Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 28

Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 28
UMRÆÐAN 28 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fasteignasali Fjölbreytt úrval sumarhúsalóða og landspildna í stórbrotnu umhverfi á bökkum Ytri-Rangár Um er að ræða 31 spildu úr jörðinni Svínhaga í Rangárþingi ytra. Stærð spildna er 10-30 ha. Sumar eru fallega grónar við Rangá, en aðrar eru lítt grónar og tilvaldar til skógræktar. Nánari upplýsingar um verð og stærðir á spildum á www.heklubyggd.is . Sumarhúsalóðirnar eru 106 á 300 ha landsvæði. Flestar lóðirnar eru á bil- inu 1–2 ha. Tekin eru frá rúm svæði til útivistar og gönguleiðir eru m.a. meðfram Rangá. Nánari uppl. um verð og stærðir á www.heklubyggd.is Hér er um að ræða fallegan stað við Ytri-Rangá. Útsýni er glæsilegt og Hekla setur svip sinn á fallega náttúru. Uppl. hjá landeiganda í síma 898 8300, Grettir. Einnig hjá Þórarni hjá Eignavali í símum 585 9999/664 6996 og Kristbjörn hjá Húsunum í bænum í símum 535 0600/692 3000. Draumasumarhús á góðum stað. Myndarlegt lítið hús með fallegum garði við rólega götu í Þorlákshöfn. Það skipt- ist í 61 fm íbúð og 61 fm kjall- ari alls 122 fm. Húsið er allt nýstandsett og mikið endur- nýjað svo sem vatnslagnir, raflagnir, innréttingar, gólfefni, gler og blöndunartæki svo lít- ið eitt sé nefnt og því fylgir 49 fm bílskúr byggður 1998. Þarna er 9 holu völlur, verður í lok sumars 18, fullkomin sundaðstaða og góðar gönguleiðir ásamt fleiru. Skoðið www.holl.is fyrir nánari uppl. eða hafið samband við sölumann Lárus 824-3934. Verð 7,9 millj. (6576) REYKJABRAUT - ÞORLÁKSHÖFN Sími 595 9000 Franz Jezorski hdl. lögfr. Um er að ræða stórt og gott atvinnuhúsnæði í Gróf- inni í Keflavík. Húsið er 630 fm að stærð, á tveimur hæðum og hentar undir hverskyns rekstur. Fullkom- in fiskvinnsla var nýlega í húsinu. Á efri hæð er ver- búð, þrjú svefnherbergi, tvö stór og eitt lítið. Stór matsalur/setustofa, skrifstofa, eld- hús, þvottahús, góð salernisaðstaða, myndarleg forstofa/sjónvarpsherbergi og góð geymsla. Allur frágangur er góður og gott viðhald er á húsinu. Sölumaður Lárus 824-3934. Verð 25 millj. GRÓFIN - KEFLAVÍK Sími 595 9000 Franz Jezorski hdl. lögfr. Fallegt 85 fm einlyft enda-raðhús í Garðabæ sem skiptist í for- stofu, hol, stórt herbergi, stóra stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og sólstofu. Allt sér. Gott aðgengi. Neyðarhnappur. Laus strax. V. 17 m. 4347 BOÐAHLEIN 1 - ELDRI BORGARAR Framnesvegur 29 - Reykjavík Góð 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð. Eign í mjög góðu ástandi. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu og baðh. Laust strax. Verð kr. 10.900.000 Myndir af eigninni og fleiri upplýsingar eru á Ásberg.is Fasteignasalan Ásberg Hafnargötu 27, Keflavík Sími: 421 1420 Fax: 421 5393 Netfang: fasteign-Asberg@simi.is Vorum að fá í sölu fallega 100 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjöl- býli við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Tvennar svalir til suðurs og norð- urs. Glæsilegt sjávarútsýni og til Esjunnar. Íbúðin er laus strax. V. 15,9 m. 3894 EIÐISTORG - LAUS STRAX NÁLÆGÐIN við ósnortna nátt- úru, fell og víðáttu móta sérstöðu Mosfellsbæjar. Við viljum að Mos- fellsbær verði valkostur númer eitt hjá fólki sem kýs sam- býli við náttúruna og fallegt umhverfi frek- ar en ys og skarkala borgarinnar. Mosfellsbær er úti- vistar- og íþróttabær. Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf hrífur til sín fólk á öllum aldri, styrkir það fé- lagslega og líkamlega og vekur til umhugs- unar um gildi góðrar hreyfingar og holls lífernis. Íþróttamiðstöðin að Varmá Við Íþróttamiðstöðina að Varmá er glæsi- legur íþróttavöllur fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir og gervigrasvöllur. Inn- anhúss eru þrír íþróttasalir og líkams- ræktarstöð, 25 metra útisundlaug, heitir pottar og gufubað. Verið er að vinna að hugmyndum um end- urnýjun á sundlaugarsvæði s.s. flotbakka við sundlaugarkerið, nýja heita potta, leggja nýjar gúmmímottur umhverfis sundlaug- ina o.fl. Áætlað er að gera útisvæð- ið meira aðlaðandi og huga að girð- ingu umhverfis sundlaugina sem ef til vill mætti að hluta til vera úr hertu gleri til þess að starfsemin á sundlaugarsvæðinu verði sýnilegri þeim sem að koma og einnig til þess að tryggja útsýni frá sund- laugarsvæði út að íþróttavelli og