Morgunblaðið - 03.08.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 03.08.2004, Síða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 29 ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu í Ármúla þrjú snyrtileg skrifstofuherbergi, samtals 54,5 fm, með góðum tölvulögnum. Upplýsingar gefur Ólafur í síma 897 2394. TILBOÐ / ÚTBOÐ Samkoma í dag kl. 20.00 Gunnar Þorsteinsson predikar. Miðvikud.: Bænastund kl. 20.00 Fimmtud.: Unglingarnir kl. 20.0 Heilun, sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Hugleiðslu- námskeið. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í s. 553 8260, f. hádegi. RAÐAUGLÝSINGAR ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: *Nýtt í auglýsingu 13610 Skólaakstur fyrir Laugagerðisskóla. Opnun 12. ágúst 2004 kl. 11.00. Verð út- boðsgagna kr. 3.500. *13630 Lokað blóðtökukerfi. Útboð vegna kaupa á lokuðu blóðtökukerfi fyrir heil- brigðisstofnanir, ásamt nauðsynlegum fylgihlutum. Opnun 2. september 2004 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 3.500. 13640 Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð/ Ak. Útboð á gatnagerð og bílastæði. Opnun 12. ágúst 2004 kl. 14.00. Verð út- boðsgagna kr. 6.000. mbl.is ✝ MargrétTryggvadóttir fæddist á Stóru-Borg í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu 24. september 1911. Heimili hennar stóð þar lengst af og þar lést hún 26. júlí síð- astliðinn. Foreldrar Margrétar voru Björn Tryggvi Guð- mundsson, búfræð- ingur frá Ólafsdals- skóla og bóndi í Klömbrum í Vesturhópi en síðar á Stóru-Borg, f. að Syðri-Völlum í V.-Hún. 12. júlí 1878, d. 1. maí 1918, og kona hans, Guðrún Magn- úsdóttir húsfreyja þar, f. að Hafn- arnesi í Nesjasveit í A.-Skaft. 1. desember 1884, d. 2. nóv. 1968. Síðari maður Guðrúnar var Jó- hann Líndal Helgason kennari, f. á Sauðadalsá á Vatnsnesi 23. maí 1895, d. 10. október 1931. Eftirlif- andi bræður Margrétar eru Guð- mundur Tryggvason, fyrrum framkvæmdastjóri Tímans og lengst af kenndur við Kollafjörð, f. 1. sept. 1908, og Björn Tryggvi Jó- hannsson, bóndi á Stóru-Borg, f. 29. sept. 1921. Önnur systkini dóu í dætur hennar eru Ólöf Hulda Steinþórsdóttir, f. 23. mars 1993, og Kolbrún Atladóttir, f. 30. mars 1996. 3) Guðrún, íslensku- og upp- lýsingafræðingur, f. 14. febrúar 1942, maður hennar er Leo(nard- us) J.W. Ingason héraðsskjalavörð- ur; börn þeirra eru Karlotta María, þýðandi og nú búsett er- lendis, f. 17. janúar 1977, maki Hughues Pons verslunarmaður; og Gunnar Leó tónlistarkennari, f. 5. júlí 1978. Margrét var húsfreyja á Stóru- Borg og um tíma sá hún á vetrum um söng- og danskennslu í far- skóla Þverárhrepps en þar á heim- ilinu og á ýmsum fleiri bæjum var farskólinn hluta vetrar þar til hann lagðist af með tilkomu nýs skólahúsnæðis á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi. Margrét sinnti margvíslegum félagsmálum í heimahéraði, stofn- aði m.a. kvenfélagið Ársól í Vest- urhópi og var fyrsti formaður þess. Hún var einnig um um árabil í forystusveit Kvennabandsins í Vestur-Húnavatnssýslu en það beitti sér m.a. fyrir og aflaði fjár til byggingar sjúkrahúss á Hvamms- tanga. Þá starfaði hún einnig um tíma í sóknarnefnd Breiðabólstað- arsóknar, var um skeið sem sókn- arnefndarformaður þar. Útför Margrétar fer fram frá Breiðabólsstað í Vesturhópi í Vest- ur-Húnavatnssýslu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. barnæsku. Margrét giftist 17. júní 1932 Karli H. Björnssyni, bónda og ættfræðingi, f. á Gauksmýri í Línakra- dal, 20. maí 1907, d. 16. júlí 2001, og reistu þau bú sitt á Stóru-Borg. Karl var sonur Ólafar Sigurðardóttur, f. á Þorkelshóli í Víðidal 16. janúar 1865, d. 2. júlí 1925, og seinni manns hennar, Björns Jósafats Jósafatssonar, f. að Enn- iskoti í Víðidal 15. ágúst 1868, d. 8. júní 1957, bænda á Gauksmýri. Börn Margrétar og Karls eru: 1) Björn Tryggvi kennari, f. 28. mars 1932, kona hans Hrefna Péturs- dóttir, fyrrum ráðskona á Sjúkra- húsi Hvammstanga, d. 1984; sonur þeirra er Guðmundur viðskipta- fræðingur, f. 9. janúar 1966; dóttir Hrefnu og fyrri manns hennar er Edda Margrét Jónsdóttir kennari, búsett í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. 