Morgunblaðið - 18.07.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.07.2004, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 1.50 og 3.50. Íslenskt talSýnd kl. 2.30 og 5.15. Sýnd kl. 2, 3, 5, 6, 8, 9 og 11. B.i. 12 ára. kl. 2.30, 5.30, 8.30 og 11.30. ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“  „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ .ÞÞ.FBL. 26 þúsund gestir á 9 dögum FRUMSÝNING Sýnd kl. 6, 8 og 10. Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock Sýnd kl. 8 og 10. Bi 16. 3 barnalegir menn - 3 börn - 3falt gaman! Léttgeggjuð grínmynd. www .borgarb io. is Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 8 og 10. ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“  „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ .ÞÞ.FBL. Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8, 10.20. B.i. 12 ára. 26 þúsund gestir á 9 dögum ÞAÐ SANNAÐIST eftirminnilega fyrir tónleikagestum á tónlistarhátíð- inni sem haldin var í Laugardalnum fyrir fjórum árum að Youssou N’Do- ur er með helstu tónlistarmönnum heims. Segja má að hann hafi komið, séð og sigrað; greinilegt að fæstir tónleikagesta vissu hver hann var en eftir nokkur lög átti hann salinn. Milli laga hafði Youssou til siðs að segja „þekkið þið mig núna? Nei, þið þekk- ið mig ekki“ sem má til sanns vegar færa þegar litið er yfir feril hans, því hvað eftir annað hefur hann komið aðdáendum sínum á óvart, farið aðra leið en vænst var. Á nýrri plötu fer hann enn ótroðnar slóðir því ólíkt há- tæknivæddu poppinu sem hefur verið hans aðal syngur Youssou órafmagn- aða lofsöngva til guðs; ný plata hans, Egypt, er samfellt ákall til allah. Youssou N’Dour tók þátt í að búa til nýja tónlistarhreyfingu í heima- landi sínu, en þegar Senegal fékk sjálfstæði byrjuðu menn þar í landi, líkt og öðrum nýfrjálsum Afr- íkulöndum, að leita í gamlar hefðir til að búja til nýja nútímalega þjóðlega tónlist. Í Senegal varð til tónlist- arstefna sem kallaðist mbalax og Yo- ussou N’Dour var helsti spámaður þeirra hreyfingar, hæfileikamesti tónlistarmaðurinn og hugmyndarík- asti. Einstök rödd Youssou vakti snemma athygli fyr- ir einstaka rödd sína, en hann var bryjaður að troða upp opinberlega tólf ára gamall. Móðir hans var griot, en svo kallast lofsöngvasöngvari í Senegal, en faðir hans heittrúaður bifvélavirki. Youssou byrjaði einmitt að syngja við íslamskar trúar- samkomur. Hann gekk í helstu popp- sveit Senegal á þeim tíma, Etoile de Dakar, snemma á áttunda áratgun- um og stofnaði svo sína eigin hljóm- sveit, Super Etoile de Dakar, 1979. Með þeirri sveit komst hann í fyrsta sinn fyrir eyru almennings á Vest- urlöndum og þá aðallega fyrir stuðn- ing samtaka senegalskra legubíl- stjóra í París sem fjármögnuðu fyrstu tónleikaferðir hans til Frakk- lands, en einnig naut hann hylli í Bretlandi, ekki síst eftir að Rough Trade gaf út plötuna Nelson Man- dela 1986. Á næstu árum var Youssou mjög áberandi í þjóðlegu poppi, sem átti upp á pallborðið á Vesturlöndum um tíma, og einnig vestrænu poppi, söng til að mynda á milljónaplötu Pauls Simons, Graceland, og einnig inn á plötuna So með Peter Gabriel. Hann fór einnig um heiminn í Amnesty- tónleikaferðinni með Gabriel, Bruce Springsteen, Sting og Tracy Chap- man 1988. Hæst náðu þó vinsældir hans 1994 er hann fékk Neneh Cherry til að syngja með sér lagið Seven Seconds inn á plötuna Set, en það lag varð gríðarlega vinsælt. Arabísk hefð Á plötum sínum hefur Youssou fengist við ýmiskonar tónlist og seinni ár verið nokkuð hallur undir það sem kalla má vestrænt pop. Á þarsíðustu plötu sinni, Nothing’s in Vain / Coono du réér, sem kom út fyrir tveimur árum nýtti hann þó órafmögnuð hljóðfæri og tónlistin var þjóðlegri en oft áður, innhverf og ljóðræn – frábær plata. Um daginn kom svo út enn ein plata þar sem hann fetar nýja slóð, áðurnefnd Egypt. Á henni er hann að fást við ar- abíska hefð, notar