Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 23 UMRÆÐAN Á SÍÐASTA kirkjuþingi var sam- þykkt stefnumótun þjóðkirkjunnar til ársins 2010. Mikil vinna hafði verið lögð í þetta verk. Margir fundir haldnir og málið rætt á héraðs- fundum og ráðstefnum um allt land. Eg sat nokkra slíka fundi þar sem málið var tekið til skoðunar. Aðferða- fræðin var nokkuð nýstárleg fyrir marga (styrkleiki, veikleiki, ógnanir, tækifæri). Eg var einn af þeim sem fundu sig ekki alls kostar í verkefninu eins og það var sett fram, en það er ekki neinn áfellisdómur um aðferðina Einkunnarorðin eru „Biðjandi, boðandi, þjónandi“ kirkja. Og meg- instefnan felst í orðunum „Þjóð- kirkjan er samfélag í trú og tilbeiðslu sem mótast af kærleiksboði Krists. Hún er mannlegt samfélag um and- legan boðskap.“ Stefnumótunin skiptist í þrjá hluti. Framtíðarsýn, stefna og hlutverk þjóðkirkjunnar; Starfsemi þjóðkirkj- unnar, sem er stærsti hluti stefnu- mótunarinnar, og síðast Skipulag þjóðkirkjunnar. Eg tel það miður að umræður um stefnumótunina hafa verið mjög litl- ar. Í lifandi kirkju þarf að vera sífelld umræða um innihald, markmið og leiðir, og það ekki síst þegar stefnu- mótun til langs tíma hefur verið gerð. Eins og hér á sér stað. Eftir lestur Stefnumótunarinnar komst eg að þeirri niðurstöðu að hún væri mjög ópersónuleg, t.d. eru mjög lítið notuð starfsheiti innan kirkj- unnar og sem dæmi má nefna að orð- ið sóknarnefnd kemur aldrei fyrir í stefnumótuninni. Þegar rætt er um hennar störf er að öllum líkindum tal- að um starfsfólk, eða sjálfboðaliða. Biðjandi, boðandi, þjónandi kirkja hlýtur að vera persónuleg, og það er styrkur hennar. Aðferðafræðin við mótun stefnumótunarinnar á ef til vill þátt þessari skoðun. Stefnumótunin gerir mikið gagn þó ekki verði allir sammála sem ekki er von. Þarna er tekið á flestum málum kirkjunnar sem ekki er mikill ágrein- ingur um og stefnumótunin hefur mikið trúarlegt ívaf sem er af hinu góða. Aftur á móti er ekki mótuð stefna í hinum ýmsu ágreinings- málum innan kirkjunnar svo sem hvort kirkjan eða starfsmenn hennar eigi að blanda sér í pólitíska umræðu. Sumir kirkjunnar menn telja óæski- legt og hættulegt að kirkjan blandi sér í pólitík en aðrir taka pólitíska af- stöðu til mála á opinberum vettvangi. Ef við flettum upp í stefnumótuninni kemur í ljós að málið er ekki rætt. Afstaða til annarra trúfélaga er ekki rædd, að öðru leyti en því að tal- að er almennt um að hafa gott sam- starf við öll trúfélög. Þarna finnst mér vanta meira afger- andi stefnumótun í þá veru að ná betri sam- stöðu innan Evangelisku lúthersku kirkjunnar. Hvers vegna á hún að vera sundruð? Í stjórnarskránni frá 1874, sem enn er í gildi, segir: „Hin evangeliska lútherska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal hinu opinbera að því leyti skylt að styðja hana og vernda.“ Og í riti sínu Stjórnarskrá Ís- lands ræðir Ólafur Jó- hannesson um þjóðkirkj- una og hann segir „Í orðinu þjóðkirkja felst að til hennar skuli allir landsmenn taldir aðrir en þeir sem sérstaklega hafa áskilið sér að vera utan hennar.