Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 33 MINNINGAR ✝ Bjarndís Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 7. mars 1920. Hún lést á heimili sínu 27. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson fisksali í Reykjavík, f. í Hrunakróki í Hrunasókn í Árn. 13. júní 1879, d. 25. maí 1950, og Júlíana Björnsdóttir hús- móðir, f. í Þjóðólfs- haga í Holtum í Rang., f. 19. júlí 1882, d. 14. nóvember 1974. Börn Jóns og Júlíönu, auk Bjarndísar, eru Sigurbjört, Jóhannes, Ingólf- ur, Haraldur og Jón Júlíus. Har- aldur lifir systkini sín. Bjarndís giftist 6. júní 1942 Gunnari Sverri Guðmundssyni bifreiðastjóra, f. 28. júní 1917, d. 21. júní 1963. Foreldrar hans voru Guðmundur Jörgen Er- lendsson trésmiður, f. á Innra- hólmi í Innri-Akraneshreppi, Borg. 21. ágúst 1888, d. 19. sept- ember 1979, og Guðrún Elín Finnbogadóttir húsmóðir, f. á Ísa- firði 26. mars 1887, d. 21. október 1962. Börn Guðmundar og Guð- rúnar eru, auk Gunnars Sverris, 20. maí 1943, d. 24. maí 1999. Börn þeirra eru: Eiður, f. 29. jan- úar 1969, kvæntur Þóreyju Gunn- arsdóttur, dætur Sandra Sif og Sólveig Birta. Sigrún, f. 15. jan- úar 1972, gift Óla Viðari Andr- éssyni, dætur Valdís Ósk og Katr- ín Eva. Júlíana, f. 29. júní 1974, gift Ólafi Kristjáni Jónssyni, börn Jón Kristján og Unnur Margrét. 4) Jóhannes Jón, f. 6. maí 1950, kvæntur Ásgerði Flosadóttur, f. 11. nóv. 1954. Börn þeirra eru: Guðrún Eva, f. 26. sept. 1977, maki Ingi Þór Rúnarsson, barn Jóhannes Rúnar. Flosrún Vaka, f. 18. mars 1985. 5) Gunnar Björn, f. 14. júlí 1959, kvæntur Þorgerði Þráinsdóttur, f. 20. mars 1961. Börn þeirra eru: Þórhildur, f. 25. febrúar 1991, og Ásgrímur, f. 12. apríl 1995. 6) Helga, f. 1. ágúst 1961, gift Erni Sævari Rósin- kranssyni, f. 28. nóv. 1958. Börn þeirra eru Huginn, f. 22. mars 1982, og Hugrún Lind, f. 7. sept. 1990. Bjarndís giftist 16. júní 1973 seinni manni sínum Kristni Guð- jónssyni, fv. forstjóra, f. 8. apríl 1921. Foreldrar Kristins voru Guðjón Kristinn Jónsson múrari, f. 2. júní 1888, d. 26. des. 1957, og Elín Eyjólfsdóttir, f. 22. janúar 1885, d. 7. sept. 1929. Kristinn á þrjú börn með fyrri konu sinni, Önnu Ágústsdóttur. Þau eru Sig- rún, Jóhannes og Elín. Bjarndís verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Helga Stella, látin, Rósa Þórunn, lát- in,Erlendur, Guðrún Elínborg, látin Jón og Finnbogi. Bjarndís og Gunn- ar Sverrir eignuðust sex börn, þau eru: 1) Sigurbjört Júlíana, f. 25. des. 1942, gift Erni Sigurðssyni, f. 30. ágúst 1940. Börn þeirra eru Sigrún Margrét, f. 25. janúar 1964, maki Geir Gunnarsson, börn Sunna Dís og Filippía Lind. Bjarndís, f. 30. sept.1965, maki Ívar Árnason, dóttir Júlíana Björt. Örn, f. 23. maí 1969, maki Svanborg Sigurjónsdóttir, dætur hans Ásta Jóhanna og Birna María. Gunnar Þór, f. 1. mars 1971, d. 28. mars 1987. 2) Guðrún Elín, f. 29. mars 1946, d. 31. des. 1997, var gift Erni Péturssyni, f. 16. apríl 1946. Börn þeirra eru: Gunnar Sverrir, f. 27. sept. 1964, Svala, f. 30. júlí 1966, börn Guð- rún Arna, Leifur og Eva Rut, Linda, f. 11. júní 1972, gift Peter Harvey, börn Petra og Linda Pat- ricia. Fríða, f. 28. júní 1973, dóttir Bjarndís. 3) Unnur, f. 23. sept. 1947, var gift Baldri Heiðdal, f. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Börnin. Það var fallegur, heiðríkur haust- morgunn. Amma sat ferðbúin í sófahorninu sínu með kaffibolla í hendi og beið þess að fara upp í sumarbústað með afa þegar kallið kom og hún lagði þess í stað upp í sína hinstu för, létt og ljúflega eins og henni var lagið. Kaffibollinn brotnaði ekki, því sjaldan brýtur gæfumaður gler, sagði afi. Dísa taldi sig mikla gæfumann- eskju í lífinu sem hefði átt ástríka foreldra og bræður. Eignast tvo eiginmenn, börn, stjúpbörn, tengda- börn og fjölda afkomenda sem allir voru góðir í hennar augum og hefðu reynst henni vel, þótt okkur fynd- ust nú oft gæðin aðallega vera hennar