Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 17 MINNSTAÐUR SÓLBAKUR EA, ísfisktogari Útgerðarfélagsins Sól- baks ehf., kemur til heimahafnar á Akureyri í dag. Skipið landaði um 30 tonnum á Eskifirði í síðustu viku en í gær var afli skipsins orðinn um 75 tonn af þorski og ufsa, að sögn Sæmundar Friðrikssonar, útgerðarstjóra Brims. Hann sagðist ekki eiga von á neinum aðgerðum frá samtökum sjómanna við komu skipsins. „Ég held að menn hljóti að fara einhverjar aðrar leiðir, eins og t.d. dómstólaleiðina, frekar en að taka upp lurkana,“ sagði Sæmundur. Útgerðarfélagið Sólbakur, sem er að fullu í eigu Brims hf., er ekki aðili að LÍÚ og sjómenn sem starfa á skipinu standa utan stéttarfélaga sjómanna. Gengið var frá ráðn- ingarsamningi við áhöfnina á dögunum og eins og fram hefur komið, ætla samtök sjómanna að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn samningum. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyja- fjarðar, vildi ekki tjá sig um það hvort gripið yrði til ein- hverra aðgerða, þegar Sólbakur EA kemur til hafnar í dag. „Það hins vegar standa öll þau orð sem sögð hafa verið í þessu máli og við munum gera það sem þarf til að stöðva þetta lögbrot,“ sagði Konráð. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur bent á þann möguleika að fara með málið fyrir dómstóla. Kon- ráð sagði að til þess að gera það þyrftu menn að hafa eitt- hvað í höndunum. Samningurinn milli útgerðar og áhafn- ar hefur verið birtur á vef Brims. Konráð sagði að ekki væri hægt að taka eitthvað blað sem væri birt óund- irritað á heimasíðu félagsins. „Við vitum ekkert hvort þetta er það rétta og höfum ekki fengið neitt í hendur sem er undirritað af aðilum málsins,“ sagði Konráð. Á vef Brims segir m.a. að síðustu daga hafi samtök sjó- manna og fleiri launþega svo og margir af forsvarsmönn- um verkalýðshreyfingarinnar látið stór orð frá sér fara í ræðu og riti um ráðningarsamninga áhafnarinnar á Sól- baki EA við útgerð skipsins. Ennfremur er bent á að eitt af helstu haldreipum forystumanna verkalýðshreyfing- arinnar í umræðu síðustu daga sé að þeir hafi ekki fengið að sjá samning sjómanna og útgerðar skipsins. Í því skjóli hafi þeir getið í eyðurnar og umræðan því farið um víðan völl. Í þeirri von og trú að forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar ræði þetta mál á hófstilltari hátt en hingað til hafa sjómenn á Sólbak og útgerð skipsins ákveðið að birta umræddan ráðningarsamning í heild sinni, segir ennfremur á vef Brims hf. Sólbakur EA landar á Akureyri í dag Óvíst hvort gripið verður til aðgerða Morgunblaðið/Kristján Gert klárt Skipverjar á Sólbak EA gera klárt fyrir fyrsta túrinn í Fiskihöfninni á Akureyri. ÞEIR eru vissulega til sem þykir rigningin góð en ætli sé þá ekki frek- ar um að ræða hlýjan rigningarúða að sumarlagi. Verra er að finna eitt- hvað jákvætt við úrhellisrigningu með norðannepju, líkt og Akureyr- ingar fengu yfir sig í gær. Þær Helga og Auður sem eru á leikskól- anum Krógabóli vörðust rigningunni í fínu pollagöllunum sínum. Morgunblaðið/Kristján Rigningin góð? Ógnar slæðan lýðræðinu? | Ing- vill T. Plesner flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 5. október kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14 en hann ber yfirskrift- ina: Ógnar slæðan lýðræðinu? Eru það mannréttindi að fá að bera slæðu í grunnskóla, framhalds- skóla og háskóla? Eða ógnar slíkur klæðaburður lýðræðinu, góðu sið- ferði, allsherjarreglu og réttindum kvenna? Í erindi sínu ætlar Ingvill T. Plesner að fjalla um þessar spurn- ingar í ljósi nýlegra dóma. Fræðslufundur | Kristín Dýrfjörð, lektor við kennaradeild HA, flytur er- indi á fræðslufundi skólaþróunarsviðs kennaradeildar í dag, þriðjudag 5. október, kl. 16.15. Hún mun fjalla um viðhorf ýmissa hagsmunaaðila leik- skóla til ytra mats en erindið byggir á niðurstöðum rannsóknar hennar til meistaraprófs við HÍ. Fundurinn verður í stofu 16 í Þingvallastræti 23. Sjálfræði og aldraðir | Vilhjálmur Árnason heimspekingur og Ástríður Stefánsdóttir, læknir og heimspek- ingur, segja frá rannsókn sinni á sjálfræði aldraðra á öldrunarstofn- unum á fundi sem haldinn verður í samkomusalnum í Hlíð í dag, þriðju- daginn 5. október kl. 15. Hlíð var eitt af þeim heimilum sem þátt tóku í rannsókninni. www.toyota.is framhaldKópavogurSími 570 5070 ReykjanesbærSími 421 4888 AkureyriSími 460 4300 SelfossSími 480 8000 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 02 7 1 0/ 20 04 BETRI NOTAÐIR BÍLAR Það verður mikið að gerast hjá Toyota Betri notuðum bílum í þessari viku. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til þess að eignast góðan bíl á einstöku verði. Skoðaðu úrvalið á www.toyota.is eða komdu í heimsókn á Nýbýlaveginn eða til umboðsmanna okkar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ. Opel Omega W/G GL F.skráð. 01.2004. Ekinn 179.000 km. Litur: Brúnn. Verð: 1.570.000 kr. Tilboðsverð: 1.190.000 kr. MMC Pajero Langur V F.skráð. 01.1996. Ekinn 198.000 km. Litur: Blár. Verð: 1.220.000 kr. Tilboðsverð: 890.000 kr. Alfa Romeo 156 S/DT F.skráð. 12.1998. Ekinn 105.000 km. Litur: Blár. Verð: 1.120.000 kr. Tilboðsverð: 790.000 kr. Suzuki Vitara Grand F.skráð. 10.1997. Ekinn 105.000 km. Litur: Rauður. Verð: 930.000 kr. Tilboðsverð: 590.000 kr. Jeep Grand Cherokee F.skráð. 06.1997. Ekinn 73.000 km. Litur: Vínrauður. Verð: 1.290.000 kr. Tilboðsverð: 890.000 kr. Daewoo Leganza S/D C F.skráð. 08.2001. Ekinn 145.000 km. Litur: Grár. Verð: 880.000 kr. Tilboðsverð: 490.000 kr. Mercedes Benz ML 430 F.skráð. 04.2003. Ekinn 58.000 km. Litur: Grár. Verð: 4.590.000 kr. Tilboðsverð: 4.190.000 kr. Isuzu NPR P/U F.skráð. 07.1998. Ekinn 196.000 km. Litur: Rauður. Verð: 1.590.000 kr. Tilboðsverð: 1.190.000 kr. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.