“ Fríkirkjumenn hafa áskilið sér rétt til að vera utan þjóðkirkju, eða orðið að vera það. En hvers vegna? Vegna ágreinings um kosningu presta og skipulagsbreytingar þar að lútandi. En eru viðhorfin ekki allt önn- ur nú en árið 1886? Er ekki kominn tími til að leysa þann ágreining þannig að allir er að- hyllast evangaliska lúth- erska kirkjuskipan séu innan þjóðkirkjunnar? Á ekki skipulag þjóðkirkj- unnar að vera það sveigjanlegt að innan hennar rúmist allir þeir er stjórnarskráin tilnefnir þó leyfa þurfi skipulagslega sérstöðu, því um trúar- legan ágreining er ekki að ræða. Við erum núna að móta stefnuna til 2010 en ekki 1910. Íþróttahreyfingin hefur leyst sín vandamál á þann hátt að ÍSÍ er æðsti aðili hreyfingarinnar innanlands sem utan en UMFÍ starf- ar sjálfstætt en allir meðlimir þess eru jafnframt innan ÍSÍ. Að stefnumótuninni er mikill feng- ur. Þjóðkirkjan hefur mikilhæfum og víðsýnum forustumönnum á að skipa sem eg treysti til að framkvæma stefnumótun þjóðkirkjunnar á meiði hinnar heilögu kirkju er biður, boðar og þjónar í nafni Jesú Krists um heim allan. Eins og segir í stefnumót- uninni. Um stefnumótun þjóðkirkjunnar Gunnar Sveinsson skrifar um trúmál Gunnar Sveinsson ’ Að stefnu-mótuninni er mikill fengur.‘ Höfundur er fyrrverandi kaupfélagsstjóri í Keflavíkursókn. inástæðan fyrir því að börnin snúa fæst heim aftur, þau dvelja áfram á höfuðborgarsvæðinu eða á Ak- ureyri sem var svo lánsöm að vilja háskóla og listaháskóla. Akureyri er nú háþekkingarsvæði og vex hægt og bítandi. Næstu byggð- arlög njóta góðs af, jafnvel Ísa- fjörður og Austurland með fjar- námi. Álver í Fjarðabyggð hefur vissu- lega margvísleg áhrif: Störf skap- ast og önnur störf hverfa. Álver kippir fótunum undan ákveðnum fjölda fyrirtækja sem eru til staðar og eru óháð álveri og gefur öðrum fyrirtækjum, sem eru háð álveri, undir fótinn. Hver heildarnið- urstaðan verður er enn óljóst. Auð- vitað skapast einhver störf fyrir háskólamenntaða, en alls ekki í samræmi við starfs- og menntunar- áhuga ungu kynslóðarinnar. Guðmundur Bjarnason hefur sagt: „Nú streymir unga fólkið á nýjan leik heim á æskustöðvarnar. En tölur frá Hagstofu Íslands um búferlaflutninga sýna annað: „Á Austurlandi var einkum um að ræða flutninga frá útlöndum; að- fluttir umfram brottflutta í flutn- ingum milli landa voru 525 á öðr- um fjórðungi ársins 2004. Aftur á móti voru brottfluttir heldur fleiri en aðfluttir í innanlandsflutningum til Austfjarða (13).“ (hagstofa.is). Það sem stóð Austfirðingum til boða í raun virðist hafa verið hand- an ímyndunarafls ráðamanna. Höfundur er sjálfstætt starfandi fræðimaður og blaðamaður. leikur að fljúga Það er… Fjölskylduhátíð Vildarklúbbsfélaga Vildarklúbbur Icelandair kemur til móts við barnafjölskyldur með einstöku Vildartilboði. Börn yngri en 12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða aðeins 1.000 Vildarpunkta fyrir flugsæti til allra áfangastaða Icelandair í Evrópu. Missið ekki af frábæru tækifæri! Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við fjarsölu Icelandair í síma 5050100. Opið mán. - fös. kl. 9-17. (Ekki hægt að bóka á netinu.) Vissir þú að félagar í Vildarklúbbnum fá allt að 9.000 Vildarpunkta fyrir Evrópuferð? Ekki nema 1.000 Vildarpunktar fyrir börn að12 ára aldri Sölutímabilið er til og með föstudagsins 8. október. Ferðatímabilið er til 5. nóvember (síðasta heimkoma). Takmarkað sætaframboð! Flugvallarskattar og þjónustugjald Osló 4.205 kr. Kaupmannahöfn 5.295 kr. Stokkhólmur 4.615 kr. London 4.985 kr. Glasgow 4.835 kr. Frankfurt 5.005 kr. París 5.435 kr. Amsterdam 5.145 kr. Þjónustugjald 900 kr. www.vildarklubbur.is Vildartilboð ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 26 05 5 1 0/ 20 04

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.