Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALÞJÓÐADAGUR kennara er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim í dag, þriðjudaginn 5. októ- ber, að forgöngu Education Int- ernational eða Alþjóðasambands kennarafélaga. Yf- irskrift dagsins er: „Vel menntaðir kenn- arar tryggja gæði menntunar“. Mark- mið alþjóðadagsins er að vekja athygli á kennarastarfinu, að vandað sé til þess í hvívetna. Til að tryggja góða mennt- un barna og ung- menna þarf vel menntaða kennara, sem hafa góð laun og njóta virðingar í samfélaginu. Í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku vantar milljónir kennara til starfa til að fullnægja markmiðum Sameinuðu þjóðanna um menntun fyrir alla og gæði menntunar. Skortur á kennurum og ófullnægjandi undirbúningur fyrir kennarastarfið valda miklu um lágt menntunarstig og mikla fátækt í þessum löndum. Ungt fólk – önnur viðhorf Í vestrænum ríkjum eru líka ýms- ar blikur á lofti. Fjölmennir hópar kennara munu láta af störfum vegna aldurs á næstu árum og áratugum og mikið brotthvarf er úr kennarastéttinni vegna vaxandi vinnuálags, streitu og kulnunar í starfi. Þetta síðarnefnda á bæði við um yngri og eldri kennara. Kennaraskortur er orðinn að al- varlegu vandamáli í sumum vest- rænum ríkjum og mun aukast á næstu árum þegar eldri kynslóðin lætur af störfum. Víða á Vest- urlöndum hafa menn vaxandi áhyggjur af þessari þróun. Það er því orðið forgangsverkefni í mörg- um löndum að gera kennarastarfið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk. Víða hefur verið hrundið af stað markvissum aðgerðum til að vinna bug á kennaraskorti með því að gera starfið fýsilegt í augum ungs fólks. Ungt fólk hefur önnur við- horf til vinnunnar en „yf- irvinnukynslóðin“ sem senn mun láta af störfum. Ungt fólk vill góð laun, nægan tíma til að sinna kennslu og verkefnum á sviði kennslu, gott vinnuumhverfi og vinnuaðstæður. Það gerir kröfur um starfsþróun og fram- gang í starfi. Og það sem meira er ungt fólk krefst þess að jafnvægi ríki milli einkalífs og vinnu. Kennaraskortur fyrirsjáanlegur á Íslandi Samskonar þróun á sér stað á Íslandi og hér hefur verið lýst. Hér skulu nefnd nokkur dæmi. Árið 2002 var 31% stöðugilda í leikskólum skipað leikskólakenn- urum og 69% réttindalausum leið- beinendum, þar af voru 6,4% með háskólapróf. Um fimmtungur þeirra sem starfa við kennslu í grunnskólum hafa ekki tilskilda menntun og kennsluréttindi. Hlut- fall kennara og stjórnenda í tón- listarskólum sem hafa kenn- aramenntun og/eða menntun í uppeldis – og kennslufræði er um 53%. Nær þriðjungur framhalds- skólakennara er ekki með full kennsluréttindi. Um 75% fram- haldsskólakennara eru komin yfir fertugt og 40% eru fimmtíu ára eða eldri. Kennaraskortur verður að verulegu vandamáli á næstu ár- um þegar fjölmennir hópar kenn- ara láta af störfum og samtímis er kennaraskortur viðvarandi vanda- mál. Nægt fjármagn er ekki veitt til menntunar kennara Kennaramenntun á Íslandi er sú stysta í Evrópu, í árum talin. Kennaraháskóli Íslands þarf ár- lega að vísa frá hundruðum nem- Vel menntaðir kennarar tryggja gæði menntunar Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar um alþjóðadag kennara ’Samfélagið gerirkröfu um góða mennt- un barna og ungmenna og að