Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ ið umhverfissinnarnir eruð á móti öllum framkvæmdum og öllum framförum. Þið eruð á móti fólki! Þið viljið ekki að það sé hægt að búa í þessu landi!“ Þessi orð, eða eitt- hvað svipað, hef ég margoft heyrt þegar ég geri heiðarlega tilraun til að ræða málefni á málefna- legan hátt. Ég treysti því að flest- ir lesendur geri sér grein fyrir þeim fáránlegu og sorglegu rök- villum sem felast í þessum orðum hér að ofan. Ég treysti því enn- fremur að lesendur geri sér grein fyrir ósann- girninni sem felst í þeim og því að þau eiga hvergi heima í rök- ræðu siðmenntaðra manna. Ég hef í undanförnum viðhorf- um reynt að skýra viss grundvall- aratriði um tengsl eða samtvinn- un skynsemi og tilfinninga. Grundvallarhugmynd mín er sú að skynsemi geti ekki verið til án tilfinninga, enda séu þær mæli- kvarði réttlætis, fagurfræði og ástar, sem öll skynsemi hlýtur að hvíla á, ef hún á, á annað borð, að vera mannleg en ekki vélræn. Ég vil í þessu ljósi beina athygli lesenda að náttúrusýn náttúru- verndarsinna. Gjarnan reyna þeir sem hinum megin borðsins standa að uppnefna hana einkar málefna- lega „náttúruvernd hinna svörtu sanda“ eða „Svokallaðir (eða sjálf- skipaðir) umhverfisverndarsinn- ar“ í því skyni að eyðileggja mál- staðinn viðmælandans fyrirfram. Þetta er vissulega leitt, en mig langar þó til að reyna að skýra náttúruvernd í stuttu máli. Náttúruverndarhugsjónin felst ekki í því að vera á móti fólki. Hún felst frekar í eftirfarandi hugsun: Náttúran á sér vissan tilverurétt, óháð manninum. (Ég bið þig kæri lesandi að gefa þessari hugsun tækifæri, þó ekki nema fyrir trúarlegt umburðarlyndi.) Til eru fyrirbæri sem hafa verðmæti óháð notagildi þeirra, óháð okkur mönnunum. Verðmæti þeirra fel- ast í tilvist þeirra og engu öðru. Sumir menn stranda á þessu og geta ekki hugsað sér að verðmæti geti verið óháð manninum, en eins væri hægt að líta svo á að þar sé frekar um að ræða takmarkað ímyndunarafl og siðferðisþroska viðkomandi, en heimsku eða ein- faldleika náttúruverndara. Við mennirnir höfum komist á það stig að við getum með tiltölu- lega einföldum hætti valdið gríð- arlegri röskun á heild lífríkisins og skilyrðum annarra lífvera til að blómstra. Í ljósi þessa valds og máttar okkar til eyðileggingar, er okkur það skylt að sýna náttúr- unni tillitssemi. Við eigum að koma fram við náttúruna af virð- ingu og reyna að takmarka þá röskun sem við völdum. Í því felst í grundvallaratriðum ferns konar hegðun af hendi okk- ar mannanna: 1. Við reynum að takmarka neyslu okkar og gæta að „gervi- þörfunum“. 2. Við reynum að takmarka um- svif okkar og ekki menga eða spilla umhverfi utan okkar at- hafnasvæðis. 3. Þegar neysla okkar og umsvif hafa valdið skaða reynum við að bæta fyrir hann. 4. Við reynum í hvívetna að leyfa náttúrunni að hafa sinn gang þar sem ekki liggur lífið við. Þessi viðhorf eru ekki í and- stöðu við manninn. Þau þýða ekki að maðurinn þurfi að víkja eða að náttúran gangi fyrir. Þau þýða að maðurinn þarf að gæta náttúr- unnar sem þess viðkvæma fyrir- bæris sem hún er. Þau þýða að þegar við stöndum frammi fyrir valkostum verðum við að reikna hagsmuni náttúrunnar inn í valið, þótt hún geti ekki sjálf tjáð sig. Náttúruvernd þýðir þannig að í stað þess að velja auðveldar lausnir skógarhöggs, námu- vinnslu úr yfirborðinu, stóriðju og sífellds ágangs á auðlindir, reyn- um við frekar að nýta ímyndunar- aflið og hugvitið til að skapa tæki- færi. Það er til dæmis staðreynd að Vesturlandabúar eiga nóg af flugvélum, bílum og öðrum