Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMNINGAVIÐRÆÐUR grunn- skólakennara og sveitarfélaganna halda áfram í dag, eftir að stuttum fundi var frestað síðdegis í gær að kröfu sveitarfélaganna. Af samtölum við deiluaðila má ráða að lítið hafi þokast í gær, en þá komu til umræðu kröfur kennara um breytta launa- myndun. Sjálfur launaliðurinn kom ekki til umræðu. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar Launa- nefndar sveitarfélaganna, sagði eng- ar nýjar lausnir eða ný sjónarmið af hálfu kennara hafa komið upp á borðið í gær, varðandi launa- myndunarkerfið. Það yrði að koma í ljós hvort það gerðist í dag. „Ég geri ráð fyrir að báðir aðilar geti hugsað sitt ráð til morguns. Við munum að minnsta kosti gera það af hálfu launanefnd- ar,“ sagði Birgir Björn en vildi ekkert fullyrða um hvort sveitarfélögin kæmu með nýtt tilboð í dag. „Fæðingartími á því sem gerðist um helgina var tvær vikur. Því er ekki einkennilegt þótt það taki ein- hverja daga að koma launakerfinu á hreint. Auðvitað hefðum við viljað sjá hlutina gerast miklu hraðar. Verk- fallið er búið að standa nú þegar of lengi,“ sagði Birgir Björn ennfremur. Bökkum ekki Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, sagði kennara hafa kynnt ákveðin atriði sem for- gangsmál, eins og varðandi launa- myndunarkerfi kennara. „Það er alveg ljóst að þau atriði sem menn voru ekki tilbúnir að bakka frá fyrir verkfall, þeim vilj- um við ekki bakka frá í verkfalli. Ef einhvern tíma þarf til þess, þá það. Við erum staðföst og bökkum ekki með okkar kröfur. Samningur sem yrði úr takti við þær yrði einfaldlega kolfelldur í atkvæða- greiðslu og þá verðum við miklu verr stödd en við erum í dag,“ sagði Eirík- ur. Ásmundur Stefánsson ríkissátta- semjari var fámáll að fundi loknum í gær. Sagði hann ekki tímabært að leggja mat á stöðu viðræðna. Hið eina sem hann gæti sagt væri að funda- höld héldu áfram í dag. Viðræðum frestað í gær að kröfu sveitarfélaganna Engar nýjar lausnir uppi á borðum Birgir Björn Sigurjónsson Eiríkur Jónsson „JÚ, ÞAÐ er gaman að koma aftur í skólann,“ sögðu fjórir nemendur í 2. bekk í Öskjuhlíðarskóla í kór við blaðamann Morgunblaðsins í gær, en þá mættu nemendur skólans aft- ur í fyrsta skipti frá því verkfall kennara hófst. Þau sögðu kenn- urunum frá því hvað þau gerðu um helgina og að sögn Jónínu Stef- ánsdóttur kennara var ekki að finna á börnunum að verkfallið hefði haft mikil áhrif á þau; þau lærðu og léku sér við félagana eins og ekkert hefði í skorist. Hansína Skúladóttir, þroskaþjálfi í 1. bekk, hafði aðra sögu að segja af sínum nemendum. „Maður finnur alveg að þau eru óvön, það er svo föst rútína sem við förum eftir,“ sagði hún um fyrsta kennsludaginn. Hún segir börnin taka breytingum misjafnlega og bendir á að sum barnanna séu með aðskiln- aðarkvíða, enda aðeins sex ára gömul. Fjörutíu kennarar Öskjuhlíð- arskóla mættu aftur til vinnu í dag eftir tveggja vikna verkfall. „Það eru blendnar tilfinningar hjá kenn- urunum sem kallaðir voru til starfa,“ segir Einar Hólm Ólafsson skólastjóri. „Ég leyfi mér að segja að þeir vilji auðvitað nemendum skólans og fjölskyldum þeirra allt hið besta en þeim finnst ekki góð tilfinning að vera kallaðir til starfa þegar baráttan er ekki búin. Á með- an berjast hinir kennararnir áfram fyrir þau sem eru byrjuð að vinna,“ segir Einar. Hundrað börn eru í Öskjuhlíð- arskóla og voru langflest þeirra mætt í gær að sögn Einars. Hringt var í alla kennara þegar ljóst var að undanþágubeiðni skólans hafði ver- ið samþykkt en foreldrar höfðu greinilega fylgst vel með fréttum og börnin mættu án skilaboða frá skólanum. „Mér finnst mikilvægt að brugð- ist var við áður en neyðarástand skapaðist,“ segir Einar um af- greiðslu undanþágunefndar. „Því er ekki saman að jafna að vera for- eldri fatlaðs barns og heilbrigðis barns í almennum skóla. Ég held að menn hafi ekki síst verið að horfa á aðstæður fjölskyldnanna.