Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Grindavík | „Þetta gengur ljómandi
vel. Við ljúkum sprengingum í þess-
ari viku,“ sagði Þorkell Ingi Ólafsson,
verkstjóri hjá verktakafyrirtækinu
Hagtaki hf. sem vinnur að dýpkun í
Grindavíkurhöfn. Fyrirtækið átti að
ljúka dýpkun við löndunarbryggjuna
fyrir áramót en dýpkun úti á höfninni
fyrir 1. apríl. Nú er hins vegar útlit
fyrir að verkinu verði að fullu lokið í
næsta mánuði, ef veður verður sæmi-
legt, og er það því mörgum mánuðum
á undan áætlun.
Þorkell segir að ákveðið hafi verið
að vinna á vöktum allan sólarhring-
inn til þess að flýta verkinu. „Við vild-
um nota haustið til að komast sem
lengst með verkið. Það getur verið
erfitt að vinna hér í janúar og febrúar
vegna veðurs, við höfum reynsluna af
því,“ segir Þorkell.
Klöpp er á botninum í Grindavík-
urhöfn og þarf að sprengja tvo til
fimm metra niður til að dýpka höfn-
ina. Dýpkað er niður á níu metra við
Svíragarð sem er löndunarbryggjan
við loðnuverksmiðju Samherja hf. og
niður á átta metra úti á höfninni svo
skipin hafi athafnarými til að snúa
þegar þau koma inn til löndunar.
Verktakarnir fara út höfnina á
morgnana á stórum pramma og bora
göt fyrir sprengihleðslurnar í gegn
um rör og koma hleðslunum einnig
fyrir í gegnum rörin. Yfirleitt eru
boraðar um átján holur yfir daginn.
Síðan eru sprengiþræðirnir teknir
saman í eina hönk og tveir menn fara
síðdegis út á litlum báti til að
sprengja. Þeir halda sig í hæfilegri
fjarlægð enda lyftist sjórinn yfir
sprengisvæðinu sem er allt að 150
metrar í þvermál. Þá heyrast drunur
og bryggjurnar og hús í næsta ná-
grenni hafnarinnar titra smástund.
Þegar búið er að taka upp vírana
mæta menn á gröfu og vinna um nótt-
ina að því að fjarlægja efnið sem
sprengt var yfir nóttina.
Sprengt hefur verið á hverjum
degi frá því í ágústbyrjun og hefur
verkið gengið svo vel að sprengingum
lýkur í vikunni, að sögn Þorkels. Sex
starfsmenn Hagtaks vinna að þessu
verkefni.
Á næsta ári er fyrirhugað að reka
niður nýtt 160 metra stálþil, framan
við það gamla. Það verk hefur ekki
verið boðið út.
Sprengingum fer senn að ljúka í Grindavíkurhöfn
Verktakinn mörgum
mánuðum á undan áætlun
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Dýpkun Starfsmenn Hagtaks hreinsa upp sprengiþræðina í Grindavík-
urhöfn að lokinni sprengingu dagsins. Grafið er í höfnina á nóttunni.
SUÐURNES
Reykjanesbær | Unnið er að und-
irbúningi þess að koma upp athvarfi
og dagvist fyrir geðfatlaða á Suð-
urnesjum. Stefnt er að opnun þess í
byrjun árs 2005.
Starfsfólk fjölskyldu- og fé-
lagsþjónustu Reykjanesbæjar og
Svæðisskrifsstofu um málefni fatl-
aðra á Reykjanesi hefur í störfum
sínum orðið vart við hvað þjónustu
við geðfatlaða er ábótavant á Suð-
urnesjum og hafa þessar stofnanir
unnið að úrbótum í samvinnu við
Sjálfsbjörgu á Suðurnesjum.
Að tillögu Geðhjálpar var stofn-
aður sjálfshjálparhópur fyrir geð-
fatlaða. Hópurinn hittist vikulega
yfir vetrartímann í húsi Sjálfsbjarg-
ar við Fitjabraut í Njarðvík. Þá var
aðstandendum veitt fræðsla í maí
og stendur til að stofna sjálfshjálp-
arhóp þeirra á næstu vikum.