megin. Sérstaklega þegar við hrösuðum á lífsins hálu braut og fannst við ekkert sérlega góð, þá breytti það engu fyrir henni. Afi fór ekki varhluta af lofinu. Hann var dásamaður í bak og fyrir, bæði fyrir dugnað við matseld, göngutúra og ekki síst fyrir umönn- un hennar sjálfrar. Það þýddi lítið fyrir hann að malda í móinn. Enda þótti honum lofið gott, ekki síður en okkur, og átti það svo sannarlega skilið. Þau voru samstiga og sam- stillt á lífsgöngunni á fjórða tug ára og þótt amma mætti vart af afa sjá var það einlæg ósk hennar að fá að ljúka sinni göngu á undan honum. Fyrri eiginmaður hennar hafði fall- ið frá henni og sex börnum í blóma lífsins og hún gat ekki hugsað sér að verða ekkja í annað sinn. Þessa ósk fékk hún uppfyllta og er það að- standendum nú huggun á tíma sorgar en um leið ljúfra minninga. Í mildu hausthúminu heldur afi áfram sinni lífsgöngu með dagleg- um göngutúrum, sterkur og æðru- laus. Dísa var falleg og fínleg kona. Glaðlynd og geðgóð. Alla tíð grann- vaxin og nett, létt og lipur á fæti. Snerist í kringum allt og alla, ekki síst börnin sem dáðu hana. Alltaf fyrri til að svara í símann og svífa til dyra, enda fyrrverandi fimleika- stjarna sem fór frægðarför til út- landa á sínum yngri árum og varð Norðurlandameistari með sínum flokki. Það er því ekki erfitt að ímynda sér hana sem engil, með hvítt hárið og svo litla og létta að gegnsæir vængir eins og á Dísu ljósálfi myndu duga til að hefja hana á loft. Vænghafið þyrfti ekki að vera svo mikið. Rétt nægjanlegt til að flögra á milli til að athuga hvort við séum ekki öll jafngóð ennþá og hún sagði okkur vera. Það er engin hætta á því að hún leggist í langferðir frá afa og fólkinu sínu öllu. Þegar okkar tími kemur tekur amma fagnandi á móti okkur í dyra- gættinni, eins og hennar var vandi. Hún kvaddi okkur líka þar alltaf svo vel og við erum þakklát fyrir hvað hún fékk að fara fallega. Við kveðjum hana með söknuði og eftirsjá og innilegu þakklæti fyr- ir hvað hún reyndist öllum vel. Afa Kristni og afkomendum ömmu Dísu vottum við samúð okkar. Megi minning hennar lýsa okkur og færa birtu og yl á erfiðum stundum lífs- ins. Guð veri með ykkur. Börn, tengdabörn og af- komendur Kristins afa. Í dag er til foldar borin vinur minn og fyrrverandi tengdamóðir, Bjarndís Jónsdóttir. Þakka ég for- sjóninni af auðmýkt fyrir að hafa kynnst þessari yndislegu konu. Þau kynni hófust fyrir fjöldamörgum ár- um er við Gurra dóttir hennar hóf- um okkar samleið í lífinu, varla úr æskuskónum komin. Þá bjó Dísa, sem þá var orðin ekkja, með sex börnum sínum á Laugarnesvegin- um. Dísa tók mér vel og allt síðan þá var samband okkar gott. Göf- uglyndi hennar var jafnt eftir and- lát Gurru 1997 sem áður. Göfug- lyndi hennar og jákvæðni var einstakt og reyndist mér vel. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum né kvarta, heldur leitaði hún að hinu jákvæða þótt stundum hefði dregið í ský eins og gerir í lífinu. Hún hafði sínar skoðanir á lífinu og tilverunni í heyranda hljóði en ég þykist viss um að aðrar skoðanir átti hún aðeins með sjálfri sér. Það þurfti lítið til að gleðja Dísu, sem alltaf var í góðu skapi. „Maður má vera þakklátur og ég hef verið heppin,“ sagði hún jafnan. Þetta er ekki flókið en lýsir viðhorfi þess- arar konu, sem þó hafði upplifað margt og borið veikindi mörg síð- ustu árin. En hún átti einstakan eft- irlifandi mann, Kristin, en þau gengu í hjónaband fyrir um 30 ár- um, árið 1973. Þau voru mjög sam- rýnd hjón og notalegt að vera í ná- vist þeirra. Um árabil ferðuðumst við Gurra mikið með þeim hjónum, bæði stutt og langt, og dvöldum oft í Dísulundi við Hvítárbakka. Nú að- eins fyrir mánuði vorum við Ása sambýliskona mín með Dísu og Kidda í vikutíma á Vopnafirði. Allt er þetta ógleymanlegt og ljúft að líta um öxl í minningunni. Dísa bjó við ást og kærleik með Kristni manni sínum. Umhyggja hans við konu sína var einstæð og fögur. Guð styrki hann nú á erfiðum tímum. Blessuð sé minning Bjarnd- ísar Jónsdóttur. Örn Reynir Pétursson. