Morgunblaðið - 18.07.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.07.2004, Qupperneq 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 29 FREYJUGATA - 101 SKÓLAVÖRÐUHOLT STÓRGLÆSILEG ÍBÚÐ Eign fyrir vandláta. Mjög falleg og klassa innréttuð 2ja herb. 65,9 fm íbúð í kjallara í fallegu 3ja hæða uppgerðu húsi. Forstofa m/flísum á gólfi. Eldhús m/flísum, fallegri nýlegri eikarinnréttingu og Electrecolux-tækjum. Stofa og borðstofa með parketi lagt í 45°. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf með steyptum stórum sturtuklefa og fallegri innréttingu. Hátt til lofts. Sameiginlegt þvotta- herbergi á hæðinni. Sjón er sögu ríkari - þessi fer fljótt. Ásett verð13,5 m. Miðað við ásett verð og ef tekin eru full lán á þessa eign til 20/30/40 ára. Miðað við 70% lánsrétt með 4,8% vöxtum fást um 9,2 millj. Það sem eftir stendur er því 4,3 millj. Greiðslubyrði á mánuði er því um 59,800.- 48,760- eða 43,240.- miðað við lengd lánstíma. Íbúðir á efri hæð eru 138,6 fm og þeim fylgir innbyggður bílskúr 33,8 fm samtals 172,4 fm. Þær afhendast fullbúnar að utan og inn- an en án gólfefna. Lóðin verður frágengin. Verð 23,9 millj. Íbúðir á neðri hæð eru 124,6 fm. Afhendast fullbúnar að utan og innan án gólfefna. Lóðin verður frágengin. Verð 20,8 millj. Í öllum íbúðunum verður gert ráð fyrir kamínu. Staðsetning á húsunum er frábær á þessum framtíðarstað. Útsýni. Vorum að fá í einkasölu glæsilegar íbúðir í klasahúsi við Árbæinn (Norðlingaholt). Lækjarvað 1-11 - Norðlingaholt glæsilegar sérhæðir SÁ ÁNÆGJU- LEGI atburður gerð- ist 2. júlí 2004 að heimsminjanefnd UNESCO, Menning- arstofnunar Samein- uðu þjóðanna, sam- þykkti samhljóða að taka Þjóðgarðinn á Þingvöllum inn á heimsminjaskrá fyrst- an íslenskra svæða. Ástæða er til þess fyrir Íslendinga að gleðjast yfir þessum atburði og þakka þeim mörgu sem stuðlað hafa að far- sælli niðurstöðu á um- sókn okkar sem lögð var fram fyrir rúmu ári. Viðurkenningin felur í senn í sér skuldbindingar af Ís- lands hálfu um vernd- un Þingvalla í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til staða á heimsminjaskránni og undirbún- ingsferlið getur nýst til að undirbúa umsókn um fleiri svæði hérlendis inn á skrána. Nefndur hefur verið í því samhengi væntanlegur Vatna- jökulsþjóðgarður en einnig ættu þar heima Þjórsárver óskert af virkjunarframkvæmdum og fleiri svæði. Langt ferli liggur að baki því að koma Þingvöllum í þessa höfn þar sem nær 800 heimsminjar voru fyr- ir. Um 1970 tókst að snúa vörn í sókn í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Áratugina á undan hafði hallað hratt undan fæti, sumarbústað- alóðum verið úthlutað af Þingvalla- nefnd til einkaaðila í hjarta þjóðgarðsins og byrjað að leggja svæði í Gjábakkalandi undir sumarhúsabyggð. Framandi trjáteg- undum hafði verið plantað á allstór svæði, m. a. í og við þjóðminj- ar í þinghelginni. Sjálf Þingvallanefnd hreiðr- aði um sig í hluta Þing- vallabæjar og fjöldi hjólhýsa fólks af höf- uðborgarsvæðinu kögr- aði vellina sem dulbúin sumarsetur. Stjórnun svæðisins hafði þá lengi einkennst af höfð- ingjadekri en lítið sem ekkert verið hirt um náttúru- og minjavernd. Gagnsóknin hófst með opinskárri umræðu og í kjölfar hennar var knúin fram stefnubreytingu í málefnum þessa vanrækta helgistaðar. Forystu fyrir endurreisn þjóð- garðsins á 8. áratugnum hafði Ey- steinn Jónsson, formaður Þingvalla- nefndar um skeið og um leið formaður Náttúruverndarráðs. Árið 1972 fór fram skipulagssamkeppni um framtíð Þingvalla og rannsóknir hófust á lífríki Þingvallavatns undir forystu Péturs M. Jónassonar. Undirritaður fylgdist náið með mál- efnum Þingvalla á þessum árum og átti síðan sæti í Þingvallanefnd samfleytt í 12 ár frá 1980–1991. Ár- ið 1981 var hafist handa um vinnu að fyrsta skipulagi þjóðgarðsins sem leidd var til lykta með form- legri stefnumörkun Þingvallanefnd- ar