Morgunblaðið - 12.09.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.09.2004, Qupperneq 21
að virkja stjórnsemina á jákvæðan hátt.“ Ragnhildur þótti sem sagt stjórn- söm sem barn, og til eru nokkrar fleygar sögur af því. Setning varð fleyg sem Doddi Ásgeirs, einn af frumbyggjunum í götunni hennar á Húsavík, sagði eftir að Ragnhildur og fjölskylda komu aftur heim eftir sum- arfrí fyrir sunnan á uppvaxtarárun- um: „Æ, elskan, mikið er nú gott að þú ert komin aftur, það hefur ekki verið nokkur stjórn í götunni síðan þú fórst.“ Ragnhildur segist meta það mikils við fólk að vera hreinskilið við sig. „Afi minn Jón kenndi börnunum sínum þá reglu að segja aldrei neitt um fólk nema það sem hægt væri að segja beint við það sjálft. Auðvitað verður aldrei hægt að fara alfarið eftir þessu en ég held að það sé hollt að hafa þetta að leiðarljósi. Ég hef sjálf reynt að temja mér það í starfi að koma hreint fram en ég er lítið fyrir hvers kyns plott. Það er mér ekki að skapi.“ Stjórnsýsla og ljóð Ragnhildur hefur fylgst með stjórnsýslufræðum bæði á Íslandi og í Danmörku. Stjórnsýsluréttur var uppáhaldsfagið hennar í lögfræðinni og hún hefur reglulega setið námskeið og ráðstefnur í faginu. Starf ráðuneyt- isstjóra er viðamikið og annasamt, þetta er starf embættismanns sem þarf að gæta hlutleysis gagnvart mönnum og málefnum. Hann þarf að slíta sambönd sín við einstaka hags- munahópa, ef einhver eru, og hann má helst ekki sjálfan langa til þess að standa í eldlínunni. „Mikil ábyrgð fylgir þessu embætti, sýna þarf festu í starfsemi ráðuneytisins og styðja við daglegt starf ráðherrans,“ segir Ragnhildur, „jafnframt má ráðuneyt- isstjóri aldrei missa sjónar á því að embættið er fyrir borgarana en ekki fyrir hann sjálfan – meginhlutverk hans er þjónusta við hinn almenna borgara. Hann þarf líka að vera sáttur við að vera vélin sem knýr vinnuna fyrir ráðherrann og stefnumál hans, eins og stjórnmálamaðurinn setur þau fram hverju sinni. Ég hlakka til að vinna með Árna Magnússyni að hans markmiðum og finn að hann hefur skýrt mótaðar hugmyndir og kraft til þess að fylgja þeim eftir af festu.“ Ragnhildur hefur gegnt annasöm- um störfum um ævina og segir gott að geta átt athvarf í góðum fjölskylduarfi og vinahópi og ekki síst í afslöppuðum matarboðum, en ekki endilega dýrum, margréttuðum veislum. Henni finnst Íslendingar stundum ganga full langt í flottheitunum, það einfalda sé oft notalegast, aðalatriðið sé að hittast og spjalla um daginn og veginn, að vera saman. „Þá er ég Vesturbæingur og KR-ingur, og því fylgja skemmtileg samskipti við nágranna og vini og auð- vitað fylgi ég drengjunum mínum hvert á land sem er í fótboltaferðum,“ segir hún og að hún sé mikill ljóðaunn- andi. „Í ljóð og bækur sæki ég fyllingu og ró,“ segir hún og að hún hafi oft opnað ljóðabækur undanfarna daga. „Einar Benediktsson var einstakt ljóðskáld og það eru margar hending- ar í Einræðum Starkaðar sem koma reglulega upp í hugann, einnig get ég nefnt ljóðaþýðingar Magnúsar Ás- geirssonar t.d. á Rudyard Kipling og mörg ljóð Gunnars Dal eru innihalds- rík í einfaldleika sínum,“ segir hún og að henni finnist gott að grípa til ljóða- hendinga og spakmæla bæði fyrir sig sjálfa og einnig í tækifærisræðum. „Ég hef reyndar sérstakt dálæti á einu ljóði eftir Heiðrek Guðmundsson, skáld frá Sandi í Aðaldal, þaðan sem föðurfólkið mitt er ættað, sem heitir „Heilræði ömmu þinnar“. Þar er m.a. að finna ljóðlínurnar: „Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari nokkurs manns, aðeins grafa ennþá dýpra eftir bestu kostum hans.“ Mér finnst þessi orð eiga oft við og ég hef m.a. notað þau þegar ég hef ávarpað lögfræð- inga. Þau, eins og orðin „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ eru sígild og hafa vissulega ítrekað komið upp í huga mér í umfjöllun um embættis- veitingar fyrr og nú,“ segir Ragnhild- ur að lokum. guhe@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 21 www.101skuggi.is Síðumúla 21 Sími 588 9090 Suðurlandsbraut 52, við Faxafen Sími 530 1500 Íbúðakaup í 101 Skuggahverfi þar sem glæsileiki, vandaðar byggingar og þægindi fara saman, er ekki fjarlægur draumur. Kostir: • Við miðbæinn. • Glæsilegt útsýni. • Einungis tvær íbúðir á hæð. • Meiri lofthæð. • Betri hljóðeinangrun. • Lyftur í öllum stigahúsum. • Bílastæði í lokaðri bílageymslu. • Öryggiskerfi og hátæknisamskiptakerfi. • Sérstakt gluggaþvottakerfi. • Utanhússklæðning í sérflokki. Íbúðir til afhendingar í desember Lindargata 33 – 4. hæð – Stærð: 112,7 m2 Verð: 20,9 millj. kr.* Lánsfjárhæð: 16,7 millj. kr. Greiðslubyrði pr. mánuð: 87.600 kr. Útborgun: 5,1 millj. kr. Vatnsstígur 15 – 6. hæð – Stærð: 142 m2 Verð: 29,5 millj. kr.* Lánsfjárhæð: 23,6 millj. kr. Greiðslubyrði pr. mánuð: 121.300 kr. Útborgun: 7 millj. kr. Afhendum fyrstu íbúðirnar í október Framtíðarheimili á frábærum stað við miðborgina Bjóðum einnig fullbúnar íbúðir. * Íbúð tilbúin til innréttingar. * Íbúð tilbúin til innréttingar. Góð lánakjör – Dæmi um verð og greiðslubyrði: LEITIÐ UPPLÝSINGA.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.