Morgunblaðið - 12.09.2004, Side 39

Morgunblaðið - 12.09.2004, Side 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 39 Sími 533 4040 Fax 533 4041 Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. ATVINNUHÚSNÆÐI VERSLUNAR - SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI LEIGA AKRALIND - KÓPAVOGI Innréttað skrifsstofurými á neðri hæð hússins er að losna úr leigu og hentar undir margskonar starfssemi. Svo sem heildsölu, skrifstofur og þjónustufyrirtæki. Endabil hússins en einnig laust til leigu og er kjörið undir verslun sem þarf gott auglýsingagildi og stóra glugga. Möguleiki að sameina tvær hæðir og nýta undir verslun. Glæsilegt hús, vel staðsett. Góð malbikuð bílastæði. Frábært útsýni. Húsið er klætt að utan. Vandaður frágangur. Upplýsingar gefur Dan í síma 533 4040 eða 896 4013. VERSLUNAR - SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL SÖLU EÐA LEIGU ASKALIND - KÓPAVOGI Hafin er bygging á þessu glæsilega húsi sem er um 1.800 fm. Stór lóð. Húsið er frábærlega vel staðsett á hornlóð beint á móti Habitat. Húsið afhendist fullfrágengið eða eftir samkomulagi. Leiga eða sala í einu lagi. Stærðir: 1. hæðin er 1.000 fm, 2. hæðin, götuhæð að ofanverðu er 600 fm og 3. hæðin er 200 fm. Húsið hentar sérstaklega vel undir verslunarrekstur. Upplýsingar gefur Dan í síma 533 4040 eða 896 4013. MELABRAUT - SELTJ.- NESI Sérstaklega falleg og rúmgóð 90 fm hæð í 3-býlishúsi við Melabraut á Sel- tjarnarnesi. Íbúðin hefur mikið verið endur- nýjuð. Svalir. Útsýni. Gróin lóð til suðurs. Nánari upplýsingar veitir Magnea fast- eignasali í síma 861 8511. V. 16,5 m. 4114 SPORHAMRAR - M/TVÖ- FÖLDUM 41 FM BÍLSKÚR Glæsileg og rúmgóð 4ra herb. 112 fm endaíbúð á 2. hæð í 4ra íbúðarhúsi ásamt tvöf. 41 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, geymslu/- þvottahús (í íbúð) og þrjú svefnherb. Á jarðhæð er hjólageymsla. Íbúðin er búin vönduðum innr., parketi og flísum á gólfi. Stórar suðursvalir. Hús og sameign eru í mjög góðu ástandi. V. 18,7 m. 4451 FÍFUSEL - ENDAÍB. 4ra herb. 104 fm góð endaíb. á 1. hæð sem skiptist í hol, stofu, eldhús, 3 svherb. og baðher- bergi. Sérbílastæði á lóð. V. 13,3 m. 4464 SNÆLAND - GLÆSILEG EIGN Sérlega falleg og björt 3ja-4ra herbergja íbúð á 1. hæð við Snæland í Fossvogi. Eignin skiptist í rúmgott hol, eld- hús, þvottahús/geymslu, tvö til þrjú her- bergi, stóra stofu (borðstofu) með sjón- varpsstofu innaf og gott baðherbergi. Fal- legt útsýni. V. 16,4 m. 4401 KLUKKURIMI - FALLEG 3ja herb. falleg íb. m. sérinng. innaf svölum. Íb. skiptist í forstofu, hol, eldhús, barna- herb., hjónaherb., baðherb. og stofu. Björt og rúmg. íbúð. V. 13,5 m. 4465 BARMAHLÍÐ - LAUS FLJÓTLEGA 83 fm vel skipulögð kjallaraíbúð í fallegu húsi með suðurgarði. Íbúðin skiptist í stórt eldhús, stofu, tvö rúmgóð svherb. og baðherbergi. Nýlega endurnýjað baðherbergi, nýlegt gler, park- et á gólfum og timburverönd til suðurs. Gott brunabmat 9,5 m. V. 12,9 m. 4458 BERJARIMI - FALLEG ÍBÚÐ Mjög falleg 74,3 fm björt og rúm- góð 2ja herb. íbúð á 2. hæð (efstu) í litlu fjölb. Íb. er með sérinng. af svölum. Eignin sk. í forstofu, hol, svherb., baðherb., þv- hús og saml. eldhús og stofu. Sérstæði í lokaðri bílageymslu. V. 12,5 m. 4444 HRAUNBÆR Björt og snyrtil. 65,3 fm 2ja-3ja herb. íbúð á jarðh. í Hraunbæ. Eignin skiptist í hol, eldh., stofu, baðherb. og herb. Sérgeymsla á hæð og sameiginl. þvhús. Búið er að klæða blokkinni að hluta. Snyrtil. sameign. V. 10,3 m. 4456 Vandað og vel viðhaldið 205 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Bjargartanga í Mosfellsbæ. Húsið skiptist þannig: Stofa, borðstofa, sólskáli, eldhús, þvottahús, fjögur herbergi, baðherbergi, snyrting og forstofa. Innbyggður bílskúr með góðri lofthæð. Nýtt þak. V. 27 m. 4460 BJARGARTANGI Glæsilegt einbýlishús í Ártúnsholtinu. Húsið er teiknað af Þorvaldi Þorvaldssyni. Stærð hússins ásamt bílskúr er 242 fm. Á efri hæðinni eru 4 svefnherb., baðherbergi og fataher- bergi. Á neðri hæðinni eru góðar stofur, eldhús borð-/sólstofa, þvottahús o.fl. Mjög falleg- ur garður með fjölbreytilegum gróðri, stórri lokaðri timburverönd og hellulögðum stéttum. Húsið hefur fengið gott viðhald og er í góðu ásigkomulagi. V. 39,8 m. 4230 SEIÐAKVÍSL - GLÆSILEGT Glæsileg 6 herb. 155 neðri sérhæð sem skiptist í 2 saml. stofur, 4 stór svefnh., baðh., ný- standsett eldhús, búr, sérþvottah. o.fl. Séreignarflatarmál