hlut- um sem búnir eru til úr málmum og efnasamböndum, en við eigum ekki nóg af vísindalegum fram- förum, framförum mannsandans og slíku. Í okkar heimi er efnisleg neysla alveg nógu mikil og vel þess virði að huga meir að raun- verulegum þörfum mannsins. Ég trúi því ekki að hagvöxtur sé endanlegur mælikvarði á ham- ingju fólks og félagsfræðilegar og hagfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á að svo er ekki. Í einu landi getur bæði rúmast mikill hagvöxtur og samfara honum aukin vanlíðan almennings. Vissu- lega er erfiðara að mæla vísa eins og samfélagslega meðvitund, læsi og lesskilning og upplýsingu sam- félaga, en þar er mun meiri ham- ingju að finna en í aukningu á verðmæti þjóðarframleiðslu. Viðhorf náttúruverndarsinna eru viðhorf einstaklinga sem leggja áherslu á margt annað en efnisleg gæði. Náttúruverndar- sinnar hugsa lítið um peninga, föt, bíla eða flottheit. Þeir vita lítið um hvað er flott eða hvað er „inn“ og eru ekki upp til hópa sérlega góð- ir í að tjá sig á þann kaldhæðna og óeinlæga hátt sem þykir flottur í nútímasamfélagi, sem reynir sí- fellt að firra sig tilfinningum til að réttlæta neysluna. Náttúruverndarsinnar vilja ekki að fólk flæmist úr sveitunum, heldur viljum við að fólkið sjálft finni lausnir í sátt við sitt um- hverfi. Nú eru sveitungar mínir Skagfirðingar að tala um fyrir- hugaða Skatastaðavirkjun og Val- gerður Sverrisdóttir hoppar hæð sína af kæti í einlægri stóriðju- hyggju sinni. Fólki hefur fjölgað í Skagafirði undanfarið. Atvinnu- ástandið er alls ekki slæmt og þar eru ferðaþjónusta og mennta- setur í örum vexti. Hvers vegna að byggja undir eina atvinnugrein með því að skemma fyrir annarri? Mín græna lífssýn Sumir menn geta ekki hugsað sér að verðmæti geti verið óháð manninum, en eins væri hægt að líta svo á að þar sé frekar um að ræða takmarkað ímyndunarafl og siðferðisþroska viðkomandi, en heimsku eða einfald- leika náttúruverndara. VIÐHORF Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is ÞAÐ kerfi sem ríkt hefur í sam- skiptum sjómanna og útvegsmanna er að mínu mati að öllu leyti gengið sér til húðar og það gengur ekki að aftur og aftur þurfi að koma til verk- falla sem ríkisstjórnin svo bannar og löghlýðnir sjómenn- irnir hefja sín störf aft- ur með engan árangur af baráttu sinni. Eins og ég kom inn á í grein sem birtist hér í blaðinu fyrir stuttu þykir mér það skipulag og þau samskipti sem ríkja á milli sjómanna og útvegsmanna með öllu óviðunandi. Ég tel að það þurfi róttæka skipulagsbreytingu á því kerfi sem ríkir inn- an sjómannahreyfing- arinnar ef ná á einhverjum árangri í samskiptum við útvegsmenn og rík- isstjórn. Ég tel því bráðnauðsynlegt að breyta sjómannafélögunum í þá átt að það sé félag um hvern útgerðar- flokk, því hagsmunir milli útgerð- arflokka eru svo mismunandi. Í dag eru þetta ótal sjómannafélög og sjó- mannadeildir innan almennra verka- lýðsfélaga víða um land, misstór og öflug, sem halda utan um hagsmuni sjómanna allra útgerðarflokka. Á Íslandi ríkir félagafrelsi sem gerir það að verkum að mönnum er frjálst að vera í hvaða félagi sem er. Þannig að sjómaður á Menjuni KL 1000 getur verið í Félagi frjálsra frystitogarasjómanna þó svo að út- gerð Menjunar hafi samning við Hið klafabundna félag sjómanna. Hann verður hins vegar að vinna eftir samningi sem ríkjandi er á milli út- gerðarinnar og Hins klafabundna fé- lags sjómanna. Þegar svo útgerðin kemur til með að semja við Félag frjálsra frystitogarasjómanna verða hinir um borð í Menjuni að fara eftir þeim nýja samningi þótt þeir séu enn félagar í klafafélaginu. Til að breyta uppbyggingu sjó- mannafélaganna innan frá þarf mikla vinnu og ég held langan tíma með óvissan árangur. Að öllum lík- indum koma, tilfinning- ar, hagsmunir ein- stakra aðila, svo og allur sá fjöldi félaga og deilda sem kæmi að málinu, til með að tefja svona ferli um mörg ár ef á annað borð það gengi upp. Raunar er þetta nokkuð sem ég veit ekkert um, en ef- laust gætu forsvars- menn sjómanna svarað því. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að best og fljótlegast til að brjóta þetta kerfi upp sé að stofna nýtt sjó- mannafélag, í þessu tilfelli frystitog- arasjómanna. Yrði það félag stofnað með landið allt sem samningssvæði enda frelsi hvers manns að vera í því félagi sem hann kýs. Sé ég fyrir mér að þetta myndi brjóta upp núverandi ferli og í rólegheitum gefa sjómanna- félögum kost á að losna úr þeirri sjálfheldu sem allt samningaferlið er óneitanlega í. Með því að frystitog- arasjómenn innan núverandi félaga hafi kost á félagi sem sérhæfir sig í að vinna að hagsmunum þessa út- gerðaflokks, og að útgerðarmenn gætu samið við slíkt félag hlýtur það að auðvelda samninga þar sem menn væru einungis að semja um eitt út- gerðarmynstur. Svona félag þyrfti helst að hafa allar stéttir sjómanna, þ.e.a.s. vélstjóra, stýrimenn, háseta og matsveina innan sinna vébanda í hverjum útgerðarflokki. Síðan gætu samböndin hugsanlega orðið sameig- inlegur þjónustuaðili fyrir félag hvers útgerðarflokks. Þetta er auð- vitað bara mín sýn og kæmi svona fé- lag náttúrlega til með að þróast á lýðræðislegan hátt eins og félagarnir gæfu tilefni til. Um leið og ég lýsi yfir að ég sé tilbúinn að koma að stofnun svona félags óska ég eftir að þeir sem til- búnir væru að stofna slíkt félag hefðu samband, netfangið er arri- @torg.is Með þessu er ég á engan hátt að gera lítið úr eða kasta rýrð á þá menn sem í forsvari eru fyrir sjó- mannafélögin eða sambandið. Þeir hafa síðustu árin þurft að vinna að hagsmunum okkar í mjög svo erfiðu umhverfi steingeldu og ólýðræðis- legu og er enginn öfundsverður af því. Þeir eiga þakkir skildar. Þá þurfa útgerðamenn sumir hverjir að taka sig verulega saman í andlitinu, því það eru ófáir sjómenn sem hafa lent illa í óvönduðum útgerðarmanni. Þarna ættu samtök útgerðarmanna að hreinsa til og taka alvarlega á málum slíkra manna, ef þau eiga að vera trúverðug. Nú er tími til kominn að byrja nýja sókn og vinna að hagsmunum sjómanna og útvegsmanna á grund- velli sanngirni, trausts og sátta. Hagsmunirnir liggja víða saman og eigum við að geta nýtt okkur það til hagsbóta fyrir alla aðila. Breytinga er þörf Arnljótur Arnarson fjallar um sjávarútveg ’Nú er tími til kominnað byrja nýja sókn og vinna að hagsmunum sjómanna og útvegs- manna á grundvelli sanngirni, trausts og sátta. ‘ Arnljótur Arnarson Höfundur er skipverji á Guðmundi í Nesi. VERNDUN skipa og báta með menningarsögulegt gildi hefur að- allega verið á vegum safna hér á landi. Þar til fyrir um tíu árum var skylt að eyða kvóta- lausum bátum og var flestum nær undan- tekningarlaust fargað. Núna má hins vegar umskrá skip án veiði- heimilda sem skemmtibáta en fáir hafa orðið til að not- færa sér það. Varð- veisla skipa er afar kostnaðarsöm og mikil þörf á auknum fjár- veitingum en nauðsyn- legt er að sinna þess- um málaflokki mun meira en hingað til hefur verið gert. Sérstaða Íslands hvað snertir skipa- vernd hefur verið sú að nær allir fornbátar eru varðveittir á þurru landi. Mun dýrara er að hafa þá á floti og kann það að vera skýr- ingin. Þó þurfa bátarn- ir á traustum og