raddir og hljóðfæri sem menn kannast við úr tónlist frá Egptalandi, Sýrlandi og Líbanon, en grunnþáttur hennar er þó sufi- tónlist, tónlist múslimskra einsetu- manna og dulspekinga. Undirleikur á skífunni er í höndum fjórtán manna hljómsveitar sem sérhæft hefur sig í trúarlegri tónlist múslima, Fathy Salama-sveitarinnar, en einnig er hljómsveit Youssou á sínum stað þótt minna beri á henni en áður. Í viðtali við Youssou á vefmiðli sem helgaður er afrískri tónlist kom fram að platan á sér nokkurn aðdraganda, því samstarf hans við Fathy Salama- sveitina hefur staðið með hléum síð- ustu fimm ár. Hann segir að í ramad- an, helgimánuði múslima, hætti hann alltaf allri vinnu og spilamennsku og haldi sig heima, hitti vini og ræði trúna. Það hafi því verið eðlilegt framhald af því að hugleiða hvort ekki væri hægt að semja tónlist sem félli að slíkum umræðum og íhugun um tónlist. „Faðir minn átti útvarp sem náði útvarpsstöðvum frá Norð- ur-Afríku og ég ólst upp við að hlusta á [egypsku söngkonuna] Umm Kult- hum. Það gerði svo að verkum að þegar ég fór að spá í að gera trúar- lega plötu datt mér fyrst í hug að finna norður-afríska hljómsveit til að spila með mér og þá fann ég hljóm- sveit Fathy Salama í Fez [í Mar- okkó].“ Youssou segist hafa lagt mikið á sig til að halda verkefninu leyndu á meðan hann vissi ekki hvernig það myndi þróast og þannig breytti hann rödd sinni í tölvu til að senegalskir slagverksleikarar sem hann fékk til að spila í nokkrum laganna myndu ekki þekkja að Youssou var sjálfur að syngja. „Þetta var svo persónulegt verkefni að ég vildi halda því leyndu þar til það væri tilbúið, vildi koma fólki á óvart.“ Upptökum við plötuna lauk í lok árs 1999, en hún beið um stund enda var Nothing’s in Vain líka tilbúin og kom út áður. Youssou N’Dour hefur barist fyrir auknum mannréttindum í gegnum árin og leggur áherslu á að fjölmenn- ingarlegt umhverfi sé besta leiðin til að miða mannkyninu í átt að umburð- arlyndi og skilningi á þörfum ann- arra. Upphaflega átti platan að heita Allah í takt við yrkisefnið en á loka- stigum var nafninu breytt í Egypt. „Í ljósi aðstæðna í heimsmálum er erfitt að gefa fólki innsýn í trúarbrögð okk- ar og Vesturlandabúar eru almennt fáfróðir um islam. Miklu skiptir í því sambandi að fólk geti nálgast plötuna með opnum huga og nái síðan að skilja að það er ekki til senegalskt ísl- am eða egypskt islam, það er bara ein trú þótt leiðirnar til að boða hana séu margar. Að taka upp þessa plötu gerði mér gott og vonandi tekst mér að koma því til skila að íslam er trú friðar og ástar, umburðarlyndis og virðingar fyrir náunganum.“ Trú friðar og ástar Youssou N’Dour: Söngvari og baráttumaður. Senegalski tónlistarmaðurinn Youssou N’Dour kom aðdáendum sínum enn á óvart fyrir skemmstu er hann sendi frá sér plötu með íslömskum lofgjörðarsöngvum. ÞAÐ VORU ekki bara tjöld, svefn- pokar og fatnaður tónleikagesta sem fóru illa í drullusvaðinu sem ein- kenndi hina votviðrasömu Hróars- kelduhátíð. Þær lestir sem sáu um að flytja gesti til og frá tónleika- svæðinu urðu hvað verst úti og stóð meira að segja til á tímabili að hætta alfarið lestarferðum til Hróars- keldu, svo slæm var umge ngnin. Að sögn Jens Benny Andersen, umsjónarmanns viðgerða hjá sam- göngurisanum DSB, var ástandið mun verra en hann hefði nokkurn tíma getað ímyndað sér. „Fólk setti drulluskítug stígvél og farangur upp í sætin. Ég hef aldrei átt eins erfitt með að koma lestum í samt horf áður,“ sagði Andersen. Fyrirtækið kallaði til aukamann- skap til að auðvelda þrifin í lest- unum en allt kom fyrir ekki, ekki var mögulegt að halda þeim hrein- lætisstuðli sem DSB er annt um að halda. Samgöngur | Svað á Hróarskeldu Morgunblaðið/Árni Torfason Þessi polli stóð í polli á Hróars- kelduhátíðinni meðan starfsmenn DSB bisuðu við að hreinsa lestir sínar. Lestirnar urðu illa úti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.