað hjá mér áðan og þegar ég opnaði, stóð apinn þar. Apakötturinn klóraði sér á maganum með lausu hendinni og horfði á mig með vinalegri forvitni. — Það hlýtur einhver hérna i húsinu að eiga hann, sagði ég og barðist við að skella ekki upp úr. Þeir voru sannarlega skrýtið par, «n greinilegt var, að af hálfu apans var um ást við fyrstu sýn að ræða, þvi hann þrýsti sér að hálsi nágrannans og togaði striðn- islega I eyrnasnepil hans. Eftir aðra afsökunarbeiðni fóru þeir og hringdu næstu dyrabjöllu. Ég fór og tók til brauð og smjör og bjóst til að hita te. Ég þekkti þennan nágranna minn aðeins nóg til þess að kinka til hans kolli, þegar við mættumst i siganum. Auk þess hafði ég oft séð laglega ljóshærða stúlku koma i heimsókn til hans og dró af þvi minar ályktanir. Dyrabjallan hringdi aftur, og þegar ég opnaði, horfði ég inn i stór vingjarnleg 10

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.