Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 37

Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 37
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 37 ÁSDÍS Hjálmsdóttir, Ármanni, varð í sjötta sæti í spjótkasti á heims-meistara-móti unglinga, 19 ára og yngri, í frjáls-íþróttum í Grosseto á Ítalíu síðdegis á fimmtudag. Ásdís kastaði spjótinu 54,05 metra sem er hennar næstbesti árangur á ferlinum, en hún kastaði spjótinu 55,51 metra í undan-keppninni á þriðjudag, það er aðeins þremur senti-metrum frá Íslands-meti fullorðinna. Þetta er um leið besti árangur sem Íslendingur hefur náð á heims-meistara-móti unglinga. „Ég er stolt af árangri mínum og ég held að þetta sé jöfnun á besta árangri sem íslenskur keppandi hefur náð á utanhúss-móti í frjálsum,“ sagði Ásdís þegar úrslitin lágu fyrir. „Allur undir-búningur minn undan-farin þrjú ár hefur miðast við þetta mót og ég get ekki annað en verið ánægð með árangurinn. En vissulega var ég ekki ánægð með að tvær skyldu kasta lengra en ég í síðustu umferðinni, en þá var ég í fjórða sæti. Það er margt fram undan; meistara-mótið og Norður-landa-mót. Ég ætla mér að ná Íslands-metinu og þarf að kasta 49 cm lengra, og ólympíu-lágmarkið er ekki langt undan,“ sagði Ásdís. Ásdís varð í 6. sæti á HM Ásdís Hjálmsdóttir MIKIÐ er um að vera í Vatnsmýrinni þessa dagana. Þar er verið að undirbúa nýja leið Hringbrautarinnar. Á myndinni sést svæðið þar sem ný mislæg gatnamót munu verða. Á mislægum gatnamótum fer umferðin í aðra áttina á brú. Á meðan verið er að undirbúa nýju Hringbrautina er sumum akreinum lokað. Umferðin er þá þyngri á meðan. Nýja Hringbrautin á að vera tilbúin 2005. Morgunblaðið/RAX Ný Hringbraut undirbúin HALLI á rekstri ríkis-sjóðs var 9,1 milljarður króna árið 2003. Það þýðir að stofnanir, ráðu-neyti og aðrir, sem fá peninga á hverju ári, hafa sumar notað meiri peninga en þær máttu. Í nýrri skýrslu frá Ríkis-endur-skoðun segir að þetta sé slæmt. Þar kemur einnig fram að þetta gerist mjög sjaldan í nágranna-löndum okkar. Fjár-hags-leg markmið stjórn-valda hafi ekki náðst. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaga-nefndar, segir að það vanti meiri aga til að koma í veg fyrir að stofnanir og ráðu-neyti noti meiri peninga en þær mega. Geir H. Haarde fjármála-ráðherra segir skýrslu Ríkis-endur-skoðunar vera villandi. Honum finnst hún ónákvæm. Hann ætlar að senda Ríkis-endur-skoðun athuga-semdir við skýrsluna. Stofnanir fara ekki eftir fjárlögum Vantar aga ÓPERU-SÖNGKONAN heimskunna, Dame Kiri Te Kanawa, hefur lengi átti sér þann draum að koma hingað að sumri og veiða lax í miðnætur-sól, en hún er ættuð úr fiskimanna-samfélagi á Nýja-Sjálandi og kveðst kunna vel að meta bæði að veiða og matreiða fisk. Í vikunni rættist draumurinn, þegar hún dvaldi við laxveiðar í Rangám. „Þetta var frábært; – ég setti í tvo stóra, en náði bara öðrum þeirra. Hann var fimmtán og hálft pund. Hinn slapp.“ En það óvæntasta í óvæntri heimsókn dívunnar til landsins, var heimsókn hennar í Söngskólann í Reykjavík, þar sem hún hélt námskeið fyrir íslenska söngvara. „Allir söngvarar nota einhver brögð,“ sagði söngkonan, þegar hún útskýrði fyrir íslensku söngvurunum hvernig hægt væri að beita söng-tækninni til að ná árangri. „Þetta snýst allt um öndunina, og hún þarf að vera rétt.“ Dame Kiri minnti söngvarana á að nota munninn vel, kveða að á þann hátt sem áhrifa-ríkast væri fyrir textann, og sýndi hvernig mætti skerpa á sérhljóðum og samhljóðum til að draga fram ákveðna liti á orðin. „Þetta með munninn er svolítið eins og að vera hjá tann-lækni; þú ert með þrjár hendur uppi í þér og allar græjurnar líka. Það verður að vera sams konar pláss fyrir orðin í munni söngvarans. Þar verða öll blæbrigði orðanna og hljóðanna til, og það hjálpar að nota munninn vel; tennur, tungu, varir; allt.“ „Allir söngvarar nota einhver brögð“ Morgunblaðið/Kristinn Kiri Te Kanawa leiðbeinir Birni Jónssyni tenórsöngvara á námskeiði í Söngskólanum. Bresk nefnd segir að upplýsingar bresku leyni-þjónustunnar um meint gereyðingar-vopn Íraka hafi verið ótraustar og „meingallaðar“. Nefndin hreinsaði þó Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, af ásökunum um að hann hefði blekkt þjóðina af ásettu ráði til að réttlæta innrásina í Írak. Bresk blöð segja þó að Blair sé ekki laus úr klípunni sem hann komst í þegar hann tók þá óvinsælu ákvörðun að fara í stríð í Írak. Breska stjórnarandstaðan segir að þjóðin treysti Blair ekki lengur þar sem hann hafi fyrirskipað innrás á grundvelli rangra upplýsinga. Talið er að óvinsældir Blairs vegna stríðsins hafi orðið til þess að flokkur hans, Verkamanna-flokkurinn, tapaði þingsæti í auka-kosningum á fimmtudag. Frjálslyndir demókratar unnu þá þingsæti í Leicester sem Verkamanna-flokkurinn hafði haft nær samfellt í 50 ár. Aftur á móti hélt Verkamanna-flokkurinn þingsæti í borginni Birmingham. Íhalds-flokkurinn, stærsti stjórnar-andstöðu-flokkurinn, fékk lítið fylgi í kosningunum. Hann varð í þriðja sæti í báðum kjördæmunum. Blair hreinsaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.