Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 31 MINNINGAR náði Hitaveitan aðeins til hluta Reykjavíkur en í lok þess til borg- arinnar allrar og nágrannabyggðar hennar og hafin var virkjun háhit- ans á Nesjavöllum. Margs konar nýjungar í tækni og rannsóknum voru innleiddar á þessu tímabili. Sérstaklega ber að geta notkunar djúpdæla í heitavatnsholum og þró- unar á teflon-legum í þeim, sem var nýjung og Jóhannes var frum- kvöðull að. Stjórnunarstarf Jóhann- esar hjá Hitaveitunni einkenndist af víðfeðmri faglegri þekkingu, frum- kvæði og fyrirhyggju, en einnig af jarðbundinni varkárni og sveigjan- legri stefnufestu. Jóhannes tók virk- an þátt í framvindu jarðhitamála og orkumála almennt, hérlendis og á al- þjóðavettvangi, og var meðal annars ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna um jarðhitanýtingu í Kína og Tyrklandi. Þáverandi Orkustofnun (sem nú heitir Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir) veitti Hitaveitu Reykjavíkur margháttaða þjónustu á stjórnunardögum Jóhannesar. Má segja, að sumir starfsmenn Orku- stofnunar hafi verið í aðalstarfi í þjónustu Hitaveitunnar um árabil. Þau samskipti voru ávallt til fyrir- myndar, fagleg og hreinskiptin, og minnast starfsmenn Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna Jó- hannesar með þakklæti, hlýhug og virðingu. Jóhannes fylgdist vel með jarðhitamálum, eftir að hann lét af störfum, og ritaði ýmislegt um þau efni. Að verðleikum voru störf Jó- hannesar mikils metin og var hann kjörinn fyrsti heiðursfélagi Jarð- hitafélags Íslands. Jóhannes var einnig heiðraður af öðrum fagsam- tökum á þessum vettvangi, eins og bandaríska Jarðhitafélaginu, Verk- fræðingafélagi Íslands og Lagna- félagi Íslands. Ekki mun ofmælt, að Jóhannes Zoëga hafi verið einn helsti frumkvöðull og forgöngumað- ur íslenskra jarðhitamála um ára- tugaskeið. Slíkra manna er ljúft að minnast og undir því merki er þessi hinsta kveðja Orkustofnunar og Ís- lenskra orkurannsókna til Jóhann- esar Zoëga, með þökk og djúpri virðingu fyrir störf hans og sam- skipti öll. Þorkell Helgason, orkumálastjóri, Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Íslenskra orku- rannsókna. Ágæti nágranni. Mér var brugðið þegar ég fletti blöðunum við heim- komu úr ferðalagi hinn 2. október og sá að þú varst fluttur úr hverfinu. Frá því að ég man eftir mér varst þú nágranninn sem ég bar óendanlega virðingu fyrir. Þú bjóst í húsinu fyr- ir ofan húsið sem ég bjó í, fyrst sem krakki og lék mér með krökkunum þínum og líka síðar eftir að ég stofn- aði fjölskyldu og samanlagt varð þessi tími 52 ár sem við vorum grannar. Alltaf þegar leiðir okkar lágu saman tókstu mig tali sem ég hafði mikla ánægju af. Á þessu ári hafði liðið langur tími frá því að við höfðum rekist hvor á annan, en mér er minnisstætt þegar við hittumst síðast í sumar við jarðarför Ragn- heiðar Brynjólfsdóttir og ég fékk tækifæri til að heilsa upp á þig þar sem við gengum frá kirkjunni. Þegar þú hvarfst héðan var ég að skoða Berlín, þar sem þú starfaðir um tíma og þá var ég einmitt að leiða hugann að því hverja ég þekkti sem höfðu starfað þar og kom þá nafnið þitt upp og minntist ég þess þegar pabbi fræddi mig um hæfi- leika þína sem verkfræðings og ekki minnkaði álitið þegar hann sagði mér frá því að þú hefðir verið að vinna við hönnun á flugvélahreyflum en ég eins og aðrir strákar á þessum tíma bar óendanlega virðingu fyrir þeim sem komu nálægt flugvélum og hvað þá þegar þeir gátu teiknað þær. Kæri