Morgunblaðið - 05.10.2004, Side 1

Morgunblaðið - 05.10.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 271. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson flutti sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráð- herra í eldhúsdagsumræðum á Al- þingi í gærkvöldi. Meðal þess sem Halldór sagði í ræðu sinni var að tryggja þyrfti lýðræðislegan rétt al- mennings til að fá fram atkvæða- greiðslur um mikilvæg mál, hann sagði nauðsynlegt að grípa til að- gerða fyrir sveitarfélög í vanda og þá kom fram í ræðu forsætisráðherra að sala á Símanum myndi fara fram á fyrri hluta næsta árs. Einnig sagði hann að undirbúningur lagasetning- ar um eignarhald á fjölmiðlum yrði unninn á vettvangi menntamála- ráðuneytisins. Halldór sagði að á liðnu sumri hefði „hvesst verulega“ í íslensku stjórnmálalífi. Nú þegar þeirri hríð hefði slotað væri mikilvægt að taka höndum saman um það verkefni sem aldrei hefði með fullnægjandi hætti verið leitt til lykta. Hefja þyrfti sam- eiginlegt starf allra flokka við endur- skoðun stjórnarskrárinnar. „Í því starfi þarf að tryggja að lög- gjafarstarf Alþingis geti gengið fram með eðlilegum hætti, en einnig að tryggja lýðræðislegan rétt almenn- ings til að fá fram atkvæðagreiðslur um mál sem miklu skipta. Þá þarf að skýra betur hlutverk forseta, Al- þingis og ríkisstjórnar í stjórnskip- uninni,“ sagði Halldór. Varðandi eflingu sveitarstjórnar- stigs sagði forsætisráðherra að sér- staklega yrði litið til sveitarfélaga og svæða sem stæðu höllum fæti fjár- hagslega. Þar sem vandi væri til staðar væri hins vegar „nauðsynlegt að grípa til aðgerða og tryggja eins vel og unnt er að sveitarfélögin verði nægilega öflug til að þau geti orðið við óskum íbúa og atvinnulífs um þjónustu til framtíðar“. Kaupmáttur aukist um 50% frá upphafi samstarfs flokkanna Um sölu Símans sagði Halldór að ráðgjafi yrði ráðinn til verksins í nóv- ember. Hlutverk hans yrði að vinna með Framkvæmdanefnd um einka- væðingu að frekari undirbúningi og veita álit á fyrirkomulagi sölunnar, stærð söluhluta og röð söluþátta. Þar sem þetta tæki nokkurn tíma væri ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hæfist fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Halldór sagði framtíðarsýn núver- andi ríkisstjórnar skýra. Meðal þess sem hún vildi sjá væri að í byrjun næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur ráðstöfunartekna vaxið um 50% frá því að flokkarnir hófu samstarf. Halldór vék að samgöngumálum. Nauðsynlegt væri að ganga frá áætl- un um Sundabraut sem einkafram- kvæmd að hluta. Þá væri ljóst að framkvæmdir við gatnamót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar væru brýnar. Líta ætti á þessar fram- kvæmdir sem verkefni sem þyrfti að takast á við og leysa „en stilla þeim ekki upp sem andstæðum“. Fyrsta stefnuræða Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra á Alþingi Áhersla á rétt til þjóðar- atkvæðis um stór mál Morgunblaðið/Kristinn Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flytur sína fyrstu stefnuræðu.  Stefnuræðan/Miðopna BANDARÍSKA geimflaugin Space- ShipOne fór í gær út í geim í annað skipti á fimm dögum, þ.e. flauginni var flogið í 100 km hæð og þar með út úr gufuhvolfi jarðar. Framleið- endur ferjunnar hafa fyrir vikið tryggt sér 10 milljóna dollara verð- laun, rúmlega 700 milljóna ísl. kr., sem heitið hafði verið því einkafyr- irtæki sem fyrst gæti sent flaug út í geiminn tvisvar á hálfum mánuði. Ferðalag SpaceShipOne í gær stóð alls í um eina og hálfa klukku- stund og fylgdust þúsundir manna með er flugmaðurinn, Brian Binnie, lenti flauginni aftur á flugvelli í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu. Í síðustu viku var Michael Melvill við stjórnvölinn þegar SpaceShipOne var flogið út fyrir gufuhvolf jarðar, rétt eins og í fyrstu för flaug- arinnar út í geim 21. júní sl. Átta ár eru nú liðin síðan Peter Diamandis, forseti Ansari X- stofnunarinnar, tilkynnti um áð- urnefnd verðlaun en það var von Diamandis að þau myndu hleypa lífi í þróun flugs út í