góð- um geymslum að halda, en þær eru í fæstum tilfellum fyrir hendi hér á landi. Erlendis er lögð mest áhersla á að sigla skipum og að hafa þau í sjófæru standi. Æskilegt væri að sú stefna yrði einnig tekin upp hér á landi, þótt sennilega eigi það ekki við um alla báta sem teknir yrðu til varðveislu í framtíðinni. Sjóður til varðveislu menningar- sögulegra bygginga, Húsafriðunar- sjóður, var stofnaður árið 1975. Húsafriðunarnefnd ríkisins úthlutar styrkjum úr sjóðnum, en hlutverk hennar er jafnframt að stuðla að varðveislu og rannsóknum á bygg- ingararfi þjóðarinnar. Skipavernd og húsvernd eiga margt sameigin- legt og væri æskilegt að komið yrði á fót hliðstæðum sjóði til varðveislu skipa. Lengst af hafa söfnin annast allan kostnað við verndun báta í sinni eigu. Á síðustu árum hafa kom- ið til fjárframlög frá Al- þingi í einstök viðgerð- arverkefni og hefur það skipt sköpum. Ein- staklingar eða félög hafa einnig fengið við- gerðarstyrki frá Al- þingi. Skipaverndarsjóður mundi starfa á sam- bærilegum grundvelli og Húsafriðunarsjóður. Auk þess að veita styrki og efla hugsan- leg fræðistörf ætti hann að standa vörð um hið hefðbundna hand- verk í skipasmíðum. Grundvallaratriði er að halda skrá yfir skip með menningarsögu- legt gildi. Skráin yrði mikilvægt tæki til að hafa yfirlit yfir stöðu mála og nauðsynlegur upplýsingagrunnur við mat á umsóknum. Þá þyrfti heimild til frið- unar að vera fyrir hendi í neyðartilvikum. Skipavernd er með nokkuð mismunandi hætti í ná- grannalöndunum. Sums staðar eru skipaverndarsjóðir, eins og til dæm- is í Danmörku, með starfsfólki sem meðal annars veitir ráðgjöf. Annars staðar er föst fjárveiting á fjárlög- um, svo sem í Noregi, en þar að auki hafa Norðmenn komið sér upp sér- hæfðum viðgerðarstöðvum fyrir fornbáta. Víða erlendis njóta forn- bátar vissra tilslakana á opinberum gjöldum og öryggisreglum, með þeim skilyrðum að aðeins sé heimilt að sigla á sumrin og ekki í atvinnu- skyni. Á vorþingi árið 2000 ályktaði Al- þingi „að fela ríkisstjórninni að und- irbúa tillögur um hvernig skuli stað- ið að varðveislu gamalla skipa og báta sem eru mikilsverðar minjar um atvinnu- og byggðasögu. Í því sambandi verði mótaðar reglur um fjármögnun, sem m.a. Þróunarsjóð- ur sjávarútvegsins taki þátt í, og varðveislugildi báta og skipa skil- greint“. Ári síðar skipaði mennta- málaráðherra nefnd sem skipuð var fulltrúum sjávarútvegsráðuneytis, menntamálaráðuneytis, Þjóðminja- safns Íslands og Félags fornbátaeig- enda. Nefndin skilaði minnisblaði til ráðherra í apríl 2002 en síðan hefur ekkert gerst. Það er sorglegt hvað stjórnvöld ætla að draga lengi fæturna í að sinna þessum mikilvæga þætti ís- lenskrar sögu, sem er skipasmíða- arfur þjóðarinnar og strandmenn- ing. Máli sem þessu er ekki lengur hægt að skjóta á frest og verður að finna á því viðunandi lausn. Hvað þarf til að vekja þetta mál til lífs og setja það á þann stall sem því ber er erfitt að segja. Eitt er þó víst að ríkisstjórnin með menntamálaráð- herra í broddi fylkingar verður að gera þetta að sínu máli og vinna að því sérstaklega. Skipaverndarsjóður Jóhann Ásmundsson og Ágúst Ólafur Georgsson skrifa um vernd skipa og báta með menningarsögulegt gildi ’Það er sorglegt hvaðstjórnvöld ætla að draga lengi fæturna í að sinna þessum mikilvæga þætti íslenskrar sögu …‘ Ágúst Georgsson Jóhann er formaður Félags íslenskra safna og safnmanna, Ágúst Ólafur er fyrrv. deildarstjóri Sjóminjasafns Íslands. Sjóminjasafnið var lagt niður haustið 2003. Jóhann Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.