Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 25
UMRÆÐAN
viðeigandi lausn á.
Þrátt fyrir að tíðni slysa hafi al-
mennt minnkað í umferðinni hefur
tíðni látinna í umferðinni og bana-
slysa ekki lækkað að sama skapi.
Jafnframt var tíðni eignatjónsó-
happa meiri árið 2003 en að jafn-
aði áratuginn þar á undan.
Á undanförnum árum hefur
Umferðarstofa í samstarfi við
tryggingarfélög, ökukennara og
fleiri aðila lagt sérstaka áherslu á
aukna fræðslu fyrir unga öku-
menn. Þegar skoðaðar eru slysa-
tölur með hliðsjón af aldri öku-
manna kemur í ljós að tíðni slysa
sem ungir ökumenn valda hefur
minnkað mjög mikið.
Á meðfylgjandi töflu, sem sýnir
hlutfall ungra ökumanna í slysum
frá árinu 1998, kemur í ljós að það
ár urðu 17 ára ökumenn valdir að
40% slysa en strax næsta ár á eft-
ir fækkar þeim niður í 25%. Árið
2003 var hlutfall þeirra komið nið-
ur í 21,2%.
Það eru nokkrir þættir sem
geta verið áhrifavaldar í þessari
jákvæðu þróun. Má þar helst
nefna tilkomu punktakerfisins, en
umferðarpunktar eru viðurlög við
umferðarlagabrotum, þó aðeins
þeim sem varða öryggi í umferð-
inni.
Í þessu sambandi má einnig
nefna jákvæð áhrif þess að æf-
ingaakstur ökunema var lengdur
auk þess sem Umferðarstofa hefur
ásamt tryggingarfélögunum haldið
sérstök viðbótarnámskeið fyrir
ökunema, en þeir sem sækja slík
námskeið eiga kost á afslætti á ið-
gjöldum bifreiðatrygginga.
Af þessu má ljóst vera að þó
nokkur árangur hefur náðst en að
mörgu er þó að hyggja í áfram-
haldandi baráttu gegn umferð-
arslysum.
Með nákvæmri skráningu um-
ferðarslysa, ítarlegri úrvinnslu
gagna og aukinni þekkingu á eðli
og umfangi umferðarslysa gerir
Umferðarstofa sér vonir um að
enn betri árangur náist við að
uppfylla sett markmið í baráttunni
gegn umferðarslysum og að raun-
hæft sé að keppa að enn betri ár-
angri í framtíðinni. Sá árangur
næst þó ekki nema með samstilltu
átaki ökumanna sjálfra og vitund
þeirra um að akstur krefst at-
hygli, þolinmæði og skynsemi.
Höfundur er fréttastjóri
Umferðarstofu.
FJÖLDI ALVARLEGA SLASAÐRA
FRÁ ÁRINU 1994 TIL 2003
24 2 2 3 9
22 9
2 0 3
22 9 2 2 2
169
15 8 16 4
14 5
0
50
100
150
200
250
300
19 94 199 5 19 9 6 199 7 19 9 8 199 9 20 0 0 20 0 1 20 02 2 00 3
FJÖLDI
HLUTFALLSLEG ALDURSSKIPTING ÖKUMANNA
SEM VALDA UMFERÐARSLYSUM
0,00%
19 9 8 19 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 2 0 02 2 0 0 3
17 ára
18 ára
19 ára
20 ára
19 - 24 ára
25 - 64 ára
50,00%
1.897 m illj. km
2.697 m illj. km
242
145
0
500
1000
1500
2000
2500
3000
19 9 4 2 0 0 3
0
50
100
150
200
250
300
akstur í milljónum km. alvarlega slasaðir
FJÖLDI ALVARLEGA
SLASAÐRA Í SAMANBURÐI VIÐ
FJÖLDA EKINNIA KÍLÓMETRA
SETTUR dómsmálaráðherra,
Geir H. Haarde, sagði það ,,óeðli-
legt“ í Sjónvarpsfréttum að Jón
Steinar Gunnlaugsson og félagar
hans í stétt lögmanna hefðu staðið
að undirskriftasöfnun til stuðnings
skipunar Jóns Steinars í stól
hæstaréttardómara.
Með þeim rökum fór
Geir á svig við góða
stjórnsýslu og end-
ursendi bréfið með
undirskriftalistunum
óopnað. Venjan er sú
að bréf send stjórn-
sýslunni eru bókuð og
aðgengileg almenn-
ingi skv. upplýs-
ingalögum.
