Morgunblaðið - 18.07.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 18.07.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 194. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Lofsöngvar til guðs Youssou N’Dour sendir frá sér plötuna Egypt Menning Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Tregi stríðsmaðurinn  Klink og Bank er fljótandi og lífrænt hús  Mjúkar hetjur Atvinna | Hvernig á að nýta hæfni starfsmanna?  Lausum störfum fjölgar um 190 milli ára 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 ACTAVIS hefur stækkað ört á undanförnum árum og eru áform um að halda vextinum áfram, meðal annars með því að fara inn á Bandaríkjamarkað með samheitalyf. Fyrir- tækið hefur þegar valið lyf til þróunar allt fram til ársins 2016. Í undirbúningi er skráning fé- lagsins í kauphöllinni í London sem er meðal annars liður í því að styrkja ásýnd Actavis sem alþjóðlegs félags. Í viðtali við Róbert Wessman í Tímariti Morgunblaðsins í dag kemur fram að óráðið sé hvort sjálfar höfuðstöðvarnar verði í London eða á Íslandi í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að hluti af yfirstjórninni verði hér [í London] til lengri tíma, m.a. vegna þess að það verða mikil samskipti við ýmsa greining- araðila hér úti eftir að búið er að skrá fyr- irtækið á markað. Menn vilja sjálfsagt fylgjast mjög vel með rekstrinum.“ Aðeins lítill hluti af veltu félagsins er á Ís- landi en Róbert segir að Ísland leiki þó stórt hlutverk: „Hjartað í þróunarstarfseminni er og mun verða áfram á Íslandi og hluti af verk- smiðjunum er sömuleiðis á Íslandi.“ Lyfjaþróun næstu 12 ár ákveðin Óráðið hvort höfuð- stöðvar Actavis verða í London eða á Íslandi YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu í gær vegna mannrána og glundroða en hafnaði af- sagnarbeiðni Ahmeds Qoreis forsætisráð- herra. Allir mennirnir sem rænt var – tveir pal- estínskir embættismenn og fjórir franskir hjálparstarfsmenn – voru leystir úr haldi í fyrrakvöld. „Við höfum aldrei séð slíkan glundroða,“ sagði Qorei forsætisráðherra fyrir fund í pal- estínsku heimastjórninni í gær. Qorei og tveir hátt settir embættismenn, sem fara með ör- yggismál, buðust til að segja af sér. Arafat hafnaði því, en samþykkti viðamiklar umbætur á öryggissveitum Palestínumanna. Glundroðinn er rakinn til togstreitu milli hópa Palestínumanna sem reyna nú að styrkja stöðu sína á Gaza-svæðinu áður en Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, efnir loforð sitt um brotthvarf ísraelskra hermanna og land- tökumanna af svæðinu seint á næsta ári. Neyðar- ástandi lýst yfir á Gaza Gazaborg. AP, AFP. ALGENGT er að fólk veigri sér við að bera vitni í heimilisofbeldismálum, að því er fram kemur í samtali við Drífu Snædal, fræðslu- og kynningarstýru Kvennathvarfsins, í Morgun- blaðinu í dag. Drífa segir að fólki geti fundist erfitt að bera vitni vegna ótta við ofbeldis- mennina. „Það er hins vegar nauðsynlegt að dómur byggist ekki einungis á vitnisburði kvennanna sem fyrir ofbeldinu verða heldur einnig ein- hverjum áþreifanlegum sönnunum eins og áverkavottorðum og vitnisburði annarra. Við hvetjum konur til að fá áverkavottorð, geyma hótunarskilaboð frá ofbeldismönnunum og svo framvegis ef þær kynnu að vilja kæra síðar.“ Talið er að um 1.600 konur láti lífið vegna heimilisofbeldis í Bandaríkjunum á hverju ári. Hér á landi létu sex konur lífið af völdum maka eða fyrrverandi maka á síðustu öld. Ekki var þó alltaf um heimilisofbeldi að ræða. Heimilisofbeldi Vitni óttast oft ofbeldismennina  Mesta smán samfélagsins/10 INDVERSKA lögreglan handtók í gær fimm stjórnendur barnaskóla fyrir vanrækslu í starfi vegna eldsvoða sem varð að minnsta kosti 90 börnum að bana í bænum Kumbakonam á sunn- anverðu Indlandi í fyrradag. Slökkviliðsmenn sökuðu kennara skólans um að hafa flúið út úr byggingunni án þess að hjálpa börnunum. Börnin, sem voru á aldrinum sex til tíu ára, voru borin til grafar í gær. Sautján börn voru enn í lífshættu í gær vegna brunasára. sagði J. Radhakrishnan, héraðsstjóri í Kumba- konam. Sagðir hafa skilið börnin eftir Nokkrir slökkviliðsmenn sögðu að allir 23 kennarar skólans hefðu lifað eldsvoðann af vegna þess að þeir hefðu yfirgefið börnin og að- eins hugsað um að bjarga sjálfum sér. Hátt sett- ur embættismaður vildi þó ekki staðfesta þetta. Hann benti á að um 700 börn lifðu eldsvoðann af og sagði að kennarar hefðu líklega hjálpað þeim. Fregnir hermdu að eldurinn hefði kviknað í eldhúsi skólans þegar verið var að elda mat handa börnunum. Matreiðslumaðurinn notaði lauf til tendra opinn eld og vegna gusts í húsinu fauk eitt þeirra upp í stráþak sem fuðraði upp á svipstundu. Þakið féll, þannig að allar útgöngu- leiðir lokuðust. Lögreglan handtók skólastjórann, tvo yfir- kennara, matreiðslumanninn og yfirmann mötuneytisins. „Þeir hafa verið ákærðir fyrir vítaverða vanrækslu, sem leiddi til dauðsfalla,“ Reuters Indverji syrgir átta ára son sinn við útför í indverska bænum Kumbakonam þar sem um 90 börn fórust í eldsvoða í barnaskóla á föstudag. Fimm ákærðir vegna eldsvoða í barnaskóla Sakaðir um vanrækslu vegna dauða 90 barna í suðurhluta Indlands Kumbakonam. AFP, AP. FIMM lífverðir nýskipaðs dómsmálaráðherra Íraks biðu bana og sjö manns særðust þegar reynt var að ráða ráðherrann af dögum í Bag- dad í gær. Óþekktur tilræð- ismaður sprengdi bíl sinn í loft upp nálægt þremur bíl- um ráðherrans og lífvarða hans í grennd við heimili hans. Dómsmálaráðherr- ann, Malik Dohan al-Hass- an, sakaði ekki. Herská hreyfing, undir forystu Jórdanans Abus Mussabs al-Zarqawis, sem tengist al-Qaeda, lýsti til- ræðinu á hendur sér. Tveir menn létu lífið og 25 særðust þegar önnur bílsprengja sprakk fyrir utan höfuð- stöðvar íraskra þjóðvarðliða í bænum Mahmu- diyah, um 30 km sunnan við Bagdad. Ráðherra sýnt banatilræði Bagdad. AP, AFP. Malik al-Hassan ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.