nágranni, ég vona að nýi staðurinn þinn sé jafnvinalegur og fallegur og það umhverfi sem þú skapaðir í kringum þig í Laugarásn- um með nærveru þinni. Börnum þínum, tengdabörnum og öðrum ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þinn nágranni, Eiríkur. Skjótt hefur sól brugð- ið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri; sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalladölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hvurjum. (J.H.) Nú er birkið í Úthlíðarhrauninu að fella laufið og blóm og grös að sölna. Þó að árvisst sé er líkt og það gerist nú í kveðjuskyni við húsfreyjuna á bænum, sem lést eft- ir stranga og erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Ég kynntist Ágústu í Úthlíð fyr- ir 20 árum þegar ég fór að venja komur mínar þangað í fylgd elstu dótturinnar. Hún tók mér þá og æ síðan fagnandi og einlægt með gleðisvip. Það var líka hennar meg- ineinkenni hversu jafnlynd hún var og geðgóð og jafnan stutt í glaðlegt bros eða glettinn hlátur. Hún hafði jákvæð áhrif á umhverfi sitt með sínu rólega góðlega yfirbragði og manngæsku enda sóttust barna- börnin ekki síst eftir að vera í ná- vist hennar. Þá sjaldan hún þurfti að hækka raustina eða auka áherslu orða sinna var tekið eftir því sem hún sagði því hún var skynsöm og ákveðin kona. Mér er sagt að þeim hafi svipað saman um marga mannkosti tengdamæðgun- um í Úthlíð, Jónínu og Ágústu, enda mun hafa farið sérstaklega vel á með þeim. ÁGÚSTA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR ✝ Ágústa MargrétÓlafsdóttir fæddist í Hjálmholti í Hraungerðis- hreppi 6. nóvember 1937. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi aðfaranótt 20. sept- ember síðastliðins og var jarðsungin frá Skálholtskirkju 2. október. Fólk var hennar áhugamál og hún hugði vel að sínum og fylgd- ist með hvernig þeim vegnaði. Hún var ein- lægt jákvæð og hvetj- andi og var ævinlega til staðar, jafnvel þó að höf og lönd skildi að. Sú umhyggja náði einnig til nágranna og stórs hóps vina og kunningja. Oft hefur stórfjölskyldunni eða öðrum vinahópum ver- ið hóað saman til mannfagnaðar í Úthlíð. Grunar mig að Ágústa hafi oftar en ekki haft frumkvæðið að því og lagði hún sitt af mörkum svo vel mætti takast. Hún naut sín vel á slíkum samkomum, í glaðværum samræðum eða hressilegum söng, sem jafnan hefur fylgt mannamót- um í Biskupstungum. Hún lagði sig sérstaklega eftir að þekkja ættir fólks og kunna á því skil. Því vék umræðunni oft að frásögnum af fólki og atburðum frá liðnum tíma, enda hangir nútíðin saman á fortíð- inni. Oft var flett upp í ættfræði- bók til að kanna málið og spunnust þá nýjar frásagnir og vangaveltur um liðna atburði. Og nú er ævi Ágústu í Úthlíð lið- in og hún horfin inn í eilífðina. Frá minningu hennar stafar hlýju og gleði sem eftirlifendur munu orna sér við. Ólafur Sigurgeirsson. Leiðir okkar Siggu, eins og hún alltaf var kölluð, lágu saman á vinnustað þegar við vorum ungar að árum. Við komum hvor úr sínum landshluta, Sigga mín að vestan og ég að norðan. Með okk- ur tókst góð vinátta sem staðið hefur síðan. Þetta voru góð ár. Við áttum margt sameiginlegt, ekki síst þegar talið barst að þeim sem ekki voru ættaðir úr Reykjavík. Þá stóðum við þétt saman. Við töldum líka að veðrið í okkar heimabyggð- um væri mun betra en í Reykjavík. Við höfðum mjög gaman af að dansa og brugðum okkur stundum í Breiðfirðingabúð á gömlu dans- ana. Þar var mikið fjör. Sigga bjó á þessum árum með móður sinni, Hjördísi, á Laufásvegi 38. Hjördís var mikil sómakona og bar hag dóttur sinnar mjög fyrir brjósti og voru nokkuð ákveðnar reglur um hvenær ætti að koma heim ef við fórum á ball. Ef ballið var búið klukkan eitt, átti Sigga að vera komin heim klukkan hálftvö. Þetta þótti okkur nokkuð strangt en þessu varð ekki breytt, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Sigríður Sig-urðardóttir fæddist í Súðavík 21. júlí 1937. