Morgunblaðið - 12.09.2004, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 12.09.2004, Qupperneq 56
MENNING 56 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Samstarfsverkefni þriggja nor-rænna listamanna, frá Ís-landi, Færeyjum og Svíþjóð, hefur vakið verðskuldaða athygli frá því í vor. Verkefnið er dálítil bók sem heitir því skemmtilega nafni Nei, sagði litla skrímslið og eru höf- undarnir Áslaug Jónsdóttir bók- verkakona (teiknari og rithöf- undur), Rakel Hjelmsdal rithöfundur og Kalle Güettler rit- höfundur. Leiðir þessara þriggja listamanna lágu saman fyrir þremur árum er efnt var til námskeiðs fyrir norræna teikn- ara og barna- bókarithöfunda á Biskops Arnö í Svíþjóð en þar eru reglulega haldin námskeið fyrir norræna lista- menn. Samvinnan um Nei, sagði litla skrímslið nær síðan lengra en til höf- undanna þriggja því gerður var samningur um útgáfu fjögurra for- laga á Norðurlöndunum á fjórum tungumálum, íslensku, sænsku, fær- eysku og dönsku. Hér á Íslandi er það Mál og menning sem gefur út, í Svíþjóð Bonniers-Carlsen, í Dan- mörku Sesam og Bokadeildin För- oya lærarafelag í Færeyjum. Áslaug segir að hugmyndin að bókinni hafi verið fljót að fæðast á milli þeirra þriggja. „Þemað var ein- faldlega þetta; einhver bankar á dyrnar. Hver er það? Möguleikarnir voru margir en hugmyndin að litla og stóra skrímslinu varð ofan á og myndrænt útlit fæddist samhliða.“ Bókin kom út í vor í Svíþjóð og sænskir gagnrýnendur hafa tekið bókinni fagnandi. „Þetta er auðvitað efni sem höfðar til Svíanna. Stóra skrímslið sem valtar yfir það litla sem aldrei þorir að segja neitt. Þetta er í rauninni mjög félagslega með- vituð saga um hvernig lítilmagninn verður að læra að segja nei og láta hina stærri bera virðingu fyrir sér. En hún er samt sett fram í fantasíu- stíl og stíll bókarinnar, persónur og myndlýsingar eru ekki í raunsæis- stíl.“ Áslaug segir að þriggja ára meðgöngutími Nei, sagði litla skrímslið þyki ekki ýkja langur í bókaheimi. „Svíar gera ráð fyrir tveggja ára vinnslutíma og það er kannski eðlilegt að svona samstarfs- verkefni taki lengri tíma en hefð- bundin útgáfa á einu forlagi.“ Upp- eldisgildi Nei, sagði litla skrímslið er augljóst þar sem skilaboðin eru þau að nauðsynlegt sé að standa á sínu og láta ekki vaða yfir sig. Bókin býð- ur upp á fjölbreytta möguleika fyrir foreldra að ræða við börnin um hvernig best sé að ná þessum ár- angri í viðskiptum við sér stærri og frekari einstaklinga. En um leið er bókin bráðfyndin og það á kannski stærstan þátt í vinsældum hennar. Gagnrýnendur hafa með réttu bent á hversu mörgum flötum í sam- skiptum og persónuþroska þessi „litla“ saga veltir upp, t.a.m. segir hún sögu um hvernig heilsteypt vin- átta þróast og hvernig heilbrigð sjálfsmynd barna mótast. Nei, sagði litla skrímslið er sannarlega stór í sniðum þegar efnið er brotið til mergjar. Sænskir gagnrýnendur hafa lofað bókina í hástert frá því hún kom út í Sví- þjóð í vor og ekki síst hefur hlutur Áslaugar verið lofaður en mynd- lýsingar, brot og leturval er henn- ar verk og má þá gjarnan minna á hversu stóran hlut Áslaug átti í vel heppnuðu útliti á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Það útlit hefur síðan fylgt bókinni í erlendum útgáfum enda vandséð hvernig hægt er að aðskilja svo samtvinnaða hugs- un í myndlýsingum, letri og texta eins og raunin var um þá bók. Það er raunar enn umhugsunarefni hvers vegna Áslaug naut ekki þeirrar höf- undarvinnu er bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin á sínum tíma. Verður varla öðru um kennt en íhaldssemi þeirra sem þar héldu um þræði.    Áslaug dregur enga dul á að fag- mennska í myndlýsingum sé á stund- um vanmetin og oft sé ekki gerður nægilegur greinarmunur á vinnu- brögðum fagfólks og áhugamanna. Í grein sem Áslaug skrifaði í tímaritið Börn og menning árið 2001 segir hún t.d.: „Myndabókaflóran er eins- leit og íslenskir barnabókamynd- skreytar íhaldssamir í stíl og vinnu- brögðum. Sú íhaldssemi birtist fremur í vankunnáttu en í tryggðum við hefðir. Ef einhverjum finnst fast að orði kveðið bendi ég fólki á að kynna sér útgáfu myndskreyttra bóka í öðrum löndum. Samanburð- urinn er okkur ekki í vil. Munur á gæðum er áberandi og ég get ekki skýrt hann öðruvísi.“ Og Áslaug seg- ir ennfremur: „Til marks um ein- hæfa framleiðslu okkar og skort á faglegri breidd skal ég nefna nokk- ur dæmi um stílbrögð og efnisflokka sem ég sakna. Hér er ég ekki aðeins að benda á einstök útlitseinkenni. Að baki þeim liggja mismunandi við- horf, sjónarhorn, áherslur og gildi. Hér er t.d. ekki hægt að finna alvöru naivista í hópi myndskreyta. Enga ljóðrænu að hætti austantjaldsteikn- aranna. Ekkert ljósmyndaraunsæi, engan súrrealisma, ekkert villt mál- verk. Hér eru engar myndskreyttar fagbækur fyrir börn (utan skóla- bækurnar). Myndabækur án texta eru óþekkt fyrirbrigði. Hér eru blaðateikningar (editorial ill- ustrations) nær eingöngu bundnar við skrípateikningar (cartoons) og myndaseríur (comic strips). Hér eru ekki gefnar út myndskreyttar bæk- ur fyrir fullorðna. Hér eru eyður og gloppur í myndlýsingafaginu sem ég trúi ekki að séu af því að við eigum Það er bankað ’Saga um hvernig lítil-magninn verður að læra að segja nei og láta hina stærri bera virðingu fyrir sér.‘ AF LISTUM Af listum Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Áslaug Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.