íslenskir skólar standi í fremstu röð. En þessar kröfur kosta fé. ‘ Höfundur er kennari við Verk- menntaskólann á Akureyri og varaformaður Félags framhalds- skólakennara. Aðalheiður Steingrímsdóttir enda vegna þess að stofnunin er í fjársvelti. Háskólinn á Akureyri hefur þurft að taka upp svipaðar aðferðir. Háskóli Íslands áformar að stórhækka innritunargjöld sín næsta haust í öllu námi við skól- ann, seilast ofan í vasa nemenda til að fjármagna rekstur sinn, sem stjórnvöld eiga með réttu að standa straum af. Framhaldsskól- arnir þurftu að neita fjölmörgum eldri nemendum um skólavist í haust vegna þess að opinber fjár- framlög til þeirra eru ekki í sam- ræmi við þann fjölda nemenda sem þar vill stunda nám. Samfélagið gerir kröfu um góða menntun barna og ungmenna og að íslenskir skólar standi í fremstu röð. En þessar kröfur kosta fé. Gera þarf þjóðarsátt um að menntakerfið fái þá fjármuni sem til þarf svo það geti staðið undir þessum kröfum. Við þurfum að taka höndum saman um að meta kennarastarfið að verðleikum til að tryggja börn- um og ungmennum góða menntun. Verkfall og kjarabarátta grunn- skólakennara eru skýr skilaboð til samfélagsins um mörg og alvarleg hættumerki í íslensku mennta- kerfi. Þau eru næg sönnun þess að íslensk stjórnvöld verði að söðla um og taka upp sömu stefnu og forgangsröðun í menntakerfinu og margar nágrannaþjóðir okkar hafa þegar gert. EITT meginmál Samfylking- arinnar við upphaf þings er að ráð- ist verði í sérstakt fjárfestingarátak í menntakerfinu. Nú- verandi staða skóla- mála er óviðunandi fyrir þjóð sem tekur sig alvarlega og ætlar sér í fremstu röð í al- þjóðlegu samhengi. Íslendingar eru veru- legir eftirbátar margra Evrópuþjóða í framlögum til mennta- mála, sérstaklega til háskólastigsins. Heildstæða og skapandi framtíðarsýn skortir af hálfu stjórn- arflokkanna og að- gerðir þeirra miða að því að halda í horfinu og elta nem- endafjölgun í skól- unum hvað varðar framlög til mennta- mála. Þögn mennta- málaráðherra um kennaraverkfallið er ærandi og mjög dæmi- gerð fyrir hug stjórn- arflokkanna í garð skólamála. Ráðherra menntamála er aldrei stikkfrí þegar viðlíka ástand ríkir og nú gerir í fræðslumálum grunnskólabarna. Það verður aldrei afsakað með því að benda á aðra. Ráðherra mála- flokksins ber að leita allra leiða til að liðka til fyrir lausn mála. Nýjustu afrek rík- isstjórnarinnar í menntamálum eru síð- an 40% hækkun á skólagjöldum við ríkisháskólana og að engir nýnemar verða teknir inn á vorönn HÍ! Fjárfestingarátak Samfylkingarinnar Nú við þingbyrjun setur Samfylk- ingin menntamálin á oddinn og ger- ir að meginstefnu í pólitík sinni. Við viljum ráðast í viðamiklar fjárfest- ingar í menntun sem kjarna í at- vinnuuppbyggingu framtíðarinnar og leggjum til að viðbótarútgjöld ríkisins til menntamála verði aukin um 12–15 milljarða króna að raun- gildi á kjörtímabili. Tvö kjörtímabil í röð. Ljóst er að aukinn hagvöxtur leiðir til aukinna tekna ríkissjóðs sem gerir löngu tímabærar fjárfest- ingar í menntakerfinu mögulegar. Af þeim hagvaxtarauka viljum við forgangsraða í þágu skólamála og nýta svigrúmið til þessara miklu fjárfestinga í menntarkerfinu í stað þess t.d. að lækka álögur á há- tekjufólk. Líkt og ríkisstjórnin boð- ar að hún