Morgunblaðið - 18.07.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 18.07.2004, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. „ÞETTA tekur á,“ sagði Arnar Klemensson þegar hann var að fara upp Kambana við Hveragerði í félagi við Alexander Harð- arson í hjólastól í gærmorgun. Ferðin lá yf- ir Hellisheiðina til styrktar Barnaspítala Hringsins. Félagarnir lögðu af stað frá Hveragerði klukkan níu í gærmorgun og ætluðu að enda fyrir utan barnaspítalann síðar um daginn. Arnar sagði þá báða slæma í öxlinni svo þeir færu rólega; ferðuðust á göngu- hraða. Af og til stoppuðu þeir til að hvíla sig, væta kverkarnar og liðka axlirnar. Hann sagði að ferðin hefði gengið vel það sem af væri. Þeir væru í síðustu beygjunni og eftir að upp Kambana væri komið yrði það sem eftir væri leiðarinnar ekki ýkja erfitt. Veðrið væri líka gott og enginn væri vindurinn til að gera þeim erfiðara fyrir. Umferðin væri töluverð en ekkert sem truflaði þá. Þeir hefðu líka lögregluna og vélhjólakappa úr Sniglunum til að fylgja sér og gæta að öryggi sínu. Tekið var vel á móti þeim á barnaspítalanum í gær. Arnar sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig sjálf söfnunin gengi. Hann væri að einbeita sér að ferðinni. Allt söfnunarféð á að renna óskipt til Barnaspítala Hringsins þar sem Arnar dvaldi mikið fyrstu tíu ár ævi sinnar. Hann fæddist með klofinn hrygg. „Þetta er bara gaman,“ sagði Arnar og var bjartsýnn á framhaldið. Morgunblaðið/Eggert Upp Kambana á gönguhraða Það tók á að fara upp Kambana og Arnar og Alexander brugðu á smá leik með aðstoðarmönnum sínum í pásunni og þóttust láta vélhjólið draga sig upp. Þeir fóru hins vegar upp allar brekkurnar með handaflinu. Arnar viðurkenndi að ferðin upp Kambana hefði tekið talsvert á þá félagana. VIRKJUN Gullfoss eða Geysis myndi hafa í för með sér miklu minni óafturkræf um- hverfisáhrif en Kára- hnjúkavirkjun, segir m.a. í nýrri bók Óm- ars Ragnarssonar fréttamanns, sem kom út í vikunni hjá JPV útgáfu. Bókin heitir Kárahnjúka- virkjun – með og á móti og hefur Ómar varið undanförnu ári í að skrifa hana. Höf- undur tekur þó ekki sjálfur afstöðu með eða á móti virkjunum. Í bókinni eru teknir fyrir allir helstu möguleikar til virkjana hér- lendis, þar með talin Gullfoss, Geysir, Askja og Kverkfjöll. Nið- urstaðan kom Ómari á óvart, segir hann, því þegar hann skoðaði betur hugtakið „afturkræfni“ uppgötvaði hann sér til mikillar undrunar að virkjun Kverkfjalla, Öskju og Geysis fæli ekki í sér mestu um- hverfisröskun sem hægt væri að valda á Íslandi, heldur Kára- hnjúkavirkjun, virkjun Jökulsár á Fjöllum, Markarfljóts og Þjórsár- vera. Áður hafði Ómar komist að því að virkjun Gullfoss hefði minni nei- kvæð óafturkræf um- hverfisáhrif en stórar virkjanir norðan Vatnajökuls Varðandi Geysi, Öskju og Kverkfjöll segist Ómar telja nið- urstöður sínar nýjung því enginn hafi hugsað svo langt að virkja þessa staði. „Að vísu gat iðnaðarráðuneytið þess árið 1993 að möguleiki væri á því að virkja í Öskju og Kverkfjöllum, en eng- inn hefur fjallað um virkjun Geysis og nefnd um rammaáætl- un um virkjun vatnsafls og jarð- varma hefur ekkert fjallað um þetta,“ segir Ómar. Hægt að rífa byggingar og loka borholum „Afturkræfni í jarðvarmavirkj- unum yfirleitt felst í því að unnt er að rífa byggingar og loka borholum og rífa háspennulínurnar. Ákveði menn að hætta við virkjunina er hægt að ganga þannig frá að landið verði að mestu eins og það var fyrir virkjun. Virkjun Gullfoss fæli í sér minni breytingar á landslagi og lands- háttum en mjög margar aðrar virkjanir vegna þess að aðalmiðl- unarlónið er þegar til, þ.e. Hvítár- vatn. Miðlunin myndi felast að mestu í því að hleypa niður og upp úr Hvítárvatni. Mannvirkin yrðu að mestu neðanjarðar, lítið inn- takslón í hvarfi fyrir ofan fossinn og hægt væri að hleypa fossinum á og af að vild, jafnvel á meðan virkj- unin væri starfrækt. Aðalatriðið er þó afturkræfnin með því að hvaða komandi kynslóð sem er getur hætt við Gullfossvirkjun og þá stæði fossinn eftir ósnertur og Hvítárvatn væri á sínum stað,“ segir hann. Ekki nóg að horfa á nútímann „Ég tel að í bók sem þessari geti maður ekki bara staðið í nútíman- um og hugsað um hvað menn eru að hugsa einmitt núna, heldur verði maður að fara lengra aftur í tímann og vera með allt uppi á borðinu, hversu fjarstætt sem mönnum kann að þykja það við fyrstu sýn. Komandi kynslóðir munu nefnilega ekki spyrja um það hvernig landið leit út á okkar tím- um. Þær munu horfa á hlutina úr fjarlægð með allt öðrum augum en við. Ég reyni í bókinni að horfa svo- lítið til baka fyrir hönd komandi kynslóða.