Nú er unnið að því að koma á fót
athvarfi og dagvist. Reykjanesbær
og Svæðisskrifstofa um málefni
fatlaðra hafa samþykkt að leggja
saman til starfseminnar eitt stöðu-
gildi og Sjálfsbjörg leggur athvarf-
inu til húsnæði. Fjölskyldu- og fé-
lagsþjónustan mun bera ábyrgð á
rekstrinum fyrst um sinn. Sam-
kvæmt upplýsingum Hjördísar
Árnadóttur, félagsmálastjóra
Reykjanesbæjar, hefur öðrum
sveitarfélögum á svæðinu, stofnun-
um, fyrirtækjum og félags- og
hagsmunasamtökum verið gefinn
kostur á að taka þátt í uppbyggingu
starfseminnar og gera hana öflugri.
Segir Hjördís að góðar undirtektir
hafi þegar fengist en hún vonar að
fleiri leggi verkefninu lið.
Setja upp
athvarf fyrir
geðfatlaða
Grindavík | Í ár eru liðin 100 ár
frá því að Lestrarfélagið Mímir
var stofnað, en það varð síðar sá
grunnur sem Bókasafn Grinda-
víkur byggir á í dag. Af því tilefni
verður boðið til dagskrár og kaffi-
veitinga í Saltfisksetri Íslands, við
Hafnargötu 12a, sunnudaginn 10.
október, kl. 15.
Rithöfundarnir Guðbergur
Bergsson, Hallgrímur Helgason,
Viktor A. Ingólfsson, Ævar Örn
Jósepsson og Ómar Ragnarsson,
fréttamaður og rithöfundur, koma
í heimsókn og lesa eða fjalla um
bækur sínar. Auk þess mun Katr-
ín Jakobsdóttir bókmenntafræð-
ingur fjalla um íslenskar glæpa-
sögur, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá safninu.
Rósalind Gísladóttir syngur við
gítarundirleik Sigurjóns Alexand-
erssonar. Guðrún Gunnarsdóttir
syngur lög Ellýar Vilhjálms.
Bókasafnið 100 ára
Seyðisfjörður | Gamla ríkinu á Seyðisfirði var
lokað á föstudag og stendur til að flytja áfeng-
isafgreiðsluna í bensín- og söluskála í bænum.
Bæjarbúar er margir hverjir heldur hnuggnir
vegna þessa, enda verslunin búin að vera í sama
húsinu að Hafnargötu 11 síðan árið 1960, en það
var byggt 1917. Í húsinu var um árabil rekin
krambúð Thorvalds Imsland og standa innrétt-
ingar hennar óbreyttar síðan, en þær komu
upphaflega frá Mjóafirði. Jafnframt er ríkið,
eða Vínbúðin á Seyðisfirði, eins og það heitir
réttu nafni, eitt það síðasta í landinu sem af-
greiðir varning yfir borðið og ekki um neina
sjálfsafgreiðslu að ræða. Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins opnaði fyrst áfengisútsölu á
Seyðisfirði árið 1922.
Eina útsalan frá Akureyri
til Vestmannaeyja
Morgunblaðið hitti starfsmann Vínbúð-
arinnar á Seyðisfirði, Maríu Aðalsteinsdóttir,
rétt fyrir hina endanlegu lokun og voru við-
skiptavinir hennar þann daginn heldur óhressir.
María segist hafa unnið í ríkinu með hléum
síðan árið 1974, í afleysingum og sem hálfs-
dagsmanneskja og núna sé þetta aukastarf.
Maður hennar, Brynjar Júlíusson, hafi hins
vegar unnið í ríkinu á Seyðisfirði í þrjátíu og
fjögur ár, en starfi nú sem útsölustjóri í Vínbúð-
inni á Egilsstöðum.