muni nota viðbót- arfjármagn ríkissjóðs í. Samfylkingin vill þess í stað lækka matarskattinn og fjárfesta í menntakerfinu. Markmiðin í menntamálunum Sú menntasókn sem Samfylkingin vill að hrint verði í framkvæmd á tveimur kjörtímabilum felur í sér háleit markmið sem varða mennt- unarstig og atvinnusamsetningu þjóðarinnar. Meginmarkmiðin eru m.a.: – Fjölga skal þeim sem útskrifast með framhaldsskólapróf og háskóla- próf í hverjum árgangi um 25% og þar með verður menntunarstig Ís- lendinga nálægt því sem er á öðrum Norðurlöndum. – Bæta aðstöðu framhaldsskólana og tryggja öllum skólavist sem eftir henni sækjast. – Efla verulega starfsnámið, draga stórlega úr brottfalli í fram- haldsskólum og fjölga styttri náms- brautum við framhaldsskólana. – Auka framboð og bæta aðstöðu til fjarnáms á framhaldsskóla- og háskólastigi. – Tekjustofnar sveitarfélaga verði auknir í samningum við ríkisvaldið þar sem tekið verður mið af frekari eflingu grunnskólans og gjald- frjálsum leikskóla. – Undirbúa gjald- frjálsan leikskóla í áföngum með auknum tekjum frá ríkisvaldinu. – Lækka endur- greiðsluhlutfall náms- lána úr 4,75% í 3,75%. Breyta 30% námslána í styrk, hafi námslokum verið náð innan ákveð- ins tíma og afnema ábyrgðarmannakerfi á námslán. – Tónlistarnám á framhaldsstigi verði greitt af ríkinu eins og annað nám á fram- haldsskólastigi. – Nýtt tækifæri til náms fyrir þá sem hafa horfið frá námi, vilja bæta við menntun sína eða eru atvinnulausir. Þjóðhagslegur ávinningur Tillögur Samfylking- arinnar sem hér hafa verið raktar leiða fjár- hagslega til var- anlegrar hækkunar landsframleiðslu á mann um 3–6% þegar áhrifin eru komin fram að fullu. Á tveimur kjörtímabilum mun landsframleiðslan hafa hækkað vegna aðgerð- anna um tæpt 1%-stig sem er aðeins minna en varanleg áhrif álver virkjunar- og stjóriðjuframkvæmda á Austurlandi hafa í för með sér á landsframleiðsluna. Arðsemi fjárfestingar í menntun er mun hærri fyrir einstaklinga og þjóðarbúið í heild en er í öðrum at- vinnugreinum. Samkvæmt rann- sókn OECD eru langtímaáhrif á af- köst af einu viðbótarári menntunar meðal fullorðinna almennt á bilinu 3–6%. Það dæmi eitt og sér tekur af allan vafa um mikilvægi aukinna fjárfestinga í menntamálum. Það snýst um pólitískan vilja um hvernig staðið er að mennt- unarmálum þjóðarinnar. Vilji stjórnarflokkanna til að skara fram úr og byggja besta skóla í heimi er ekki til staðar. Það er hins vegar eitt af meginverkefnum Samfylk- ingarinnar og við setjum nú í for- gang okkar stjórnmála. Staðan er slæm Staða okkar í menntamálum er óviðunandi og fjarri því að nægj- anlega sé fjárfest í skólakerfinu. Ís- land er t.d. einungis í 14. sæti af 28 OECD-þjóðum ef opinber útgjöld til menntamála eru skoðuð að teknu tilliti til aldursdreifingar þjóð- arinnar og stendur hér langt að baki öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá má nefna að samkvæmt nýjustu skýrslu OECD er Ísland einungis í 10. sæti séu útgjöld á nemenda frá grunnskóla til háskóla skoðuð. Einnig kemur fram í þeirri skýrslu að Ísland ver aðeins 0,9% lands- framleiðslu sinnar til háskólastigs- ins sem er allt að helmingi lægra hlutfall en hinar Norðurlandaþjóð- irnar gera. Þessari stöðu verður að breyta gagngert. Samfylkingin mun á næstu misserum berjast fyrir því að forgangsraðað verði í þágu mennta- málanna í stað þess að bætt verði í peningahauga þeirra sem nóg hafa fyrir. Fjárfest í fram- tíðarskólanum Björgvin G. Sigurðsson fjallar um menntamál Björgvin G. Sigurðsson ’Við viljum ráð-ast í viðamiklar fjárfestingar í menntun sem kjarna í at- vinnuuppbygg- ingu framtíð- arinnar og leggjum til að viðbótarútgjöld ríkisins til menntamála verði aukin um 12–15 milljarða króna að raun- gildi á kjör- tímabili.