Morgunblaðið - 18.07.2004, Page 20

Morgunblaðið - 18.07.2004, Page 20
20 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur fé-lagsráðgjafa sem birt var fyrirtveimur árum sýnir að 17% svar-enda sem beittir höfðu verið kyn-ferðislegu ofbeldi, áttuðu sig ekki á að verið væri að gera nokkuð rangt. Þessu vill verkefnisstjórn Blátt áfram breyta. Hún kallar eftir aukinni umræðu um kyn- ferðislegt ofbeldi og vill minnka líkurnar á að ofbeldið eigi sér stað. Foreldrar eru hvattir til að ræða blátt áfram við börn sín og kenna að þau megi segja nei við hvern þann sem reyni að snerta þau gegn vilja þeirra. Börnin verði að vita að þau hafi ákveðinn rétt sem ekki megi ganga á. Veist þú hvaða börn hafa verið beitt ofbeldi? Blátt áfram leggur áherslu á að ábyrgðin liggi hjá þeim fullorðnu – það sé þeirra að ræða við börnin og þeirra að taka eftir og greina ein- kenni kynferðislegs ofbeldis. Með því að setja ábyrgðina á þessu viðkvæma máli í hendur full- orðinna – foreldra, systkina, ættingja og allra sem umgangast börn – sé hægt að vernda börn- in fyrir kynferðislegu ofbeldi og bjóða þeim bjartari framtíð. „Tökum á þessu máli með því að fræðast um staðreyndirnar,“ benda forsvarsmenn Blátt áfram á. Ólíkt því sem margir töldu áður er ljóst að meirihluti kynferðisbrota gagnvart börnum er framinn af einhverjum sem tengist barninu. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er það staðreynd að börn allt í kringum okkur verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. „Veist þú hvaða börn það eru?“ spyr Blátt áfram. Vonast er til að sá dagur komi að við öll tökum höndum saman og öxlum í sameiningu ábyrgð á börnum landsins. Vissulega taki á að skipta sér af en hafa verði í huga að ekkert barn eigi að þurfa að ganga í gegnum kynferðislegt ofbeldi og það sem því fylgi. Ungmennafélag Íslands, UMFÍ, heldur utan um verkefnið. Úr Menningarsjóði Íslands- banka og Sjóvár-Almennra fékkst veglegur styrkur til útgáfu bæklings og Body Shop mun styrkja verkefnið næstu árin. Í stjórn eru fjór- ir, tveir fulltrúar UMFÍ og systurnar Svava og Sigríður Björnsdætur sem áttu hugmyndina að öllu saman. Heimasíðan blattafram.is var opnuð í júní en verkefninu var formlega hleypt af stokkunum í liðinni viku. Heimasíðan mun gegna veigamiklu hlutverki í starfinu og í haust verður fræðslu- hefti dreift inn á öll heimili í landinu. Þar eru Að ræða málin blátt áfram Veist þú hver einkenni kynferðislegs ofbeldis eru? Hefurðu velt því fyrir þér hvað þú gerir ef þig grunar að barn hafi verið beitt slíku ofbeldi? Þess- ara og fleiri spurninga spyrja forsvarsmenn verkefnisins Blátt áfram. Markmiðið er að efla forvarnir vegna kynferðislegs ofbeldis á börnum. Rannsóknir sýna að rúmlega fimmta hver stúlka á Íslandi og tæplega tí- undi hver drengur eru beitt kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Sigríður Víðis Jónsdóttir kynnti sér málið. Morgunblaðið/Árni Torfason Sigríður og Svava Björnsdætur: „Heyri börn okkur ræða þessi mál og fullyrða að ofbeldið sé ekki þeim að kenna, verður það hugsanlega til þess að þau þora að segja frá.“ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.