Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMKVÆMT umferðarörygg- isáætlun sem gildir fyrir árin 2002 til 2012 eru m.a. sett þau markmið að fækka umferð- arslysum um 40– 50% á tímabilinu. Til að ná þessu mark- miði hefur verið unnið ötullega að því á undanförnum árum að þróa og bæta umferðarör- yggismál og greina þá þætti sem ástæða þykir til að breyta eða bæta í umferð- armálum. Í þessu sambandi er mjög mikilvægt að haldið sé utan um allar upplýsingar og rannsókn- argögn sem til verða um umferð- arslys og -óhöpp. Slysaskráning- ardeild Umferðarstofu annast skrán- ingu slíkra gagna og byggist sú vinna á lögregluskýrslum sem sóttar eru úr gagnagrunni dóms- málaráðuneytisins. Meginmarkmið skráningarinnar er að auka þekk- ingu á eðli og umfangi slysa svo hægt sé að koma í veg fyrir þau með markvissum og fyrirbyggj- andi hætti. Á grundvelli slysa- skráningar er m.a. hægt að greina hvar mest hætta er á um- ferðarslysum og hvort ástæða sé til lagfær- inga á vegum eða öðr- um umferðarmann- virkjum. Einnig er hægt að mæla og meta árangur í umferðarör- yggismálum. Í sumar kom fram ít- arleg skýrsla um um- ferðaslys á Íslandi árið 2003 sem einmitt bygg- ist á gögnum slysa- skráningar og í ljós kemur árangur sem að flestu leyti stendur undir framangreindum markmiðum. Í skýrslunni er m.a. gerður samanburður á tíðni umferð- arslysa á árinu 2003 og 2002. Í ljós kemur að látnum fækkaði úr 29 í 23, slösuðum fækkaði úr 1.485 í 1.221 og alvarlega slösuðum úr 164 í 145. Ef litið er yfir lengra tímabil í samanburði við árið 2003 kemur í ljós að frá árinu 1994 hefur alvar- lega slösuðum fækkað úr 242 í 145 á síðasta ári. Þetta þýðir að það eru 40% færri alvarlega slasaðir í fyrra en árið 1994. Hafa ber í huga að þrátt fyrir þessa fækkun hefur árlegur akst- ur aukist, fyrir sama tímabil, úr 1.897 milljónum kílómetra í 2.697 milljónir kílómetra eða sem nemur rétt rúmum 42%. Sé litið til síðustu tíu ára á landsvísu kemur í ljós að færri slys með meiðslum urðu en í meðalári og fjöldi slasaðra hefur ekki verið lægri síð- asta áratuginn. Bæði er fjöldi alvar- lega slasaðra og fjöldi lítið slasaðra í lágmarki árið 2003. Það er athygl- isvert að samkvæmt skýrslunni verða flest banaslys í dreifbýli þrátt fyrir að langstærstur hluti almennrar um- ferðar eigi sér stað í þéttbýli. Önnur slys og þá ekki eins alvarleg eru að meirihluta til í þéttbýli og eru óhöpp þar sem eingöngu er um að ræða eignatjón í 84% tilvika inn- anbæjar. Samkvæmt þessu eru slys utan borgar- og bæjarmarka mun al- varlegri en slys innan þétt- býlismarka. Aukinn hraði er meg- inskýringin á þessu. Utan þéttbýlis er umferðarhraði tölu- vert meiri en innan þess. Óhapp, sem við lítinn hraða er smávægi- legt, getur hins vegar haft mjög alvarlegar afleiðingar við aukinn hraða ökutækis. Í þessu sambandi má nefna, sem gott dæmi um samvirkni öku- hraða og tíðni umferðarslysa, að slysum hefur fækkað verulega í Reykjavík og þá einna helst í hverfum þar sem hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 km á klukkustund. Hlutur ökumanna sem eru 60 ára og eldri í banaslysum hefur aftur á móti