‘ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. GUÐMUNDUR Bjarnason, bæj- arstjóri í Fjarðabyggð, skrifaði grein 1. október í Morgunblaðinu þar sem hann rökræðir nokkra þætti sem ég fjalla um í viðhorf- spistli 16. september um búseturök fyrir stóriðju á Aust- urlandi. Ég tel brýnt að ræða áfram rökin fyrir álverinu í Fjarðabyggð og möguleg áhrif á vinnumarkað á Aust- urlandi, og þakka honum svarið. Spurning: Hvert var vandamálið? Svar: Að leysa byggðavand- ann! Verkefnið sem stjórnmálamenn settu sér í upphafi var að leysa byggðavandann á Austurlandi með atvinnusköpun. Ég tel að ef sveitarstjórnarmenn hefðu haft gögn og upplýsingar um áhuga og menntun ungu kynslóð- arinnar á Austurlandi, hefðu þeir hugað að öðrum valkostum en ál- veri, t.d. hátækniháskóla á alþjóða- mælikvarða. Þegar forvígismenn álvers ræddu og ræða enn um áhrifin þá er dæminu ævinlega stillt upp sem: Austurland með álveri eða Austur- land án álvers. Í skýrslu Nýsis frá 2001 um samfélagsleg áhrif álvers stendur t.d. „Ef ekkert verður af verkefninu skapast heldur ekki þau 1600 framtíðarstörf sem talið er að álverið muni hafa í för með sér ...“ Þetta er ósanngjörn uppsetning, því álver var í raun bara einn mögulegur kostur, og hefði átt að reikna út aðra kosti eins og t.d. þekking- arfyrirtæki. Meg- inverkefnið var að styrkja Austurland fyrir Austfirðinga! Hráefnisframleiðsla og lágþekkingariðn- aður á Austurlandi var á undanhaldi og laðaði ekki lengur til sín fólk og því var ástæðulaust að setja álver á fót. Það liggur í augum uppi að sterkt samband þarf að vera á milli þeirrar menntunar sem unga fólkið á Austurlandi sækir sér nú og þess vinnumarkaðar sem ríki og sveit- arfélög eru að skapa. Eftir menntaskýrslum OECD að dæma þá er 70% ungu kynslóðarinnar (20–24 ára) á Íslandi í há- skólanámi, og þar af 80% kvenna. Álver er því ekki nógu gott svar við starfsþörf þessa hóps. Það er vissulega göfugt markmið að Alco- Fjarðaál hafi sett sér það markmið að helmingur starfsmanna í ál- verinu verði konur, en er það raun- hæft markmið? Hversu margar ungar konur í framhaldsskólum á Austurlandi dreymir um vinnu í ál- veri, og hversu margar austfirskar konur sem leggja nú stund á há- skólanám hafa sett sér það mark- mið að sækja um vinnu í álverinu eða í tengslum við það? Hefur það verið kannað? Akkilesarhæll landsbyggð- arinnar er skortur á störfum fyrir háskólamenntaða, og það er meg- Handan ímyndunarafls ráðamanna á Austurlandi Gunnar Hersveinn fjallar um búseturök fyrir stóriðju ’Það liggur í augumuppi að sterkt samband þarf að vera á milli þeirrar menntunar sem unga fólkið á Austur- landi sækir sér nú og þess vinnumarkaðar sem ríki og sveitarfélög eru að skapa. ‘ Gunnar Hersveinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.