Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í AÐSENDRI grein á vefsíðu ísr- aelska dagblaðsins israelinsider greinir Arnold Eisen hvernig hann hafi fengið að kenna á andúð á gyð- ingum þegar hann sótti Ísland heim í haust en greinin heitir „Gyðingahatur í landi elds og ísa“. Arnold, sem býr í Bandaríkj- unum, greinir frá því að honum og kærustu hans hafi verið boðið til Svíþjóðar og hann hafi notað tæki- færið og keypt ferð með Icelandair þannig að þau gætu dvalið á Ís- landi í vikutíma. Eisen og kærasta hans, Sara, fóru m.a. niður í miðbæ og lögðu bílaleigubíl sínum fyrir framan hvíta byggingu þar sem risastór hakakross blasti allt í einu við þeim. „Ég gat ekki trúað þessu. En samt var þetta þarna. Ég get einfaldlega ekki lýst þeirri tilfinn- ingu sem kom yfir mig og Söru.“ Eisen segist hafa spurt Íslend- inga hvað stæði undir hakakross- inum og fengið að vita að þar stæði Eimskipafélag Íslands og að merki þess væri frá því fyrir heimsstyrj- öldina síðari. Skömmu síðar rákust Eisen og kærasta hans á hóp skólabarna á aldrinum 12–15 ára sem voru í skoðunarferð líkt og þau. „Ég stöðvaði bifreiðina og fór út til þess að taka mynd og sá einn drengj- anna grípa um öxl félaga síns til þess að ná athygli hans og benda á höfuð sér og síðan á mig, segjandi eitthvað um kollhúfu gyðinga sem ég var með á höfðinu. Og þá var áhugi félagans vakinn, hann smellti saman hælunum og gerði Heil Hitlers-kveðju. Margir af krökkunum fóru að hlæja,“ skrifar Eisen. „Það sem er erfiðast að sætta sig við er að við, Bandaríkin, erum verndarar þessa lands. Maður hefði haldið að 60 ár væru yfirdrif- ið nógu langur tími til þess að breyta merki sem kyndir undir og upphefur þá andúð á gyðingum sem við upplifðum í þessu landi elds og ísa.“ Nokkur viðbrögð hafa verið við grein Eisens á vefsíðu israel- insider og þar er m.a. bent á að hakakrossmerki séu algeng víða um heim og að merki Eimskipa- félagsins sé augljóslega ekki sams konar og hakakross nasista. „Gyðingahatur í landi elds og ísa“ Morgunblaðið/Ásdís Þórshamarsmerki Eimskips. FÉLAG íslenskra barnalækna lýsir í ályktun, sem samþykkt var á fé- lagsfundi, yfir þungum áhyggjum af verkfalli grunnskólakennara. Verkfall- ið bitni hart á börnum landsins, trufli nám þeirra og valdi miklu óöryggi og vanlíðan, ekki síst hjá þeim sem þegar standi höllum fæti. Skorar félagið á deiluaðila að leysa deiluna nú þegar. Katrín Davíðsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra barnalækna, segir það vera eitt af hlutverkum barnalækna að standa vörð um hagsmuni barna. Ljóst sé að öll röskun á rútínu barna trufli þau, skólarnir séu þeirra vinnustaður. Börn hafi mörg hver áhyggjur af fram- vindu námsins, ekki síst þau sem fari í samræmd próf. Þá raski verkfall hög- um fatlaðra barna verulega, sem og of- virkra barna og barna með hegðunar- raskanir. En erfitt sé fyrir öll börn að verða fyrir barðinu á verkföllum. „Við vonumst til þess að deiluaðilar beri gæfu til að finna farsæla lausn sem allra fyrst,“ segir Katrín. Barnalæknar segja verkfall bitna hart á börnum STRAUMBORG, félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, oft kenndur við BYKO, hefur selt helmingshlut sinn í Oddaflugi ehf., en Oddaflug á 32,2% hlut í Flugleiðum. Fjárfest- ingarfélagið Prímus ehf., sem er í eigu Hannesar Smárasonar, stjórn- arformanns Flugleiða, hefur keypt hlut Jóns, og þar með er Hannes orðinn einn eigandi að Oddaflugi. Jón Helgi hefur í framhaldi af við- skiptunum sagt sig úr stjórn Flug- leiða. Hannes segir að kaupin hafi verið rökrétt framhald á fjárfestingu Oddaflugs í Flugleiðum á sínum tíma. „Það er ljóst að þetta [rekstur flugfélags] er ekki hluti af kjarna- starfsemi Jóns Helga og ég vildi einbeita mér að þessu. Þannig að það varð að samkomulagi að ég keypti hlut Straumborgar í félag- inu,“ segir Hannes. Í hálffimm fréttum KB banka í gær segir að samkvæmt tilkynn- ingum til Kauphallar Íslands hafi aðkoma Jóns Helga Guðmundsson- ar að félaginu líklega skilað honum tæplega einum milljarði króna í hagnað, en þar sé ekki tekið tillit til mögulegs fjármagnskostnaðar sem myndi draga eitthvað úr þeim hagn- aði. Jón Helgi út úr Flugleiðum  Leiðir Jóns/14 Jón Helgi Guðmundsson Hannes Smárason HLJÓMSVEITIN Sigur Rós er með mörg verkefni í gangi þessa dagana. Í nóvember leikur sveitin t.a.m. á enduropnun MoMA, nýlistasafnsins í New York, fyrir stuttu samdi sveitin tónlist við skoska teikni- mynd og í síðustu viku var Hrafnagaldur Óðins fluttur í París við fádæma góðar við- tökur. Ný breiðskífa Sigur Rósar er þá í vinnslu og ganga