aukist á undanförnum árum. Það geta verið ýmsar skýringar á þessu og má í því sambandi nefna að eldra fólk er meira á ferðinni en fyrir einum til tveimur áratugum og einnig eru fleiri virk- ir ökumenn á fullorðinsaldri. Þessi aukna slysatíðni fullorðinna öku- manna er mikið áhyggjuefni sem mikilvægt er að rannsaka og finna Fækkun alvarlegra umferðarslysa Einar Magnús Magnússon fjallar um umferðarslys ’Ef litið er yfir lengratímabil í samanburði við árið 2003 kemur í ljós að frá árinu 1994 hefur alvarlega slösuðum fækkað úr 242 í 145 á síðasta ári.‘ Einar Magnús Magnússon 40% FÆKKUN ALVARLEGA SLASAÐRA FRÁ ÁRINU 1994 TIL 2003 2 4 2 14 5 0 50 100 150 200 250 300 19 9 4 2 0 0 3 FJÖLDI NÚ ER þjóðin aftur komin í essið sitt. Með sínum hætti. Kosn- ingar! Lofsöngvar og undir- skriftasafnanir. Kjósið minn af- burðamann í hæstarétt! Eða þann- ig. Sá sem um ræðir er væntanlega sá pólitískasti í brans- anum. Sl. vor birti hann sérstaka rammayfirlýsingu í Mbl um að hann kysi Sjálfstæðisflokkinn og hvers vegna. Var þá m.a. nefnd sú ástæða, að hann væri alfarið á móti öllum hindrunum gegn sam- einingu stórfyr- irtækja, þ.m.t. á sviði fjölmiðlunar. Þar brást nú Flokk- urinn honum illilega með því að leggja fram frumvarpið sitt um einmitt slíkar hömlur (að vísu sér- smíðaðar gegn einu ákveðnu fyr- irtæki), einsog einhverja mun etv. reka minni til. Og þá gerðist hið óvænta: hinn baráttu- og yfirlýs- ingaglaði lögmaður þagði þunnu hljóði, og rammagreinar í Mbl. voru óvanalega naumt skammt- aðar. Samt tók hann nú aftur gleði sína í deilunni um réttmæti þess að forseti Íslands skyldi nýta þann ótvíræða rétt, sem stjórnarskráin veitir til að vísa málinu til þjóð- arinnar. Upphófust þá lögspekileg skoðanaskipti um eðli mála. Lýsti umræddur lögmaður, sem heitir Jón Stein- ar, þeirri skoðun sinni, að lögfræðileg umfjöllun gæti aðeins leitt af sér eina rétta niðurstöðu. Og ein- hvern veginn fór ekk- ert á milli mála, að hin eina rétta væri sú, sem hann aðhylltist. Ef einhverjir hefðu aðra skoðun væru þeir hinir sömu ófag- legir og blindaðir af pólitískri ofsatrú. Undir þetta tóku margir og því fastar sem þeir voru sjálfir pólitískari, enda mjög í stíl við umræðuhefðir líðandi stundar. „Þeir sem eru á móti fjölmiðla- frumvarpinu eru á mála hjá Norð- urljósum“ (þ.e. allt að 70% þjóð- arinnar). Þeir sem eru á móti innrás í Írak eru á móti frelsi og lýðræði. Osfrv. Þekktur breskur hugsuður, Eduard de Bono, hefur gagnrýnt mjög umræðuhefð Vest- urlanda, sem eigi rætur að rekja allt til grísku heimspekinganna fyrir um 2300 árum. Hún gangi óþarflega mikið útfrá því (einsog Jón Steinar), að í tilverumálum sé aðeins einn sannleikur. Að vísu séu niðurstöður okkar misviturra manna oftar en ekki aðeins nálg- un, oft kannske ansi dauf, til þess sannleika, og geti því enn verið umræðugrundvöllur og frekari sannleiksleit til staðar um flest mál (öndvert Jóni Steinari. Um- ræðan hafi hinsvegar þróast í þröngan, línulegan hugsanagang með orðaskaki, hártogunum, smættun og sríði milli þröngra hugmunda um að eitt – og aðeins eitt – leiði af aðeins einu öðru. Or- sakasambönd verða