„Það hefur stundum verið erfitt að afgreiða
allt yfir borð, en langerfiðast var þegar þetta
var eina áfengisútsalan frá Akureyri til Vest-
mannaeyja,“ segir María. „Þá voru póstkröfur
afgreiddar héðan á alla firðina og oft mikið um
að vera. Póstkröfurnar hættu þegar útsalan á
Egilsstöðum opnaði, fyrir rúmum áratug. Eftir
það róaðist til muna.“
Vínandi fortíðarinnar
María segir ekkert innanstokks hafa breyst
frá því á dögum gömlu verslunarinnar nema ef
vera skyldi vöruúrvalið. Þó má sjá nokkrar
verulega gamalgrónar áfengistegundir í hill-
unum.
Margt gamalla muna er í Vínbúðinni og má
þar telja ákaflega virðulega stimpilklukku, sem
María segir að hafi verið brúkuð í höf-
uðstaðnum fyrr á tíð, en send á Seyðisfjörð til
varðveislu innan um aðra gamla muni. Einnig
má sjá stönduga frímerkjavél og gömlu góðu
umbúðapappírsrúllurnar á gjáfægðri grind á
borðinu. Að ógleymdu barómetinu sem hefur
þjónað hlutverki sínu með sóma um langa hríð.
Meira að segja er afgreiðslupúlt gjaldkera
gömlu verslunarinnar, þar sem allt var skrifað í
reikning, enn við lýði, bak við útskorna trérimla.
Viðskiptavinir dagsins voru á einu máli um að
lokunin væri hið versta mál. Bentu á að í kaup-
félaginu á Seyðisfirði lægi frammi undir-
skriftalisti þar sem menn gætu undirritað
áskorun um að ÁTVR héldi starfseminni áfram
í húsinu. Ekki væri öll nótt úti enn.
„Hér finnst öllum þetta mjög dapurlegt,“
sagði Anna Karlsdóttir, sem leit við til að kaupa
sér rauðvínsflösku. „Þetta er náttúrulega viss
þróun sem er alls staðar í gangi, menn eru að
hagræða.“
Þorvaldur Jóhannesson átti líka erindi í búð-
inni og sagði þetta vont mál og að ekki yrði liðið
að kaupa þyrfti veigar á bensínstöð.
Ekki öll nótt úti enn
Í dag veerður Vínbúðin opnuð í söluskála
Shell. Einar Einarsson hjá ÁTVR segir versl-
unina m.a. flutta vegna þess að mikið viðhald
blasi við á gamla húsinu. „Samstarfssamningur
við Shell er gerður til fimm ára og því ljóst að
verslunin verður hér eitthvað áfram. Opinber
afgreiðslutími hennar verður frá kl. 17–18
mánudaga til fimmtudaga og líklega 14–19 á
föstudögum.“
Tryggvi Harðarson bæjarstjóri á Seyðisfirði
segir bæinn hafa verið í viðræðum við ÁTVR og
fjármálaráðuneytið vegna Hafnargötu 11. „Það
er vilji fyrir því að gera upp húsnæði ÁTVR hér
á staðnum. Í sjálfu sér hefur ekki verið gengið
frá því hvert verður framtíðarhlutverk þess, en
það er mikill vilji heimamanna að þarna verði
opnuð aftur áfengisverslun þegar umbótum og
endurgerð hússins er lokið og þá eru menn að
hugsa um að þetta verði einskonar áfeng-
isminjasafn í leiðinni. Þetta er orðin eina gamla
áfengisverslunin sem til er í landinu, með sögu-
frægar innréttingar úr Mjóafirði frá því á
nítjándu öldinni. Ef húsið verður til innan fárra
ára væri hægt að leysa núverandi söluaðila und-
an samningi ef svo ber undir og ég lít því á þetta
sem bráðabirgðaráðstöfun,“ segir Tryggvi.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Lokadagur í gömlu vínbúðinni Anna Karls-
dóttir sótti sér rauðvínsflösku til Maríu Að-
alsteinsdóttur og var ekki par ánægð með
flutninginn.
Gamla ríkið runnið sitt skeið á enda
AUSTURLAND