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 21. september síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 1. október. eða mjög lítið. Það voru mörg sporin sem við áttum milli Lauf- ásvegar 38 og Grund- arstígs 15 og marga máltíðina snæddi ég með þeim mæðgum. Sigga kynntist yndis- legum manni Eyjólfi Jónssyni. Þau gengu í hjónaband og eignuð- ust þrjú mannvænleg börn sem öllum hefur farnast vel í lífinu og eru öll fjölskyldufólk. Það var alltaf gott að koma til Eyfa og Siggu. Þau voru ekki bara hjón, þau voru líka miklir félagar og höfðu gaman af að ferðast saman til annarra landa og voru búin að fara víða. Nú síðustu árin fóru þau til Kanarí á hverjum vetri. Var ég svo heppin að fá að verða þeim samferða til Kanarí síðastliðinn vetur. Mig langar að þakka fyrir þann yndislega tíma. Þau voru góðir ferðafélagar og áttu mikinn þátt í að lyfta mér upp úr dálitlum öldudal. Fyrir þetta allt vil ég þakka. Elsku Sigga mín, mér er óljúft að kveðja þig en við erum svo sjaldan spurð hvað við viljum. Mér er þó ljúft að þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og bið Guð að vera með þér. Elsku Eyfi, Dísa, Nonni, Anna og fjölskyldur ykkar, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Minn- ingar um yndislega konu verða ekki frá okkur teknar. Guðbjörg. S. 555 4477 • 555 4424 Erfisdrykkjur Verð frá kr. 1.150 Móðir okkar, MARGRÉT SVEINSDÓTTIR, Samtúni, Stöðvarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðs- firði föstudaginn 1. október. Hans Eiríksson, Gréta Eiríksdóttir, Þorgeir Eiríksson. Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengda- móðir, HAFDÍS ERLA EGGERTSDÓTTIR, Þórðarsveig 1, Reykjavík, lést á Landspítala, Fossvogi, laugardaginn 2. október. Valentínus Guðmundsson, Katrín Valentínusdóttir, Hrönn Valentínusdóttir, Ingibjörg Valentínusdóttir, Hafþór Valentínusson, Valþór Valentínusson, Garðar Valentínusson, Smári Kristófersson, makar og fjölskyldur þeirra. Móðir okkar og tengdamóðir, JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, Byggðavegi 99, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 11. október kl. 13.30. Róshildur Sigtryggsdóttir, Baldvin Jóhannes Bjarnason, Margrét Sigtryggsdóttir, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Sigríður Kristín Sigtryggsdóttir, Guðmundur Stefán Svanlaugsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA GUÐLAUG ÞORGEIRSDÓTTIR frá Arnanúpi, Dýrafirði, Stífluseli 4, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 2. október. Fyrir hönd aðstandenda, Börn hinnar látnu. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF KRISTÍN ÞORGEIRSDÓTTIR, Hverfisgötu 59, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 2. október. Einar Bergmann Gústafsson, Anna Björnsdóttir, Kristín Erla Gústafsdóttir, Þorgrímur H. Ísaksen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, HJALTI ELÍASSON rafvirkjameistari, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum þann 3. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Guðný M. Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.