“ Jónína Stefánsdóttir kennari seg- ist hugsa til þeirra kennara sem enn eru í verkfalli. „Það er virki- lega gaman að sjá börnin aftur en ég hefði viljað að verkfallið sjálft hefði leyst,“ segir Jónína um fyrsta kennsludaginn eftir að verkfall hófst. „Það eru mörg börn úti í þjóðfélaginu sem virkilega þurfa að komast í skólann aftur.“ Börn í 1.–4. bekk Öskuhlíð- arskóla hafa aðgang að skóla- dagvist eftir skóla sem ÍTR hefur umsjón með. Börn í 5.–10. bekk, sem höfðu aðgang að slíkri vistun á vegum skólans þar til í haust, hafa ekki getað fengi slíka þjónustu í vetur þar sem ÍTR hefur ekki tekist að manna þau störf sem til þarf. „Það kom sér auðvitað óskaplega illa í verkfallinu, þá var 5.–10. bekkur ekki með neina vistun,“ út- skýrir Einar. Morgunblaðið/Golli Sindri, Katrín Anna, Viktoría Rán og Sandra Björt í 2. bekk Öskjuhlíðarskóla sögðu kennurum sínum frá við- burðum síðustu helgar og klöppuðu fyrir hvort öðru að því loknu. Kennsla hófst að nýju í Öskjuhlíðarskóla í gær Blendnar tilfinningar meðal kennara skólans STÖÐUGILDUM grunnskólakenn- ara fjölgaði um 28,3% og stöðugild- um annarra starfsmanna skólanna fjölgaði um 53,4% frá árinu 1998 til ársins 2003 á sama tíma og nemend- um fjölgaði einungis um 5,6%. Frétt þessa efnis er að finna á vef Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, byggða á tölum frá Hagstofu Ís- lands. Kemur fram að stöðugildi kennara í grunnskólum landsins voru 3.202 árið 1998 en þau voru komin í 4.109 árið 2003. Hafði þeim á tímabilinu fjölgað um 907 eða 28,3%. Stöðugild- um annars starfsfólks fjölgaði á sama tíma úr 1.419 í 2.177 eða um 758 sem er 53,4% aukning. Samtals fjölgaði því kennurum og öðru starfsfólki úr 4.621 í 6.286 eða um 1.665 sem er 36,0% aukning. Á sama tíma fjölgaði nemendum úr 42.421 í 44.809 eða um 2.388 sem er einungis 5,6 % aukning. Frá árinu 1998 til ársins 2003 bættust því við um tveir starfsmenn fyrir hverja þrjá nemendur sem fjölgaði um í grunnskólum landsins, segir í fréttinni. Þannig fækkaði nemendum á hvert stöðugildi allra starfsmanna, annarra en skóla- stjórnenda, úr 9,2 í 7,1 eða um 22,3% á þessu tímabili. Hefur áhrif á álag starfsfólks skólanna „Verður að ætla að þessi mikla fjölgun kennara og annars starfs- fólks hafi haft jákvæð mótvægisáhrif vegna sívaxandi álags starfsfólks sem fyrir var í skólunum og oft hefur verið nefnt í fjölmiðlaumræðu und- anfarið í tengslum við kjarabaráttu grunnskólakennara,“ segir í frétt á vef Sambands íslenskra sveitarfé- laga. „Þegar fjallað er um mikla kostn- aðaraukningu sveitarfélaga undan- farin ár við rekstur grunnskólans verður að líta til áhrifa þeirrar mag- naukningar sem orðið hefur vegna fjölgunar stöðugilda í samhengi við launahækkanir og aðra rekstrar- kostnaðarliði sem sumir eru í beinu framhaldi af fjárfestingum í auknu og bættu skólahúsnæði. Ljóst er að sveitarfélög hafa varið verulegu fjármagni frá því að þau tóku alfarið yfir rekstur grunnskól- ans til uppbyggingar vegna einsetn- ingar og bættrar aðstöðu innanhúss, s.s. vegna mötuneyta og tæknivæð- ingar,“ segir í fréttinni. Mikil fjölgun starfsfólks í grunnskólum undanfarin ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.