Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 35
FRÉTTIR
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
I.O.O.F. Rb. 4 1531058 - 8½II*
Samkoma í kvöld kl. 20.00.
Gunnar Þorsteinsson predikar.
www.krossinn.is
Hamar 6004100519 I Fjhst.
FJÖLNIR 6004100519 III
Félagsfundur í kvöld!
Í kvöld verður haldinn 1. félags-
fundur vetrarins í Brautarholti 8,
2. hæð til vinstri kl. 20:30. Erla
Stefánsdóttir flytur fyrirlestur
sem nefnist „Andlit tímans á
jörðinni“. Kynnt verður starf
vetrarins og allir Lífssýnarfélag-
ar hvattir til að mæta og gestir
eru velkomnir. Aðgangseyrir
1.000. Veitingar.
Stjórnin.
Afsláttarkort í hvert skipti
0,50%
ENDURGREITT AF
ÖLLUM INNLENDUM
GREIÐSLUM
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Helluland - Endaraðhús á einni hæð
Vorum að fá í sölu mjög fallegt og
vel skipulagt 164 fm endaraðhús á
einni hæð. Þar af er 21 fm bílskúr.
Húsið skiptist m.a. í stofu, borð-
stofu og fjögur herbergi. Mikil loft-
hæð. Sérstaklega falleg gróin lóð
til suðurs með hellulagðri verönd
o.fl. 4450.
Bridsfélag Selfoss og nágrennis
Aðalfundur félagsins var haldinn
föstudaginn 24. september sl. Stjórn
félagsins var þar endurkjörin, og
skipa hana því: Garðar Garðarsson
formaður, Ólafur Steinason ritari,
Kristján Már Gunnarsson gjaldkeri,
Gunnar Þórðarson varaformaður,
Björn Snorrason meðstjórnandi og
Brynjólfur Gestsson meðstjórnandi.
Að loknum hefðbundnum aðalfund-
arstörfum var spilaður stuttur tví-
menningur, þar sem dregið var sam-
an í pör. Þátt tóku 7 pör. Efstu pör
urðu:
Brynjólfur Gestsson – Ólafur Steinason 15
Björn Snorrason – Pétur Hartmannsson 10
Þröstur Árnason – Magnús Guðmundsson 4
Fimmtudaginn 30. september var
spilaður eins kvölds tvímenningur
með þátttöku 12 para. Efstu pör urðu:
Vilhjálmur Þ. Pálss. – Þórður Sigurðss. 36
Björn Snorras. – Kristján M. Gunnarss. 33
Gísli Hauksson – Magnús Guðmundsson 24
Helgi Bogason – Guðjón Sigurjónsson 6
Nánar má finna um gang mála á
heimasíðu félagsins www.bridge.is/
fel/selfoss.
Næsta mót er þriggja kvölda tví-
menningur, Suðurgarðsmótið. Það
hefst næstkomandi fimmtudag, og er
að venju spilað í Tryggvaskála. Spila-
mennska hefst kl. 19:30
Bridskvöld yngri spilara
Fyrsta spilakvöld vetrarins verður
haldið í Síðumúla 37, 3.hæð, 6.okt. kl.
19:30 Allir yngri spilarar eru vel-
komnir, sérstaklega framhaldsskóla-
nemendur sem hafa eða hafa haft
brids sem valgrein. Umsjónarmaður í
vetur verður Sigurbjörn Haraldsson.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 1. október var spilað á
10 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit
urðu þessi.
N/S
Árni Bjarnas. – Þorvarður Guðmundss. 259
Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 254
Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 248
A/V
Helgi Sigurðss. – Gísli Kristinsson 241
Stefán Ólafsson – Kristján Þorlákss. 237
Bragi Björnss. – Þorvaldur Þorgrímss. 233
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir
vitnum að árekstri og afstungu við
Bergstaðastræti 44 hinn 1. október.
Atvikið varð klukkan 20.05 er dökkri
jeppabifreið var ekið utan í hlið ljós-
blárrar Opel Omega-bifreiðar. Öku-
maður jeppans keyrði í burtu og tókst
ekki að ná niður skráningarnúmeri
jeppans. Umferðardeild lögreglunnar
í Reykjavík lýsir því eftir hugsanleg-
um vitnum að þessum árekstri.
