Morgunblaðið - 18.07.2004, Page 36

Morgunblaðið - 18.07.2004, Page 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KJARTANS MAGNÚSSONAR bifreiðastjóra, Hagamel 32, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Strætókórsins. Hallfríður Skúladóttir, Auðunn Kjartansson, Inga Dóra Kristjánsdóttir, Margrét Kjartansdóttir, Þröstur Sívertsen og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, LÁRU INGU LÁRUSDÓTTUR, Bergstaðastræti 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks göngudeildar krabbameinslækninga á Landspítalanum, hjúkrunarfræðinga í Karítas og líknardeildar í Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Sævar Þór Sigurgeirsson, Unnur Magnúsdóttir, Hafdís Sigurgeirsdóttir, Sigmundur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VILHJÁLMS ÞORSTEINSSONAR, fyrrv. bónda frá Kambshóli, Skagabraut 33, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar E6, Landspítala Fossvogi. Ingibjörg Ólafsdóttir, Pétur Óðinsson, Laufey Skúladóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson, Ingibjörg E. Sigurðardóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Kristný Vilmundardóttir, Hugrún Fanney Vilhjálmsdóttir, Eyþór Arnórsson, Jóhanna Sigríður Vilhjálmsdóttir, Ólafur Haukur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU INGIBJARGAR ÁSGEIRSDÓTTUR, Hjallaseli 55, Reykjavík. Hrefna Hjálmarsdóttir, Ingólfur Ármannsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Erlingur Helgason, Guðný Maren Hjálmarsdóttir, Burkni Dónaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýjar kveðjur og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, EINARS EIRÍKSSONAR, Miklholtshelli, Hraungerðishreppi. Sérstakar þakkir til Sigurðar Böðvarssonar læknis og starfsfólks deildar 11E Landspítalanum við Hringbraut. Guðrún Guðmundsdóttir, Jónína Einarsdóttir, Gísli Hauksson, Eiríkur Einarsson, Eva Einarsson, Guðmundur Einarsson, Már Einarsson, Ingibjörg Ágústsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Sigurður Þ. Ástráðsson, Gunnar Einarsson, Christine Devolder, Bjarni Einarsson, Kolbrún I. Hoffritz, Bjarni Eiríksson og afabörn. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði www.englasteinar.is ✝ Ragnhildur Pét-ursdóttir fæddist í Bröttuhlíð í Eski- firði 18. ágúst 1922. Hún lést í Reykjavík 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Pálsson og Þórunn Benediktsdóttir. Hún var næstelst fjögurra systkina. Hin voru Guðlaug, Guðbjörg og Bene- dikt. Guðlaug lifir systkini sín. Ragnhildur var gift Einari Hagalínssyni, húsa- smíðameistara, d. 2.9. 1977. Börn þeirra eru þrjú: 1) Lísa, gift Gunnbirni Berndsen. Börn þeirra eru Knútur og Guðrún. 2) Lárus, húsasmíðameistri, sambýliskona Hrafnhildur Waage. Hann á þrjá syni, Stefán, Einar og Lárus með fyrri konu sinni, Láru Kristinsdóttur. Þau slitu samvistir. 3) Pétur, lærður hús- gagnasmiður, en hefur lengi rekið verslunina að Ála- fossi í Mosfellsbæ ásamt eiginkonu sinni, Elsu Hákonar- dóttur. Börn þeirra eru Orri, Hákon og Ragnhildur. Lang- ömmubarnið er eitt, Kolbrún Lára, dóttir Stefáns og sambýlis- konu hans, Ragnheiðar Ástu Jó- hannsdóttur. Útför Ragnhildar var gerð í kyrrþey. Hinn 6. júlí sl. kvöddum við Ragnhildi móðursystur. Athöfnin fór fram í kyrrþey. Hún hafði lagt það fyrir. Vildi ekki neitt umstang í kringum sjálfa sig. Hún var lögð til hinstu hvílu hjá manninum sín- um honum Einari. Hvílustaður þeirra stendur hátt, í fallegum garði við Lágafellskirkju. Þaðan er útsýni yfir Hlíðartúnið í Mos- fellsbæ, þar sem þau áttu heimili, þegar Einar, blessaður, var skjótt af heimi kallaður, langt um aldur fram. Féll niður af vinnupalli, þar sem hann var við vinnu sína, smíð- arnar. Hann varð aðeins 52 ára. Þannig var endi bundinn á það góða líf, sem þau áttu saman. Núna eru liðin 30 ár og Ragga var lögð til hvílu við hlið mannsins síns á afmælisdeginum hans, hinn 6. júlí. Það passaði einkar vel við. Þau voru svo samhent og góð hjón. Byrjuðu eins og gengur með ungt fólk, með tvær hendur tómar og settust að í litlu bakhúsi við Freyjugötu. Síðan byggðu þau íbúð á Hjarðarhaganum og loks eignuðust þau fallegt hús í Mos- fellsbænum. Á kveðjustundu staldrar maður við og lætur hugann reika til gömlu daganna. Þegar ég var krakki og átti heima í Tungu, þá komu þau Ragga og