“ Ómar Ragnarsson  Deilan um/18–19 Minni röskun af virkj- un Gullfoss og Geysis Ómar Ragnarsson með bók um Kárahnjúkavirkjun Bensínið 4 krónum ódýrara í Hafnarfirði UM fjögurra króna verðmunur er á meðalverði bensíns í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum Hafnarfirði og Kópavogi. Meðal- verð á 37 bensínstöðvum í Reykjavík er 105,31 króna á 95 oktana bensíni og 47,24 krónur á dísilolíu. Í Kópavogi er meðal- verðið á 10 bensínstöðvum 101,14 krónur á 95 oktana bensíni en 44 krónur á dísilolíu. Meðalverð á átta bensínstöðvum er lægst í Hafnarfirði en þar kostar 95 okt- ana bensín að meðaltali 101,6 krónur og dísilolía er á 43,86 krónur. Á mánudag hækkaði verð hjá bensínstöðvum Esso um tvær krónur á 95 oktana bensíni og hækkaði verð hjá Olís og Skelj- ungi í kjölfarið. Meðalverð á 95 oktana bensíni á stærstu sölustöð- um Skeljungs er 105,84 krónur, hjá Esso 104,98 krónur og hjá Ol- ís 104,94 krónur. Engar verð- hækkanir hafa verið hjá Atlants- olíu en félagið er með tvær bensínstöðvar, aðra í Hafnarfirði og hina í Kópavogi. Meðalverð stöðvanna er 99,9 krónur á 95 okt- ana bensíni. Hjá Ego er meðalverðið 101,33 krónur, Esso Express 101,70, Orkunni 102,45 og hjá ÓB 103,04. Eldsneytisverð á höfuðborgarsvæðinu BIRGÐASTAÐA í lambakjöti er mun betri nú en á sama tíma í fyrra. Tekist hefur að minnka birgðir um 400 tonn í samræmi við áætlanir sem gerðar voru á síðasta ári. Jó- hannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda, segir miklu skipta að vel hafi gengið að selja kjöt til útlanda. Landbúnað- arráðherra hefur ákveð- ið útflutn- ingspró- sentu fyrir haustslátrun og er hún svipuð og fyrra. Í fyrra jukust birgðir af lambakjöti, en það varð til þess að útflutningur á kjöti var aukinn verulega, fór úr 25% í 36%. Mark- miðið var að minnka birgðir um 400 tonn. Jóhannes sagði að þetta markmið hefði náðst. Vel hefði gengið að selja kjötið úr landi. Búið væri að selja allt kjöt sem ætlað var til útflutnings, en á sama tíma í fyrra var eftir að selja um 700 tonn af kjöti á er- lenda markaði. Staðan nú sé því mun betri en í fyrra. Þrátt fyrir þetta telja bændur ekki ástæðu til að lækka útflutningshlutfall. Þeir gerðu tillögu til landbúnaðarráðherra um svipað hlutfall og í fyrra eða 36% yfir há- sláturtíðina. Jóhannes sagði að þetta hlut- fall miðaðist við að minnka birgðir um 400 tonn til viðbótar, en þar með ætti birgða- staða að vera orðin vel viðunandi. Verð til sauðfjárbænda lækkaði mikið í fyrra vegna almennrar verðlækkunar á kjöti í landinu. Jóhannes sagði að bændur vildu að sjálfsögðu að verðið hækkaði aftur og viðræður stæðu nú yfir við sláturleyf- ishafa um það mál. Birgðir lambakjöts minnka Morgunblaðið/Ómar Stakk einn gest með hnífi LÖGREGLAN í Reykjavík var kölluð í heimahús í Hlíðunum kl. 6 í gærmorgun til að aðstoða konu við að koma gestum út úr íbúð sinni þar sem gleðskapur hafði verið. Óskaði húsráðandi sjálfur eftir hjálp lögregl- unnar því gestirnir vildu ekki út og voru ekki lengur velkomnir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík greip konan skyndilega til hnífs og stakk gestkomandi mann í magann. Eng- in átök höfðu verið í íbúðinni áður en þetta gerðist. Konan var færð í fangageymslur lögreglunnar og beið yfirheyrslu í gær. Maðurinn gekkst undir minniháttar skurðaðgerð í gær, en líðan hans er góð eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis á skurðdeild. ♦♦♦ Hentist út úr bílnum ÖKUMAÐUR missti stjórn á bíl sínum rétt fyrir utan Grundarfjörð, á leið til Ólafsvík- ur, og lenti utan vegar um kl. 8 í gærmorg- un. Hentist hann út úr bílnum og segir lög- reglan í Stykkishólmi ótrúlegt að ekki skyldi fara verr. Landslagið, þar sem bíll- inn fór út af, hafi komið í veg fyrir að mað- urinn fengi bílinn á sig. Snerist bíllinn langsum í veltunni og fór fram hjá honum. Stöðvaðist bíllinn um 80 metra frá veginum en maðurinn um 20 metra. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun og var ekki í bílbelti. Hann slapp með skrámur og var fluttur á Heilsugæslustöðina í Grundarfirði, en fékk að fara heim að lok- inni skoðun. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.