Lýst eftir
vitnum
UM helgina voru 7 öku-
menn grunaðir um ölv-
un við akstur og 39 um
of hraðan akstur. Þá
komu upp 13 fíkniefnamál sem yf-
irleitt voru þannig að fólk hafði með-
ferðis lítið magn efna til neyslu.
Þá var tilkynnt um innbrot í hús
við Kambsveg á föstudag. Talið var
að farið hefði verið inn um kjall-
araglugga. Landslagsmálverki eftir
Ásgrím Sveinsson var stolið. Þá var
stolið borðklukku sem var ferköntuð
og gyllt að lit. Ramminn af málverk-
inu fannst á vettvangi og var búið að
fjarlægja málverkið úr rammanum.
Þá var og talið að 15–20 amerískum
minnispeningum hefði verið stolið.
Skömmu eftir miðnætti aðfara-
nótt laugardags var piltur sleginn
niður á veitingahúsi í miðbænum.
Hann var fluttur meðvitundarlítill
með sjúkrabíl á slysadeild og var tal-
inn nefbrotinn.
Verulegur erill var hjá lögregl-
unni þessa nótt vegna ölvaðs fólks
sem var til vandræða en flest voru
þetta minniháttar mál.
Ósáttur vegna slagsmála
Snemma á laugardagsmorgun
heyrðu lögreglumenn brothljóð á
Hverfisgötu og sáu mann ganga frá
brotinni rúðu. Hann viðurkenndi
strax að hafa sparkað í rúðuna og
brotið hana, en var ósáttur vegna
slagsmála fyrr um kvöldið. Meðan
verið var að ræða við hann tók hann
sig til og sparkaði aftur í rúðuna og
var hann þá handtekinn og fluttur á
stöð. Honum var sleppt eftir við-
ræður.
Skömmu fyrir hádegi var tilkynnt
um reykskynjara í gangi í húsi við
Hjarðarhaga og að úr mannlausri
íbúð bærist reykjarlykt. Lögregla
og slökkvilið fór á vettvang. Brjóta
varð upp hurð að íbúðinni. Þar hafði
pottur gleymst á eldavél og urðu
reykskemmdir á íbúðinni.
Tilkynnt var um eitrun hjá Sorpu í
Gufunesi. Tveir menn voru að vinna
við sorppressu í gryfju þegar þeir
fengu uppköst og misstu meðvitund.
Í ljós kom að í sorpi sem þeir voru að
bagga var einhvers konar neyð-
arsendir sem er talinn hafa látið frá
sér eiturský. Mennirnir voru fluttir
með sjúkrabifreið á slysadeild en
voru þá orðnir hressari.
Aðfaranótt sunnudags var óskað
aðstoðar lögreglu að verslun í aust-
urbænum. Þar hafði maður verslað
og greitt fyrir vörur að verðmæti
607 kr. en stungið inn á sig matvöru
að verðmæti 269 kr. Lenti hnupl-
arinn í átökum við öryggisvörð sem
ætlaði að hafa afskipti af honum.
Köstuðu gangstéttarhellum
Þá var óskað aðstoðar lögreglu að
veitingahúsi. Þar voru dyraverðir
með mjög æsta konu í tökum.
Öskraði konan mikið og var ekki
hægt að ná neinu sambandi við hana.
Farið var með konuna á slysadeild
þar sem læknir leit á hana og taldi
óhætt að hún yrði vistuð í fanga-
geymslu. Ekki var vitað hver þessi
kona er.
Tilkynnt var um menn uppi á þaki
húss í Geirsgötu og voru þeir að
kasta niður gangstéttarhellum.
Körfubíll var fenginn til að ná mönn-
unum niður af þakinu en hann bilaði
og á endanum komu mennirnir sér
sjálfir niður. Hinir handteknu voru
fluttir á lögreglustöð og þar fyrir
varðstjóra til yfirheyrslu. Að því
loknu voru þeir frjálsir ferða sinna.
Þeir höfðu tekið upp þrettán gang-
stéttarhellur og kastað þeim fram af
þakinu en hellurnar lentu m.a. á ljós-
kösturum og auglýsingaskilti.
Snemma á sunnudagsmorgun var
tilkynnt um innbrot í mynd-
bandaleigu í Breiðholti. Alls var stol-
ið um 700 DVD-myndum.