vorið 1988. Sumarbústaðamál, trjárækt, aðstaða fyrir hestamenn og fleiri umdeild atriði voru tekin föstum tökum og ákveðið að koma upp fræðslumiðstöð við Hakið vest- an Almannagjár. Síðan hefur þess- ari stefnumörkun verið fylgt í meginatriðum og nú nýverið hefur Þingvallanefnd sett fram nýja stefnumörkun til ársins 2024 og „… eru áherslur að mörgu leyti svipaðar þeim sem fram komu í fyrri stefnu frá 1988“ segir þar í upphafi. Án umræddrar vinnu í ald- arfjórðung í þágu náttúru- og minjaverndar á Þingvöllum hefði verið tómt mál að tala um að setja þjóðgarðinn á heimsminjaskrá. Þingvellir hafa hlotið verðugan sess á heimsminjaskrá. Vinna að verndun og bættri stjórnun stað- arins heldur áfram þannig að þessi friðlýsti helgistaður allra Íslend- ingar rísi undir nafni og nýfenginni viðurkenningu. Þingvellir á heimsminjaskrá Hjörleifur Guttormsson fjallar um heimsminjaskrá UNESCO Hjörleifur Guttormsson ’Þingvellirhafa hlotið verðugan sess á heimsminja- skrá.‘ Höfundur er líffræðingur, fyrrver- andi alþingismaður og ráðherra. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í MORGUNBLAÐINU 13. júlí sl. var í miðopnu ágæt umfjöllun um Bátahús Síldarminjasafnsins þar sem rætt var við Birgi Guð- laugsson byggingameistara og Sigurjón Jóhannsson leik- myndahönnuð, auk undirritaðs. Í viðtali við blaðamann sagði ég frá því hverjir hefðu komið að verki við hönnun og smíði hússins og skipulag sýninga. Þar sem haft var samband við tvo þeirra en annarra ekki getið vil ég nú á sem einfaldastan hátt fara yfir það helsta sem snertir byggingu hins glæsilega Bátahúss. Árið 1996 hóf undirritaður að huga að varðveislu margs konar síldarbáta og sýningu þeirra í sér- byggðu bátahúsi og teiknaði síðan sýninguna í stórum dráttum með bátum, veiðarfærum og bryggjum í viðeigandi húsi. En hugmynd- irnar þróuðust og áformin stækk- uðu og ekki síst árið 2000 eftir að Sigurjón Jóhannsson, hinn þaul- vani leikhúsmaður, kom til sam- starfs um skipulag verksins. Þá voru línurnar lagðar endanlega um stefnu bryggjanna, bryggju- skúrar komu inn og húsið stækk- aði enn. Þá var kallaður til Árni Páll Jóhannsson leikmyndahönnuður til að leysa vandann með stærð húss- ins gagnvart nánasta umhverfi og er það samdóma álit allra að ein- staklega vel og glæsilega hafi til tekist með hönnun þessa mikla húss sem byggja þurfti utan um sýninguna. Gunnar St. Ólafsson verkfræð- ingur sá að mestu um verk- fræðilega þáttinn og Leifur Bene- diktsson verkfræðingur teiknaði allar byggingateikningar. Ráðgjafi að staðsetningu húss- ins og sá sem teiknaði sökkla er Þorsteinn Jóhannesson verkfræð- ingur. Stefán Einarsson annaðist sökklasmíði. Húsbyggingin hófst í júlí 2003 og sá Byggingafélagið Berg ehf. um verkið með Birgi Guðlaugsson byggingameistara í broddi fylkingar. Ingi Hauksson, rafvirkjameist- ari hjá Rafbæ, hannaði flóknar raflagnir í húsið. Langstærsti styrkjandi þessara framkvæmda er ríkið, fjár- laganefnd og menntamálaráðu- neytið. Siglufjarðarkaupstaður er annar stærsti styrkjandi bygg- ingar Bátahússins. LÍÚ – Lands- sambands íslenskra útvegsmanna veitti mjög rausnarlegan styrk, þá Pokasjóður, Sveitarfélagið Skaga- fjörður gaf skipið Tý og fygldi honum úr höfn með fjárstuðningi og Eimskip hf. flutti alla bátana ókeypis. Síðast en ekki síst ber að nefna að allt þetta mikla verk hefði tæp- lega orðið að veruleika ef safnið hefði ekki átt að áhugamenn og sjálfboðaliða sem alltaf voru reiðu- búnir að leggja á sig ómælt erfiði við öflun gripa og margs annars. Öllum þeim aðilum sem hér hafa verið upp taldir og öðrum þeim sem komu að verki er þakkað fyr- ir ágætt samstarf. ÖRLYGUR KRISTFINNSSON, Norðurgötu 3, 580 Siglufirði. Safnið varð að veru- leika vegna áhuga- manna og sjálfboðaliða Frá Örlygi Kristfinnssyni, for- stöðumanni Síldarminjasafnsins í Siglufirði:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.