Einar að heimsækja okkur með Lísu og Lalla og Pétur var rétt ófæddur. Við fórum í ferð upp í Hallorms- stað og áttum góðan dag saman í sólskinsveðri, sátum í skógarrjóðri og nutum ilmsins frá birkitrjánum á meðan við borðuðum nestið okk- ar. Það voru teknar myndir, sem nú eru orðnar dýrmætar í þágu minninganna. Þarna voru Ragga og Einar, ung og hamingjusöm, kát og hláturmild og lífið brosti við þeim. Ég gleymi því heldur aldrei, þegar ég ung að árum, sjö til átta ára, fór til Reykjavíkur með mömmu. Við sigldum með Esjunni. Það var mikil ævintýraferð. Mikil tilbreyting fyrir sveitastelpuna. Við gistum hjá Röggu í litla bak- húsinu. Sniðugt lítið ævintýra- heimili, snoturt og heimilislegt. Lalli frændi minn og nágranna- stelpan fóru með mig á „róló“, sem var efst uppi á Freyjugötunni og í þessari Reykjavíkurferð fékk ég í fyrsta skipti ís úr vél. Mér finnst ég aldrei hafa fengið slíkan ís fyrr né síðar. Rigningin í Reykjavík var líka ofboðsleg, man ég, og þá var keypt regnhlíf í Regnhlífabúð- inni. Þetta var ógleymanleg ferð og gaman að gista hjá Röggu og fjölskyldu. Bestu minningar mínar tengdar Röggu eru þó bundnar jólunum. Ragga sendi okkur alltaf pakka um jólin. Og ég man hvað eft- irvæntingin var mikil og tilhlökk- unin. Ég man eftir einstaklega sérstæðum og fallegum eggjabik- urum, sem við Ásta fengum. Það voru gíraffar, sem maður gat bæði puntað með, borðað eggin úr og leikið sér með þess á milli. Ein jól- in fengum við dúkkulísur. Það var eitthvað, sem við höfðum lengi þráð að eignast. Og mikið lékum við okkur að þeim. Þannig gæddi Ragga jólin okkar meiri tilhlökkun og meiri gleði, og ég efast um að hún hafi nokkurn tíma gert sér grein fyrir, hve mikla þýðingu þetta hafði fyrir okkur. Við Þórunn systir mín áttum at- hvarf hjá Röggu móðursystur og Einari seinna meir, á ferðum okk- ar á milli Reyðarfjarðar, Reykja- víkur og Bifrastar. Eftir að þau fluttu á Hjarðarhagann og síðar í Hlíðartúnið. Þegar Þórunn systir veiktist, á meðan hún var við nám á Bifröst og þurfti að fara á spít- ala, þá var Ragga henni stoð og stytta, kom í heimsókn á spítalann og fólk hélt, sagði Þórunn, að þessi fallega móðusystir mín væri systir mín, svo ungleg og smart til fara. Oft komum við í heimsókn á Hjarðarhagann og var okkur æv- inlega vel tekið. Ég minnist einnig góðra stunda niðri í stofunni í Hlíðartúninu og hvað þar var nota- legt. Ragga helgaði sig vinnunni, börnum sínum og barnabörum eft- ir að hún missti Einar. Hún gat endalaust talað um barnabörnin og sagt frá hvað þau höfðu afrekað. Hún var svo heppin að hafa flest þeirra nálægt sér, því synirnir bjuggu í næsta nágrenni í Mos- fellsbænum. Ég get ekki sleppt því að minn- ast á það, að frænka mín var mjög fín með sig. Alltaf vel snyrt og fal- leg. Hún hafði svolítið sérstakan en fallegan málróm og hlátur, sem ekki gleymist. Ég sá hana aldrei öðru vísi en alveg elegant og hún gleymdi aldrei að dást að manni ef maður hafði eignast eitthvað nýtt og þokkalegt til fata. Henni var snyrtimennskan í blóð borin, enda var heimili hennar í senn hreint, smekklegt og um leið hlýlegt. Á seinni árum hafa samskiptin okkar á milli minnkað. Ég bjó úti á landi. Þórunn systir mín í Am- eríku. Nokkrum sinnum hittumst við á heimili mömmu, t.d. þegar hún hélt upp á merkisafmæli og systurnar þrjár voru þar saman komnar og þegar Þórunn kom heim og hélt upp á sitt 50 ára af- mæli. Þá var margt um manninn og mikið gaman. Núna, þegar ég var komin á höfuðborgarsvæðið, stóð til að fara að endurnýja göm- ul kynni, heimsækja frænku, rifja upp gamla daga. En þá var tíminn orðinn naumur því frænka mín var orðin mikið veik. Við mamma og Ásta heimsóttum hana á spítalann og fengum síðustu tækifærin til að njóta samvista við hana. Ragga var aldrei að vorkenna sjálfri sér og tók því sem að höndum bar af einstöku hugrekki og rósemi. Hún var tilbúin að kveðja þennan heim, hlakkaði til endurfundanna við manninn sinn og hina gömlu sam- ferðafélagana, fjölskyldu og vini. Síðasta minning mín um hana var þegar hún veifaði á eftir okkur og sendi okkur fingurkoss að skilnaði. Guð blessi minningu þína, Ragga mín. Ég sendi börnum þínum og þeirra fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Vilborg. RAGNHILDUR PÉTURSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.