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku amma, blessuð sé minning þín, hvíl þú í friði. Eiður, Þórey og dætur. BJARNDÍS JÓNSDÓTTIR „Sæl, Magga mín, þetta er Sigga frænka þín,“ voru alltaf fyrstu orðin sem hún sagði þegar hún hringdi í okkur hérna fyrir norðan. Slík kynning var auðvitað óþörf þar sem ég vissi alltaf um leið og ég heyrði röddina hver var þarna á ferð. Hún var alltaf auðþekkt á blíð- um málróm og ævinlega einlægum áhuga á þeim sem hún var að tala við. Mig grunaði aldrei að rúmu ári eft- ir að þau Svanur voru hérna á Ak- ureyri í fyrrasumar væri hún Sigga frænka mín öll. Við áttum svo indæla stund hérna öll og við spjölluðum að vanda um heima og geima. Ég man líklega fyrst eftir Siggu þegar ég var um 6 eða 7 ára gömul og var í heimsókn þar með mömmu minni og ég man hvað var einstaklega gott að koma heim til hennar og Svans í Þingvallastrætinu. Þar var alltaf gott að koma og ræða málin þegar þess þurfti eða segja ekkert þegar svo bar við, það var allt svo vel- komið hjá henni. Það var svo gott að koma til þeirra þegar ég var í Menntaskólanum á sínum tíma og ég var alltaf velkomin í Þingvallastrætið. Það var og er mér mikils virði að geta átt þar afdrep. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég átti erfitt á SIGRÍÐUR GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR ✝ Sigríður GuðnýPálsdóttir fædd- ist á Ólafsfirði 6. mars 1932. Hún and- aðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju í Reykjavík 2. septem- ber. tímabili með ýmis mál og þau Svanur voru flutt suður en hún hjálp- aði mér að finna góðan lækni sem skipti sköp- um fyrir mig og það allt í gegnum síma frá Reykjavík. Svona var hún alltaf. Svo einstak- lega hjálpleg og góð manneskja að enginn sem þekkti hana varð ósnortinn af góð- mennsku hennar og hlýleika. Þannig var hún fram á síðustu stundu þegar hinn ill- vígi sjúkdómur heimti hana til sín. Það er huggun harmi gegn að hafa þekkt hana og hafa mátt eiga með henni góðar stundir hér á jörðu. Elsku Svanur, systur og aðrir að- standendur, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Hvíldu í friði, elsku frænka. Minn- ing þín lifir skær í hjörtum okkar. Margrét A. Karlsdóttir. Elsku Bragi. 0kkur þykir afar sárt að þurfa að kveðja þig. Svona ung- an og sætan strák sem átti framtíðina fyrir sér. Bragi var strákur sem manni þótti strax einstakur. Við tókum strax eftir því að hann var bæði feiminn og hæglátur strákur en um leið alveg ótrúlega hress og skemmtilegur með alveg ógleyman- legan hlátur, svo ekki megi gleyma hversu góða nærveru hann hafði. Elsku Bragi, við þökkum fyrir að BRAGI GUNNARSSON ✝ Bragi Gunnars-son fæddist 16. júlí 1984. Hann lést 18. september síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði 30. sept- ember. hafa kynnst þér og vonum að þér líði vel. „Jesú, bróðir vor og frelsari, þú þekkir dánarheiminn, fylgdu vini vorum, þegar vér getum ekki fylgzt með honum lengur. Miskunnsami faðir, tak á móti honum. Heilagur andi, hugg- arinn, vertu með oss. Amen.“ Við vottum ykkur, elsku Gunni, Maja, Unnur Lind, Baldur, Ólöf Petra og og fjöl- skyldum ykkar okkar dýpstu sam- úð. Megi góður Guð vaka yfir ykkur. Fjóla og Linda. www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts ástkærrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, HJÁLMFRÍÐAR GUÐNÝJAR SIGMUNDSDÓTTUR frá Hælavík, til heimilis á Sunnubraut 16, Reykjanesbæ. Reynir Jónsson, Sævar Reynisson, Guðmundur Óli Reynisson, Svala Rún Jónsdóttir, Jóhanna Reynisdóttir, Ólafur Eyþór Ólason, Guðný Reynisdóttir, Axel Arnar Nikulásson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GRÉTARS HARALDSSONAR, Berjavöllum 2, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Helli A. Haraldsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.