útivistarsvæðinu. Á vegum umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar er verið að vinna tillögur að samfellu íþróttasvæðisins og útivistarsvæðis á Stekkjarflöt. Auk þess er fyr- irhugað að ljúka frambyggingu sem tengir og gerir að einni heild alla hluta íþróttamiðstöðvarinnar. Með slíkri byggingu næðist að fá heilsteypta mynd á Íþróttamiðstöðina að Varmá og skapa henni þann sess sem henni ber í bæjarfélaginu en búa til um leið skemmtilegt innrými sem tengir saman alla starfsemi sem nú er í íþróttamiðstöðinni. Í göngufæri Íþróttamiðstöðv- arinnar að Varmá er tjaldsvæði umkringt trjágróðri og æf- ingavöllur í gryfj- unum. Tungubakkar Á vordögum verður tekinn í notkun fyrsti áfangi nýs vallarhúss og búið er að bæta að- gengi að Tungubökk- um frá Vesturlands- vegi. Tungubakkarnir eru frá náttúrunnar hendi eitt besta knatt- spyrnusvæði landsins og hefur UMFA þarna frábært æfinga- og keppnissvæði og mörg félög og landslið okkar renna hýru auga til þessa svæðis fyrir æfing- ar. Íþróttamiðstöðin á vestursvæði Samþykkt hefur verið í bæj- arstjórn að hefja uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á vestursvæði. Þar á að koma íþróttasalur sem sinna mun fyrst og fremst grunn- skólum á svæðinu einnig munu þar koma inni- og útilaug. Með þessari byggingu er verið að jafna aðstöðu grunnskólanna og nemenda. Með uppbyggingu íþrótta- miðstöðvar á vestursvæði verða til þrjú sundlaugaker í Mosfellsbæ og mun þá þjónustan aukast til muna. Því samhliða sundkennslu og þjálf- un verður hægt að hafa á sama tíma opna sundlaug sérstaklega fyrir hinn almenna bæjarbúa. Gönguleiðir Göngustígar liggja um Mosfells- bæinn þveran og endilangan og eru bæjarbúar hvattir til þess að nýta sér þá til heilsueflingar en um leið er hægt að fræðast því á mörgum leiðum er að finna frábær fræðsluskilti. Einnig eru fellin sem umlykja Mosfellsbæinn kjörin til göngu og útivistar. Skátar úr Skátafélaginu Mos- verjum leiðbeina fólki um fellin og skokk- og gönguklúbbur er til reiðu þeim sem vilja ganga og þjálfa um stígana í Mosfellsbæ. Reiðleiðir Fá sveitarfélög státa af jafn frá- bærri aðstöðu frá náttúrunnar hendi fyrir hestafólk og Mosfells- bær. Frá hesthúsahverfinu á Varmárbökkum er að finna reið- leiðir til allra átta og hestafólk er fljótt að komast frá í byggðinni út í náttúruna og Leirurnar sjálfar eru engu líkar. En laga þarf aðkomu frá Reykjahverfi að svæðinu á Varmárbökkum og mun það vera í skoðun og væntanlega finnst við- unandi lausn. Í Hestamannafélaginu Herði er vel staðið að málum og innan fé- lagsins er að finna venjulegt út- reiðarfólk og afburða íþróttamenn á öllum aldri sem bera hróður fé- lagsins víða. Það eflir Mosfellsbæ sem útivist- ar- og íþróttabæ að tryggja góða aðstöðu fyrir hestafólk og því betri sem hún verður þeim mun fleiri kjósa þá búsetu í bænum. Golfvellir Tveir níu holu golfvellir eru í Mos- fellsbæ, annar að Bakkakoti í Mos- fellsdal, hinn er við Leiruvog, Hlíð- arvöllur. Mosfellingar eiga í þessari íþrótt sem öðrum frábæra einstaklinga sem gert hafa garðinn frægan innanlands sem utan. Fyrir bæjarstjórn liggur samn- ingur milli Mosfellsbæjar og Golf- klúbbsins Kjalar um stækkun Hlíðarvallar í 18 holu golfvöll og mun stækkunin þá ná út á Blika- staðanesið. Ljóst er að 18 holu golfvöllur á þessum stað verður lyftistöng fyrir allt starf í Golf- klúbbnum Kili en ekki síður fyrir bæjarfélagið sjálft því slík aðstaða til golfiðkunar mun án efa laða að enn fleira fólk til búsetu. Fólk sem kýs sambýli við náttúru og fallegt umhverfi og hefur aðstöðu fyrir útivist og íþróttir við húsgaflinn. Mosfellsbær er og verður í far- arbroddi sveitarfélaga á landinu sem útivistar- og íþróttabær hvort heldur litið er til heilsueflingar eða keppnisíþrótta. Í okkar bæ geta allir fundið eitt- hvað við sitt hæfi og eflt þannig andlegan og líkamlegan styrk sinn. Útivist og íþróttir í Mosfellsbæ Bjarki Sigurðsson og Halldór Jökull Ragnarsson skrifa um íþróttir og útivist ’Mosfellsbær er útivist-ar- og íþróttabær. Öfl- ugt íþrótta- og æsku- lýðsstarf hrífur til sín fólk á öllum aldri, styrk- ir það félagslega og lík- amlega og vekur til um- hugsunar um gildi góðrar hreyfingar og holls lífernis.‘ Halldór Jökull Ragnarsson Bjarki er formaður íþrótta- og tóm- stundanefndar. Halldór Jökull er varaformaður íþrótta- og tómstundanefndar. Bjarki Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.