Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jeremy og hermennirnir hverfa á milli trjánna. Hrópin og fóta- takið dvína uns skógurinn gleypir þau. Yfirsálfræðingurinn hjá 82. fallhlífarsveitinni í Fort Bragg, Jill Breitbach, gerði könnun og komst að þeirri niðurstöðu í ágúst að það er ekki allt eintóm vellíðan í bandaríska hernum. Yfir 17% hermannanna sem þjónað hafa í Írak þjást af áfalla- streitu. Einkennin eru þunglyndi, sjálfsmorðshugleiðingar, martraðir, svefntruflanir og reiðiköst. Þau geta komið í ljós í margmenni, við að stoppa á rauðu ljósi eða þegar plastpokar og rusl fýkur til við vegarbrún. Plast og rusl minnir á felustað ír- askra uppreisnarmanna fyrir sprengjur og jarðsprengjur og að stoppa á rauðu ljósi í Bagdad getur þýtt upphafið að árás. Eftir að Breitbach kynnti niðurstöður rannsóknarinnar fyrir dagblaðinu Fayetteville Observer, var þaggað niður í henni. Þegar ég reyni að ná tali af henni er svarið: „Liðsforingjanum finnst óviðeigandi að Breitbach veiti viðtöl núna.“ Ég minnist samtals í gervihnattasímanum mínum í Bagdad í apríl í fyrra. Kollegi fylgdi fyrstu innrásarsveitunum inn í írösku höfuðborgina. „Á daginn skjóta þeir í kringum sig, á nóttunni gráta þeir,“ sagði hann áður en herinn tók borgina. Meirihluti hermannanna talar aldrei um vandamálin. Þeir eru hræddir um að verða stimplaðir sem „skræfur“ eða „klikk- aðir“, hafa áhyggjur af að eyðileggja starfsframann og orðspor sitt innan hersins. Þeim mun fleiri bardögum sem þeir hafa tekið þátt í, þeim mun meiri líkur eru á að þeir finni fyrir ein- kennum, segir í New England Journal of Medicine. Og þeim mun fleiri einkenni sem hermennirnir sýna, þeim mun ólíklegra er að þeir leiti sér hjálpar. Það eykur mjög á andlegu vandamálin að hafa drepið. Í Írak gildir það um marga, oft í návígi. Nákvæm- lega hversu marga Afg- ana eða Íraka banda- rískir hermenn hafa tekið af lífi er ekki vit- að, og eins og hershöfð- inginn Tommy Franks sagði: „Við teljum ekki lík. En einstakur her- maður getur verið viss um að hann hefur drep- ið.“ Fyrir suma er það of þung byrði. Sjálfs- morðstíðni innan bandaríska hersins fer vaxandi og meðal þeirra sem hafa þjónað í Írak er hlutfallið 35% hærra en annars staðar í hernum. Tugir her- manna hafa framið sjálfsmorð í Írak, aðrir eftir að þeir komu til baka. Nokkrir hermenn í yfirmannsstöðum frá Afganistan hafa líka myrt eiginkonur sínar. „Ég hef ekki drepið neinn hér og ég vona að ég þurfi aldrei að drepa neinn,“ skrifaði tveggja barna faðir til móður sinnar frá Bagdad áður en hann skaut sig. Sólarljósið fellur mjúklega á altarið og gefur krossinum á veggnum líf. Sindrandi streymir það inn um gluggana. Þykk glerlistaverkin sýna atvik úr Biblíunni, frá Víetnam, úr seinni heimsstyrjöld, frá loftárásum og sprengjuförum. Hvítar fall- hlífar svífa niður. Bandaríski fáninn bærist stoltur í bakgrunni. Á lítilli skrifstofu bak við skrúðhúsið situr herpresturinn Christopher Carson. Hann klæðist einkennisbúningi. Það eina sem skilur hann frá þeim óbreyttu er svartur kross sem er saumaður á kragann. Prestarnir eru tengdir deildum og taka þátt í æfingum þegar þeir hafa tíma. Þeir eru sendir með her- sveitum bæði til Afganistans og Íraks. – Það er auðveldara að koma til mín en til „sála“. Það er frekar viðurkennt. Einn hermaður hringdi í mig þegar hann var heima í leyfi og sagði að lífið væri allt í þokumóðu og hann gæti ekki meira. Ég bað hann að lýsa ástæðunum sem hann hefði til að lifa og til að deyja. Síðan spurði ég hann hvernig hann ætlaði að binda enda á lífið. „Með gítarstrengjunum,“ svaraði hann. Í gegnum símann bað ég hann að henda strengj- unum. Á veggnum fyrir aftan Carson hanga tilvitnanir í Biblíuna og stór mynd af Jesú. Hann hallar sér fram alvarlegur í bragði. – Einn hermaður sagði frá atvikinu sem hundelti hann. Drunur, jeppi sem springur. Síðan þarf hann að tína upp hlut- ana af tveimur látnum félögum sínum. Aftur og aftur. Í mar- tröðum á nóttunni. Úrvalshermaðurinn Jeremy Bails vildi ekki viðurkenna að hann ætti erfitt með að vinna úr því sem hann hafði upplifað. – En það er gott að leggjast án þess að vera fylgt inn í svefninn af fljúgandi byssukúlum, sagði hann og hló dauflega áður en æfing dagsins hófst. Einn af félögum hans, sem ekki vildi gefa upp nafn, varð vitni að þyrluslysi þar sem tugir hermanna létu lífið. –Versti dagur lífs míns. Það var erfitt, sagði hann. Punkt- ur. Meðal viðbótarálagsins á hermennina í 82. fallhlífarsveitinni er upphefðin sem því fylgir að vera fallhlífarhermaður. Aðeins þeir bestu komast að og væntingarnar eru miklar. Hermenn- irnir eiga að vera í toppformi, með stállíkama og kláran koll. Herinn kennir þeim að drepa en þegar skothríðinni linnir standa þeir einir. I’m going over to Iraq With a rifle and a ruck on my back. Kicking and fighting and cutting all day, We don’t know no other way. Fyrir utan gaddavírsgirðinguna, fyrir utan Fort Bragg, í bænum Fayetteville gengur Charles O’Neal léttfættur inn á háskólasvæðið. Ljósi einkennisbúningurinn er eins og límdur á líkamann. Hann heldur á bæklingum sem freista með orðum eins og „persónuleg þróun“, „tækifæri til velgengni“ og „spenn- andi starfsframi“. – Ég er sölumaður. Ég sel lífsstíl. Charles O’Neal er einn af þúsundum sem stunda hausaveiðar fyrir herinn. Föðurlandsvindarnir sem nú blása um Bandaríkin og enn fremur stríðið gegn hryðjuverkum hafa orðið til þess að „Það er erfiðara að takast á við þetta ógeð en mig hafði grun- að. Ég vil ekki vinna við þetta lengur því ég sé beint inn í dauð- ann.“ Yfir 17% hermannanna sem þjónað hafa í Írak þjást af áfallastreitu. Einkennin eru þunglyndi, sjálfsmorðshugleiðingar, martraðir, svefntruflanir og reiðiköst, en sjálfsmorðstíðni innan bandaríska hersins fer vaxandi. Angeline Davis og sonur hennar búa í Fort Bragg. Hún heldur í desember til ársdvalar í Írak. Hjónin Jaqueline og James Lambert héldu saman til Kúv- eits til að taka þátt í stríðinu gegn Írak. Hann er nú látinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.