stíf, einsleit, ósveigjanleg. Og einfölduð. Það býr að mínu mati til jarðveg fyrir ofurlétta ákvarðanatöku sem leiðir gjarnan til hóphugsunar, múgvit- undar og t.d. persónudýrkunar (einsog við þekkjum vel ). de Bono skirrist ekkert við að kalla þetta hugsanaferli fasisma og þríeykið Sókrates, Plató og Aristoteles „þremenningaklíkuna“. Við könn- umst öll við þetta, ekki síst und- anfarið. Hagsmunahópum tekst að leiða fram til áhrifa vissa hug- myndafræði í þjóðfélaginu og teygja hana og toga utan um það, sem hentar þeim. Og er þá of- anrædd umræðuaðferð notuð til hins ýtrasta. Hugmyndir og oft háleitar hugsjónir eru bútaðar nið- ur í einfaldan áróður og klisjur, þar sem þær verða ekkert annað en slepjugir merkimiðar utan á sérþarfir valdahópa af ýmsu tagi. Ekki er leitað lausna heldur sig- urs í slagsmálum með öllu ráðum. Þá ríkja staglhugsun og rétttrún- aðarofríki. Þeir sem sjá fleiri hlið- ar á málum, önnur samhengi (oft- ast víðari), nýstárlegar skapandi lausnir, eru litnir hornauga sem kverúlantar, sérvitringar, „póli- tískir“ potarar (!!) og raunar trú- villingar, enda nokkuð langt frá hinum opinbera sannleika. Auðvitað snýst þetta um vald. Valdhafar allra tíma hafa oftar en ekki ákveðið hvað sé sannleikur og hvað ekki. Og sú gamla tugga að valdið spilli hefur vissulega enn sannast hér í kumpánaveldinu (e. cronyism). Sannleikurinn verður býsna afstæður. Sífellt er sagt ósatt í þágu almannaheilla. Við, rosknir 20. aldarmenn munum: „Gengið verður ekki fellt“ „Rík- isstjórnin mun ekki ganga inní þessa kjaradeilu“. „Ríkisstjórnin ákvað að taka þátt í Íraksstríði til að losa heiminn við harðstjóra (vitglöp?). Ég hef ekki orðið var við neina ólgu í flokknum“. „Ekk- ert hefur verið ákveðið fyrirfram hver verður skipaður í Hæsta- rétt“. Endalaust sjónarspil og óein- lægni verður stjórnmálalegur vani en ekki undantekning. Alvarlegust er þó þróun lýðræðisins. Hin meinta þrískipting valds á í vök að verjast. Staða Alþingis og -manna gagnvart framkvæmdavaldinu í okkar flokkaræði er nánast einsog staða sauðanna í haustréttum, þegar dregið er í dilkana. Og nú vill framkvæmdavaldið, fullt gremju útí Hæstarétt vegna þess að hann hefur ekki alltaf ver- ið því hlýðinn, seilast einnig þar til valda. Við fengum smjörþefinn við síð- ustu dómaraskipun. Og nú beinn kosningaslagur. Undirskriftalistar skrifaðir á tölvu ofangreinds heið- ursmanns, og hann bara veit ekk- ert. Eru menn þarna að hnýsast í tölvur hver annars? Hvað segir Persónuvernd? Eða ætli sam- starfsmenn Jón Steinars séu að reyna að hafa áhrif á setningu hæstaréttardómara til að losa um eina tölvu, svo að allir eignist sína eigin og þurfi ekki að vinna hver á annars skrifstofum? Í alvöru, ekki meir, ekki meir. PS. Grein þessi var samin og innsend 26.9. sl. þ.e. áður en at- burðir áttu sér stað, sem varpa enn betra ljósi á núríkjandi lýð- ræðislegan skollaleik. Eftirþankar um hæstaréttarkosningar Ólafur Mixa fjallar um skipun hæstaréttardómara ’Valdhafar allra tímahafa oftar en ekki ákveðið, hvað sé sannleikur og hvað ekki. ‘ Ólafur Mixa Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.