2) Ólöf Hulda kennari, f. 22. maí 1938; dóttir hennar og fyrrum sambýlismanns hennar, Halldórs Hjartarsonar flugvirkja, er Unnur Margrét, f. 4. október 1970, en Móðir mín fæddist að Stóru- Borg í Víðidal, þar áttu og for- eldrar mínir sitt ævistarf, en það mun hafa verið árið 1928 sem þau hittust fyrst á Stóru-Borg. Þau tóku saman fáum árum seinna og hófu þar búskap 1932. Auk búsýslu og félagsstarfa var móður minni mjög sýnt um heimilis- og listiðn- að. Hún eignaðist snemma sauma- vél og prjónavél. Þá sameinuðust nokkrir bæir í Þverárhreppi um kaup á stórri spunavél sem var á bæjunum til skiptis. Þessar heim- ilisvélar urðu ásamt höndum og hugviti móður minnar til mikilla búdrýginda. Samhliða búrekstrin- um hófu þau foreldrar mínir rekst- ur á sumarhóteli á Stóru-Borg árið 1970 í samvinnu við Flugfélag Ís- lands. Þegar hægjast tók um bú- skapinn fóru þau að búa í Reykja- vík hluta ársins, fyrst með vetrarsetu 1988, en á Stóru-Borg voru þau ávallt á sumrum. Á yngri árum móður minnar var margt ógert á sviði öldrunarmála og sjúkraaðstöðu. Hún beitti sér því fyrir stofnun kvenfélagsins Ár- sólar í Vesturhópi, varð fyrsti for- maður þess og í forystusveit Kvennabandsins í Vestur-Húna- vatnssýslu. Skemmtanir voru haldnar til fjáröflunar á vegum Kvennabandsins og voru þær æv- inlega vel sóttar. Fyrir tilstilli framsýnna kvenna var m.a. byggt sjúkrahús á Hvammstanga. Ég skynjaði móður mína afar sterkt að morgni dagsins sem hún lést, rétt eins og hún vildi segja mér eitthvað, líklega var ég milli svefns og vöku. Eftir lát hennar sé ég fyrir mér hvar faðir minn kem- ur sporléttur á móti henni á græn- um grundum Paradísar, hallar sér hlýr og brosleitur fram á hægri fótinn, tekur utan um herðar henni og hallar henni rétt eins og hann gerði svo oft áður að brjósti sér, þar sem hún mætir honum léttstíg og glöð yfir þessu nýja bjarta stefnumóti. Ég þakka þeim báðum í sameiningu alla þá velviljuðu inn- rætingu og leiðsögn sem þau veitti í uppeldinu og alla stund síðan, allt það góða sem þau gáfu mér og mínum, kærleik þeirra og um- hyggju alla stund. Fylgi þeim góð- ar vættir um eilífð alla. Guðrún Karlsdóttir frá Stóru-Borg. Elskuleg tengdamóðir mín, Mar- grét Tryggvadóttir, sú mæta kona, er látin norður í Húnaþingi. Ég bar gæfu til að þekkja hana í tæp 30 ár. Í hug mér er þakklæti og virðing í garð þeirra hjóna. Það var gefandi og lærdómsríkt að tengjast þeim. Á skilnaðarstundu reikar hugurinn til baka. Ég man glöggt mína fyrstu ferð norður að Stóru-Borg árið 1976. Þá hafði ég nýlega kynnst Guðrúnu dóttur þeirra. Margrét tók mér af svo mikilli hlýju og vinsemd að það rennur seint úr minni. Og það við- mót ríkti æ síðan. Það bar aldrei skugga á samskipti okkar. Milli okkar ríkti gagnkvæm vinsemd, virðing og áhugi. Það var einmitt eitt helsta einkenni hennar að vera gefandi manneskja sem lét sér annt um líf og líðan þeirra sem henni tengdust. Um það vitna ótal dæmi. Væn kona. Veit ég þó að ekki var búskapurinn og lífið sjálft án áhyggjuefna. Hún gat verið al- vörugefin ef til slíks var raunver- legt tilefni en þó var aldrei langt í skopskynið að hennar hætti. Og frekar leitast við að leita lausna á málum en að gera mikið úr þeim eða leggja árar í bát. Hún hafði sterka ábyrgðarkennd, var skarp- greind kona og úrræðagóð. Gott var að sækja hana heim á Borg eins og við Guðrún gerðum í sum- arleyfum. Og börnin okkar urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að