geim. Ekki er óhugsandi að honum verði að ósk sinni, a.m.k. tilkynnti Richard Branson, aðaleigandi Virgin- flugfélagsins, í síðustu viku að stefnt væri að því að bjóða fólki upp á nokkurra klukkustunda áætl- unarferðir út í geim frá og með árinu 2007. Reuters Brian Binnie, flugmaður SpaceShipOne, fagnar áfanganum í gær. Tryggðu sér 10 þúsund dollara verðlaunafé Mojave-eyðimörkinni. AFP, AP. MATVÆLAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna (WFP) skortir enn 220 milljónir dollara, um fimmtán millj- arða ísl. króna, af þeim 865 milljón- um dollara sem þarf til að geta brauðfætt ellefu milljónir flótta- manna í heiminum á þessu ári. James Morris, framkvæmdastjóri WFP, ávarpaði fund Flóttamanna- hjálpar SÞ (UNHCR) í Genf í gær og vék þá sérstaklega að vandamálum sem að steðjuðu í Líberíu. Sagði hann að gera mætti ráð fyrir að mat- ur handa um 750 þúsund manna, sem notið hafa aðstoðar SÞ í Líberíu, myndi verða á þrotum eftir um það bil átta vikur. Þá lifði enn mánuður af árinu og mikill vandi blasti því við. Morris vék einnig að aðstæðum flóttafólks í Darfur-héraði í Súdan en þær væru réttilega ofarlega í huga manna um þessar mundir. Vandinn væri hins vegar sá að á sama tíma veitti enginn eftirtekt hörmulegum aðstæðum 27 þúsund manna frá Mið-Afríkulýðveldinu sem flúið hefðu til Chad fyrir tveim- ur árum. Þetta fólk væri þó háð mat- argjöfum stofnana SÞ. Geta ekki brauðfætt flóttafólk Genf. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur enn forskot á John Kerry, frambjóðanda Demókrataflokksins, ef marka má niðurstöður tveggja nýrra skoðanakannana, en sam- kvæmt einni könnun eru þeir jafnir. Ljóst er því að Kerry bætti sinn hag verulega í fyrsta sjónvarpseinvígi kosningabaráttunnar sl. fimmtudag. Könnun The Washington Post/ ABC sem gerð var um helgina sýnir Bush með 51% fylgi en Kerry með 46% meðal þeirra sem líklegir eru til að mæta á kjörstað. Sé ekki tekið mið af því hvort fólk er líklegt til að skila sér á kjörstað hefur forsetinn aðeins þriggja prósentustiga forskot en hafði sjö prósentustiga forskot fyrir kappræðurnar. Þá kemur fram í könnuninni að tveir af hverjum þrem- ur telja Kerry hafa haft betur í þeim. Niðurstaðan úr skoðanakönnun Pew-fyrirtækisins er svipuð, þar hef- ur Bush 49% fylgi meðal líklegra kjósenda en Kerry 44%. Samkvæmt nýrri könnun, sem dag- blaðið The New York Times birtir í dag eru þeir hins vegar hnífjafnir með 47% fylgi hvor. Bush hefur enn forskot Washington. AP. HELSTI stjórnarandstöðu- flokkur Ungverjalands hvatti í gær til þess að fram færi þjóð- aratkvæðagreiðsla um frekari einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Fidesz-flokkurinn sem er íhaldssamur vill að frekari sala á eigum ríkisins verði stöðvuð. Flokkurinn telur að ríkisstjórn sósíalista og frjálslyndra, sem tók við völdum í gær, vinni gegn hagsmunum þjóðarinnar með því að selja eigur ríkisins. Fid- esz-flokkurinn hóf einkavæð- inguna er hann var við völd á ár- unum 1998–2002. Þá komust sósíalistar til valda og héldu þeir áfram einkavæðingunni. Sósíal- istinn Ferenc Gyurcsany, sem í gær sór embættiseið forsætis- ráðherra Ungverjalands, sakaði Fidesz-flokkinn um hentistefnu. Fidesz hefur lagt nauðsynleg gögn fram í málinu og kjör- stjórn Ungverjalands hefur nú 30 daga til að kveða upp úrskurð sinn. Verði hann jákvæður verð- ur flokknum heimilað að hefja söfnun undirskrifta til stuðnings atkvæðagreiðslunni. Fari hún fram verður niðurstaðan bind- andi fyrir stjórnvöld. Einkavæðing hófst í Ung- verjalandi árið 1990 og á ung- verska ríkið nú 154 fyrirtæki að öllu leyti eða hluta. Þegar einka- væðingin hófst fyrir 14 árum átti ríkið 1.859 fyrirtæki. Vilja þjóðar- atkvæði um einka- væðingu Búdapest. AFP. Vonbrigði á svið Hljómsveitin Vonbrigði hitar upp fyrir The Fall 46 Ímyndunaraflið og ævintýrin Lene Kaaberböl er handhafi norrænu barnabókarverðlaunanna Menning Landsliðshópurinn gegn Möltu valinn  Kemur til greina að vera með í Túnis Herfileg byrjun Real Madrid Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.