hæðarinnar er því 154,7 fm auk 24,1 fm bílskúrs. V. 25 m. 4438 HÁTEIGSVEGUR - 155 FM Vorum að fá í sölu mjög fallega og mikið endurnýjaða 78 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, tvö herbergi og rúmgott hol. Blokkin hefur nýlega verið standsett. Nánari upplýsingar veitir Magnea fasteignasali í síma 861 8511. V. 14,2 m. 3676 KAPLASKJÓLSVEGUR - GLÆSILEG EITT af því sem einkennir um þessar mundir aðstæður í sam- skiptum sjómanna og útgerða er aukning tilvika þar sem forsvars- menn einstakra útgerða taka ákvarðanir sem hafa í för með sér afgerandi breytingar á högum sjó- manna. Ákvarðanir sem fela í sér breytta útgerðarhætti og vinnulag þar sem megintilgangurinn er ýmist með góðu eða illu að bæta afkomu fyrirtækjanna sem hlut eiga að máli og lít- ið skeytt um hvort heimild sé til staðar í kjarasamningum. Sumt af því sem hrint hefur verið í fram- kvæmd er þannig vax- ið að til hagsbóta er fyrir alla er málið varðar, en í öðrum til- vikum er hreinlega um klárar þving- unaraðgerðir að ræða þar sem áhöfnum eru gefnir tveir valkostir. Þ.e.a.s. að fara eða vera. Vilji menn halda starfinu og „vera“ þá skulu þeir undirgangast þá kosti sem vinnuveitandinn setur. Ef menn hins vegar móast við koma yfirlýs- ingar um að útgerð verði hætt ell- egar að segja verði upp svo og svo mörgum. Þetta undirstrikar brýna nauðsyn þess að ljúka gerð kjara- samninga sjómanna og útgerð- armanna. Það nýjasta í þessu dæmi er að bjóða mönnum upp á þann kost að missa starfið ellegar að áhöfnin stofni stéttarfélag um borð í umræddu skipi og rói upp á þau kjör sem „um semst“ milli áð- urnefnds stéttarfélags og útgerð- armanns. Heyrst hefur að leitað hafi verið til hæfustu lögfræðinga í vinnurétti til ráðgjafar til að kanna hvort hægt væri með tilliti til laga að koma hinu nýja stéttarfélagi á koppinn. Allir vita að nauðsyn ber til að laga kjarasamninga að að- stæðum sem upp koma hverju sinni og gangur kjaraviðræðna, fram til þessa, hefur ekki verið með þeim hætti að vakið geti bjartsýni um að farsæl lausn sé í sjónmáli. Í raun má segja að sá hægagangur sem ein- kennt hefur viðræð- urnar sé vel til þess fallinn að gera alla venjulega menn hálf- vitlausa. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þau kjör sem ís- lenskir sjómenn búa við nú, eru afrakstur margra áratuga kjara- baráttu. Ákveðinn út- gerðarmaður, Guðmundur Krist- jánsson, virðist ekki treysta sér til að reka sitt fyrirtæki við þær að- stæður sem hann þó vissi mætavel hverjar voru þegar hann keypti skip og fyrirtæki. Mat hans er að ekki dugi önnur ráð en að taka völdin í sínar hendur og búa til prívat kjara- samninga fyrir sína útgerð. Hinn 24. jan. sl. var stofnað nýtt stéttarfélag í kjölfar sameiningar fimm af þeim sjö landshlutafélögum skipstjórn- armanna sem aðild áttu að FFSÍ. Aðalástæðan fyrir sameiningunni var að bregðast við þeirri gífurlegu samþjöppun sem átt hefur sér stað innan sjávarútvegsins og aðstæðum sem gætu komið upp og leitt einmitt nákvæmlega til vinnubragða af því tagi sem hér er fjallað um. Þeir sem að stofnun félagsins standa telja að eina svar skipstjórnarmanna við því vandmeðfarna valdi, sem óumdeil- anlega hefur myndast hjá stjórn- endum stórútgerðanna, felist í því að menn þjappi sér saman í öflugra stéttarfélagi. Takist áform Guð- mundar Kristjánssonar útgerð- armanns um stofnun stéttarfélags um borð í Rauðanúpi, Sólborgu, Guðmundi í Nesi og trúlega öllu þeim skipum sem hann ræður yfir, þá er það að mínu mati alvarlegasta aðför sem gerð hefur verið að stéttafélögum sjómann frá stofnun þeirra. Ekki má heldur gleyma að þessi útgerðarmaður er „gildur lim- ur“ í Landsambandi íslenskra út- vegsmanna og er með háttarlagi sínu að ganga gegn sínum eigin samtökum. Ljóst er að fari þessi bolti að rúlla og leiði til þess að stéttarfélögin verði jafnmörg og skipin sem gerð verða út, þá fyrst verður „virkilega gaman“ að vera sjómaður á Íslandi. Hitt er jafnljóst að fyrirsvarsmenn Félags skip- stjórnarmanna munu að fullum þunga berjast gegn þessu gerræði með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. „Heillandi framtíðarsýn“ Árni Bjarnason skrifar um sjómannasamninga ’Sumt af því sem hrinthefur verið í fram- kvæmd er þannig vaxið að til hagsbóta er fyrir alla.‘ Árni Bjarnason Höfundur er formaður Félags skip- stjórnarmanna og forseti FFSÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.