geta verið í sveit hjá ömmu og afa. Ég hygg að þau muni búa að því alla tíð. Gömlu hjónin áttu sinn hlut í mótun þeirra. Eins var það þegar hún kom suður og dvaldi hjá okkur. Þegar þau höfðu brugðið búi og bjuggu í Reykjavík yfir vetrartím- ann voru samfundir ætíð til gleði. Nú verða þær ekki fleiri heimsókn- irnar. Ég hef saknað Karls Björns- sonar eftir að hann kvaddi árið 2001. Og jafnt mun ég sakna Mar- grétar elskulegrar. Það er eftir tóm. Líf okkar hefur breyst en þannig er nú gangurinn. Ég kveð þig tengdamóðir góð með virðingu og þökk. Söknuðurinn er mikill. Guð geymi þig og megi hann leiða okkur sem eftir stöndum til að ná áttum okkar á ný. Ég vil trúa því að orðið endurfundir ykkar Karls bónda þíns sómakonunnar góðu og öðlingsins væna. Leo J.W. Ingason. MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Mar- gréti Tryggvadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ólöf Hulda Karlsdóttir, Guðrún, Björn Tryggvi, Steinunn, Kristín og Kolbeinn, Unnur Margrét Halldórsdóttir, Kolbrún Atladóttir, Guðrún, Björn Tryggvi, Steinunn, Kristín og Kolbeinn, Árni Þór Sig- urðsson,Ólöf Hulda Steinþórsdóttir, Karlotta M. Leosdóttir. Ég horfi á ljóssins loga sem lýsir í hugskot mitt og sé á björtum boga brosandi andlit þitt. (Snjólaug Guðmundsdóttir.) Elsku amma Ella mín. Núna ertu farin heim. Þú fékkst loksins svefninn langa sem þú varst búin að bíða svo lengi eftir. Þrátt fyrir að ég vilji hafa þig hjá mér þá líður mér samt betur því ég veit að núna líður þér miklu betur. Stundum gleymdi ég að þú varst veik því þú varst oft svo hress og auð- vitað alltaf jafngóð. Þær voru ófáar stundirnar sem við sátum og vorum að spjalla í eldhúsinu og stundum glymdum við okkur alveg og urðum of seinar í bankann en þá sagðir þú alltaf: ,,Nú jæja, ég fer þá bara á morgun.“ Aldrei mun ég gleyma þeim stundum sem ég gisti hjá þér og við sátum við eldhúsborðið og spiluðum eða þegar við horfðum á teiknimyndir langt fram á nótt og hlógum svo mikið þangað til okkur verkjaði í magann. En þegar þér fannst klukkan vera orðin of margt þá lögðumst við upp í rúm til þín og þú last sögur fyrir mig. Sérstaklega man ég eftir því þegar ég ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Elínborg Sigurð-ardóttir fæddist í Reykjavík hinn 3. ágúst 1942. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 21. apríl. var lítil og var að fara að sofa að þá komstu með kisukoddann og lést hann tala við mig og kyssa mig góða nótt. Ég veit að ég heim- sótti þig eiginlega ekk- ert eftir jólin og ég sé svo mikið eftir því að hafa ekki nýtt tímann sem þú áttir eftir með þér. Þegar við komum upp á spítala að sjá þig hvíldi svo mikil ró yfir öllu og þegar ég sá þig beið ég eftir og vonaðist til að sjá þig anda en þegar það gerð- ist ekki gerði ég mér grein fyrir því að við ættum aldrei aftur eftir að gleyma okkur í spjalli og verða of seinar í bankann, aldrei eftir að spila aftur eða horfa á teiknimyndir, við eigum aldrei eftir að kúra upp í rúmi og lesa sögur, ég fæ aldrei aftur að heyra í kisukoddanum og við eigum aldrei aftur eftir að hlæja saman. Það sem erfiðast er að ég á aldrei eftir að finna þig halda utan um mig og heyra þig segja: ,,Mér þykir svo vænt um þig, Lilja mín.“ Elsku amma mín. Þú ert eina kon- an sem ég gat talað við og skildir mig og núna veit ég ekki hvað tekur við. Ég veit samt að þú, langamma og langafi fylgist með mér og takið vel á móti mér þegar ég kem til ykkar. Ég hlakka til að sjá þig á betri stað, þar sem þér líður betur og ég segi að lokum það sem þú varst vön að segja við mig. ,,Góða nótt, sofðu rótt í alla nótt. Guð gefi þér góða nótt og góða drauma.“ Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ég elska þig, Lilja Rós. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.