Einn félaga Jóns
Steinars, Helgi Jó-
hannesson, tók við
endursenda bréfinu
og fargaði í pappírstætara.
Settur dómsmálaráðherra, Jón
Steinar og félagar vilja að málinu
sé þar með lokið. En svo er ekki.
Annar félagi Jóns Steinars,
Sveinn Andri Sveinsson, hafði upp-
lýst að um 100 lögmenn hefðu
skrifað undir stuðningsyfirlýs-
inguna sem samin var á skrifstofu
Jóns Steinars og skrifuð á tölvu
hans, eins og staðfest er. Þegar
Jón Steinar tekur til við að dæma í
Hæstarétti er hann vanhæfur til
að fjalla um mál er yfirlýstir
stuðningsmenn hans flytja fyrir
réttinum. Afdrif undirskriftalist-
ans eru enn eitt dæmið um dóm-
greindarbrest Jóns Steinars og
tekur engu tali að hann skuli hafa
verið tekinn fram yfir þá tvo sem
Hæstiréttur taldi hæfasta í emb-
ættið.
Morgunblaðið hefur klifað á því
að Jón Steinar sé slík-
ur afburðalögmaður
að hann eigi skilið
stólinn í Hæstarétti.
Snjall lögmaður þarf
ekki að vera góður
dómari fremur en að
lipur knattspyrnu-
maður geri sig sem
þjálfari. Jón Steinar
gat sér orð sem mála-
fylgjumaður og nýtti
sér aðgang að fjöl-
miðlum. Hann sást
ekki fyrir í mála-
tilbúnaði og vakti at-
hygli fyrir ósvífni, t.d. þegar hann
uppnefndi Illuga Jökulsson er þeir
deildu um það hvort skjólstæð-
ingur Jóns Steinars hefði fengið
makleg málagjöld.
Þeir sem afsaka nýskipaðan
hæstaréttardómara með því að
hann hafi verið harðdrægur tals-
maður umbjóðenda sinna verða að
finna skýringu á þeim svívirð-
ingum sem hann sendi skólastjóra
Verslunarskólans af litlu tilefni.
Jón Steinar er vanstilltur maður.
Frægð Jóns Steinars er af ill-
ræmda taginu og verðskuldar ekki
sæti í æðsta dómstól landsins. En
Jón Steinar er vinur húsbændanna
í stjórnarráðinu og hlaut þess
vegna embættið.
Geir H. Haarde skipaði Jón
Steinar hæstaréttardómara og ber
ábyrgð á þeirri réttaróvissu er af
hlýst. Það er heldur klént þegar
hann segir í ljósvakaviðtali sl.
föstudagskvöld að hafi einhver við
málsmeðferðina að athuga þá geti
viðkomandi sent ráðherra erindi.
Almennir borgarar eiga sem sagt
að senda stjórnarráðinu bænaskrá
um að ráðherrar fari að lögum og
reglum. Vill ráðherra Haarde náð-
arsamlegast segja auðmjúkum
þegni hvort það eigi að nálgast
ráðherrann á hnjánum?
Dómarinn og ráðherrann
Páll Vilhjálmsson fjallar
enn um ráðningu
hæstaréttardómara ’Þegar Jón Steinar tek-ur til við að dæma í
Hæstarétti er hann van-
hæfur til að fjalla um
mál er yfirlýstir stuðn-
ingsmenn hans flytja
fyrir réttinum. ‘
Páll Vilhjálmsson
Höfundur er blaðamaður.
Aðalfundur
Samtaka fiskvinnslustöðva
verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum
föstudaginn 8. október 2004 kl. 11.00
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Arnar Sigurmundsson, formaður SF.
Ársreikningar SF 2002
Kosning stjórnar og endurskoðenda.
Ræða
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra.
Horft til framtíðar í rannsóknum og þróun
Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Rf.
Íslenskur hlutabréfamarkaður – Er sjávarútvegur á útleið?
Kjartan Ólafsson, viðskiptastjóri sjávarútvegsteymis Íslandsbanka hf.
Staða fiskvinnslunnar - launakerfi sjómanna,
samkeppnisstaða fiskvinnslu í landi og sjóvinnslu
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.
Samkeppnisstaða, rannsóknir og fjárfestingar
í íslenskum sjávarútvegi
Pallborðsumræður undir stjórn
Sigmundar Ernis Rúnarssonar fréttastjóra.
Auk frummælenda eru þátttakendur
Finnbogi Jónsson stjórnarformaður Samherja hf. og
Gunnar Tómasson stjórnarformaður Þorbjörns Fiskaness hf.
Önnur mál
Stjórnin