upptökur vel að því er Kjartan Sveinsson, einn meðlima sveit- arinnar, segir. /48 Ljósmynd/Bernadette Stallmeyer Leika á endur- opnun MoMA DAVÍÐ Oddsson utanríkisráð- herra sagði, í umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær, að samstarf sitt, sem forsætis- ráðherra, við Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta Íslands, hefði verið með miklum ágætum. „Og vil ég þakka honum fyrir það,“ sagði hann. Davíð þakkaði einnig samstarfið við stjórnarandstöðuna og sagði að hann hefði stefnt að því að fá for- ustumenn stjórnarandstöðunnar til að hitta sig áður en hann lét af emb- ætti forsætisráðherra um miðjan síðasta mánuð en af því hefði ekki getað orðið. Erindið hefði verið tví- þætt: að þakka þeim hlýjar kveðjur í sinn garð og þakka þeim samstarf við sig sem forsætisráðherra. Margvíslegt samstarf sem ekki blasir við Sagði Davíð að þetta kynni að koma hlustendum á óvart því það sem þeir hefðu helst séð til stjórn- arandstöðunnar væri þegar hún réðist harkalega á sig, enda væri það hluti af hennar starfsskyldu. Sagðist Davíð einnig búast við að ef reikningarnir væru gerðir upp væru dálkarnir sennilega svipaðir enda hefði hann fengið tækifæri til að svara fyrir sig. Það sem hins vegar blasti ekki við á hverjum degi, væri að forsætisráðherra og forustumenn stjórnarandstöðunn- ar ættu margvíslegt samstarf á hverjum degi og fyrir það hefði hann viljað þakka. Davíð sagðist, sem forsætisráð- herra, hafa átt ágætt samstarf við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta Íslands. Menn hefðu hins vegar gert því skóna í skrifum, í dálkum og í spjallþáttum speking- anna, að samstarf hans við núver- andi forseta hefði verið miklu slak- ara og erfiðara. „Í rauninni er ekkert athugavert við slíkar spek- úlasjónir vegna þeirrar fortíðar sem mennirnir báðir áttu hvor á sínum stað,“ útskýrði Davíð. „En það hefur samt sem áður verið þannig að samstarf mitt við núver- andi forseta hefur sem forsætisráð- herra verið með miklum ágætum og vil ég þakka honum fyrir það.“ Einn skugga borið á Davíð bætti því við að einn skugga hefði þó borið á samstarfið „en við það ætla ég ekki að dvelja hér,“ sagði hann. „Ekki vegna þess að ég óttist það að ef ég dvel lengur við það atriði fái einhverjir menn fiðring í fæturna og þeytist úr saln- um heldur vegna þess að ég tel að afstaða mín liggi ljós fyrir og hún sé þekkt. Auk þess sem að Halldór Blöndal, hæstvirtur forseti þings- ins, hefur auðvitað með sínum hætti, myndarlega og afgerandi og eins og hans er von og vísa, gætt stöðu og virðingar Alþingis,“ sagði Davíð. Þakkaði Ólafi Ragn- ari ágætt samstarf Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafa haft sætaskipti á Alþingi.  Umræður/10 Davíð Oddsson utanríkisráðherra í umræðum á Alþingi DÆMI eru um að íslensk tónverk bíði í 10, 15 og upp í 17 ár eftir því að fást frumflutt af Sinfón- íuhljómsveit Íslands, en hljóti þó góðar viðtökur þegar þar að kem- ur. Þetta kom fram í máli Sig- fríðar Björnsdóttur, fram- kvæmdastjóra Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, á málþingi sem vinafélag Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands hélt í gærkvöldi undir yfirskriftinni „Sinfónían og samtíminn“. Tilefni málþingsins var greina- skrif í Morgunblaðinu að und- anförnu og gagnrýni á verk- efnaval hljómsveitarinnar og umræður sem spunnist hafa í kjöl- farið. Í máli Sigfríðar kom fram að um 10 hljómsveitarverk eru samin á Íslandi á ári hverju á sama tíma og Sinfóníuhljómsveitin flytji um níu íslensk, að meðaltali, verk frá öllum tímum. Af þeim íslensku verkum, sem flutt eru á ári hverju, sagði hún að um fimm væru ný en þá séu tónleikar Myrkra mús- íkdaga meðtaldir, en verkefnaval þeirra tónleika, sem haldnir eru í samvinnu hljómsveitarinnar og Tónskáldafélags Íslands, er ekki í höndum verkefnavalsnefndar hljómsveitarinnar heldur að frum- kvæði nefndar á vegum Myrkra músíkdaga. Hjálmar H. Ragnarsson, tón- skáld og rektor Listaháskóla Ís- lands, sagði klassíska tónlist eiga almennt erfitt uppdráttar í heim- inum í dag á öllum sviðum. Hann sagði nýsköpun lykilorð dagsins í dag en gagnrýndi að nýsköpun tónverka væri orðin að hlið- argrein, en söguleg upplifun hljómsveita að aðalatriði. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, tilkynnti á mál- þinginu að Atli Heimir Sveinsson tónskáld hefði verið ráðinn til árs- ins 2006 til þess að vinna með hljómsveitinni og semja verk fyrir hana. Fundur um verk- efnaval Sinfóníunnar Dæmi um að tónverk bíði flutnings í 10–17 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.