Þá var einnig tilkynnt um innbrot
í fyrirtæki í Borgartúni. Þar var
brotin rúða og slagbrandur losaður
frá hurð. Skiptimynt, slípirokk og
bifreið var stolið þaðan.
Síðdegis á sunnudag var gerð til-
raun til að ræna söluturn á Lang-
holtsvegi. Síðar um daginn voru
menn handteknir, grunaðir um
verknaðinn.
Erill vegna ölvaðs fólks
Helstu verkefni lögreglunnar 1. til 4. október
FJÖLSKYLDUHJÁLP Íslands hef-
ur birt bókhald yfir verkefnið „Hlú-
um að íslenskum börnum“ sem sam-
tökin stóðu að í sumar.
Þar kemur fram að alls söfnuðust
1.564.623 kr. Kostnaður við verkefn-
ið var 1.409.502 kr. Kostnaður við
dvöl 29 barna í sumarbúðum nam
318.910 kr. Þá var úthlutað 50 gjafa-
bréfum til barna skjólstæðinga Fjöl-
skylduhjálparinnar alls að upphæð
tæplega 200 þúsund krónur. Vernd-
ari söfnunarinnar var Árni Johnsen,
fyrrverandi alþingismaður.
Birta bók-
hald yfir
söfnun
Rangt
söfnunarnúmer
Rangt símanúmer fylgdi frétt í
blaðinu í gær um söfnun til handa
börnum Sri Rhamawati sem lést með
vofveiflegum hætti fyrr á þessu ári.
Fólk getur lagt málefninu lið með því
að hringja í símanúmer söfnunarinn-
ar 902-5000 og hækkar þá símareikn-
ingur þess um 1.000 krónur. Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
13,6% aukning
hjá umhverfis-
ráðuneytinu
Í töflu sem fylgdi frétt í laugar-
dagsblaðinu um útgjöld í fjárlaga-
frumvarpinu var ekki farið rétt með
tölu sem átti að sýna útgjaldaaukn-
ingu umhverfisráðuneytisins. Eins
og kemur fram í töflunni er gert ráð
fyrir að útgjöldin verði 4.429 millj-
ónir á næsta ári. Það er aukning um
13,6% frá fjárlögum þessa árs, en
ekki 33,6% samdráttur eins og kem-
ur fram í töflunni.
LEIÐRÉTT
Morgunblaðið/Golli
WORLD Class hefur opnað nýja
heilsuræktarstöð í húsi Orkuveit-
unnar. Þessi nýja stöð er opin öllum
viðskiptavinum World Class. Virka
daga er opið kl. 06.00 til kl. 21.00, lok-
að er um helgar en viðskiptavinir
geta þá nýtt sér starfsstöðvar World
Class í Laugum og Spöng.
„World Class í húsi Orkuveitunnar
er búin fullkomnum tækjum frá Life-
Fitness. Salurinn er mjög notalegur
og boðið er upp á persónulega þjón-
ustu. Leiðbeinandi er í sal alla daga.
Við munum bjóða upp á einkaþjálfun
í samstarfi við einkaþjálfara okkar
og heilsueftirlit þar sem þú færð gott
aðhald með leiðbeinanda varðandi
æfingar og mataræði. Boðið er upp á
saunaböð í báðum búningsherbergj-
um og korthafar hafa aðgang bæði að
Laugum og Spöng. Áhersla er lögð á
persónulega þjónustu ásamt nota-
legu og þrifalegu umhverfi “ segir í
fréttatilkynningu frá WorldClass.
World Class hjá OR
OPIÐ hús var í Iðnskólanum í
Reykjavík um helgina en skólinn
fagnar merkum tímamótum því
hann er orðinn aldargamall. Ým-
islegt var á boðstólum um helgina í
tengslum við afmælið, t.d. fjöl-
breyttar sýningar eins og verk nem-
enda, kynning á brautum skólans,
leikþáttur um handverkskennslu,
skákmót skákforritara og margt
fleira. Á laugardag gekk Guðjón
Friðrikssson sagnfræðingur með
áhugasömum og sýndi og sagði frá
þeim húsum sem Iðnskólinn hefur
starfað í gegnum tíðina.
Morgunblaðið/Golli
Iðnskólinn í Reykjavík 100 ára